Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 36
✝ Guðríður Ást-ráðsdóttir (Dista) fæddist í Reykjavík 18. apríl 1924. Hún lést á líknardeild Landa- kots 16. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ástráð- ur Jónsson verk- stjóri, f. 29. mars 1894, d. 29. septem- ber 1980, og Lilja Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 4. mars 1898, d. 6. nóvember 1965. Dista var næstelst fjögurra systkina, en þau eru: Guðmundur, f. 13. nóv- ember 1922; Friðjón, f. 25. maí rik, f. 30. október 1952; og Guð- mundur Garðar, f. 22. febrúar 1956, kvæntur Sigríði Valgeirs- dóttur. Eignaðist Dista sjö barna- börn og þrjú langömmubörn. Að lokinni skólagöngu var Dista við afgreiðslustörf í Bridde-bakar- íi við Hverfisgötu í Reykjavík en vann síðan húsmóðurstörf og þró- aði prjónaskap sinn sem hún var þekkt fyrir og margir nutu mjög góðs af. Við fráfall Guðmundar hóf hún skrifstofustörf á St. Jósefs- spítala, Landakoti þar sem hún starfaði til eftirlaunaaldurs. Eftir það tók Dista virkan þátt í fé- lagsstarfsemi eldri borgara á Vesturgötu 7 en í því húsi bjó hún síðasta ár ævi sinnar. Þá eru ótalin störf sem hún vann með stallsystr- um sínum í Kvenfélagi Krists- kirkju. Útför Distu fer fram í dag og hefst hún klukkan 13.30 með sálu- messu í Kristskirkju, Landakoti. 1926, d. 6. apríl 1993; og Ásta, f. 11. janúar 1931, d. 25. október 1933. Var æskuheimil- ið á Njálsgötu 14. Dista giftist Guð- mundi Friðrikssyni kaupmanni, f. 22. júlí 1920, d. 17. október 1968; síðari maður hennar var Gísli Jóns- son trésmiður f. 23. apríl 1910, d. 25. des- ember 1986. Dista og Guðmundur eignuðust fjóra syni sem eru: Ástráður Stef- án, f. 3. mars 1946, kvæntur Erlínu Óskarsdóttur; Reynir Kristinn, f. 21. september 1949; Gunnar Frið- Í dag kveðjum við Guðríði Ástráðs- dóttur sem við kynntumst fyrst á efri árum eftir að hún giftist föður og tengdaföður okkar, Gísla Jónssyni. Lát Distu, eins og hún var ávallt köll- uð, bar mjög brátt að en kom þó ekki með öllu á óvart, þar sem snemma á þessu ári hafði komið í ljós að hún þjáðist af sjúkdómi sem reyndist vera ólæknandi. Í þessum raunum sýndi hún óbilandi andlegan styrk. Hún vissi hvað framundan var, en aldrei var beygur í henni, þrátt fyrir að hana hefði auðvitað langað til að geta fylgst með börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum aðeins lengur en henni var leyft. En hún var svo sannarlega undirbúin undir kveðjustundina, og synir hennar gátu fylgt henni til síð- ustu stundar. Á Landakotsspítala, þar sem hún vann í móttökunni, kynntist hún Gísla. Með þeim tókst mikil vinátta, og þar sem bæði höfðu misst maka sína ákváðu þau að eyða ævinni sam- an. Það var oft glatt á hjalla í Nökkva- vogi 9, því að Dista var lífsglöð kona og kunni vel að meta léttlyndið og húmorinn, sem einkenndu Gísla. Þar vantaði aldrei kaffi, pönnukökur og kleinur, og aldrei sat Dista iðjulaus á meðan rabbað var saman, hún var alltaf að prjóna eitthvað og sá til þess að aldrei vantaði neinn í fjölskyldunni lopasokka, peysur, hosur, hettur eða vettlinga. Dista reyndist Gísla trygg- ur og traustur lífsförunautur, ekki síst eftir að hann veiktist. Umhyggja og hlýja hafa einkennt þessa lítillátu og hlédrægu konu alla ævi. Okkur langar til að þakka Distu fyrir allt það sem hún gerði fyrir Gísla að ógleymdu því sem við sjálf fengum að njóta í nærveru hennar. Dista þurfti að þola margt á langri ævi, en hún var mjög trúrækin kona og í öllum áföllum sótti hún styrk sinn í trúna. Sá guð sem hún trúði svo djúpt og innilega á hefur nú kallað hana til sín. Við vottum sonum hennar og tengdadætrum, barnabörnum, barna- barnabörnum og öllum ættingjum okkar dýpstu samúð. GUÐRÍÐUR ÁSTRÁÐSDÓTTIR MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Axelssonfæddist í Sand- gerði 14. júní 1922. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Axel Jónsson kaupmaður frá Akra- nesi, f. 29.7. 1893, d. 12.7. 1961, og Þor- björg Einarsdóttir frá Sandgerði, f. 5.8. 1896, d. 11.7. 1960. Þau bjuggu allan sinn búskap í Sandgerði. Systkini Jóns voru Friðrikka Pálsdóttir, f. 8.3. 1918, d. 20.6. 1996, tvíburabróðir- inn Einar, d. 10.2. 1966, Soffía, f. 19.8. 1923, og Gróa, f. 21.10. 1924. Hin 13. júní 1953 kvæntist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Berg- þóru Þorbergsdóttur frá Jaðri í Garði, f. 1.5. 1925, og eignuðust þau þrjú börn saman. Fyrir átti Jón son- inn Axel, f. 5.3. 1950, með Jónu Gísladóttur. Axel er kvæntur Þór- unni Halldórsdóttur og eiga þau tvö börn; Jón, kvæntan Júlíu Jónsdótt- ur, og Fanný Sigríði, unnusti henn- ar er Unnar Steinn Bjarndal. Berg- þóra átti fyrir soninn Guðmund Jóelsson, f. 30.11. 1948, með Jóel Erni Ingimarssyni. Guðmundur er kvæntur Önnu Margréti Gunnars- dóttur og eiga þau dæturnar Gunn- hildi Ástu, Erlu Dögg og Aldísi. Börn Jóns og Bergþóru eru: 1) Vignir, f. 5.5. 1956, kvæntist Kolbrúnu Baldursdóttur og eiga þau dótturina Karen Áslaugu. Þau skildu. Núverandi maki Vign- is er Marteinn Tryggvason. 2) Þor- steinn, f. 4.1. 1958, kvæntist Kristínu Sumarliðadóttur og eiga þau tvö börn, Bergþóru og Sumar- liða. Þau skildu. Unn- usta Þorsteins er Katrín Hafsteinsdóttir. 3) Íris, f. 25.3. 1963, gift Gylfa Kristinssyni, synir þeirra eru Atli Már og Jón Þór. Barnabarnabörnin eru Axel, son- ur Jóns Axelssonar yngri, og Davíð Þór Elvarsson, stjúpsonur Jóns. Jón lauk prófi frá Héraðsskólan- um á Laugarvatni 1939. Hann vann m.a. hjá Lofti Loftssyni og Haraldi Böðvarssyni í Sandgerði fyrstu starfsár sín. 22 ára stofnaði hann verslunina Nonna og Bubba ásamt meðeiganda sínum til 40 ára, Þor- birni Einarssyni. Jón var einn af stofnendum Lionsklúbbs Sandgerð- is, gegndi þar bæði formanns- og stjórnarstörfum og var sæmdur heiðursmerki Lions, Melvin Jones. Útför Jóns verður gerð frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hvals- neskirkjugarði. Elsku pabbi, þá er þetta búið, og þú tekinn til starfa á æðri vettvangi. Ég gleymi aldrei þegar ég var staddur í búðinni þinni í Keflavík, þegar Ásgeir Jónsson góði hjartalæknirinn þinn, sem hugsaði svo vel um þig, hringdi í þig í búðina og tilkynnti þér að þú fengir pláss á hjartadeild á spítala í Cleveland í Bandaríkjunum, til að fara í hjartaaðgerð. Þú varst kvíðinn, en líðan þín var líka þannig að þú hlakk- aðir til að fá bata. Þetta gerðist fyrir rúmum 20 árum. Síðan eru liðin öll þessi ár, þú hefur farið margoft á spítala og eina hjarta- aðgerð hér heima síðan þá, sem tókst framúrskarandi vel. Ég veit að pabbi og við fjölskyldan stöndum í mikilli þakkaskuld við starfsmenn Brunavarna Suðurnesja sem þekktu pabba svo vel, vissu að hverju þeir gengu þegar þeir voru að sækja hann, enda margoft búnir að flytja hann á Bráðamótökuna í Reykjavík. Eins það frábæra starfsfólk sem vinnur á Hjartadeildinni 14 E og 14 G, sem gjörþekktu hann, sumar hjúkrun- arkonurnar mjög vel og veit ég að hann saknar ykkar og við hin sem stöndum eftir þökkum ykkur aldeilis frábæra þjónustu og umönnun við pabba. Þó veikindin hafi á stundum íþyngt þér léstu það ekki hafa áhrif