Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Margrét LiljaEggertsdóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1920. Hún lést á vistheimilinu Seljahlíð 14. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Sigvaldadóttir og Eggert Theódórsson kaupmaður í Reykjavík. Margrét Lilja gift- ist 25. desember 1946 Sveini Sveins- syni múrarameist- ara frá Siglufirði, f. 14. júní 1917, d. 3. september 1986. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Sveins- son og Gunnhildur Sigurðardótt- þeirra eru: Sveinn Andri, f. 25. febrúar 1999, og Sara Rós, f. 5. maí 2003. b) Bjarki Þór, f. 30. jan- úar 1980, unnusta Laufey Unnur Hjálmarsdóttir, f. 20. janúar 1980. 3) Sigurlaug, f. 1. október 1952, gift Sigurði G. Vilhelmssyni, f. 24. mars 1953. Börn þeirra eru: Vil- helm Sveinn, f. 13. febrúar 1979, Margrét Björk, f. 10. janúar 1981, og Ármann Davíð, f. 7. júni 1988. 4)Gunnhildur, f. 27. ágúst 1958, sambýlismaður Steini Þorvalds- son, f. 2. nóvember 1948. Gunn- hildur var áður gift Halldóri Árnasyni, f. 15. febrúar 1956, og eru börn þeirra: Harpa, f. 26. febrúar 1980, Hafliði, f. 20. apríl 1990, og Hlynur, f. 11. apríl 1992. Margrét Lilja og Sveinn bjuggu allan sinn búskap í Drápuhlíð 13 í Reykjavík. Síðustu æviárin dvaldi Margrét Lilja á vistheimilinu Seljahlíð. Útför Margrétar Lilju fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ir. Margrét Lilja og Sveinn eiga fjögur börn: 1) Ármann, f. 14. apríl 1946, d. 10. nóvember 1968, var kvæntur Helgu Kjar- an, f. 20. maí 1947. Sonur þeirra er Birg- ir, f. 12. júní 1968, kvæntur Ragnhildi Lövdahl, f. 1. maí 1971 og eiga þau eina dóttur, Ernu, f. 29. mars 2003. 2) Sveinn, f. 2. febrúar 1948, kvæntur Ragnheiði Valtýsdóttur, f. 25. febrúar 1949. Þau eiga tvo syni: a) Sveinn Valtýr, f. 4. desember 1971, sambýliskona Helena Hall- grímsson, f. 26. janúar 1971. Börn Lítil stúlka situr aftur í brúnum Volvo með appelsín í glerflösku með sogröri og brenni í munni. Amma hennar er með skuplu yfir hárinu og snýr sér við brosandi og spyr hvort hún þurfi nokkuð að pissa. Afi brosir í baksýnisspeglinum. Hún situr í stóra hjónarúminu í ömmu og afa húsi í Drápuhlíðinni. Hún fylgist agndofa með ömmu sinni klæða sig í fínu fötin sín. Sér- staklega finnst henni gaman að sjá hana hneppa sokkaböndunum. Hún vonar að þegar hún verður stór eignist hún sokkabönd og verði jafn falleg og amma. Þær spila ólsen ólsen á fótskemlinum við hæginda- stólinn og drekka malt. Hún vinnur ömmu sína alltaf og er montin. Amma virðist þó ekkert vera leið yfir að tapa og hlær bara þegar henni er tilkynnt að hún hafi ekki unnið eitt einasta spil. Húsið hennar ömmu er ævintýra- hús og amma leyfir henni að leika sér alls staðar og klæða sig í öll fal- legu fötin sem fylla skápana. Amma vill þó alltaf að hún kalli í sig þegar hún fer niður stigann. Þá kemur hún og horfir á og segist tilbúin að grípa hana ef hún dettur. Lítil stúlka liggur á sófabeddan- um í stofunni í Drápuhlíð og horfir á skuggana af trjánum breiða úr sér inn um gluggann. Hún er samt ekki hrædd. Hún er að passa hana ömmu sína. Þær fara saman í bæ- inn. Hún hlakkar alltaf til að fara með ömmu í bæinn. Amma er sú eina sem fer