Morgunblaðið - 26.08.2003, Side 1

Morgunblaðið - 26.08.2003, Side 1
Nam tónlist í Páfagarði „Steingrímur Þórhallsson er frábær orgelleikari . . .“ Listir 25 STOFNAÐ 1913 229. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Útkeyrðir ofurpabbar Karlmenn í krefjandi starfi keyra sig út Erlent 16 Collins fékk gull á 10,07 „Það á allt eftir að verða vitlaust“ Íþróttir 44 NÆRINGARFRÆÐINGAR hafa lengi velt fyrir sér því sem nefnt hefur verið „franska þversögn- in“. Frakkar búa til mat á borð við smjördeigshorn, gómsætt súkkulaði, feita gæsalifrarkæfu og drekka mikið af víni – en eru samt grannir, öfugt við Banda- ríkjamenn, og lifa ekkert skem- ur. Svarið er einfaldlega að Frakkar borða að jafnaði minna. Um 22% fólks vestra þjáist af offitu, hlutfallið er aðeins 7% í Frakklandi. Franskir og banda- rískir vísindamenn könnuðu að sögn tímaritsins Psychological Science stærð skammtanna sem boðið er upp á á veitingastöðum og skyndibitastöðum. Í ljós kom að skammturinn sem Frakkinn fær vegur að meðaltali 277 grömm; Bandaríkjamaðurinn fær hins vegar 346 grömm á diskinn. Í frönskum stórmörkuðum reyndist mat almennt vera pakk- að í mun minni skammta en vestra. Þótt Frakkar borði meira af feitum mat eru samanlagðar hitaeiningar, sem þeir innbyrða, ívið færri sem getur með tím- anum skilað sér í umtalsverðum mun á meðalþyngd. Frakkar gefa sér einnig meiri tíma til að borða sem oft veldur því að þeir verða saddir af minna magni en Bandaríkjamenn. Borða í hófi og lifa lengi París. AFP. MEÐLIMIR Foo Fighters slökuðu á í Bláa lóninu í gær en hljómsveitin heldur tón- leika í Laugardalshöll í kvöld. Dave Grohl, söngvari sagði í samtali við Morgunblaðið að honum liði vel í Bláa lóninu og að það væri gott að komast burt frá skarkalan- um. Hann sagðist hlakka til að spila fyrir íslenska gesti. Grohl er í fyrsta sinn á Ís- landi og sagði hann að sér líkaði vel það sem hann hefði séð af landinu. „Mér líkar sérstaklega vel við litinn á Bláa lóninu því að hann minnir mig á mjólkina í Stjörnu- stríðsmyndunum,“ sagði hann. Morgunblaðið/Jóhannes Kr. Kristjánsson Dave Grohl úr Foo Fighters slappaði af í Bláa lóninu í gær ásamt félögum sínum úr hljómsveitinni og unnustu. Eins og mjólkin í Stjörnustríði  Fólk í fréttum/51 EFNAHAGSBROTADEILD ríkislögreglustjóra hefur að ósk ríkissaksóknara, og í samræmi við niðurstöður viðræðna þeirra tveggja, ákveðið að hefja sjálfstæða athugun á málefnum olíufélag- anna til þess að komast að niðurstöðu um hvort ástæða sé til þess að höfða sakamál gegn hvort heldur félögunum sjálfum eða starfsmönnum þeirra. Ríkissaksóknari telur Samkeppnisstofnun hafa skorast undan því að meta hvort ástæða sé til op- inberrar málshöfðunar. Í bréfi til yfirmanns efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra segist ríkis- saksóknari hafa lagt áherslu á að fá svör frá Samkeppnisstofnun við þeirri spurningu hvort refsiverðum brotum olíufélaganna og starfs- manna þeirra á samkeppnislögum,“ segir í bréf- inu. Samkeppnisstofnun telur ekki þörf á opinberri rannsókn á hendur olíufélögunum sjálfum en seg- ir það á hinn bóginn ekki vera hlutverk sitt að rannsaka meint brot einstaklinga á samkeppn- islögum. Það sé hlutverk lögreglunnar og ákæru- valdsins. Yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar óskaði eftir því í bréfi í gær að Samkeppnisstofnun af- henti deildinni öll hugsanleg gögn í málinu. stofnunin telji vísbendingar um „að framin hafi verið svo alvarleg eða sérstæð brot