Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 9
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 B 9 „ÉG veit ekki hvað ég á að segja. Við fengum nóg af færum en náð- um ekki að nýta það,“ sagði Páll Einarsson, fyrirliði Þróttar, von- svikinn eftir tapið fyrir Grindvík- ingum. „Við bjuggum til fullt af færum, spiluðum stundum of mikið inn í vítateignum í stað þess að skjóta, en færin fengum við. Vítið sem við fengum var rétt, það var hoppað upp á bakið á Björgólfi. En varðandi aukaspyrn- una sem þeir skoruðu upp úr í fyrri hálfleik þá verð ég að segja að það kom mér virkilega á óvart þegar dómarinn dæmdi aukaspyrnu, ég hélt hann hefði bara stoppað leik- inn vegna hugsanlegra höf- uðmeiðsla. Við erum enn með 21 stig og ég segi að það er alveg klárt að það dugar ekki. Við þurftum einn sig- urleik í viðbót og ætluðum að ná honum hér í kvöld – en því miður tókst það ekki þannig að við verð- um að bíða aðeins með það. Grindvíkingar voru grimmir í kvöld og vörðust vel. Sigurinn hefði alveg eins getað dottið okkar meg- in en gerði það því miður ekki að þessu sinni,“ sagði fyrirliðinn.  JON Barry hefur gengið til liðs við Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta. Barry er 34 ára gamall og leikur í stöðu bakvarðar. Barry var í herbúðum Detroit Pistons síðasta vetur en hann er þekktur fyrir að vera mjög góð þriggja stiga skytta. Hann skoraði 6,9 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og gaf 2,6 stoð- sendingar en hann lék 80 leiki fyrir Detroit síðasta vetur.  DIRK Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks í körfubolta, meiddist í leik með Þýskalandi gegn Frökkum í gær. Frakkar sigruðu 76:68 í æfinga- leik en Nowitzki þurfi að fara meidd- ur af velli eftir 13 mínútur. Forráða- menn Þýskalands óttuðust fyrst að meiðslin væru alvarleg en það kom svo í ljós í gær að Nowitzki er ekki al- varlega meiddur. Hann mun mæta í æfingabúðir Dallas í næsta mánuði.  BANDARÍSKI tenniskappinn Pete Sampras er endalega hættur að leika tennis samkvæmt þjálfara hans Paul Annacona. Sampras, sem er 32 ára gamall, hefur sigrað 14 sinnum á stór- mótum í tennis en hann hefur ekki spilað síðan á Opna bandaríska mótinu árið 2002.  PAUL Annacona segir að Pete geti verið stoltur yfir þeim árangri sem hann hefur náð í greininni. „Pete langar ekki að byrja aftur. Hann hef- ur hugsað vel um hvort þetta sé rétt ákvörðun. Hann hefur sætt sig við það að ferill hans sem atvinnutenn- isspilara sé lokið. Hann hefur átt gríð- arlega farsælan feril sem tennisspil- ari og hann getur horft stoltur til baka yfir þeim árangri sem hann hef- ur náð,“ sagði Annacona. FÓLK Fyrri hálfleikur var afskaplegabragðdaufur framan af, eða allt þar til stundarfjórðungur var eftir. Þá var eins og einhver stífla brysti og mikið fjör færðist í leik- menn sem léku á als oddi allt fram að leik- hléi. Fram að þessu höfðu verið róleg- heit á Laugardalsvelli, bæði lið börð- ust þó vel og ágætis spil sást hjá þeim báðum en færin urðu ekki mörg, eitt skot að marki frá hvoru liði. Á þessum kafla voru Grindvíkingar heldur sterkari og það var því í raun heldur gegn gangi leiksins að Þróttarar urðu fyrri til að skora, Søren Hermansen á 29. mínútu. Ray Jónsson fagnaði