Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LANDHNIGNUN er nýtt hugtak um hvers konar landeyðingu, jafnt af völdum náttúrunnar sjálfrar eða vegna landnýtingar manna. Fjölþjóðleg ráðstefna um landhnignun var haldin nýverið í Háskóla Íslands. Sömuleiðis var farið í rannsóknarferðir um nágrenni Reykjavíkur til að kynna sér íslenskar aðstæður hvað landhnignun varðar. Ráðstefnan var á vegum alþjóða- nefndarinnar COMLAND. Skipulagning ráðstefn- unnar hefur verið í höndum Guðrúnar Gísladóttur, dósents í landfræði við jarð- og landfræðiskor Há- skóla Íslands. Guðrún segir í samtali við Morgunblað- ið að hún hafi verið beðin sem stjórnarmaður í COM- LAND-nefndinni að skipuleggja ráðstefnuna hér á landi. „Ég hef setið ráðstefnur nefndarinnar í þrígang og þar hef ég kynnt niðurstöður rannsókna, svo og að- stæður og aðgerðir hérlendis. Stjórnin hafði áhuga á að kynna sér rannsóknir og aðstæður hér á landi nán- ar, og af þeim sökum var ákveðið að halda ráðstefnu hér í sumar. Auk sérfræðinga Háskóla Íslands hafa fulltrúar Landgræðslunnar og umhverfissviðs Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins (RALA) tekið þátt í ráðstefnunni. Fanney Ósk Gísladóttir frá RA sýndi ráðstefnugestum, ásamt Guðrúnu Gísladó sandfokssvæði sunnan Hagafellsjökla og þau sem þar eru í gangi. Ása L. Aradóttir og Andrés A alds frá Landgræðslunni sýndu þátttakendum stefnunnar sömuleiðis landgræðsluverkefni á Su landi, til dæmis í nágrenni Heklu. Fleiri fullt þessara stofnana héldu fyrirlestra á ráðstefnunni Uppblástur á hálendinu er eitt alvarlegasta viðfangsefni landhnignunar sem Íslendingar stríða við. Veitir nýja aðstæður hé Fjöldi innlendra og erlendra sé fræðinga sat hér nýverið ráðstef um landeyðingu, nýtingu manna landi og samspil manns og náttú Sömuleiðis ferðuðust ráðstefnu gestir um landið og kynntu sér aðstæður hér. MEÐAL fjölmargra erlendra sérfræð- inga sem sóttu ráðstefnu COMLAND- nefndarinnar um landhnignun voru þeir Moshe Inbar, frá landfræðideild Háskól- ans í Haifa í Ísrael og John Thornes frá landfræðideild King’s College í Lund- únum. Inbar er einnig formaður COM- LAND-nefndarinnar um þessar mundir. Í stuttu spjalli við blaðamann sögðust þeir afar ánægðir með ráðstefnuna hér á landi og spáðu því að niðurstöður hennar ættu eftir að hafa áhrif á gang landhnignunarmála á næstu árum. „Viðfangsefni ráðstefnunnar eru al- menningi mikilvæg, og við fögnum allri umfjöllun sem við fáum,“ sagði Moshe Inbar þegar hann frétti að blaðamaður væri á staðnum. „Við viljum ekki að okk- ar kenningar og rannsóknir dagi uppi innan háskólanna, heldur séu þekktar víðar. Það er nauðsynlegt að almenn- ingur fái að vita af fjölbreytni rann- sókna á sviði landhnignunar, og þeim mikilvægu þáttum sem þar spila sam- an,“ bætti hann við. Meðal þeirra við- fangsefna sem sérstaklega tengjast Ís- landi og rædd hafa verið eru til dæmis hvernig eigi að græða land, hver eigi að sjá um landgræðslu og samspil sauð- kindar og náttúru. Sömuleiðis hefur verið rætt um ágang lúpínunnar, ágang ferðamanna á landið og sögu gróðurfars á Íslandi á landnámsöld. Líkt og sjá má eru viðfangsefnin mörg, og þau teygja sig sannarlega einnig út fyrir landsteinana, enda eru alls um 30 erindi á ráðstefnunni. Fyr- irhugað er að gefa út sérstakt hefti vís- áætlun og raða riðum sem þar kemur. Ég tel legt að aðgerð þessu tagi ligg hafa áætlun