Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 C 29Fasteignir Klapparhlíð - 3ja herb. Glæsileg 75 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í nýju 3ja hæða fjölbýli með sérinngangi. 2 góð svefnher- bergi með mahóní-skápum, stórt baðherbergi og þvottahús, góð geymsla/vinnuherbergi, stofa og sérlega fallegt eldhús úr mahóní. Pergo-parket á íbúðinni en flísar á baði, þvottahúsi og forstofu. Verð 12,9 m. Áhv. 7,7 m. Laus strax. Blikahöfði - 3ja herb. + bílsk. *NÝTT Á SKRÁ* Falleg 86 fm, 3ja herb. íbúð á jarðhæð með glæsilegri 50 fm verönd og góðum endabílskúr. 2 góð svefnherbergi, flísalagt bað- herbergi með sturtu, eldhús með kirsuberjainn- réttingu og góðum tækjum, búr, sjónvarpshol og góð stofa. Mjög falleg hellulögð suðurverönd með góðum skjólvegg. Skóli, leikskóli og golfvöllur í næsta nágrenni. Verð kr. 14,9 m. Dvergholt - 2ja herb. 51,2 fm ósamþykkt íbúð á neðri hæð í 3-býlishúsi með fallegu útsýni. Íb. skiptist í góða stofu með fallegu útsýni, eldhúskrók, borðkrók, svefnherbergi og baðherbergi m. sturtu. Stutt í þjónustu, skóla og hesthúsahverfið. Verð kr. 6,2 m. Áhv. 3,4 m. Skipti möguleg á bíl. Urðarholt - 3ja herb. 91 fm íbúð á jarðhæð í 3ja hæða fjölbýli á mjög góðum stað í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í stóra stofu, eldhús með borðkrók, stórt hjónaherbergi og gott barna- herbergi, baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús á sömu hæð. Stór timburverönd með skjólgirðingu er við íbúðina. Mjög stutt í alla þjónustu og verslanir. Verð kr. 12,9 m. Áhv. 7,5 m. Þverholt - 3ja herb. Rúmgóð 114,4 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli í miðbæ Mosfellsbæjar. Barnaherbergi og rúm- gott hjónaherbergi m. fataherb. Eldhús með borð- krók, góð stofa. Baðherbergi með kari og sturtu og inn af því er sérþvottahús. Stutt í alla þjónustu. Lækkað verð. Verð kr. 11,9 m. Áhv. 7 m. Arnarhöfði - endaraðhús + bílskúr *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá sérlega vandað endaraðhús á 2 h. með bílskúr. Á jarð- hæð er stofa, borðstofa, glæsilegt eldhús, gesta- salerni, forstofa og forstofuherbergi. Á 2. hæð eru 3 svefnherbergi, sjónvarpsstofa, baðherb. og þvottahús. Fallegt eikarparket er á gólfum, en flís- ar á baði, forstofu og þvottahúsi. Timburverönd er út frá eldhúsi og stofu, og svalir út frá sjónvarps- stofu með miklu útsýni. Verð kr. 25,0 m. Bugðutangi - raðh. m. bílskúr Gott 205 fm endaraðhús á tveimur hæðum með bílskúr. Björt og opin efri hæð með stórri stofu, eldhúsi, baðherbergi og 2 svefnherbergjum. Á jarðhæð eru 2-3 svefnherbergi, hol og þvottahús ásamt bílskúr. Þetta er íbúð með möguleika á út- leigu. Verð kr. 18,9 m. Áhv. 11,7 m. Íbúðarhús í Álafosskvos Fallegt og mikið endurnýjað 108 fm íbúð ásamt 107 fm kjallara og 117 fm vinnuskála. Húsið, sem er elsta steinhús Mosfellsbæjar, stendur á fallegum stað í kvosinni, rétt við Varmána. Íbúðin skiptist í for- stofu, borðstofu, hjónaherbergi, eldhús, baðher- bergi og barnaherbergi. Þetta er einstök eign á rómuðum stað. Verð kr. 16,8 m. Hlíðarás - einbýli/tvíbýli Stórt og mikið 407 fm einbýlishús á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. Fallegt einbýli í botnlanga við óbyggt svæði með gríðarmiklu útsýni yfir Mos- fellsbæ. Hugmyndir eru um að skipta húsinu í tvær 150 fm íbúðir auk 44 fm bílskúrs og kjallara undir bílskúr. Verð 29,5 m. Arnarhöfði - raðhús *NÝTT Á SKRÁ* Erum með í einkasölu 190 fm raðhús á 2 hæðum með bílskúr á fallegum stað. Á jarðhæð er stór stofa og borðstofa, eldhús með glæsilegri eikarinnréttingu, ung- lingaherbergi, baðherbergi m. sturtu, hol og forstofa. Á 2. hæðinni eru 4 stór svefnherbergi, baðherbergi með kari, þvottahús og hol. Eik- arparket og flísar eru á gólfum. Húsið er byggt 2001 og er ýmis lokafrágangur eftir. Verð kr. 22,6 m. Áhv. 13,0 m. Hulduhlíð - 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 