Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 48
48 C MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir BLIKAÁS. Vorum að fá í sölu stór- gott, tvílyft parhús á rólegum stað í Áslandinu. Húsið er alls 200 fm, þar- af 29 fm bílsk. Glæsilegt eldhús úr kirsuberjavið. Rúmgóð stofa og stór- ar svalir. 4 herbergi sem öll eru stór og góð. Hús kvarsað að utan og því viðhaldslítið. Verð 21,9 millj. HVERFISGATA. Nýkomin í einka- sölu mjög gott tvílyft einbýli sem búið er að endurnýja að miklu leyti. Húsið er alls 97 fm og býður upp á mikla stækkunarmöguleika. Góður bak- garður. Búið að endurnýja rafmagn, lagnir, einangrun og klæðningu. Fal- legt einbýli á góðum stað. Sjón er sögu ríkari! Verð kr. 15 millj. KLETTAGATA-2 ÍBÚÐIR. Í einka- sölu frábært hús á sérlega rólegum stað við hraunjaðarinn í Vesturbæn- um. Þetta er hús sem mikið er lagt í, m.a. sérsmíðaðar innréttingar, gegn- heilt parket og nuddbaðkar á bað- herb. Húsið er alls 293 fm, þar af möguleiki á 75 fm íbúð á neðri hæð. Mjög góð timburverönd. Aftan við húsið er óspillt hraun og nánast eins og að vera upp í sveit. Nánari uppl. á Fasteignastofunni. MJÓSUND. Nýkomið í einkas. mjög góð 118 fm sérhæð með sérinn- gangi. Þrjú mjög rúmgóð herb., bað- herbergi endurnýjað og gott ný upp- gert 20 fm rými á neðri hæð. Góður garður. Raflagnir endurnýjaðar og einnig hitalagni. Verð kr. 14,3 millj. ÁLFHOLT. Í sölu mjög góð sérhæð í tvíbýli með sérinngangi á góðum stað á Holtinu. Hæðin er alls 110 fm með útgang út í sérgarð. Verð kr. 13,5 millj. BREIÐVANGUR. Í einkasölu rúm- góð 4ra herb. íbúð á 1. hæð með suðursvölum. Gott skipulag á íbúð. Góð staðsetning. Eldhús ca 6 ára. Fjölbýlið nýviðgert að utan og málað. Verð kr. 13,4 millj. HJALLABRAUT - BOTNLANGI - JARÐHÆÐ. Góð 4ra herb. íbúð í fjölbýli alls 127,4 fermetrar. Stórar s- svalir með útgangi út í garð, mjög barnvænn staður en hentar einnig eldri borgurum. Verslunarkjarni og þjónusta f. aldraða í göngufæri. Stór stofa, gott eldhús, þvottahús m.glugga og búr innaf eldhúsi. Verð 13,9 millj. HVAMMABRAUT. Vorum að fá í einkasölu bjarta og fallega 3ja-4ra herb. penthouseíbúð í 4ra íbúða stigahúsi. Íbúðin er 109 fermetrar, 2 svefnherb. og stórt risloft þar sem gera mætti aukaherbergi, stæði í bíl- geymslu, Verð 13,5 millj. Áhv. hús- bréf ca 8.0 millj. HÁHOLT.Nýkomin í einkasölu góð 121 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýli. Mjög rúmgóð og björt íbúð. Góð staðsetning, stutt í skóla og alla þjónustu. Gæti losn- að fljótlega, skipti einnig mögu- leg á húsi í Vogunum Verð: 13,3 millj. HVAMMABRAUT. Nýkomin í einka- sölu mjög falleg og snyrtileg “pent- house” íbúð með innangengt í bíl- skýli úr sameign. Parket og flísar á gólfum, fallegar innréttingar, 4 svefn- herbergi. Verð kr. 16 