ve röðunin kemur meiri skaði hlj orðið,“ útskýr Upplifun John Thorn 15 ár í nefnd u Evrópu og við stefnunni ræd indatímaritsins Land Degradation and Development með völdum fyrirlestrum frá ráðstefnunni. Með þeim hætti munu lykilatriði af ráðstefnunni berast til fleiri og árangurinn af samfundunum lifa lengur. Guðrún Gísladóttir verður gestaritstjóri heftisins. Moshe Inbar flutti fyrirlestur um hættu af olíuslysi í Miðjarðarhafi og hvaða áhrif slys af því tagi hefði á strendur Ísraels. „Ég tel afskaplega mikilvægt að yfirvöld í Ísrael séu vel undirbúin fyrir olíuslys af þessu tagi, líkt og gerðist við Spánarstrendur síð- astliðið haust. Ég hef sett upp aðgerða- Munum uppskera rík John Thornes frá King’s College í Lundúnum, Guðrún Gísl lands og Moshe Inbar frá Háskólanum í Haifa.ERLEND FJÁRFESTING BANKAR OG SJÁVARÚTVEGUR Hugmyndin um sameiningu SH ogSÍF í eitt stórt sölufyrirtæki ávettvangi sjávarafurða er ekki ný af nálinni. Hún hefur lengi verið til umræðu en ekki náð fram að ganga. Í Morgunblaðinu í fyrradag lýsti Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans þeirri skoðun, að meirihluti hluthafa í báðum félögum vildi að sam- eining yrði að veruleika. Jafnframt sagði bankastjórinn að upphaflegt markmið Landsbankans með fjárfest- ingu í SH hefði verið að stuðla að þessari sameiningu. Sama dag sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka í samtali við Morgunblaðið: „Ég tel, að við samein- ingu félaga eins og SH og SÍF megi ná fram mikilli hagræðingu og þar með bættri arðsemi. Þannig yrði einnig til fé- lag, sem gæti betur nýtt sér tækifæri til stækkunar á erlendum mörkuðum og þar með gæti það orðið öflugra við markaðssetningu og sölu á íslenzku sjávarfangi.“ Vafalaust er þetta allt rétt hjá for- svarsmönnum bankanna tveggja og ekki skal það mat Halldórs J. Kristjánssonar dregið í efa, að hægt sé að ná fram auk- inni hagræðingu í þessum rekstri sem nemi 700–1.000 milljónum króna á ári. SH og SÍF svo og ÍS, sem sameinaðist SÍF fyrir nokkrum árum og hafði áður starfað undir merkjum Sambands ísl. samvinnufélaga urðu til sem sölusamtök framleiðenda í sjávarútvegi. Þeir tóku höndum saman og náðu miklum árangri í að byggja upp sölukerfi á íslenzkum fiski víða um lönd. Jafnframt byggðu þessi fyrirtæki upp merkileg dóttur- fyrirtæki í Bandaríkjunum. Seinni árin hafa þau einnig staðið að mikilli upp- byggingu í Evrópu. Styrkur sölufyrirtækjanna hefur m.a. byggzt á því, að þau hafa fylgzt náið með þróun markaðarins og miðlað þeim upp- lýsingum til framleiðenda, sem til skamms tíma áttu þessi fyrirtæki. Framleiðendur hafa því haft mjög náin tengsl við markaði erlendis í gegnum eigin sölufyrirtæki. Á síðustu árum hefur orðið veruleg breyting á eignaraðild að sölufyrirtækj- unum. Stærstu hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna eru nú Landsbanki Íslands og Íslandsbanki. Sameiginlega eiga þessir tveir bankar rúmlega 43% í SH og Íslandsbanki á tæp 8% í SÍF. Vafalaust hefur aðild bankanna að fyrir- tækjunum orðið til með þeim hætti að þeir hafa tekið að sér að brúa ákveðið bil á milli gamalla og væntanlegra nýrra eigenda. En jafnvel þótt litið sé svo á, að um skammtíma aðild bankanna að fyrir- tækjunum sé að ræða er ástæða til að staldra við. Í Þýzkalandi eftirstríðsáranna mót- aðist viðskiptalífið smátt og smátt á þann veg, að stærstu bankarnir í Þýzka- landi