með hana í strætó og þær kaupa alltaf ís. Á leiðinni heim kaupa þær bleikan klósettpappír í Sunnubúðinni í stíl við baðherberg- ið. Á rúntinum með mömmu og ömmu. Þær eru á leið í Verðlistann. Amma kaupir lillaðan kjól og síðan keyra þær niður Laugaveginn. Mamma og amma segja sögur af sjálfum sér og hlæja svo mikið að þær gráta. Ég settist niður og ætlaði að skrifa minningargrein um þig amma mín og það var það sem kom út, minningar. Allar þessar minn- ingar sem eru órjúfanlega tengdar bernsku minni og svo allar þær sem komu á eftir. Brosið þitt fallega, sem er alveg eins og mömmu, sem alltaf var svo stutt í. Ég veit að þér líður vel núna og að þú ert ánægð að vera loksins komin til hans afa. Það er samt svo sárt að missa þig og ég reyni að vera hugrökk og hugsa um hvað þú hefur það miklu betra núna, en ég er samt eigin- gjörn og sakna þín sárt. Ég veit samt að þú ert að horfa til mín og fylgjast með mér og að einhvern tímann hitti ég þig aftur. Bless elsku amma mín. Margrét Björk. Elsku amma. Mig langar með örfáum orðum að kveðja þig og þakka fyrir allar þær stundir sem að við áttum saman. Þegar ég hugsa til baka minnist ég sólríku sumardagana þegar ég, mamma, þú og Margrét fórum aust- ur í bústað, borðuðum nesti, fórum í sund og nutum þess að vera úti í náttúrunni. Eftir að afi dó var eitt það skemmtilegasta sem þú gerðir að fara austur í bústaðinn sem hann byggði handa ykkur tveimur. Ég og mamma komum alltaf til Reykjavíkur á hverju sumri og dvöldum hjá þér í Drápuhlíðinni og áttum við alltaf góðan tíma saman, m.a. fórum við ekki í ófáa bíltúrana, keyrðum um Reykjavík, á Þingvöll- um og keyptum ís. Þér þótti alltaf svo gaman í bíltúr. Þegar ég og Margrét frænka vor- um litlar vissum við ekkert skemmtilegra en að máta fínu kjól- ana þína, sjölin og skóna og skoða skartgripina þína. Þú varst alltaf svo fín og falleg og sýndir okkur, skottunum þínum, ómælda þolin- mæði þegar þú varst að segja okkur við hvaða tilefni þú hefðir notað kjólana. Eftir að þú fluttir upp í Seljahlíð varstu alltaf svo glöð þegar ég kom til þín. Ég mun sakna þess að sjá ekki fallega brosið þitt þegar þú sást hver var komin að heimsækja þig. Elsku amma mín, mig langar til að enda þetta á þessu ljóði sem mér fannst svo fallegt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Minning þín lifir í hjarta mínu. Þín Harpa. MARGRÉT LILJA EGGERTSDÓTTIR ✝ Friðrik J. Ey-fjörð fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1912. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Friðriks voru Jónas Jónasson Eyfjörð trésmíða- meistari, f. 6. mars 1873 á Kolgrímu- stöðum í Eyjafirði, d. 23. október 1922, og Jórunn Hróbjarts- dóttir Eyfjörð, f. 22. maí 1875 á Húsum í Rangárvallasýslu, d. 9. febrúar 1969. Friðrik var yngstur fjögurra systkina. Þau voru Ingibjörg, f. 1902, d. 1953, Hjalti, f. 1906, d. 1928, og Jóhanna, f. 1909, d. 1922. Ingibjörg giftist Guðmundi Sæ- mundssyni klæðskerameistara, f. 1899, d. 1939, og þau áttu tvö ingur, f. 17. apríl 1976 í Genf, og Friðrik, BS í rafmagns- og tölvu- verkfræði, f. 1. júní 1980, í sambúð með Unni Jakobsdóttur Smára, BA í sálfræði, f. 21. október 1980. Friðrik starfaði í Leðurverslun Jóns