á samkeppn- islögum“ að grípa þurfi til refsimeðferðar. Enn- fremur segir í bréfinu að ríkissaksóknari telji for- sendur vera brostnar í bili fyrir þeirri meðferð mála sem hafi verið viðurkennd í framkvæmd, þ.e. að Samkeppnisstofnun annist frumathugun á ætl- uðum brotum á samkeppnislögum án afskipta ákæruvalds eða lögreglu. „Með skírskotun til ofanritaðs og í samræmi við niðurstöðu viðræðna okkar óska ég þess að þér aflið fullnægjandi gagna hjá Samkeppnisstofnun til þess að yður verði unnt að taka afstöðu til þess hvort hefja beri opinbera rannsókn á ætluðum Efnahagsbrotadeild hefur óskað eftir öllum gögnum  Vilja fá/10 Ríkissaksóknari telur Samkeppnisstofnun víkjast undan svörum í málefnum olíufélaganna og segir forsendur núverandi málsmeðferðar brostnar í bili ímahreyfingu sem er þekkt fyrir árásir á indverska hermenn í Kasmír. Indversk stjórnvöld hafa bannað starfsemi SIMI og fangels- að suma leiðtogana. Bombay er helsta kaupsýsluborg Indlands og þar býr fjöldi múslíma. Þorri Indverja er hindúar en meira en tíundi hver íbúi er íslamstrúar. Stjórn Pakistans fordæmdi þeg- ar árásirnar í gær en ríkin tvö hafa deilt hart og stundum háð styrjald- ir eftir að þau urðu sjálfstæð fyrir rúmlega hálfri öld. Helsta bitbeinið er yfirráð í Kasmír. Blóðugt og skelfingu lostið fólk hljóp um svæðið eftir tilræðin og reyndi að leita skjóls. Bílflök og glerbrot lágu á víð og dreif en sprengjurnar sprungu þegar fólk var á leið í hádegishlé og umferð því mikil. Lögregla í Maharashtra var þegar sett í viðbragðsstöðu eft- ir tilræðin og nokkrum stundum síðar fundust níu hvellhettur fyrir sprengjur á járnbrautarteinum skammt við borgina Nasik, um 125 kílómetra norðan við Bombay. SIMI er sagt bera ábyrgð á mörgum árásum síðustu mánuði og hreyfingin mun hafa átt samstarf við Lashkar-e-Taiba, aðra músl- Tvö sprengjutilræði í Bombay verða 48 manns að bana Reuters Lögregla rannsakar annan tilræðisstaðinn í Bombay, fjármálaborginni miklu á vesturströnd Indlands, í gær. Indverjar nefna borgina Mumbai. Múslímar undir grun LJÓST er að minnst 48 manns fórust og yfir 140 særðust í tveim sprengjutilræðum í Bombay í Maharashtra-ríki á Indlandi í gær- morgun. Önnur sprengingin varð í leigubíl nálægt minnismerkinu Hliði Indlands, sem stendur við sjávarsíðuna, en hin rétt á eftir í bíl skammt frá lögreglustöð í Pydhonie-hverfi, nærri Mumba Devi-hofi hindúa í miðborginni. Líklegt er talið að útlæg hreyfing íslamskra námsmanna, SIMI, hafi staðið fyrir tilræðunum. Bombay. AFP, AP.  Bombay/16 HAGNAÐUR þeirra fyrirtækja sem mynduðu úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands á fyrri hluta ársins dróst saman um 28% frá fyrra ári. Samanlagður hagnaður fyrir- tækjanna á tímabilinu var 11,7 milljarðar króna í ár, en í fyrra var hagnaður þeirra 16,3 milljarðar króna. Greiningardeildir bankanna höfðu að meðaltali spáð samanlagt 12,1 milljarðs króna hagnaði, sem er 3% yfir niðurstöðu tímabilsins. Samherji skilaði uppgjöri sínu í gær og var þar með síðasta fyrirtækið sem var í úrvalsvísitölunni á fyrri hluta ársins sem skilaði uppgjöri, fyrir utan Baugur Group sem er ekki með almanaksárið sem reikningsár og því ekki inni í þessum tölum. Hagnaður Samherja nam 603 milljónum króna, sem er 8% undir meðalspá greining- ardeildanna og um 1.150 milljónum króna undir hagnaði sama tímabils í fyrra. Hagnaður úr- valsvísitölufyr- irtækja dregst saman um 28%  Viðskipti/14 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.