á andlegu hlið þína, þú varst ætíð hress og vildir hafa gleði í kringum þig. Þú naust lífsins eins og best getur verið, öll ferðalögin með Edduhópnum og allar leikhúsferðirnar. Þú þekktir orðið persónulega afgreiðslustúlkurn- ar í leikhúsunum í Reykjavík svo vel að það var aldrei uppselt fyrir þig þeg- ar þú hringdir í þær. Leikhúsin voru þitt stærsta áhugamál, fyrir kom að þú fékkst að skreppa af sjúkrahúsinu í leikhús með leyfi þíns læknis og hjúkr- unarfólks sem þekktu þig svo vel og treystu. Lífsvilji þinn var mikill, þú hafðir engan tíma til að til að verða veikur, þú fannst þér alltaf eitthvert tilefni til að hlakka til, þannig að þú náðir þér alltaf aftur og aftur og nú síðast þegar Nonni og Júlía giftu sig 26. júlí stóðst þú upp og hélst aldeilis frábæra ræðu til þeirra. Pabbi var aldrei sáttur að hætta að vinna, í mörg ár sagði hann í mín eyru að hann ætlaði að stofna þetta eða hitt fyrirtækið, við í fjölskyldunni tókum sjaldnast undir hugmyndir hans hvað þetta varðar, hann sem kominn var á áttræðisaldur átti eðlilega bara að taka lífinu með ró, með ró, pabbi hafði alla tíð unnið og það mikið og það var hans ánægja að þjóna fólki yfir af- greiðsluborðið. Og viti menn, hann stóð við fyrirætlanir sínar og fékk vinnu á níræðis aldri hjá Kjartani í Heklu-umboðinu hér í Reykjanesbæ við að svara í síma og selja jafnöldrum sínum nýja jeppa, þetta var Nonni, „Hekluumboðið, góðan daginn, Jón“, var svarað. Þú naust þess að bjóða fólki heim og gera það vel, en það voru kannski ekki alltaf sæludagar hjá Beggu sem vissi stundum ekki af því að hún ætti eftir klukkutíma að hafa 10 manns í mat sem þú varst búinn að bjóða heim, en með jafnaðargeði og umburðarlyndi Beggu, tókst þetta. Þú varst mikill barnakall, mörg börn muna eftir góð- vild þinni úr búðinni og hefur fólk sem nú er orðið fullorðið sagt mér sögur af þér, þegar það voru lítið og þú gafst því annað hvort nammi eða eitthvað annað sem það langaði í, svona var hann alla tíð alltaf að gleðja aðra, þess nutum við líka börnin hans og barna- börn, en hann var líka vanur að segja: Ertu ekki afastrákur eða afastelpa eft- ir því sem við átti hverju sinni. Pabbi var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Sandgerðis og sótti þar fundi alveg fram til þess síðasta. Hann var gerður að Melvin Johns félaga fyr- ir nokkrum árum. Að endingu vil ég þakka þér elsku pabbi fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og bið góðan Guð að fylgja Beggu og okkur öllum á erfiðum tím- um, því það er mikill missir að sjá á eftir þér, elsku pabbi minn. Þinn sonur Axel. Elsku besti pabbi minn, nú er komið að hinstu kveðjustund. Það má segja að ég hafi kviðið þessari stundu frá því að ég var sextán ára en þá byrjuðu veikindin þín og þú varst mikið veikur. Það hefði verið erfitt að trúa því þá að þú ættir mörg ár eftir ólifuð en með aðstoð frábærra lækna og þá einna helst Ásgeirs Jónssonar hjartalæknis, þinni miklu lífslöngun og jákvæðni tókst þér að framlengja líf þitt mörg- um sinnum. Við gerðum stundum góð- látlegt grín að því að þú hefðir fleiri líf en kötturinn, svo oft varstu nálægt því að kveðja í hinsta sinn en alltaf komstu aftur fullur af lífskrafti með bros á vör og tilbúinn að takast á við lífið og til- veruna. Í þetta sinn vissi ég að þú kæmir ekki aftur en innst inni í hjarta mínu var lítill vonarneisti, þú kenndir mér að það er alltaf von og ljós í myrkrinu. Elsku pabbi, við áttum yndislegar stundir og samleið í lífinu og ég er þakklát fyrir það. Við vorum óspör á hlý orð hvort til annars og ætla ég ekki að telja það allt upp hér, ég sagði þér það í lifandi lífi hvað mér bjó í brjósti, meðal annars hvað ég var þakklát fyr- ir að eiga þig fyrir pabba og hvað mér þótti mikið vænt um þig. Nú þarf mamma á öllum okkar stuðningi að halda eftir þetta erfiða tímabil, en hún hefur staðið eins og klettur við hlið þér allan tímann. Ég hugsa um hana fyrir þig. