Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 27 FRAMTÍÐ íslenskra atvinnubíl- stjóra og fyrirtækja í atvinnuakstri stendur nú á tímamótum. Rekstr- arleyfis er nú krafist fyrir alla og fyr- irtæki sem og einyrkjar auglýsa í auknum mæli gæði þjónustu og fag- mennsku bílstjóra. Hér áður fyrr voru góðir atvinnubílstjórar þeir menn sem voru hvað mest sjálfbjarga um viðhald bifreiðarinnar. Hin síðari ár hefur þetta breyst á þann veg að góður atvinnubílstjóri er sá aðili sem tilbúinn er til þess að veita góða þjón- ustu, er snyrtilegur og jafnframt til fyrirmyndar varðandi þau lög og reglur er lúta að starfinu. Fyrirtæki og einykjar hafa áttað sig á því að gæði þjónustu þ.e. góður og vel hirtur tækjakostur og fram- koma starfsmanna við viðskiptavini er frumskilyrði fyrir þróun grein- arinnar. Einnig er nauðsynlegt að starfað sé eftir þeim lögum og reglum sem lúta að starfinu. Mikilvægt er einnig að fylgt sé eftir ákveðinni markaðssetningu sem mörkuð hefur verið. Þessi atriði bæta stöðu grein- arinnar og auka hag hennar þegar lit- ið er til lengri tíma Tækjakostur Það er algengur misskilningur að tæki, í þessu sambandi ökutæki, þurfi alltaf að vera ný. Tækin þurfa hins vegar að vera vel hirt, þrifaleg og í góðu lagi. Eins er nauðsynlegt að þau séu í samræmi við markaðssetningu viðkomandi fyrirtækis. Fyrirtæki sem auglýsir umhverfis- eða örygg- isstefnu verður að vera með ökutækin í samræmi við það. Ef auglýst er utan á bifreiðunum verða þær að vera í samræmi við auglýsinguna. Aldurinn hefur lítið með gott útlit að gera held- ur góð umhirða og hún uppfylli stefnu varðandi markaðssetningu eigand- ans. Fagmennska atvinnubílstjóra Það er skoðun og stefna margra aðila innan greinarinnar að fag- mennska bílstjóra sé einn af stærstu þáttum í sölu þjónustu sem atvinnu- akstur tvímælalaust er. Til að svo geti orðið er nauðsynlegt að menntun og endurmenntun bílstjóra sé hluti af starfi hans. Landssamband vörubifeiðastjóra hefur ítrekað samþykkt ályktanir þar um og Vörubílastöðin Þróttur hefur staðið fyrir menntun sinna manna með t.d. námskeiði fyrir þá bílstjóra sem vinna með krana. Á leigubílastöðinni Hreyfli/ Bæjarleiðum hafa verið haldin nám- skeið fyrir leigubílstjóra og starfsfólk stöðvarinnar. Á þeim námskeiðum er farið yfir þjónustu, framkomu og snyrtimennsku. Fyrirtæki eru í auknum mæli að átta sig á mikilvægi menntunar bíl- stjóra og starfsmanna sinna. Sl. vetur voru haldin námskeið í Ökuskólanum í Mjódd fyrir fyrirtækin Hópbílar/ Hagvagnar, Kynnisferðir og SBK. Innihald þessara námskeiða var m.a. vistakstur (EcoDriving) og fag- mennska atvinnubílstjórans. Guð- mundur Tyrfingsson efh. hefur haldið námskeið einu sinni á ári fyrir sína starfsmenn og markaðssetur sig sem fyrirtæki með umhverfisstefnu. Menntun bílstjóra í umhverfisþáttum er m.a. stór þáttur í því. Samskip hafa undandarið auglýst menntun bíl- stjóra sinna og öryggisviðbúnað í bif- reiðum fyrirtækisins. Markaðs- setning fyrirtækja af þessu tagi lyftir atvinnuakstri á hærra plan og kemur starfsgreininni til góða. Séu þessir þættir skoðaðir nánar er ljóst að skipta þarf mennt- unarkröfum bílstjóra í tvo hluta, fyrir rekstrarleyfishafa og launþega. Gera verður frekari menntunarkröfur varðandi þá aðila sem fá rekstr- arleyfi. Nauðsynlegt verður að huga að inntökuskilyrðum fyrir þá sem sækja um slík leyfi og gæti t.d. tveggja ára framhaldsmenntum verið heppilegur kostur. Þekking í stjórn- un, mannahaldi, mannlegum sam- skiptum, bókhaldi, þjónustu, mark- aðssetningu og þeim þáttum sem snúa að hverri grein fyrir sig er nauð- synlegur þáttur í menntun þeirra er fá slík leyfi. Menntun