urðu jafnframt stórir hluthafar í stórum fyrirtækjum þar í landi. Fyrir allmörgum árum hófust umræður í Þýzkalandi um að þessi víðtæka aðild þýzkra banka að iðnfyrirtækjum og öðr- um viðskiptafyrirtækjum kynni að vera byrjuð að há fyrirtækjunum. Bankarnir sætu beggja vegna borðs sem viðskipta- bankar og lánardrottnar fyrirtækjanna en jafnframt hluthafar. Spurt var hvort það væri alveg öruggt að þeir sem hlut- hafar í fyrirtækjunum tækju afstöðu á vettvangi þeirra í samræmi við hags- muni hluthafa, sem væntanlega fara oft- ast saman við hagsmuni bankanna en ekki endilega alltaf. Hér er því ekki haldið fram, að aðild banka að íslenzkum fyrirtækjum sé komin á þetta stig. Hitt vekur óneitan- lega athygli, að það eru tveir bankar, sem í raun eru mestráðandi um samein- ingu SH og SÍF og leggja línurnar í þeim efnum en ekki þeir framleiðendur sjávarafurða, sem til skamms tíma áttu þessi fyrirtæki og tóku allar ákvarðanir, sem að þeim lutu. Bankar geta verið mikilsráðandi um framtíð fyrirtækja án þess að vera hluthafar í þeim m.a. vegna þess að fyrirtæki geta staðið höllum fæti fjárhagslega. Um það er hins vegar ekki að ræða hjá þeim tveimur fyrirtækjum, sem hér um ræðir. Ekki fer á milli mála, að innan ís- lenzku viðskiptabankanna og þá sér- staklega Landsbanka og Íslandsbanka, sem samkvæmt gamalli hefð hafa lengi haft mest af viðskiptum við sjávarút- vegsfyrirtæki er saman komin mikil reynsla og þekking á íslenzkum sjávar- útvegi. Engu að síður er ástæða til að spyrja hvað valdi því, að framleiðendur íslenzkra sjávarafurða hafa dregið sig í hlé sem eignaraðilar að sölufyrirtækj- unum. Og ennfremur hvort ekki væri æskilegt að þeirra sjónarmið komi skýr- ar fram í umræðum um sameiningu fyrirtækjanna. Vissulega er það rétt, að vegna aðildar Burðaráss, fjárfestingar- félags Eimskipafélags Íslands, koma öflug sjávarútvegsfyrirtæki að sölu- fyrirtækjunum tveimur en ekki í jafn- ríkum mæli og áður. Þetta er umhugsunarefni fyrir bank- ana sjálfa og framleiðendur sjávaraf- urða víðs vegar um landið. Í því sam- bandi má heldur ekki gleyma, að einstök stór sjávarútvegsfyrirtæki geta auð- veldlega tekið ákvörðun um að fara sín- ar eigin leiðir í sölumálum án milligöngu stóru sölufyrirtækjanna. Tæpast fer á milli mála, að bryddað hefur á þeirri hugsun innan sumra stórra sjávarút- vegsfyrirtækja. Í umræðum um sameiningu SH og SÍFhefur það sjónarmið komið fram, að eftir sameiningu sé stefnt að sölu á um- talsverðum hlut í sameinuðu fyrirtæki til erlendra aðila. Við slík áform, ef þau eru þá á annað borð til staðar er ekkert að athuga. Morgunblaðið hefur undanfarin ár lýst þeirri skoðun, að leyfa eigi erlendar fjárfestingar í íslenzkum sjávarútvegi. Rök blaðsins fyrir því eru einfaldlega þau, að íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafi fjárfest í sambærilegum fyrirtækj- um í öðrum löndum og að við getum ekki búizt við að það verði leyft til lengdar ef skorður eru settar við sambærilegum fjárfestingum hér. Íslenzku sölufyrirtækin tvö hafa ekki einungis byggt upp dótturfyrirtæki er- lendis. Þau hafa beinlínis keypt upp framleiðslu- og sölufyrirtæki í öðrum löndum. Á þessum forsendum getum við Íslendingar ekki haft neitt við það að at- huga að útlendingar kaupi hlut í hugs- anlegu sameinuðu íslenzku sölufyrir- tæki sjávarafurða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.