Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 25 ÞAÐ fer ekki á milli málaað Steingrímur Þórhalls-son er frábær orgelleik-ari, [...] sem með þessum tónleikum hefur tekið sér stöðu meðal bestu orgelleikara okkar Ís- lendinga,“ sagði Jón Ásgeirsson nýverið í umfjöllun um orgel- tónleika Steingríms Þórhallssonar í Hallgrímskirkju. Steingrímur kom heim úr orgelnámi frá Ítalíu í hitteðfyrra og vakti athygli fyrir þátttöku sína í Sumartónleikum í Skálholti þar sem hann stóð fyrir námskeiði í gregorssöng og tón- leikum. „Eftir tónleikana fór ég til Hólmavíkur, þar sem ég gerðist tónlistarkennari og tónlistar- skólastjóri. Það gekk nokkuð vel og skólinn stækkaði,“ segir Stein- grímur. „Orgelleysið háði mér hins vegar, því þótt ég sé með píanó- kennarapróf líka er ég fyrst og fremst menntaður í kirkjutónlist. Ég greip því tækifærið þegar staða organista við Neskirkju var auglýst, sótti um og fékk starfið. Ég hóf störf við Neskirkju um áramótin eftir eins og hálfs árs dvöl á Hólmavík.“ Steingrímur segir að staðan í Neskirkju hafi lengi verið sitt draumastarf. „Ég hafði verið hálf- gerður heimalningur í Neskirkju frá því ég flutti utan af landi í blokk hinum megin við hring- torgið. Ég fékk að æfa mig þar á píanó, hafði kynnst fólkinu í kirkj- unni og liðið vel þar. Ég bjóst ekk- ert frekar við því að ég fengi þetta starf, því oft vinna tímasetning- arnar í svona löguðu á móti manni, sérstaklega þegar maður er að koma heim úr námi. Á Hólmavík skildu menn stöðu mína vel og gerðu mér ekki erfitt fyrir að fara aftur suður. Mér leið að mörgu leyti mjög vel á Hólmavík, lenti þar meðal annars í hestamennsku sem var alveg dýrðlegt.“ Fyrir nokkrum árum, meðan Steingrímur var við nám úti, var nýtt orgel smíðað í Neskirkju. Hann hafði þó fylgst með und- irbúningi og skipulagningu verks- ins. Þegar orgelið var vígt fékk hann tækifæri til að spila á það og hafði gert það nokkrum sinnum áður en hann sótti um organista- starfið. Puttarnir hreyfðust en ekki endilega rétt Steingrímur segir ekki marga tónlistarmenn í sinni fjölskyldu, en þó sé þar listrænt þenkjandi fólk. Hann er frá Húsavík og lærði þar á píanó, en var mikið í sveit hjá afa sínum og ömmu á Tjörnesinu. „Mér finnst að hafa alist upp í sveit vera einn af stóru þáttunum í því að hafa alltaf haft gaman af því að spila. „Það tókst að halda mér við píanóið þótt það hafi stað- ið tæpt um tíma og ég lauk sjötta stigi á píanóið á Húsavík.“ Stein- grímur kom til Reykjavíkur í framhaldsnám og segist hafa verið tekinn í gegn af nýju kennurunum. „Snorri Sigfús Birgisson varð pí- anókennari minn þegar ég kom suður. Hann kenndi mér að tón- listin á aldrei að vera langt frá manni, heldur á maður að vera inni í henni. Hann opnaði fyrir mér nýja heima og sýndi mér hvað tónlistin er margbreytileg. Þegar maður kemur utan af landi vantar mann ýmislegt. Puttarnir hreyfð- ust, þótt þeir hreyfðust ekki endi- lega rétt, og mig vantaði alveg bakgrunn í tónfræði, hljómfræði og kontrapunkti. Ég hafði mjög gaman af þeim fögum og hespaði þeim fljótt af. Ég hef enn mjög gaman af þessu og finnst gaman að skrifa tónlist sjálfur.“ Útrás að spila á orgelið Það var ekki stórt skref að kveðja píanóið og færa sig yfir á orgelið. Steingrímur segir að org- elið hafi hreinlega gripið hann. „Ég var kominn í ógöngur með pí- anóið; mér fannst ég ekki hafa það til brunns að bera að geta verið einleikari, og langaði ekki til að verða píanókennari. Mig langaði mest til að geta spilað með öðrum. Ég fékk líka mikla útrás í að spila á orgelið, – fótpedallinn er líka ákveðin líkamsrækt og sömuleiðis að þurfa að skipta milli hljóm- borða. Ég fékk að grípa í nýja orgelið í Dómkirkjunni og varð al- veg heillaður. Ég tók Martein Hunger afsíðis og bað hann að kenna mér. Hann lét til leiðast og það var mér mikið gæfuspor. Hann hefur alltaf staðið mér við hlið í því sem hef tekið mér fyrir hendur í tónlistinni, haldið mér við efnið og hjálpað mér að finna verkefni. Það er mikilvægt að maður finni tilganginn með því sem maður er að gera, og hann skynjar maður ekki alltaf þegar maður er einn úti í horni að æfa sig. Það er nauðsynlegt að spila fyrir aðra og láta slag standa, þótt maður treysti sér kannski ekki al- veg í hlutina. Marteinn bauð mér stundum ögrandi verkefni sem ég ætlaði næstum ekki að þora að takast á við, en gerði samt. Maður lærir af þessu og þetta hefur eflt mig. Nú segi ég bara já takk við ögrandi verkefnum og vinn svo úr efanum seinna.