Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Veldu náttúruliti frá Íslandsmálningu Nýtt afl á málningarmarkaði Sími 517 1500 • Sætún 4 • 105 Reykjavík Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Allar Teknos vörur skv. ISO 9001 gæðastaðli. w w w . i s l a n d s m a l n i n g . i s ÍSLANDS MÁLNING akrýlHágæða málning Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Búið að mála farin að veiða Í SUMAR hefur miðborg Reykjavíkur iðað af lífi alla daga og fjörið hefur magnast um nær hverja helgi, því aldrei fyrr hafa svo margir viðburðir verið í boði þar á einu sumri. Miðborgin hefur svo sann- arlega verið mögnuð í sumar. Tónninn var sleginn með Hátíð hafs- ins – hafnardeginum og sjómannadeg- inum – 31. maí og 1. júní. Þjóðhátíð- ardagurinn 17. júní var haldinn hátíðlegur í miðborginni að venju. Í júlí hófst „Mögnuð miðborg“ með markaðs- degi laugardaginn 19. júlí í dásamlegu sumarveðri og litlu síðra var veðrið listræna laugardaginn 26. júlí. Eftir verslunarmannahelgina var komið að gleði- göngu og skemmtun samkynhneigðra laugardaginn 9. ágúst og svo kom sjálf menningarnóttin og maraþonið laugardaginn 16. ágúst. „Mögnuð miðborg“ hélt svo áfram sl. laugardag, 23. ágúst, með alþjóðlegum laug- ardegi, og lýkur laugardaginn 30. ágúst, þegar hausti verður fagnað með stæl. Og ekki er allt búið enn, því fyrirhuguð er umferðarvika í Reykjavík 16.–22. sept- ember nk. Laugardaginn 20. september verður sér- stakur miðborgardagur með ýmsum menningar- og listviðburðum. Það hefur því verið nóg að gera fyrir gesti og gang- andi í miðborginni í sumar. Og ekki má gleyma „löngum laugardögum“, sem eru að jafnaði fyrsta laug- ardag í hverjum mánuði. Þá eru verslanir opnar lengur en ella og ýmislegt til skemmtunar á Laugavegi. Í sum- ar hafa t.d. trússhestar farið um götuna að fornum sið og kætt unga sem aldna. Þróunarfélag miðborgarinnar og markaðsnefnd miðborgar hafa gengist fyrir „Magnaðri miðborg“ í sumar, og er stefnt að því að þessir dagar, sem lífga svo mjög upp á miðborgina, verði árvissir og fastur liður í miðborgarlífinu á sumrin. Góða skemmtun í miðborginni – hún er mögnuð! Hátíð um hverja helgi Eftir Einar Örn Stefánsson Höfundur er framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar. ÁKVÖRÐUN umhverfis- ráðherra að heimila ekki rjúpna- veiðar á hausti komanda hefur mælst afar illa fyr- ir. Ráðgjafarstofn- anir ráðuneytisins, Náttúrufræðistofn- un og Umhverf- isstofnun, eru á öndverðum meiði um til hvaða að- gerða skuli gripið. Samtök skot- veiðimanna, bænda og fleiri aðilar hafa lýst mikilli andstöðu við þessa ákvörðun. Ráðherra stóð mjög ein- kennilega að máli þessu með því að tilkynna ákvörðun sína án þess að gefa minnsta kost á umræðu um málið meðal þeirra sem málið varðar. Þetta hljóta að teljast mjög hæpin vinnubrögð í lýðræðisþjóð- félagi þar sem krafa er gerð um gagnsæi í stjórnsýslu og opna um- ræðu um stefnu og áform stjórn- valda á hverjum tíma. Það er skoðun mín að ákvörðun umhverfisráðherra sé ekki í sam- ræmi við helstu málavexti, þ.e. ástand rjúpnastofnsins og nauðsyn verndaraðgerða sem og rétt skot- veiðimanna til veiða. Ég tel að annars konar aðgerðir, þ.e. „virk“ veiðistýring með miklum sam- drætti í veiðidögum væru eðlilegri viðbrögð við þessar aðstæður og vænlegri til árangurs, ekki