Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT VERKJALYFIÐ aspirín gæti gagnast í meðferð gegn vissum tegundum krabbameins, að mati breskra vísindamanna. Lyfið kann að verka á sjald- gæfa tegund af húðkrabbameini og sumar gerðir brjósta- krabbameins með því að draga úr bólgum, að því er greint er frá á fréttavef BBC. Samkvæmt rannsókn vísinda- manna við Institute of Cancer Research í London, sem birt var í tímaritinu Nature, eru líkur á að hægt sé að nota aspirín til að lækna ýmis konar sjúkdóma en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að þetta mikið notaða og ódýra verkjalyf gagnist gegn hjartasjúkdómum. Vísindamennirnir rannsökuðu ákveðna tegund húðkrabbameins sem lýsir sér þannig að stærð- arinnar sveppalaga æxli spretta upp í hársverði eða öðrum hár- ugum stöðum á líkama viðkom- andi. Þótt æxlin séu góðkynja geta þau valdið hrikalegum af- myndunum og óþægindum og hætta er á að þau breytist að lokum í lífshættulegt krabba- mein. Sjúkdómurinn gengur í erfðir og orsakast vegna skemmdar á ákveðnum arfbera (geni). Bólgueyðandi geli nuddað á æxlið Vísindamennirnir leggja fram þá tilgátu að hægt sé að vinna bug á bólgunni með bólgueyð- andi lyfjum eins og aspiríni en þeir munu brátt hefja tilraunir með lyfið á sjúklingum. „Þegar um er að ræða þetta tiltekna krabbamein teljum við að hægt sé að nudda geli með bólgueyðandi lyfjum á æxlið í þeim tilgangi að minnka þau eða bera það á sjúklinga með sjúk- dóminn á byrjunarstigi, í for- varnarskyni, “ segir Alan Ash- worth, einn vísindamannanna sem gerðu rannsóknina. Aspirín gæti virkað gegn krabbameini BRESKIR og bandarískir sér- fræðingar óttast að Alzheimer- faraldur muni ganga yfir heiminn á næstu áratugum, aðallega vegna þess að fólk verður eldra en áður. Þeir spá því að árið 2050 muni Alzheimersjúkum hafa fjölgað um 150% frá því sem nú er, samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í tímaritinu Archives of Neurology og sagt er frá á vef BBC. Bandarískir sérfræðingar hjá samtökum Alzheimersjúklinga óttast áhrifin af þessu á heil- brigðiskerfið í löndum sínum sem þeir segja að geti orðið gjald- þrota. Breskir sérfræðingar spá hinu sama en eru þó örlítið bjart- sýnni. „Í Bretlandi teljum við að tala sjúklinga muni hafa hækkað um 150% árið 2050. Samt sem áð- ur eru mikilvægustu fréttirnar þó að eftir fimmtíu ár munum við hafa náð gífurlegum framförum í rannsóknum á sjúkdómnum,“ seg- ir Harry Caton, formaður sam- taka Alzheimersjúklinga í Bret- landi. Hann bendir á að meiri vitn- eskja hafi fengist um starfsemi heilans á síðustu 50 árum en á síðustu 5.000 árum þar á undan. „Það er því líklegt að til verði áhrifaríkari meðferð, forvarnir eða jafnvel lækning eftir fimmtíu ár.“ Elliglöp gera vart við sig hjá einum af hverjum fimm ein- staklingum eftir áttrætt. Óttast Alzheimerfaraldur BLÖKKUKONU í Bretlandi sem þarf að láta taka af sér fótinn var boðinn hvítur gervifótur og henni sagt að ef hún vildi svartan fót yrði hún að borga fyrir hann. Ingrid Nicholls segir, í samtali við fréttavef BBC, að hún hafi orðið „sár og reið“ þegar henni var sýnd- ur hvítur gervifótur og sagt að ef hún vildi fót sem passaði húðlit hennar yrði hún sjálf að bera kostnaðinn. „Þetta er eins og að segja hvítri manneskju að hún verði að fá svartan