óg- urlega fjórum mínútum síðar þegar Grindvíkingar jöfnuðu enda má skrá mark Þróttar á mistök hans. Raunar kom það flestum á óvart þegar dóm- arinn dæmdi Grindvíkingum auka- spyrnu rétt við vítateigslínu, en upp úr henni skoruðu þeir. Rétt fyrir jöfnunarmarkið töldu Grindvíkingar sig hafa jafnað metin en línuvörðurinn var viss í sinni sök – boltinn var kominn aftur fyrir enda- mörk áður en sent var fyrir markið og því markspyrna en ekki miðja. Ekki liðu nema þrjár mínútur þar til Grindvíkingar voru komnir yfir og var sérlega vel að því marki staðið. Áður en flautað var til leikhlés höfðu svo markverðirnir varið vel eitt skot hvor um sig, Helgi Már frá Björgólfi og Fjalar frá McShane. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik var eins og eitt lið væri á vellinum lengst af í þeim síðari. Þróttur réð gangi mála. Heimamenn héldu að þeir hefðu jafnað á 53. mínútu þegar boltinn hrökk í stöngina eftir mjög þunga sókn inn í vítateig Grindvík- inga. Stíf sókn heimamanna hélt áfram, Søren skaut svipuðu skoti og þegar hann skoraði í fyrri hálfleik en nú fór boltinn framhjá, Björgólfur skallaði í stöngina en þá eru færin í raun upptalin. Sóknirnar voru samt langar og þungar en Þróttarar virtust vilja gera snertimark líkt og í amer- íska fótboltanum, sendu stundum fimm til sex sinnum sín á milli inni í vítateig gestanna án þess að skjóta. Grindvíkingar náðu að verjast þessu þó að oft munaði sáralitlu að heimamenn fengju úrvalsfæri. En þau komu ekki og þegar gestirnir skoruðu þriðja markið er 20 mínútur voru til leiksloka töldu flestir að nú væri þetta búið. Grindvíkingar drógu sig enn frekar til baka við þetta, sóknir Þróttar urðu þyngri og þegar átta mínútur lifðu leiks minnkaði liðið muninn eftir víta- spyrnu. Lengra komust Þróttarar þó ekki og Grindvíkingar önduðu léttar – þrjú mikilvæg stig í höfn. Morgunblaðið/Jim Smart Óðinn Árnason, leikmaður Grindvíkinga, á stökki upp völlinn í leiknum við Þrótt í Laugardalnum í gærkvöldi. Náðum ekki að nýta færin Stálheppnir Grindvíkingar ÞEIR fiska sem róa, segir máltækið og Grindvíkingar sungu Suð- urnesjamenn hástöfum inni í búningsklefa eftir leikinn – kampakát- ir enda voru þeir stálheppnir að fara suður með sjó með þrjú stig í farteskinu úr viðureign sinni við Þrótt á Laugardalsvelli. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik; í þeim síðari voru heimamenn miklu betri en Grindavík vann 3:2. Skúli Unnar Sveinsson skrifar „ÞAÐ er ekki annað hægt en að vera ánægður með þrjú stig úr þessum leik. Ef ég á að segja alveg eins og mér fannst þá voru Þrótt- arar miklu betri en við og það var einhver lukka með okkur. Það er svona kalt mat á þessum leik,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, fyr- irliði Grindvíkinga, hálfhissa eftir leikinn. „Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik en í þeim síðari vorum við slakir og það var eins og við hefð- um bara gleymt að mæta inn á völl- inn. Þróttar sóttu nær látalaust fyrsta hálftímann en þeir fengu ef til vill ekki mörg marktækifæri en voru alltaf alveg við það að skapa sér úrvals færi. Okkur tókst ein- hvern veginn og sem betur fer að varna því að þeir skoruðu eða kæm- ust alveg í þessi færi. Okkur tókst síðan