3ja herbergja Permaform-íbúð á 2. hæð í 2ja hæða fjölbýli með sérinngangi og svölum. Íbúðin skiptist í góða forstofu, gang, 2 svefnherbergi, baðher- bergi m. sturtu, eldhús, stofu og geymslu sem nú er notuð sem barnaherbergi. Fallegar ma- hóní innréttingar eru í eldhúsi og hjónaherbergi , merbau-parket, flísar og dúkur á gólfum. Frá- bær staðsetning, skóli og leikskóli í næstu götu. Verð kr. 12,2 m. Áhv. 6,9 m. Hamarsteigur - einbýli m. bílskúr *NÝTT Á SKRÁ* Sérstakt og fallegt einbýlishús með góðum bílskúr innst í botnlanga við óbyggt og gróið svæði. Íbúðin skiptist í stóra stofu og borðstofu, eldhús m. borðkrók, 4 svefnherbergi, baðherbergi m. sturtu, þvotta- hús, salerni og búrherbergi. Húsið stendur á sérlega fallegum stað með fallegu útsýni yfir Álafosskvosina og að Esjunni. Verð kr. 18,9 m. Flétturimi - 3ja herb. + bílskýli - Rvík Sérlega fallega 94 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð með 17 fm svölum. 2 svefnherbergi, rúm- gott eldhús, stór og björt stofa, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, m. sturtuklefa og sér- þvottahús í íbúð. Gegnheilt eikarparket á herb., stofu og eldhúsi. Stórt bílastæði í bíla- kjallara m. þvottaaðstöðu. Góð staðsetning, stutt í alla þjónustu. Verð kr. 13,9 m. Esjugrund - einbýli - Kjalar- nesi 142 fm einbýlishús á einni hæð auk 58 fm bílskúrs, með miklu útsýni. 5 svefnherbergi eru í húsinu, 2 baðherbergi, stórt eldhús m. borðkrók, þvottahús með sérútgangi, sjónvarpshol og stofa. Innangengt í tvöfaldan bílskúr. Timberverönd og leiktæki í snyrtilegum garði með miklu útsýni til hafs. Verð kr. 18,6 m. SUMARBÚSTAÐIR Hlíð - Eilífsdal *NÝTT Á SKRÁ* Fallegur 50 fm sumarbústaður með ca 65 fm verönd á fal- legum stað í Eilífsdal. Bústaðurinn stendur á mjög fallegri 4.000 fm leigulóð með miklum trjágróðri og lítilli tjörn og leiktækjum. Kalt vatn er í bú- staðnum og gashitað vatn. Verð kr. 5,0 m. Þúfa - Kjósarhreppi *NÝTT Á SKRÁ* 40 fm sumarbústaður á 2.500 fm eignarlóð úr landi Þúfu í Kjósarhreppi. Bústaðurinn skiptist í stofu, forstofu, eldhús, baðherbergi og svefnher- bergi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að stækka bú- staðinn. Verð kr. 4,5 m. ÁFIMMTA áratugnum fóruTúnin að byggjast. Hverf-ið afmarkast af Laugavegiog Skúlagötu í suður, Sætúni til norðurs, Kringlumýr- arbraut í austur og Rauðarárvík til vesturs. Elsta húsið í Túnunum er Héðinshöfði, stórglæsilegt hús sem reist var 1909 og flestir þekkja. Það var flutt inn tilhöggvið frá Noregi og reist fyrir Brillouin konsúl, sem sendur var hingað frá frönskum stjórnvöldum til þess að vera sjó- mönnum þeirra sem fiskuðu við Ís- land til halds og trausts. Árið 1941 var mikill húsnæð- isskortur í Reykjavík og réðust bæj- aryfirvöld í að byggja sextán rað- húsalengjur úr timbri á þessu svæði, til þess að koma móts við þarfir fólks. Samheiti húsanna var Höfða- borg. Húsin voru rifin í kringum 1970. Höfðaborgin náði yfir stórt svæði eins og Borgartún, Samtún og Höfðatún. Í september árið 1941 sækja þeir Sigurður Waage, Ránargötu 11, og Guðjón Guðlaugsson, Ránargötu 46, um að fá að byggja hús úr timbri á steyptum kjallara á leigulóð sem borgin hafði úthlutað á þessum stað. Ekki er vitað með vissu hvort þeir félagar byggðu húsið en í íbúaskrá frá árinu 1942 er hvorugur þeirra skráður þar til heimilis. Húsið er 8,4 x 8,5 m að grunnfleti, byggt af timbri, einlyft á steyptum kjallara. Það er klætt að utan með borðum, pappa, vírneti og múrhúðað á netið með skeljasandi. Þak er úr borðasúð með pappa, listum og bárujárni. Að innan er pappalagt í útveggjabinding og vírlagt þar innan á. Tvöfaldir milliveggir Milliveggir eru tvöfaldir og lagðir með vírneti og múrsléttaðir. Í kjall- ara eru útveggir og milliveggir einn- ig með vírneti og múrsléttaðir. Bæði hæðin og kjallari eru máluð með ol- íumálningu. Á aðalhæðinni eru þrjú íbúðarherbergi, eldhús, búr, baðher- bergi