Brynjólfssonar, Austurstræti 3, í rúmlega hálfa öld, fyrst sem sendisveinn og síðar verslunar- stjóri. Átján ára gekk Friðrik í karlakór KFUM sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður. Hann var virkur í kórnum alla ævi og söng síðast opinberlega á afmælis- tónleikum Fóstbræðra og Gamalla Fóstbræðra 1996. Friðrik söng einnig með Dómkórnum í fjölda ára, með söngflokki Tryggva Tryggvasonar og félaga og tók þátt í flutningi á Rigoletto, fyrstu óperuuppfærslu Þjóðleikhússins, árið 1951. Friðrik var mikill íþróttamaður og átti meðal annars nokkur met í sundi í sjó á þriðja áratug síðustu aldar. Hann hóf ungur ferðir um hálendi Íslands og tók virkan þátt í starfi Ferða- félags Íslands. Útför Friðriks verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. börn, Hjalta, f. 1931, d. 2001, sem var Dóm- kirkjuprestur, og Stefaníu, f. 1935. Friðrik kvæntist 31. maí 1941 Fríðu Stef- ánsdóttur íþrótta- kennara, f. 8. febrúar 1915 í Ólafsvík, d. 23. mars 1998. Foreldrar hennar voru Stefán S. Kristjánsson frá Hjarðarfelli, skip- stjóri og vegaverk- stjóri, f. 24. apríl 1884, d. 14. nóvember 1968, og Svanborg Jónsdóttir klæðskeri, f. 14. júní 1891, d. 4. október 1978. Dóttir Friðriks og Fríðu er Jórunn Erla erfðafræðingur, f. 25. maí 1946. Eiginmaður hennar er Robert J. Magnus stærðfræðingur, f. 15. desember 1948 í London. Börn þeirra eru Edda, stjórnmálafræð- Árið 1974 heimsótti ég Ísland í fyrsta skipti ásamt unnustu minni og hitti ég þá tilvonandi tengdaforeldra mína, Friðrik J. Eyfjörð og Fríðu Stefánsdóttur Eyfjörð. Mér var tekið af mikilli hlýju. Friðrik var mér afar góður og tók strax skyldur sínar sem tilvonandi tengdafaðir alvarlega með því að kenna mér ýmislegt ómissandi til að bjarga sér á Íslandi eins og hvernig aka ætti á malarvegi. Við bjuggum í Sviss á þessum tíma, Fríða og Friðrik heimsóttu okkur þar tvisv- ar og ferðuðust með okkur um Alp- ana. Ég kynntist honum þá betur og tók að skilja betur brennandi áhuga hans á ferðalögum um óbyggðir, bæði íslenskar og erlendar. Seinna og óvænt stofnuðum við heimili á Íslandi og ég kynntist því tengdaföður mín- um betur en flestir tengdasynir hafa tækifæri til. Við unnum saman að stóru verkefni sem hófst þegar Frið- rik var orðinn sjötugur, þótt hann hefði alla burði mun yngri manns. Við byggðum saman hús í Víðihlíð 14 í Reykjavík þar sem báðar fjölskyldur síðan bjuggu. Friðrik hafði marga kosti en mik- ilvægastir voru eðlislæg hlýja hans, hversu auðvelt hann átti með að um- gangast annað fólk og hversu vand- virkur hann var í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Ekki skemmdi fyrir heillandi bros og glæsileg fram- koma. Líf allra sem þekktu hann og umgengust hann var auðugra fyrir vikið. Hans verður sárt saknað. Robert Magnus. Heima hjá mér í Bretlandi hangir ljósmynd af brosandi ungu pari sem situr á nýslegnu túni undir heiðskír- um himni. Þau eru bæði glæsileg með blik í augunum, hún í hvítum kjól með lokk á enninu sem hún myndi seinna hlæja að, hann vatnsgreiddur og myndarlegur. Þetta eru amma mín og afi, nýtrúlofuð og hamingjusöm á íslenskum sumardegi fyrir meira en sextíu árum. Alveg síðan ég var lítil stelpa hef ég verið heilluð