Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 11 Ætlar þú að taka þátt? Vantar þig hjálp? Erla RuthHarðardóttirLeiklistarkennari(Guildford School of Acting and Dance) Ragnheiður Hall Söngkennari (Söngskólinn í Reykjavík) keppnin Við bjóðum upp á einkatíma til að hjálpa þér. Síminn hjá okkur er 861-6722 Netfang: http://songlist.ismennt.is Pósthólf 5176, 125 Reykjavík. Idol ! PÉTUR Pétursson leigutaki Vatns- dalsár sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærdag að menn kvört- uðu ekki í Vatnsdalnum þótt veiðin mætti að sönnu vera meiri. „Við erum að kroppa upp fiska og það mjög myndarlega fiska. Það er mikil meðalvigt í sumar, enda er allt of lítið af smálaxi. Það er kannski kominn tími til að réttir að- ilar fari að setja peninga í að rann- saka hvað verður um laxinn í haf- inu. Kerfið okkar hér í Vatns- dalnum, að veiða og sleppa, virkar vel í ferska vatninu, það er aukin hrygning og stórbættur seiðabú- skapur, en hvað gerist í hafinu er svo algerlega sjálfstætt fyrirbæri. Það eru núna komnir um 300 laxar á land af laxasvæðinu og kannski 40 til 50 til viðbótar af silungasvæðinu, en munurinn á Vatnsdalsá og ánum í nágrenninu þar sem veiðin hefur einnig verið dauf, er sá að hjá okk- ur er mest af þessum laxi enn lif- andi í ánni. Það er einn af kost- unum við „veiða-sleppa“-fyrir- komulagið, að í mögru árunum heldur áin löxum sínum.“ sagði Pét- ur. Pétur er með meiri bjartsýnis- mönnum í röðum veiðimanna og til marks um það gat hann þess að hann væri ekki enn búinn að af- skrifa smálaxagönguna miklu sem átti að vera löngu komin. „Það eru dæmi til um stórar smálaxagöngur í Vatnsdalsá sem hafa byrjað 28. ágúst, þannig að ég gef ekkert frá mér fyrr en öll von er úti,“ bætti Pétur við. Slök veiði hefur verið stóran hluta vertíðar á silungasvæði Vatnsdalsár, en Pétur sagði sil- ungsveiði góða á laxasvæðinu og 4–5 punda bleikjur algengar í afl- anum. „Við getum náð okkur í bleikju eins og okkur dettur í hug og það er líka áberandi mikið af sjó- birtingi, mikið í kringum 2 pund, en líka slatti af fiski sem nær 6 til 10 pundum. Varðandi fréttir af dræmri veiði á silungasvæðinu dettur mér helst í hug að hún hafi gengið svo langt á undan áætlun að mörg holl hafi hreinlega misst af henni. Gengið vel í Reykjadalsá Pétur er einnig með Reykjadalsá í Reykjadal á leigu og má segja að þar sé ræktunarverkefni í gangi, því öllum laxi skal sleppt, en áin hefur verið í öldudal síðustu sumur. Pétur sagði að vel hefði gengið í Reykjadalsá, aldrei hefðu vanir menn verið í ánni á góðum tíma, en samt hefðu rúmlega 30 laxar veiðst og talsvert sést, auk þess sem um 800 urriðar hafa verið skráðir í veiðibók og Pétur sagðist vita um að minnsta kost 360 til viðbótar sem aldrei voru skráðir. Yfir 100 úr Miðá Miðá í Dölum var í gær komin yf- ir 100 laxa, en hún hefur lengi verið álitin ein af betri sjóbleikjuám landsins. Áin hefur þó jafnan gefið 50 til 100 laxa síðustu sumur og fyrrum var laxveiðin mun meiri í ánni. Gott vatn er nú í ánni og lax dreifður um alla á. Minna er hins vegar af bleikju en oft áður þó menn séu jafnan að slíta eitthvað upp af henni samhliða laxinum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Erum að kroppa upp fiska Morgunblaðið/Einar Falur Pétur Pétursson leigutaki og Sig- urður Árni Sigurðsson við urriða- veiðar í Reykjadalsá. AÐEINS hafa náðst um hundrað lax- ar af þeim tæplega þrjú þúsund sem sluppu úr kví Síldarvinnslunnar í Norðfirði í síðastliðinni viku. Ekki verður vart við lax í höfninni og hann hefur ekki leitað upp í Norðfjarðar- ána svo vitað sé. Kvíin virðist hafa rifnað við það að bátur sigldi á hana, en ekki varð vart við skemmdirnar fyrr en lax tók að flýja kvína í stórum stíl. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er pistill eftir Björgólf Jóhannsson, for- stjóra fyrirtækisins, þar sem hann gagnrýnir orð Orra Vigfússonar, for- manns NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, um mengun við laxa- geymslukví fyrirtækisins. Mengun ekki mælst yfir viðmiðunarmörkum „Orri Vigfússon kemur með alveg nýjan vinkil á umræðuna um laxa- slysið í Norðfirði og heldur því fram að sjórinn við kvína, sem notuð hefur verið til geymslu á laxi fyrir slátrun, sé mengaður,“ segir Björgólfur í pistli sínum. „Ekki veit ég hvaðan Orri Vigfússon hefur slíkar upplýs- ingar, hann hefur ekki komið sjálfur á svæðið og hefur mér vitanlega ekkert í höndunum um mengun sjávarins. Mjög vel er fylgst með laxinum við slátrun og sýni tekin reglulega sem starfsmenn útibús Rannsóknarstofn- unar fiskiðnaðarins hér í Neskaup- stað gera mælingar á. Þetta er gert í hvert sinn sem laxi er slátrað. Aldrei hefur það komið fyrir að mengun hef- ur mælst yfir viðmiðunarmörkum í laxinum. Tilgangur Orra Vigfússonar með þessum málflutningi er í besta falli undarlegur. Hér er hann kominn út fyrir efnislega umræðu um málið til þess eins, að því er virðist, að koma höggi á starfsemi okkar við laxaslátr- unina og markaðssetningu á laxinum. Umræðan um það sem hér gerðist, og afleiðingar þess, verður að vera heil- brigð og á rökum reist. Það gengur ekki að beitt sé dylgjum og ósann- indum til að koma höggi á ímyndaðan andstæðing. Sá málflutningur hlýtur að dæma sig sjálfur. Það er ekki ætl- unin að munnhöggvast við Orra Vig- fússon frekar í þessari umræðu, að minnsta kosti ekki á þessum nótum. Síldarvinnslan hefur lagt spilin á borðið og unnið mjög opinskátt gagn- vart fjölmiðlum eftir að þetta slys varð. Opinberir aðilar hafa verið á staðnum til þess að fylgjast með framvindu mála og gefið góð ráð í því starfi sem unnið er.“ Í gær var um sex þúsund löxum slátrað hjá Síldarvinnslunni og var komið með laxinn úr Eyjafirði sjóleið- is. Fiskinum var dælt beint úr skipinu upp í sláturhús á landi. Vel fylgst með laxinum við slátrun Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Neskaupstað. Morgunblaðið. NORRÆNA barnaverndarráðstefnan verður haldin dagana 28. til 31. ágúst á Hótel Nordica í Reykjavík. 560 manns af öllum Norðurlöndunum sækja ráðstefnuna með þátttöku fulltrúa frá Barnaheillum og Barnaverndarstofu. Norrænu barnaverndarráðstefnurnar eru haldnar á þriggja á fresti og mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setja ráðstefnuna kl. 13. Meðal fyrirlesara er prófessor Nigel Parton, yfir- maður hagnýtrar rannsóknamiðstöðvar innan há- skólans í Huddersfield á Englandi. Miðstöðin sér- hæfir sig í rannsóknum á misnotkun á börnum og bernskuárum þeirra. Parton mun rekja þróunina í barnavernd á Vesturlöndum og fjalla um þær áskoranir sem nútímaforeldrar standa frammi fyrir við uppeldi barna sinna. Þá ræðir hann breytt hlutverk fjölmiðla í umfjöllun um barna- vernd. Dr. Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur á Hag- stofu Íslands flytur þá „Children in Iceland. Ideologies and Reality“ og prófessor Guðrún Kristinsdóttir Kennaraháskóla Íslands mun greina frá niðurstöðum rannsóknar sinnar um reynslu fólks sem sett var í langtímafóstur á unga aldri. Ráðstefnustjóri er Lára Björnsdóttir, félags- málastjóri Reykjavíkur. Norræna barnaverndarráðstefnan hefst í Reykjavík á fimmtudaginn Áskoranir nútímaforeldra og breytt hlutverk fjölmiðla ROBERT D. Behn, prófessor við Harvard-há- skóla, flytur er- indi um árangurs- stjórnun á morgunmálþingi Ríkisendurskoð- unar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, hinn 3. september nk. á Grand-hóteli í Reykjavík. Málþing- ið hefst klukkan 8 og stendur til kl. 10.30. Í erindi sínu mun Behn fjalla um spurninguna: Hvernig næst betri ár- angur í opinberum stofnunum? Þátt- tökugjald á ráðstefnuna er 6.500 kr. en 5.000 kr. ef fleiri en tveir koma frá sama vinnustað. Hægt er að skrá sig í gegnum eftirfarandi netfang: msb@hi.is Í fréttatilkynningu frá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála seg- ir að árangursstjórnun í opinberum rekstri hafi verið á „dagskrá ís- lenskra stjórnvalda og sveitar- stjórna á undanförnum árum.“ Það sé í takt við það sem sé að gerast í velflestum ríkjum OECD. Dr. Behn er höfundur bóka og fjölda tímaritsgreina um opinbera stjórnsýslu og er eftirsóttur fyrirles- ari í öllu sem snertir árangursstjórn- un í opinberum rekstri. Flytur erindi um árangurs- stjórnun Robert D. Behn HREFNUVEIÐISKIPIÐ Halldór Sigurðsson ÍS veiddi síðdegis í gær níundu hrefnuna í vísindaveiðum Hafrannsóknastofnunar. Áætlað er að veiða 38 hrefnur í veiðunum sem munu standa yfir til septemberloka. Halldór Sigurðsson hefur þar með veitt fjórar hrefnur, Sigurbjörg BA þrjár hrefnur og Njörður KO tvær hrefnur. Hrefnurnar eru mældar og rann- sakaðar um borð í samræmi við rannsóknaáætlun stofnunarinnar. Níunda hrefn- an veidd í gær ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.