Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ BENSÍNLAUS bleikur bíll, aftur- gönguvals, ofstækistrú og aðalper- sónan úr Blair witch project eru meðal þess sem hin alhólmavíska tölvu-rokksveit Hemúllinn gerir að yrkisefni sínu. Þessi frumlega hljómsveit skemmti gestum Café Riis á Hólmavík á dögunum. Tón- leikarnir voru í röð fimmtudags- skemmtana sem hafa verið fastur liður í starfsemi Café Riis undanfar- in sumar. Auk Hemúlsins hafa m.a. komið fram í sumar kvennakórinn Norðurljós og unglingar úr Grunn- skólanum. Lögin sem Hemúllinn lék þetta kvöld eru öll frumsamin og vöktu textarnir kátínu viðstaddra, en þeir eru ýmist fluttir á íslensku, dönsku, ensku, þýsku eða norsku. Ákveðnar klausur úr þýsku textunum hafa trú- lega látið kunnuglega í eyrum ung- linganna á staðnum og minnt á hve stutt er í að skóli hefjist á ný. Vinnu- skólinn á Hólmavík var einmitt að ljúka sínu starfsári þetta kvöld og af því tilefni fjölmenntu unglingarnir ásamt flokksstjórum á Café Riis og snæddu pizzur og hlýddu á tón- leikana. Hljómsveitin samanstendur af Arnari S. Jónssyni, heimilistölvu hans af PC gerð og frænku hans Hörpu Hlín Haraldsdóttur. Hemúll- inn hefur meðal annars komið fram á galdrastefi á Ströndum og í mús- íktilraunum Tónabæjar og alls hafa um þrjátíu lög hafa safnast í sarpinn síðan hljómsveitin var stofnuð. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Arnar S. Jónsson og Harpa Hlín Haraldsdóttir. Frumlegt og frum- samið á fimmtudegi Hólmavík Morgunblaðið/BFH Mývatnssveit Bundið slitlag á Mývatns- heiði HAFIN er lagning bundins slitlags á Mývatnsheiði. Verktaki á heiðinni er Ístak og sér nú loks fyrir endann á verki þeirra sem er 13 km vegur frá Reykjadalsá að Helluvaði. Verklok eiga að verða nú 1. sept- ember en varla stenst það alveg. Verkið hófst fyrir tveim árum og hef- ur reynt á þolrifin í verktakanum, ferðamönnum og Mývetningum þar sem vinnan hefur fallið öll á þyngsta umferðartímann hér. En það mun fljótt gleymast þegar verki er lokið. Nú er mikilvægast að vegfarendur sýni tillitssemi við verktakann á þessum síðasta áfanga. Borgarverk í Borgarnesi sér um að leggja slitlag- ið. Þeir voru hressir í sólinni Borg- nesingarnir Axel Guðni, Óskar og Ív- ar, þar sem þeir biðu eftir næsta malarbíl. PÁLL L. Björgvinsson á Húsavík datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar dregið var í SMS-leik sem Olís stóð fyrir. Dregið var úr rúmlega tuttugu þúsund innsendum skeytum og hreppti Páll aðalvinninginn. Hann var ekki af verri end- anum aðalvinningurinn, vespa af Yamaha-gerð, Aerox-Toyota F1- týpa, í sömu litum og formúlubíll Toyota-liðsins. Þá fær Páll einnig frítt bensín á hjólið í eitt ár hjá Olís. Guðjón Ingvarsson, útibússtjóri Olís á Húsavík, afhenti Páli hjólið og var Páll hæstánægður með gripinn enda glæsilegur á að líta. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Guðjón Ingvarsson, útibússtjóri Olís á Húsavík, afhendir Páli L. Björgvinssyni lyklana að hjólinu. Vann vespu í SMS- leik Olís Húsavík ÞEGAR heyskap lýkur hjá bændum er oft einhver tími laus fram að smalamennskunni og öðrum haust- verkum. Þennan tíma nota bændur til að lagfæra og fegra umhverfi sitt sem getur verið með ýmsu móti. Á Götum í Mýrdal var Guðrún Einarsdóttir að mála þakið á fjár- húshlöðunni þegar fréttaritari Morgunblaðsins átti þar leið um á dögunum enda hefur verið sól og blíða undanfarna daga, og til þess að hún þyrfti ekki að fara upp á þak með tilheyrandi loftfimleikum og áhættu hafði hún fest saman mörg sköft til að ná með rúllunni upp á mæni. Morgunblaðið/Jónas ErlendssonGuðrún Einarsdóttir að mála hlöðuþakið. Nauðsyn- legt að mála þökin Fagridalur TÓNLISTARVEISLAN 2003 var haldin á Húsavík á dögunum og var undirtitill hennar Bíólögin. Á tónleikunum sem voru í Íþrótta- höllinni á Húsavík, fluttu húsvískir tónlistarmenn, lög úr íslenskum kvikmyndum og virtist vera af nógu að taka í þeim efnum. Um- gjörð tónleikanna var glæsileg og töluvert í hana lagt, t.d. voru sýnd- ir bútar úr myndum sem lögin voru úr. Guðni Bragason sá um tónlistar- stjórn veislunnar og var hann ánægður með hvernig til tókst bæði kvöldin sem dagskráin var flutt. Með honum spiluðu í hljóm- sveit þeir Víðir Pétursson, Þráinn Ingólfsson, Sigurður Illugason, Jón Gunnar Stefánsson og Krist- inn Svavarsson. Um sönginn sáu þau Arnar Þór Sigurðsson, Krist- ján Þór Magnússon, Svava Stein- grímsdóttir og Brynja Elín Birkis- dóttir. Þá sungu Sigurður Illuga- son og Guðni Bragason sitt lagið hvor. Um tæknimál sáu Kristján Halldórsson, Hróbjartur Sigurðs- son og Erling Þorgrímsson. Kynn- ir var Hilmar Valur Gunnarsson og kom hann í stað bróður síns Jó- hanns Kristins sem séð hefur um að kynna veisluna til þessa. Ekki vildi betur til en svo að Hilmar Valur forfallaðist seinna kvöldið og var Gunnar Illugi Sigurðsson feng- inn til verksins með stuttum fyr- irvara. Hann stóð sig vel í þessu hlutverki eins og reyndar Hilmar Valur einnig. Bíólögin flutt í Íþróttahöllinni Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Guðni Bragason tónlistarstjóri fór fyrir sínu fólki á Tónlistarveislunni. Tilurð þessarar tónlistarveislu, sem haldin hefur verið undanfarin ár, má rekja til þess er Fræðslu- nefnd Húsavíkur auglýsti á sínum tíma eftir hugmyndum til að auðga húsvískt menningarlíf að sumar- lagi. Síðan þá hefur verið blásið til veislu af þessu tagi ár hvert með stuðningi fræðslunefndar. Fjöldi ungra tónlistarmanna hefur stigið á svið í bland við gamalreynda kappa og árlega hafa einhverjir nýliðar komið fram. Það virðist því enginn hörgull á ungu hæfileika- ríku tónlistarfólki í bænum sem kannski má að einhverju leyti þakka öflugu starfi Tónlistarskóla Húsavíkur í gegnum tíðina. Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.