af þessari mynd og síðustu árin sem ég hef búið í öðru landi hefur hún fylgt mér, alltaf verið það fyrsta sem ég stilli upp þeg- ar ég kem á nýjan stað. Þessi mynd hefur verið mér eins og lítill gluggi heim og minnt mig á það fólk sem mér þykir vænst um. Amma mín og afi héldu alla ævi þeim eiginleikum sem gera þau svo heillandi og falleg á þessari gömlu mynd. Þegar ég hitti afa síðast í stuttri heimsókn fyrr í sumar brosti hann til mín með þetta sama unga blik í augunum þó hann væri orðinn níræður. Hann var léttur í skapinu og með á nótunum en sagðist bara vera orðinn allt of gamall sem ég mót- mælti eins og alltaf. Ég var á hrað- ferð en sagði honum að ég kæmi aftur heim í haust og að við myndum þá hafa góðan tíma til að spjalla saman. Nú er ég komin aftur heim og enn er sumar en afi er farinn. Afi átti langa og góða ævi um- kringdur fólki sem honum þótti vænt um og þótti svo ósköp vænt um hann. Hann dó eins og hann lifði, í friði, já- kvæður og sáttur við það sem lífið hafði gefið honum. Það er því ekki ástæða til að vera sorgmædd í dag heldur frekar að gleðjast yfir öllum þeim góðu minningum sem ég á um hann og þakka fyrir að hafa haft svo mörg tækifæri til að tala við hann þó að ekki hafi orðið af síðasta spjallinu okkar. Að fá að alast upp með ömmu og afa nálægt okkur og hafa átt með þeim svo ótal góðar og notalegar stundir hefur verið mér og Friðriki ómetanleg reynsla. Afi hafði alltaf tíma til að segja okkur sögur af fjalla- ferðum eða frá því þegar hann var strákur í löngu horfinni Reykjavík meðan við sátum við eldhúsborðið og úðuðum í okkur snúðum. Skemmti- legast fannst mér að syngja með afa, hann hafði svo fallega rödd og kunni allt. Við sungum saman upp úr gam- alli vísnabók og ég held að ég og Frið- rik höfum örugglega verið einu börn- in á landinu sem kunnu öll erindin í Borðsálmi Jónasar Hallgrímssonar. Afi skipaði sérstakan sess í hjörtum okkar og það var alltaf gott að koma til hans. Í erli dagsins var heimsókn til afa eins og að koma í gott og af- slappað griðland, þar sem var alltaf tekið vel á móti okkur og alltaf nægur tími. Þar leið okkur vel. Afi var tilbúinn að fara, ég býst við að hann hafi langað að fara að hitta ömmu þar sem eru nýslegin tún og sumarsól, en ég á erfitt með að ímynda mér tilveruna án hans. Það er sárt að hugsa til þess að ég muni aldr- ei aftur finna stóra og hlýja hendi klappa mér um vangann, heyra bjarta röddina hans í símanum, sjá brosið sem tók á móti mér þegar ég kom heim eftir langa fjarveru. Ég á eftir að sakna hans mikið en ég veit líka að hans hlýja og væntumþykja lifir áfram í ljúfum minningum og mun alltaf fylgja mér hvert sem ég fer. Edda. Vinátta mín og Friðriks hófst 1941 og hefur verið órofin síðan. Hann var þá heitbundinn systur minni Fríðu Stefánsdóttur íþróttakennara. Hann var þá verslunarmaður hjá Leður- verslun Jóns Brynjólfssonar Austur- stræti 3 og þar vann hann alla sína starfsævi. Ég kom þar oft við og sett- ist inn í litlu kompuna þar sem síminn var. Mér er síðan minnisstæð röddin hans Friðriks er hann svaraði í sím- ann: Leðurverslun Jóns Brynjólfs- sonar góðan dag hvað get ég gert fyr- ir þig? Þessi þróttmikla tenórrödd hafði svo