fót. Þetta er ekki rétt- látt, þetta er niðurlægjandi,“ segir Nicholls. Yfirmenn heilbrigðiskerfisins hafa í kjölfar umræðunnar um mál- ið ákveðið að henni verði útvegaður svartur gervifótur sér að kostnað- arlausu. Talsmaður þeirra segir að erfitt hafi reynst að fá fjárveitingu í þessu tilviki en það hafi þó tekist. Málið verði tekið fyrir og rætt hvernig greiðslum verði háttað fyr- ir sambærileg tilfelli í framtíðinni. Blökkukonu boðinn hvítur gervifótur JAPANSKAR konur drekka te á námskeiði í brezkum tesiðum í Tókýó. Um þúsund manns sækja slík námskeið í japönsku höf- uðborginni á ári. Hver þátttak- andi greiðir andvirði 13.500 króna fyrir grunnnámskeið í því hvernig bera skuli fram „síð- degiste“ að enskum sið. Mikil temenning er í Japan en tiltölulega nýtt er að Japanir sæk- ist eftir að læra erlenda tesiði. Reuters Te drukkið að brezkum sið Á FÖSTUDAGINN var undirritað- ur samningur á milli Félagsstofnun- ar stúdenta og matvörukeðjunnar 10–11 um að keðjan opni matvöru- verslun á Eggertsgötu 24 nú í haust. Verslunin verður á neðstu hæð í nýj- um stúdentagarði, „Stóra garði“, sem verður opnaður í haust. Að sögn Guðjóns Karls Reynis- sonar, framkvæmdastjóra 10–11- verslananna, verður þetta tuttugasta verslun keðjunnar og sú minnsta að flatarmáli. Verslunin er einungis um 130 fermetrar og segir Guðjón að það sé spennandi úrlausnarefni að skipuleggja kjörbúð á svo litlu svæði. Vöruval í búðinni taki mið af þeim neytendahópi sem henni er ætlað að þjóna; þ.e. ungu fólki og litlum fjöl- skyldum. Meðal þess sem boðið verður upp á er úrval af tilbúnum frosnum réttum frá matvörufyrir- tækinu Iceland í Bretlandi, en versl- un 10–11 á háskólasvæðinu verður fyrsta verslunin sem býður upp á þær vörur. Mikið gleðiefni fyrir stúdenta Davíð Gunnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, gleðst mjög yfir þessum samningi. Hann segir að forysta stúdenta hafi lengi barist fyrir því að komið yrði upp kjörbúð á háskólasvæðinu. „Þetta er mikið gleðiefni fyrir stúd- enta og okkur líst ákaflega vel á að fá 10–11 sem samstarfsaðila. Forráða- menn 10–11 hafa sýnt mikinn áhuga á þessu verkefni og vilja vinna að því að þróa verslunina með þarfir þessa viðskiptavinahóps í huga. Þetta er mikill áfangi fyrir okkur, að hafa tryggt stúdentum tækifæri á að eignast sína eigin hverfisverslun,“ segir Davíð. Á blaðamannafundi vegna undir- ritunar samningsins kom m.a. fram að 10–11 hyggst leggja áherslu á að bjóða upp á nýbakað brauð og gott kaffi á morgnana auk þess sem hug- myndir eru uppi um að vera með sér- stakt horn þar sem hægt er að setj- ast niður og komast á Netið í gegnum tölvu sem sett verður upp. Guðrún Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri FS, tekur í sama streng og Davíð og segist hlakka mjög til samstarfsins við 10–11. „Það er búið að bíða eftir þessu lengi. Við erum sérstaklega ánægð að þetta sé 10–11 sem er að koma þarna inn því þeir eru að gera vel í „klukkubúð- unum“. Og það er gott að þessi bið stúdenta skuli vera á enda,“ segir Guðrún. Matvöruverslun opnuð á stúdentagörðum Morgunblaðið/Þorkell Andri Óttarsson, stjórnarformaður FS, Guðrún Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri FS, og Guðjón Karl Reynisson, framkvæmdastjóri 10–11, við undirritunina. Reykjavík BRÚARSKÓLI er nýr sérskóli sem tekur til starfa í Reykjavík. Skólinn er hugsaður fyrir nemendur með geð- rænan, hegðunarlegan og félagslegan vanda, sem geta ekki nýtt sér skóla- vist í almennum skólum. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns fræðsluráðs Reykjavíkur, ákvað fræðsluráð á liðnum starfsvetri að stofna nýjan ráðgjafarskóla sem sinn- ir þeim nemendum sem eiga erfiðast uppdráttar í skólakerfinu af einhverj- um ástæðum. „Skólinn hefur hlotið heitið Brúar- skóli, sem vísar til þess að skólinn á að brúa bilið á milli venjulega skólakerf- isins og þess sem er sérdeild fyrir þá nemendur sem hér eru,“ segir hann. Skólinn tekur við hlutverki Einholts- skóla og Hlíðarhúsaskóla, sem starf- ræktir hafa verið síðastliðin ár, og verður að hluta til með þjónustu við nemendur af öllu landinu. Sérstök deild verður stofnuð um áramót fyrir nemendur með fíkni- efnavanda, en þessir nemendur hafa áður verið í Einholtsskóla. Stefán Jón leggur áherslu á að stórt skref sé tek- ið með því að skilja þessa nemendur frá öðrum með nýju fyrirkomulagi. Hann segir að með stofnun þessa nýja skóla nýtist starfsfólk betur, sérþekk- ing þess og stuðningur, í skólakerfinu. „Það er að öllu leyti hið besta mál að þessi skóli tekur til starfa. Við bindum miklar vonir við þessa skipulags- breytingu sem verður núna og á að verða þessum börnum, sem hafa verið svolítið utangarðs, til framdráttar,“ segir hann. Einstaklingsmiðuð hópkennsla Skólastjóri hins nýja skóla er Björk Jónsdóttir, fyrrum skólastjóri Ein- holtsskóla. Hún segir að kennslan verði einstaklingsmiðuð hópkennsla, og í skólanum verða um fjörutíu nem- endur. Kennt verður í 4–6 manna hópum, en skólinn verður ekki fullset- inn fyrr en um áramót, er stofnuð verður deild fyrir nemendur með fíkniefnavanda. „Hér kemur til með að vera mjög öflugt starfslið með mikla reynslu. Hér verða nemendur með geðrænan vanda allt niður í fjórða bekk, en aðrir nemendur koma inn í áttunda bekk. Það er reiknað með að staða nemenda verði metin á hálfs árs fresti til þess að athuga hvort þau eru á réttum stað og hvort staða þeirra er orðin þannig að þau geti farið aftur í sinn rétta skóla,“ bendir hún á. Miðað er við að allir nemendur í 8.– 10. bekk fari í kjarnagreinar, sem eru íslenska, stærðfræði og íþróttir, en geti síðan valið sér ýmis svið eftir áhuga og færni. Meðal þess sem í boði er er tungumálasvið, heimilissvið, íþrótta- og útivistarsvið, listasvið og bóklegt svið. Kennsla í verklegum greinum miðast að nokkru leyti við raunhæf verkefni, svo sem viðhald á tréverki á skólalóðinni. Björk undirstrikar að ákveðin mannræktarstefna verði höfð að leið- arljósi í starfi skólans. „Leiðarljós skólans eru að það hafa allir eitthvað gott í sér og eiga möguleika á að verða betri manneskjur.“ Áhersla er lögð á virðingu fyrir umhverfinu og sjálfum sér og vellíðan í skólanum. „Mörg þessara barna hafa gengið í gegnum það að hafa liðið illa í skóla og við setj- um stefnuna á að þeim líði vel.“ Tekur á geðrænum og félagslegum vanda Brúarskóli, nýr sérskóli, tekur til starfa í Vesturhlíð Reykjavík Morgunblaðið/Brynjar Gauti Brúarskóli tekur til starfa í húsnæðinu sem áður hýsti Vesturhlíðaskóla, en hann hefur nú sameinast Hlíðaskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.