millj. SUÐURHVAMMUR. Í einkasölu mjög góð 104 fm íbúð á 3. hæð ásamt 40 fm bílskúr. Tvennar sval- ir, frábært útsýni. Snyrtileg íbúð með 3 svefnh. en möguleiki á því fjórða. Mjög hagstæð lán áhv. Verð kr. 15,8 millj. TRAÐARBERG. Í einkasölu mjög falleg og rúmgóð 125 fm íbúð á þessum góða stað. Góðar innrétting- ar og gólfefni. Suður svalir. Stutt í skóla. Verð kr. 15,5 millj. ARNARHRAUN. Í einkasölu mjög falleg og vel skipulögð 86 fm íbúð í litlu fjölbýli sem nýbúið er að taka í gegn. Góð gólfefni. Mjög stutt í mið- bæinn og alla daglega þjónustu. Verð 11,3 millj. BLIKAÁS, HF. Í einkasölu gullfalleg og skemmtilega hönnuð íbúð með sérinngangi í 2ja ára, 6 íbúða húsi sem er klætt að utan. Glæsilegar inn- réttingar. Verð 14,1 millj. Áhv. góð lán 8,5 millj. HJALLAVEGUR, REYKJANES- BÆ. Í sölu mjög góð og snyrtileg íbúð á annarri hæð í fjölbýli. Íbúðin er alls 67 fm með tveim góðum svefn- herb. Áhvílandi góð lán. Mjög gott fjölbýli. Verð kr. 7,5 millj. HVAMMABRAUT. Í einkasölu fal- leg og snyrtileg íbúð á efstu hæð í klæddu fjölbýli í Hvömmunum. Mjög vel skipulögð íbúð, glæsilegt útsýni. Verð kr. 11 millj. HÓLABRAUT. Nýkomið í einkasölu glæsileg 93 fm íbúð á annarri hæð í nýlegu fjölbýli. Glæsilegar innrétting- ar og gólfefni. Mjög rúmgóðar suður- svalir. Verð kr. 14 millj. KLUKKUBERG. Vorum að fá í einkasölu fallega íbúð á þessum sí- vinsæla og magnaða útsýnisstað efst í Setberginu. Einstaklega rólegt og barnvænt umhverfi. Parket og flísar á gólfum og timburverönd úr stofu. Verð 11,6 millj. LAUTASMÁRI, KÓPAVOGI. Ný- komin í einkas. mjög góð 93 fm íbúð á 3ju hæð í góðu fjölbýli. Frábær staðsetning. Fallegar Merbau innrétt- ingar og skápar, rúmgóð herbergi, suðursvalir. Verð kr. 13,2 millj. MÓABARÐ. Nýkomin í einkasölu góð 82 fm íbúð á annarri hæð í góðu fjölbýli. Parket á gólfum, stutt í skóla og alla þjónustu. Verð kr. 10,7 millj. STEKKJARBERG. Í einkasölu sér- lega góða og vel skipulagða, 79 fm íbúð á 2. hæð í mjög góðu fjölbýli. Glæsilegt eldhús. Góð herbergi. Stutt í skóla og leikskóla. Verð 11,9 millj. ÁLFASKEIÐ, EINSTAKLINGS- ÍBÚÐ MEÐ BÍLSKÚR. Ágæt ein- staklingsíbúð um 45 ferm. auk 5 ferm. geymslu og bílskúrs sem er 23,7 ferm. Húsið lítur vel út að utan, stigahús nýgegnumtekið. Íbúðin er björt, eldri eldhúsinnr. en verið er að taka allt í gegn á baði, flísar á gólfum að mestu. Stórar sv. svalir. Verð 8,8 millj. Áhv. hagstæð lán. GARÐAVEGUR. Í einkasölu lítil en nett íbúð á efri hæð í tvíbýli. Frábær staðsetning í gamla Vesturbænum. Sérinngangur. Verð 7,3 millj. LAUFÁSVEGUR, RVK. Í einkasölu lítil og fín íbúð í þessu vinsæla hverfi. Íbúðin er 54 fm og hefur sérinngang. Parket á flestum gólfum. Góð kaup sem fyrsta íbúð. Verð 8,5 millj. SLÉTTAHRAUN .