með sturtu, handlaug og kló- setti, gangur og forstofa. Í kjallara eru tvö íbúðarherbergi, eldhús, klósett, baðklefi, tvö geymsluherbergi, þvottaherbergi, miðstöðvarklefi og tveir gangar. Fyrir utan kjallaravegginn er kola- klefi úr steinsteypu. Gólfið á milli kjallara og hæðarinnar er úr járn- bentri steinsteypu. Húsið er með valmaþaki eins og mörg hús sem byggð voru á þessum tíma. Í íbúaskrá frá desember 1942 býr Jónas Sveinsson læknir í húsinu ásamt konu sinni Ragnheiði Havsteen og dóttur þeirra Ragn- heiði Kristínu. Einnig var á heim- ilinu Guðrún Guðmundsdóttir, vinnukona frá Ósi í Vindhælishreppi. Á öðru heimili í húsinu bjuggu Jó- hannes Elíasson frá Hrauni í Öxna- dal, Sigurbjörg Þorvaldsdóttir, kona hans, frá Ólafsfirði og óskírt mey- barn þeirra. Í Hátúni 17 var oftast tvíbýli, þar til árið 1974 að hjónin Brynhildur Olgeirsdóttir og Haukur Sigurðsson kaupa eignina af Sigurði Mark- ússyni sem þá var orðinn ekkjumað- ur. Sigurður og kona hans, Vilborg Jónsdóttir, höfðu átt húsið lengi. Eftir að Brynhildur og Haukur tóku við eigninni höfðu þau svefn- herbergin í kjallaranum fyrir börnin sem enn voru heima. Þau eignuðust eina dóttur, Ástríði, og fimm syni, Trausta, Gylfa, Hjört, Kjartan og Sverri. Haukur var um miðjan aldur þeg- ar hann missti heilsuna og varð að hætta störfum. Hann var með hús- gagnabólstrun á Grettisgötu. Skipt um alla glugga Fljótlega eftir að Haukur og Brynhildur keyptu húsið var ráðist í að gera það upp. Brynhildur segir að það hafi tekið nokkur ár. Skipt var um alla glugga en þeir setja mikinn svip á húsið. Í þeim eru margar litlar rúður, franskir gluggar. Sett voru ný gólfefni, parket og flísar. Eldhús- ið var gert upp og sett eldhús- innrétting úr gegnheilli eik. Á milli stofanna voru dyr stækk- aðar og einnig dyr úr borðstofu fram á ganginn. Skipt var um innihurðir í húsinu og settar spjaldahurðir úr eik, einnig er dyraumbúnaður úr eik. Brynhildur veggfóðraði stofurnar og svefnherbergið og enn er sama veggfóðrið á svefnherberginu, en búið er að mála stofurnar. Í gegnum tíðina hafa orðið litlar breytingar á herbergjaskipan í hús- inu en núna er íbúð í kjallaranum eins og fyrst. Í þeirri íbúð hafa sum barnabörnin byrjað búskap. Í kjall- aranum er einnig þvottahús og geymsla. Árið 1988 lét Brynhildur byggja rúmgóða sólstofu sem gengið er í úr setustofunni. Sólstofan var góð við- bót við hæðina og hönnun hennar sérstaklega smekkleg. Hátún 17 er ekki lengur með gráa skeljasandslitnum. Núna er búið að mála það með glaðlegum lit, appels- ínugult með dökku þaki og hvítum gluggakörmum. Í kringum húsið er gróskumikill garður með fjölda fjöl- ærra plantna og eru sumar þeirra fremur fáséðar hér í görðum. Brynhildur er hörkudugleg og fjölhæf kona. Lengst af vann hún við verslunarstörf, fyrst í Fatabúðinni á Skólavörðustíg, en eftir það stofnaði hún sína eigin verslun, Blóm og Myndir, á Laugavegi 53. Einnig var hún með innrömmun í tengslum við verslunina og rammaði stundum sjálf inn. Börnin tóku líka til hendinni við reksturinn. Húsið sem Blóm og Myndir voru í var flutt austur í Sólheima í Grímsnesi fyrir nokkrum árum. Brynhildur keypti húsið að Laugavegi 20 og þar rak hún skóverslunina Mílanó. Í þessu húsi var Karnabær stofn- aður. Uppi í húsinu voru þrjár íbúðir sem leigðar voru út. Brynhildur Ol- geirsdóttir er ættuð frá Bolung- arvík. Hún gekk í lýðskólann á Laugarvatni og til að geta veitt sér menntun fór hún í síldina á Siglufirði í tvö sumur. Helstu heimildir eru frá Borgarskjalasafni, brunavirðingar og íbúaskrár. ll ÞAUBYGGÐUBÆINN Hátún 17 Húsið er málað með glaðlegum lit, appelsínu- gult með dökku þaki og hvítum glugga- körmum. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um fallegt hús við Hátún. Morgunblaðið/Arnaldur Gluggarnir setja mikinn svip á húsið, en í þeim eru margar litlar rúður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.