“ Kórstarf er mikilvægur þáttur í starfi organistans og Steingrímur hefur gaman af því bæði að stjórna kórum og syngja sjálfur. „Það sem er erfiðast er að byggja upp eitthvað nýtt. Nú er að renna upp fyrsti heili veturinn minn í Neskirkju og mig langar að stofna nýjan kór og stúlknakór sem gæti starfað við hlið drengjakórsins. Mig langar að efla kórstarfið hér án þess að þetta verði að of stóru batteríi. Við presturinn hér, séra Örn Bárður Jónsson, erum sam- mála um það að það eigi að vera líf í kirkjunni og alltaf eitthvað um að vera á vegum hennar sjálfrar – ekki bara frá utanaðkomandi að- ilum.“ Þarf að hugsa um skemmt- unargildi tónlistarinnar Á síðustu árum hefur margt breyst í tónlist kirkjunnar. Nýrri tónlist er vinsæl við ýmiss konar athafnir og hefur hverjum sýnst sitt um þá þróun. Steingrímur hef- ur ákveðnar skoðanir á þessu. „Ég vil að tónlistin í kirkjunni fái að þróast og við prufum nýja hluti. Sjálfur er ég líka með bakgrunn í popptónlist og það sem skiptir höf- uðmáli er það, að hvað sem við tökum okkur fyrir að spila, þá ger- um við það vel og af kunnáttusemi og með virðingu fyrir tónlistinni, hvernig sem hún er. Þá skiptir ekki máli hvort hún er „þung“ eða „létt“. Margir framkvæmdastjórar kirkna virðast vera þeirrar skoð- unar að organistar séu vanhæfir til alls annars en að spila Bach. Þá er verið að kalla inn annað tónlist- arfólk til að flytja annars konar músík, – jafnvel fólki sem aldrei kemur í kirkjuna. Ég er ekki sátt- ur við þetta. Það þarf frekar að mennta organistana til að geta tekist á við fjölbreytta tónlist og flestir gera það hvort sem er. Ein- staka vill bara vera í klassískri músík og þá er það auðvitað í lagi. Umfram allt þarf tónlistin í kirkj- unni að vera góð og vel flutt. Staða organistans í dag er orðin þannig að maður þarf að hugsa tónlistina líka útfrá skemmt- unargildi. maður getur tæpast leyft sér að gera bara það sem manni sýnist, ég vil í það minnsta reyna að virkja það sem er í fólk- inu líka – að það njóti þess. En því sem hefur verið til staðar í mörg hundruð ár verður ekki breytt á nokkrum dögum. Þetta þarf sinn tíma til að þróast. Í fyrra fékk ég þá hugdettu að semja poppmessu og gerði það – hún er einföld og melódísk, en ég vildi hafa hana með latneskum texta, þannig að hefðin hitti nútímann. Það þarf ekki að henda hefðinni út, það get- ur líka verið gaman að tengja hana nútímanum.“ Steingrímur segir eitt það skemmtilega við orgelið að oft komi fólk með fordóma á orgel- tónleika, en verði svo mjög hissa þegar það upplifi þann mikla hljóðheim sem orgelið býr yfir. Hann er staðráðinn í að skapa sér sín eigin tækifæri og halda áfram að spila. „Ég bíð ekki eftir að verða beðinn, ég ætla að skapa mér tækifæri sjálfur. Við erum vel sett á Íslandi með mörg góð orgel, – maður getur spilað sama verk í Neskirkju og Kristskirkju, en það hljómar gjörólíkt. Þar ráða hljóð- færin sjálf miklu, en líka salurinn og hljómburðurinn. Þetta getur verið ótrúlega gaman og býður upp á marga möguleika.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Steingrímur Þórhallsson: „Ætla að skapa mér tækifæri sjálfur.“ Skiptir höfuð- máli að bera virðingu fyrir allri góðri tónlist begga@mbl.is Steingrímur Þórhallsson kom fyrir tveimur árum heim frá Páfagarði þar sem hann nam kirkjutónlist og orgelleik. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við hann í tilefni af vel heppnuðum orgeltónleikum hans í Hallgrímskirkju nýverið. SVO sannarlega hefur ekkert lát verið á frábærum listréttum á veislu- borði Listasumars á Akureyri á þessu sumri. Sú líking á ef til vill enn betur við þegar boðið er upp á listina án máltíðar í hádegi á föstudegi, eins og raunin var með þá tónleika sem hér eru til umfjöllunar. Það var líka ágæt- ur fjöldi áheyrenda sem hlýddi kalli tónlistarinnar fremur en matarlystar- innar og miðað við undirtektir þeirra þá fannst þeim valið rétt. Salonhljóm- sveit á að vera farvegur sígildrar skemmtitónlistar þar sem veitingar anda og efnis haldast í hendur. Létt skemmtitónlist er síður en svo létt- væg þegar kemur að hlut flytjenda, höfunda og útsetjara. Til að slík tón- list hrífi þarf handverkið og fram- reiðslan að vera sem næst óaðfinnan- leg. Franska heitið L’amour fou vísar til ástríðunnar og mér er óhætt að fullyrða að flutningur þeirra fimm- menninga hafi fengið blóð mitt til að renna örar, svo hjartnæmur og heillandi var hann. Hrafnkeli Orra var nokkur vandi á höndum að klæða fyrrgreind lög í búning við hæfi og sníða þeim stakk sem bæri með sér lit af leikni hljóðfæraleikaranna, án þess að klæðin væru ofskreytt, né stíllinn of framandi fyrir þessi svo mjög hug- ljúfu lög. Þennan vanda leysti Hrafn- kell Orri mjög vel, búningurinn mátu- lega nýstárlegur og hugmyndaríkur og laus við klisjur og eftiröpun. Hver og einn hljóðfæraleikari fékk tæki- færi til að tjá afburðatök á sitt hljóð- færi. En einnig að temja tökin í sam- leiknum sem ræktun þessa vina- „ensambels“ hæfir. Ég segi vina og veit þá að tónlistarfólkið hefur fylgst að í blíðu og stríðu í námi og leik um langa hríð og lætur ekki forfrömun sína erlendis draga úr einlægninni og gleðinni, sem þessi góða fjölskylda veitir áheyrendum. Vandasamasta verkið hygg ég að Sumarið úr árstíð- um eftir Piazzolla hafi verið, en þar umritaði Hrafnkell Orri verkið úr annarri útsetningu, en ekki brást þeim bogalistin, né fingrafimin og varð úr þessu áhrifamikið niðurlag tónleikanna. Ég verð að játa að ég heyrði aukalagið, Austurstræti, eftir Þórhall Sigurðsson, Ladda, nýjum eyrum. Því einhvern veginn hafði þetta lag lent í skopkistunni hjá mér, en er í raun gott og fallegt lag. Þannig er það oft að umhverfi og umgjörð leiðir mann á braut, sem ekki er endi- lega sú rétta. Þessir tónleikar færðu söngvana á nýja braut, eina af mörgum, en ferð mín með flytjendum eftir þeim vegi var einkar ljúf. Það er til fyrirmyndar hvernig Reykjavík rækir hlutverk sitt gagn- vart landsbyggðinni með styrkjum úr Menningarborgarsjóði og einmitt eru tónleikar Salonhljómsveitarinnar í Ketilhúsinu gott dæmi um það, því ólíklegt er að þeir tónleikar hafi verið haldnir án styrks úr þeim sjóði. Ég heyrði tónleikagesti ræða um að þessa tónlist í þessum flutningi væri gott að geta sett á fóninn, ef til vill rætist úr þeirri ósk. TÓNLIST Ketilhúsið á Akureyri Hljómsveitina skipa: Hrafnhildur Atla- dóttir á fiðlu, Guðrún Hrund Harðardóttir á víólu, Hrafnkell Orri Egilsson á selló, Gunnlaugur T. Stefánsson á kontrabassa og Tinna Þorsteinsdóttir á píanó. Efnisskrá: Vegir liggja til allra átta eftir Sigfús Halldórsson, Maður hefur nú... eft- ir Gunnar Reyni Sveinsson, lagsyrpa úr kvikmyndinni Nútíminn eftir Charlie Chaplin, Þú og ég eftir Gunnar Þórðarson, Dagný eftir Sigfús Halldórsson, tangóinn Por una cabeza eftir argentínska tangó- kónginn Carlos Garde, syrpa með lögum eftir Nino Rota úr kvikmynd Fellinis, La Strada, Tondeleyo eftir Sigfús Hall- dórsson, Augun þín blá og Það sem ekki má eftir Jón Múla Árnason í syrpu, Sum- arið úr árstíðum argentínska tónskálds- ins Astor Piazzolla og aukalag, Austur- stræti eftir Þórhall Sigurðsson (Ladda), öll lögin í hljómsveitarútsetningu selló- leikara hljómsveitarinnar, Hrafnkels Orra. Föstudagur 15. ágúst kl. 12. SALONHLJÓMSVEITIN L’AMOUR FOU Ljúf ferð Jón Hlöðver Áskelsson Fjarnám allt árið Viltu stytta þér leið? Þitt nám þegar þér hentar! Allar upplýsingar á www.fa.is Skólameistari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.