að setja eitt mark og það var afskalega ljúft og við getum ekki annað en verið ánægðir með stigin. Þrjú stig fyrir að spila illa er fínt,“ sagði Ólafur Örn. Spurður um framhaldið á deild- inni sagði hann stutt á toppinn og líka botninn. „Það er ekki langt í efstu lið þannig að það er hægt að gera ýmislegt, enda ekki á vísan að róa með úrslit í þessum leikjum. Við þurfum að einbeita okkur að loka- sprettinum því það er líka stutt nið- ur í botninn,“ sagði Ólafur. Spurður um aukaspyrnuna sem Grindavík fékk og skoraði síðan úr sagði fyrirliðinn: „Ég stökk upp til að skalla og Þróttarinn líka, þetta var bara skallaeinvígi – eða það held ég. Ég fékk högg á höfuðið og man ekki meira eftir þessu, en við fengum aukaspyrnu.“ Þróttarar voru miklu betri Þróttur R. 2:3 Grindavík Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 15. umferð Laugardalsvöllur Sunnudaginn 24. ágúst 2003 Aðstæður: Lygnt, aðeins úði um tíma og blautur völlur Áhorfendur: 936 Dómari: Ólafur Ragnarsson, Hamar, 3 Aðstoðardómarar: Hans Scheving, Einar Sig- urðsson Skot á mark: 13(6) - 9(8) Hornspyrnur: 4 - 2 Rangstöður: 2 - 5 Leikskipulag: 4-5-1 Fjalar Þorgeirsson Guðfinnur Þ. Ómarsson (Hjálmar Þórarinsson 78.) Jens Sævarsson Eysteinn P. Lárusson Erlingur Þ. Guðmundsson Halldór A. Hilmisson M Páll Einarsson M Gestur Pálsson M Vignir Þór Sverrisson (Ólafur Tryggvason 78.) (Hallur Hallsson 87.) Sören Hermansen M Björgólfur Takefusa Helgi Már Helgason M Óðinn Árnason (Eysteinn Húni Hauksson 74.) Sinisa Kekic M Ólafur Örn Bjarnason M Gestur Gylfason Mathias Jack Paul McShane Óli Stefán Flóventsson M Guðmundur A. Bjarnason Ray Anthony Jónsson Alfreð Elías Jóhannsson (Jerry Brown 56.) 1:0 (29.) Ray Jónsson átti slaka sendingu úr vörn Grindvíkinga beint á Pál Ein- arsson sem lék að vítateignum og hefði getað skotið - var í góðu færi, en renndi þess í stað til vinstri inn í teiginn þar sem Sören Hermansen var í fínu færi og skoraði með góðu skoti efst í hægra hornið. 1:1 (33.) Grindvíkingur og Þróttari skölluðu saman inni í vítateig Þróttar og Grindvíkingurinn lá eftir. Eftir að hlúð hafði verið að honum fengu gest- irnir óvænt aukaspyrnu. Skotið fór í varnarvegginn og þaðan fór bolt- inn til Guðmundur Andra Bjarnasonar sem skoraði með við- stöðulausu skoti frá vítateig neðst í vinstra hornið. 1:2 (36.) Glæsilegt þríhyrningaspil Paul McShane og Alfreðs Elíasar Jóhanns- sonar endaði með því að sá fyrrnefndi komst inn fyrir vörn Þróttar og skoraði af miklu öryggi. 1:3 (75.) McShane gaf fyrir frá hægri, Mathias Jack stökk upp og skallaði og varnarmaður Þróttar ætlaði að hreinsa frá, en boltinn fór í Óla Stefán Flóventsson sem þakkaði fyrir sig og skoraði með föstu skoti úr miðjum teig. 2:3 (82.) Brotið var á Björgólfi Takefusa inni í vítateig og dæmd vítaspyrna. Sö- ren Hemansen tók spyrnuna en Helgi Már Helgason, markvörður Grindvíkinga, varði. Hann hélt þó ekki knettinum og Sören náði frá- kastinu og skoraði af öryggi. Gul spjöld: Ray Anthony Jónsson, Grindavík (9.) fyrir brot.  Gestur Pálsson, Þrótti R. (71.) fyrir brot.  Jens Sævarsson, Þrótti R. (89.) fyrir mótmæli.  Jerry Brown, Grindavík (90.) fyrir brot.  Rauð spjöld: Engin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.