síst með hliðsjón af málefnum skot- veiða í heild, og mun ég rökstyðja mál mitt hér á eftir. Í meginatriðum er ég þó sam- mála greiningu Ólafs K. Nielsens, fuglafræðings, á ástandi rjúpna- stofnsins. Stofninum virðist hafa hnignað á síðustu áratugum og hefur verið í „sögulegri“ lægð und- anfarin áratug eða svo, eftir til- tækum mælingum að dæma. Vissu- lega er þær mælingar þó ekki mjög umfangsmiklar. Síðasta há- mark var mjög lágt og mun lægra en fyrri hámörk og er það einkum til marks um „sögulegt“ lágmark. „Hámarkið“ undir lok áttunda ára- tugarins var þó svipað og síðasta hámark. Á hinn bóginn er ekki augljóst að yfirstandandi lágmark sé lægra en fyrri lágmörk, heldur virðist það vera á svipuðum nótum. Þetta kemur fram á meðfylgjandi mynd sem byggist á talningum Náttúrufræðistofnunar, og fleiri aðila, á allt að 14 svæðum frá 1963 (sbr. Ólafur K. Nielsen, Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 39, 1999. Tölur fyrir 2000-2003 eru skv. upplýsingum ÓKN). Með hliðsjón af þessu má álykta að stofninn sé um þessar mundir í svipaðri lægð og hann hefur verið í áður með reglubundnu millibili. Ekki verður séð að unnt sé að álykta að stofninn sé í sérstakri hættu, t.d. yfirvofandi útrýming- arhættu. Af þessu leiðir að ekki er ástæða til að grípa til ýtrustu að- gerða til verndar stofninum, þ.e. algers veiðibanns. Hinsvegar get ég fallist á, að æskilegt sé draga úr sókn í stofninn, ef það mætti verða til þess að hann næði meiri upp- sveiflu í næsta hámarki en raun varð á í því síðasta. Slíku markmiði er auðveldlega hægt að ná án þess að grípa til algers veiðibanns. Besta leiðin til að draga veru- lega úr sókn í rjúpnastofninn er að fækka veiðidögum. Á síðasta hausti var veiðin um 85 þúsund rjúpur og hefðbundinn veiðitími var óskertur eða 69 dagar. End- urheimtur á merktum rjúpum sýna að um það bil helmingur veiðinnar er tekinn á fyrstu þremur vikum veiðitímans, þ.e. á 21 veiðidegi eða um þriðjungi veiðitímans (sbr. www.ni.is). Til þess að draga úr veiði um 50% eða þar um bil, sem má teljast raunhæft og eðlilegt markmið, er því nauðsynlegt að fækka veiðidögum vel niður fyrir 20 veiðidaga. Veiðidögum má fækka með mis- munandi hætti. Annars vegar má stytta veiðitímabilið, þ.e. frá upp- hafi til loka þess, og hins vegar má banna veiði á tilteknum vikudög- um. Ég tel skynsamlegast að hafa upphaf og lok veiðitímans óbreytt, þ.e. 15. október til 22. desember, en heimila veiðar aðeins á laug- ardögum innan þess tímabils. Jafn- framt tel ég sanngjarnt, með tilliti til hefðarréttar rjúpnaveiðimanna, að heimila veiðar fyrstu 4 daga hefðbundins veiðitíma, þ.e. 15.-18. október. Með slíku fyrirkomulagi væru möguleikar veiðimanna á að komast einhvern tímann til veiða tiltölulega miklir þrátt fyrir fáa daga. Veiðimenn gætu sótt á sín „hefðbundnu“ svæði yfir vertíðina, enda þótt dagarnir á hverju svæði væru fáir. Þannig mætti skapa sátt um veiðistýringuna, sem ekki er til að dreifa við algert veiðibann, og stuðla þannig að samstarfi við veiðimenn en ekki óþarfa ófriði milli þeirra og stjórnvalda. Með slíkum einföldum aðgerðum væru veiðidagar í heild á komandi veiðitíma aðeins 13 talsins eða 19% af óskertum veiðitíma. Telja verð- ur mjög líklegt að slíkur sam- dráttur í veiðidögum skilaði nokk- uð örugglega að minnsta