launþega gæti snúist um mannleg samskipti, grunn í markaðsfræðum, vistakstri og ann- arri fræðslu tengdri hverri grein. Þetta ætti að vera sameiginlegt markmið fyrirtækja sem og einyrkja, eins gætu stéttarfélög launþega kom- ið að þessum verkefnum. Það er þekkt víða að stéttarfélög greiði fyrir menntun sinna félagsmanna að hluta eða öllu leyti. Tökum höndum saman og aukum veg þessara starfsgreina. Fagmennska atvinnubíl- stjóra Eftir Knút Halldórsson og Sigurð Steinsson Knútur er framkvæmdastjóri Lands- sambands vörubifreiðastjóra og ökukennari við Ökuskólann í Mjódd. Sigurður er vaktstjóri hjá Kynnisferðum og ökukennari við Ökuskólann í Mjódd. Sigurður Steinsson Knútur Halldórsson HÉR á landi er tónlistarnám ekki hluti af hinu al- menna skólakerfi. Engin lög eru til um tónlistarnám sem slíkt. Þjónusta tónlistarskólanna á Íslandi stendur því ut- an við samning ríkis og sveitarfélaga um skiptingu rekstrarkostnaðar hins al- menna skólakerfis, þar sem sveitarfélög greiða fyrir þjónustu grunnskóla og rík- ið greiðir fyrir þjónustu framhaldsskóla. Einu lögin sem til eru um tónlistar- kennslu og tónlistarnám hér á landi heita „Lög um fjárhagslegan stuðning við tón- listarskóla“ og eru nr. 75 frá 14. júlí 1985. Þau lög eru skýr hvað varðar greiðsluskyldu sveitarfélaga. Þar segir í 7. gr.: „Sveitarfélög, sem reka tónlistarskóla, greiða launakostnað kennara og skólastjóra.“ Í 10. gr. segir: „Tónlistarskólar, sem eigi eru reknir af sveitarfélögum, skulu fá greiddan úr sveitarsjóði launakostnað kennara og skólastjóra í samræmi við rekstraráætlun...“ Í 11. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla segir: „Tónlistarskólar skulu innheimta skólagjöld. Skóla- gjöldum er ætlað að standa undir öðrum kostnaði við skólareksturinn en launakostnaði kennara og skóla- stjóra, að svo miklu leyti sem rekstrarkostnaðurinn er ekki borinn af styrktarmeðlimum eða annarri fjár- öflun.“ Skólagjöld tónlistarskólanna eru mishá og sjálf- sagt á bilinu 50-150 þúsund á ári fyrir hvern nemanda. Innheimta skólagjalda samkvæmt lögum þessum undir- strikar vilja hins opinbera að halda tónlistarnámi að- skildu frá hinu almenna skólakerfi. Miðvikudaginn 13. ágúst sl. birtist eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu: „Á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) í fyrradag var ákveðið að leggja fyrir bæjarstjórnir sveitarfélaganna tillögu um að greitt yrði með tónlistarnemendum á framhalds- og há- skólastigi fram að áramótum.“ Hvergi í lögum nr. 75 frá 1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla er tal- að um skiptingu tónlistarnáms í grunnskóla, framhalds- skóla eða háskóla. Hvergi er í lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla talað um að greiðsluskylda sveitarfélaga nái aðeins fram að áramótum. Því er spurt: Er stjórn SSH með þessari tillögu að hvetja sveit- arstjórnir á höfðuborgarsvæðinu til að brjóta lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla? Má reikna með því að SSH leggi fljótlega fyrir bæjarstjórnir sveit- arfélaganna tillögu um að skólagjöld tónlistarskólanna verði afnumin að hluta til eða með öllu um næstu ára- mót? Kór sveitarstjórnarmanna í þessu tónlistarskólamáli hljómar ekki vel. Ég ætla rétt að vona að hinn óhreini kórhljómur sé vegna þess að þeir kunna ekki lögin og þurfi bara að æfa sig meira, því eitt er að vera ólæs á nótur og annað að vera pípandi falskur. Falskir í kór? Eftir Arnþór Jónsson Höfundur er tónlistarmaður. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur svarað kalli meirihluta þjóð- arinnar um að hefja hvalveiðar og fyrstu hrefnurnar komnar á land. Það verður að segjast eins og er að það brá mörgum við þau tíðindi þegar tilkynning kom um að hrefnuveiðar ættu að hefjast að nýju og það nánast með eng- um fyrirvara. Flestir höfðu afskrifað hval- veiðar fyrir fullt og fast þó við mörg höf- um fylgt þeirri stefnu að ákvörðunin um hvalveiðar væri í okkar höndum. Alþingi hefur ályktað oftar en einu sinnu um að hefja hvalveiðar án að- gerða og brambolt okkar í kringum alþjóða hvalveiðiráðið hefur fengið marga til að trúa því að af þessu yrði aldrei en það væri hinsvegar rétt að halda uppi þessum rétti okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Þess vegna kom þessi ákvörðun á óvart og því ekki eins mikil kátína ríkjandi vegna hennar og við mætti búast nema þá hjá þeim nöfnum mínum Loftssyni og Ragnarssyni. Nú blasir raunveruleikinn hins- vegar við og hvalveiðimenn fagna en ferðaþjónustan er í vörn og óttast af- leiðingarnar af þessari ákvörðun. Ótti ferðaþjónustunnar er auðvitað mjög skiljanlegur enda hefur fjárfestingin í þessum atvinnuvegi skipt milljörðum undanfarin ár og þúsundir manna hafa lifibrauð af ferðaþjónustunni beint og óbeint og fest fé sitt í henni. Það er því mikið í húfi en minn skilningur fyrir samþykktum alþingis til að hefja hvalveiðar að nýju var sá að aðrar atvinnugreinar landsmanna hlytu ekki varanlegan skaða af. Því hefur verið lofað af sjáv- arútvegsráðherra að hrefnuveiðarnar verði ekki stundaðar á svæðum þar sem hvalaskoðunarbátar eru að sýna hvali. Það er grundvallaratriði að staðið verði við þessa yfirlýsingu. Hvar eru mótvægisaðgerðirnar? Þetta dugir þó enganveginn því ákvörðun um hvalveiðar getur einnig haft verulega neikvæð áhrif fyrir all- ar aðrar greinar ferðaþjónustunnar. Það er því mjög mikilvægt að stjórn- völd kynni þessa ákvörðun sína í helstu markaðslöndum okkar í Evr- ópu og Ameríku. Almenningur í þess- um löndum verður að skilja hvers vegna þessi ákvörðun er tekin og af- leiðingarnar fyrir Íslendingu ef hún yrði ekki tekin. Það má hvorki spara fé né fyrirhöfn til að almenningur í hinum vestræna heimi skilji þessa ákvörðun. Við megum ekki undir neinum kringumstæðum lenda í þeirri stöðu að vera í vörn gagnvart fólkinu í þessum löndum, við verðum að vera skrefi á undan hvalfrið- unarmönnum. Við megum ekki stunda þessar veiðar með þögnina eina að vopni, við verðum að efla skilning almennings á rétti eyþjóðar við ysta haf til að taka ákvörðun sem þessa. Við verðum að sýna fram á vís- indalega nauðsyn þessa. Við verðum að hafa góð samskipti við umhverfis- og náttúruverndarsamtök í hinum vestræna heimi og einnig hvalafrið- unarsamtök eins og kostur er. Ef íslenskum stjórnvöldum tekst þetta þá verður ekki skaði af þessari ákvörðun fyrir íslenskan ferðaiðnað að mínu áliti. Ef stjórnvöld treysta sér ekki til að verja mikilvæga hags- muni ferðaþjónustunnar, svo ekki sé talað um aðra hagsmuni sem tengjast útflutningi, er betra að hætta hval- veiðum strax. Nú bíðum við eftir aðgerðaráætlun stjórnvalda til verndar íslenskum ferðaiðnaði. Hvalveiðar og ferðaþjónustan Eftir Kristján Pálsson Höfundur er formaður Ferðamála- samtaka Suðurnesja. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. GRAFARVOGSBÚAR Mér hefur verið falið að leita eftir 3ja-4ra herbergja íbúð með sérinngangi, annað hvort í Permaformhúsi eða íbúð á 1. hæð í fjölbýli með sérgarði. Verðhugmynd 11- 12,5 millj. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! lif u n lifun tímarit um heimili og lífsstíl númer sjö 2003 Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu á morgun innlit • fiskréttir • allt um barnaherbergi • gómsætar kökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.