sérstakan hljóm, bjartan, hlýjan, hvetjandi og þjónustufúsan. Oft hefur hún síðan hljómað í eyrum mér því vík var milli vina og jafnan létt mér í skapi. Þessi bjarta rödd hefur hljómað og glatt fleiri en mig um dagana. Í karlakórnum Fóst- bræðrum í hálfa öld. Með Áttmenn- ingunum þar sem hann söng einsöng sem oft má heyra í útvarpi um ára- mótin. Í Dómkirkjukórnum í áratugi. Síðast heyrði ég hann syngja á 90 ára afmælinu 8. ágúst í fyrra er ungir og gamlir Fóstbræður heiðruðu hann með söng í salnum í Lönguhlíð 3. Þeir kölluðu á hann og hann stóð í miðjum hópnum og söng með þeim Fóst- bræðralag. Þá ljómuðu augu hans af gleði því söngurinn var hans hjartans mál alla tíð. Nú er þessi rödd þögnuð en mun óma lengi innra með okkur vinum hans. Foreldrar mínir hrifust strax af þessum glæsilega unnusta dóttur sinnar og sannarlega voru þau fallegt par alla tíð. Koma þeirra vestur í Ólafsvík á hverju sumri voru mestu gleðidagar árstíðarinnar fyrir aldr- aða foreldra mína. Þau komu til þess að hjálpa og gleðja en ekki til þess að láta hafa mikið fyrir sér. Friðrik ók með þau í lengri eða skemmri ferðir um landið en þau höfðu lítið ferðast. Allt það mikla sem þau gerðu fyrir foreldra mína og okkur systkinin, síð- an börnin okkar er þau voru við nám í Reykjavík, verður aldrei fullþakkað, Friðriki ekki síður en systur minni. Hann var alltaf reiðubúinn hress og glaður til hverskonar hjálpar og þjón- ustu, en það var svo ótrúlega margt sem sækja þurfti til Reykjavíkur fyr- ir og um miðja síðustu öld. Símsvarið hans: Hvað get ég gert fyrir þig? var í rauninni hans lífs„mottó“. Á fyrstu árunum eftir stríð þegar hið nýja Ísland var að mótast buðust Friðriki mörg tækifæri til þátttöku í stofnun nýrra fyrirtækja því margir vildu fá þennan þróttmikla verslunar- mann í lið með sér. Hann hafnaði því jafnan. Það var ekki í samræmi við hans lífsviðhorf að segja: hvað get ég gert fyrir þig en meina hvað get ég grætt á þér. Hann varð því aldrei rík- ur af veraldarauði. En hann var öf- undarlaus maður og gladdist yfir vel- gengni annarra og kunni að gleðjast með glöðum. Lífshamingja hans var fólgin í fjölskyldulífinu og söngnum. Erfitt var að eignast íbúð á þessum árum hafta og skömmtunar, en þau hjónin voru samtaka og hlífðu sér hvergi. Síðustu íbúðina byggðu þau í samvinnu við dóttur og tengdason í Víðihlíð 14 og þar undu þau sér vel í ellinni. Heimili þeirra var alltaf með glæsibrag. Frumburðurinn og eina barnið þeirra lét bíða svolítið eftir sér. Jór- unn Erla Eyfjörð fæddist 1946. Hennar tilvera varð þeirra mikla lífs- fylling. Bernska hennar og nám heima og erlendis átti hug þeirra allan. Dr. Jórunn er nú einn fremsti vísinda- maður þjóðarinnar í krabbameins- rannsóknum og hefur hlotið mikla viðurkenningu fyrir. Hún færði þeim tengdasoninn er hún kom heim frá námi, Robert Magnus, nú prófessor í stærðfræði við HÍ. Mikill mannkosta- maður er reyndist þeim sannur son- ur. Síðan komu dótturbörnin Edda og Friðrik sem þau nutu ríkulega samvistanna við, elskusemi og um- hyggja gagnkvæm. Bæði börnin framúrskaranndi vel gefin á mikilli framabraut í námi og starfi. FRIÐRIK J. EYFJÖRÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.