kosti 50% samdrætti í veiði. Því mætti telja eftir atvikum tryggt að stofnvist- fræðilegt markmið veiðistýring- arinnar, þ.e. að draga verulega úr dauðsföllum vegna skotveiða, næð- ist. Þar með ætti stofninn að ná að vaxa mun hraðar en ella, ef skot- veiðar eru raunverulega meg- inástæða þess að stofninn hefur ekki náð fyrri hæðum. Við slíka veiðistýringu ætti meirihluti veiðimanna samt að fá í jólamatinn, þ.e. þeir veiðimenn sem ganga til rjúpna nokkrum sinnum á veiðitímanum og láta sér nægja 5-10 rjúpur í heildarveiði. Aðrir veiðimenn, t.d. svokallaðir „magnveiðimenn“, sem veiða hundruð fugla, kæmust ekki yfir að veiða nema hluta af venjulegu magni. Sérstakar aðgerðir gegn „magnveiðimönnum“ , t.d. sölu- bann á rjúpu, væru þar með ekki úrslitaatriði. Ætla má að þorri veiðimanna gæti, þrátt fyrir allt, sætt sig við slíka tímabundna tak- mörkun á veiðitíma. Af þeim sök- um væri ekki þörf á sérstöku eft- irliti með veiðum umfram það sem venjulegt er. Veiðistýring af þessu tagi er dæmi um það sem ég vil kalla „virka“ veiðistýringu, þ.e. stýringu í eðlilegu samræmi við ástand rjúpnastofnsins, og sem tekur jafnframt „sanngjarnt“ tillit til veiðiréttar skotveiðimanna. Algert veiðibann getur ekki talist „virk“ veiðistýring, heldur fremur „neyð- arbremsa“ sem ekki er ástæða til að grípa til nema yfirvofandi hrun stofnsins sé framundan. Ekki verð- ur séð að vísbendingar séu um slíkt hrun. Ef núverandi staða stofnsins, skv. talningum, væri vís- bending um hrun, hefði staða stofnsins í fyrri lágmörkum einnig átt að leiða til hruns. Að öllu samanlögðu er ekki rök- rétt að álykta að staða rjúpna- stofnsins sé slík að ástæða sé til að grípa til algers veiðibanns. Til- lögur Náttúrufræðistofnunar um svo róttækar aðgerðir eru ekki rökstuddar með fullnægjandi hætti. Þá vekur furðu að umhverf- isráðherra skuli samþykkja þessar tillögur, sem vitað var að mikið ósætti myndi ríkja um, og það í andstöðu við aðra ráðgjafa sína. Með þessu hefur umhverf- isráðherra efnt til ófriðar við stór- an hóp skotveiðimanna og kastað fyrir róða því sem áunnist hefur á undanförnum árum í samvinnu stjórnvalda og skotveiðimanna, t.a.m. varðandi veiðiskýrslur, rannsóknir á veiðistofnum og al- menna siðbót í veiðunum. Ákvarð- anir stjórnvalda í lýðræðisríki verða að vera í tilteknu lágmarks- samræmi við skoðanir og réttlæt- istilfinningu þegnanna. Í þessu máli hefur umhverfisráðherra farið út af þessu spori, að áliti fjöl- margra Íslendinga. Skotveiðimenn bíða þess nú hvort þetta sé loka- orðið eða hvort Alþingi, eða önnur til þess bær stjórnvöld, telji of langt gengið og leiti betri lausna. Eftir Ólaf Karvel Pálsson Höfundur er skotveiðimaður og náttúruunnandi.    ' )" ) 6 $ 7                      Um ástand rjúpnastofnsins og veiðistýringu EINS og kunnugt er þá eru í dag reknar mjög dýrar minkaveiðar um allt land. Ein ástæða þess er sú að minkurinn heldur til við ár, vötn og læki og lifir mikið á smásilungi og laxaseiðum. Það er ekki nokkur vafi á því að fyrri silungur er víða næstum alveg horfinn. Ástæð- an er sú að fjöldi minka hreinsar allan smásilung upp yfir veturinn þegar minkurinn hefur nánast ekki annað æti. Minkagrenin eru oftast í árbakka eða við læk eða vatn ef silung er þar að hafa. Minkurinn sækir í allan silung. Sama má líka segja um margar