Í einkasölu 2ja herb. 57 ferm. íbúð á efstu hæð í fjöl- býli. Húsið málað að utan nýlega, stigahús tekið í gegn að innan í sum- ar. Björt og fín íbúð með s-svölum og útsýni. Verð 8,9 millj. Áhv. 2,5 Bygg.rík. VESTURBERG-LAUS. Vorum að fá í einkasölu fína íbúð á 7. og efstu hæð í lyftufjölbýli með glæsilegu út- sýni yfir Víðidalinn, Bláfjöll og Heið- mörk. Flísar á gólfum, snyrtileg og fín eign Verð 7,9 millj. áhv. 5 millj. góð lán. DALSHRAUN. Nýkomið í sölu mjög gott húsnæði á einni hæð, alls 960 fm Mjög góð staðsetning í hverfi sem saman stendur af léttum og „hrein- legum“ iðnaði og þjónustu. Góð að- koma frá nærliggjandi umferðaræð- um. Nánari uppl. á Fasteignastof- unni. STUÐLABERG Í einkas. glæsilegt tvílyft parhús með sérstæðum 18 fm bílskúr á rólegum og góðum stað í setberginu, stutt í gönguleiðir. Glæsilegar innrétting- ar og gólfefni. Mjög hagstæð lán áhvílandi, ca 5 millj. í byggingarsj. 4,9% vextir, möguleiki á því að taka full húsbréf að auki. Sjón er sögu ríkari. Húsið er laust. Verð kr. 22,9 millj. BURKNAVELLIR 3 Í smíðum glæsilegt fjölbýli með 3ja og 4ra herb. íbúðum. Íbúðirnar eru mjög vel skipulagðar og eru frá 90-113 fm. Afhendast fullbúnar að utan og innan, en án gólfefna. Traustir verktakar. Allar nánari uppl. á skrifstofu. BURKNAVELLIR 5 Glæsilegt fjölbýli í smíðum á Völlunum. Alls 11 3ja-4ra herb. íbúðir á 3 hæðum. Stærðir frá 91-112 fm. Vandaðir og traustir verktakar. Íb. af- hendast fullbúnar án gólfefna að innan og hús og lóð fullfrágengin. Verð: 3ja frá kr. 12,9 millj. og 4ra kr. 14,9 millj. BURKNAVELLIR. Í smíðum vel skipulagt einlyft 206 fm hús á góð- um stað á völlunum. 4 rúmgóð her- bergi, hol og stofa. Innbyggður 37 fm bílskúr. Afhendist fullbúið að utan en fokhelt að innan. Verð kr. 17,5 millj. BLÓMVELLIR. Í einkasölu gullfal- legt einbýli í smíðum í nýjasta hverfi Hafnfirðinga. Húsið er alls 232 fm á tv. hæðum og skemmtilega hannað. 4 rúmgóð herb. og sjónv.hol. Afh. fullb. utan fokhelt að innan. Teikn- ingar á skrifstofu. BLÓMVELLIR. Í smíðum mjög gott einlyft 200 fm einbýli með innb. 43 fm bílskúr. Mjög góð teikning og gott skipulag. Vand- aðir verktakar. Verð kr. 17,5 millj. GVENDARGEISLI-EINBÝLI. Til afh. í júlí/ágúst 176 fm einbýli á einni hæð þ.m.t. 30 fm bílskúr. Húsið af- hendist fokhelt að innan, en utan- húsfrágangur umsemjanlegur. Ísettir hvítir gluggar og hurðar, þakkantur og rennur. Mjög gott skipulag og nýting á húsinu m.a 4 sv.herb. og tvær stofur. Verð 18,2 millj. HÖRGSHOLT. Í einkasölu glæsi- legt tvílyft einbýli á grónum stað í Holtinu þar sem útsýni er gott. Hús- ið er alls 234 fm þ.m.t. innb. bílskúr 39,4 ferm. Selst tilbúið til innr. að innan og fullbúið undir máln. að ut- an, tilbúið til afh. í ágúst-sept. Húsbr. og lsj. áhv. að ca 12 millj. Verð 23 millj. Í SMÍÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.