laxveiðiár. Þar eru minkar í öllum árbökkum og lifa góðu lífi á laxaseiðum. Það er ekki svo lítill tollur á laxveiðina á Íslandi ef ein sæmilega stór minkafjölskylda étur t.d. þúsund eða þúsundir laxaseiða á ári. Talan er mishá og eflaust víða mjög breytileg, þar sem minkar taka líka annað fæði, t.d. oft unga, smáfugla og rjúpu. Minkurinn er því mikill vágestur og gerir mikinn skaða. Fækkun rjúpu er að hluta að kenna minkinum. Tugum milljóna er varið í dag til minkaveiða árlega. Ef allt er tekið saman, t.d. landið í heild, er þetta stórfé. Samt er það svo að árangur nú- verandi minkaveiða er nánast enginn eða jafnvel neikvæður. Margir telja að minkastofninn sé að vaxa víðast hvar og tjón af mink fari vaxandi og aukist árlega. Sé meira og meira vandamál um land allt þar sem mink fjölgar. Höfundur þessarar greinar gerir það að tillögu sinni að nýjar aðferðir og ný markmið við stjórn minkaveiða séu tekin upp og reynt sé skipulega að draga úr eða forðast mesta tjónið af minknum. Laxinn okkar á að vernda fyrir miklu áti minka á laxaseiðum. Það er best gert með því að Veiðimálastjórinn yfir okkar laxveiði stjórni öllum minkaveiðum en nú- verandi Veiðistjóri stjórni áfram sínum refaveiðum. Það er nóg fyrir hann. Allir kvarta í dag yfir þessum nýja ref sem er blanda af okkar gömlu lágfótu og erlendum aliref sem sloppið hefur út hér á landi. Nýi refurinn er í dag um allt. Er daglega heima við bæi og sumarbústaði sem gamla lágfótan forðaðist. Var mestallt árið upp til heiða. Til þess að verja ár með laxi og silungi þarf nokkra fasta starfsmenn sem færu alla daga meðfram laxánum með 3–4 minkahunda hver og hreinsuðu upp allan mink á því svæði. Aðeins með svona skipulögðu daglegu starfi allt árið gætu þessir föstu starfsmenn við minkaveiðar náð árangri. Reglulega og stöðugt með hæfilegu millibili væri farið með minkahunda eftir öllum ár- bökkum þar sem er laxveiðiá. Farið væri um allt land. Minkur forðast líka hundalykt. Minkar halda sig síður við laxveiðiár ef þar eru reglulega minkahundar á ferð. Seiðaát minka hættir þá að mestu. Heyrir sögunni til. Það getur ekki gengið áfram að laxveiðimenn rekist núorðið daglega á minka í miklum fjölda við svo til allar eða flestar veiðiár landsins. Um leið og fer að bregða birtu að kvöldi hlaupa í dag hópar minka um alla ár- bakka. Eru líka mikið við silungsvötn. Nýja peninga vantar ekki til minkaveiða. Það þarf nýtt skipulag og ákveðin föst markmið. Vernda verður laxinn. Nokkrir starfsmenn Veiði- málastjóra færu þá frá níu til fimm alla virka daga skipulega með minka- hunda með nýrri og nýrri laxveiðiá. Að lokinni einni yfirferð þá yrði byrj- að aftur á nýrri yfirferð þar sem þörf væri mikil. Minkarnir væru þar með hraktir frá öllum laxveiðiám landsins. Við fengjum fleiri laxa í árnar. Minkarnir ætu ekki laxaseiðin lengur í stórum stíl allt árið. Sérstaklega er þetta slæmt yfir veturinn. Nýtt skipulag kostar nýja hugsun en ekki nýja peninga. Núverandi fjárveitingar duga. Þær þarf aðeins að nota bet- ur og rétt og setja minkaveiðar undir laxveiðar og Veiðimálastjóra. Hann passar laxveiðina okkar og reynir að auka hana. Rétt skipulagðar minka- veiðar falla þar undir. Auka þarf laxveiði en fækka minkum. Nýtt skipulag minkaveiða Eftir Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.