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu því elskulega starfsfólki sem vinn- ur á hjartadeild Landspítalans fyrir umhyggjuna og aðstoðina í gegnum árin og starfsmönnum á sjúkraflutn- ingabílum í Reykjanesbæ, en þær voru ófáar ferðirnar sem þeir fóru með þig í bæinn og kunnu þeir vel til verka. Minninguna um engilinn hann pabba minn mun ég geyma í hjarta mínu alla tíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt og Guð geymi þig. Þín elskandi dóttir, Íris. Sem jurt er sölnar, allur æskublómi með aldri víkur, þannig hverfa stundir hvers lífs, um dygð og þekking leikur ljómi um litla hríð, en eilífð þarf ei að nefna. Og kalli lífsins, ef að svo ber undir, þú átt, mín sála, kvíðalaust að taka og njóta upphafs nýrra viðfangsefna og nýrra hátta. Sérhver byrjun lífsins er töfrum gædd sem vernda og yfir vaka og verja okkur mæðu dægurkífsins. Könnum því laus við angur aðra staði, engu bundin, fráleitt lögð í hlekki, því heimsandinn hann fjötrar okkur ekki til æðri stiga bendir oss úr hlaði. Þeim sem heima hagataminn liggur er hætt við vanans syfjulega drunga en aðeins sá sem frjáls á ferðir hyggur mun forðast geta hvunndagsleikans þunga. Og dauðinn er ekki endir á þínum förum en upphaf nýrra tíma og ferskra raka, því lífsins kall mun engan enda taka. Svo upp, mín sál, og kveð með bros á vörum. (H.Hesse – þýð. H.Pálsson.) Með þessu ljóði langar okkur að kveðja elsku pabba og tengdapabba. Það er okkar trú, eins og segir í ljóð- inu, að dauðinn er ekki endir heldur upphaf nýrra tíma með nýjum við- fangsefnum. Sérhver byrjun lífsins er töfrum gædd. Vignir og Marteinn. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. … (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Elskulegur tengdafaðir minn er lát- inn. Þegar ég sit og velti fyrir mér þeirri staðreynd, koma hendingarnar í ljóðinu hér í upphafi fram í hugann. Eftir tuttugu ára baráttu við erfiðan sjúkdóm varð Nonni minn að láta í minni pokann. Hann kvaddi þegar sumri var tekið að halla. Samferð okkar Nonna varaði um það bil 27 ár. Þau kalla fram mörg minningabrot um yndislegan föður, tengdaföður og afa sem var fullur lífs- gleði, hlýju og væntumþykju. Barna- börnin nutu þess að vera í návist við Nonna afa og tók hann virkan þátt í viðfangsefnum þeirra. Hann fylgdist vel með hópnum sínum og var ávallt til staðar fyrir hann, bæði í gleði og sorg- um. Nonni minn var fagurkeri í víðtæk- ustu merkingu þess orðs. Hann hafði yndi af því að hafa fallegt í kringum sig, eins og heimili þeirra tengda- mömmu sýnir best. Hann hafði gaman af því að vera fallega klæddur og fylgdist vel með þegar afastelpurnar voru að „punta sig“ eða kaupa sér ný föt. Nonni minn naut þess að ferðast og fór víða, bæði innanlands og utan, meðal annars með vinum sínum í Edduhópnum. Einnig voru leikhús- og tónleikaferðir honum mjög hugleikn- ar. Það var honum því þung raun þeg- ar heilsa hans leyfði ekki lengur þátt- töku í slíkum viðburðum. Nú er komið að leiðarlokum Nonna á vegferð hans á meðal okkar. Ég þakka samfylgdina, vináttuna og hlýjuna sem hann ávallt sýndi mér og dætrum mínum. „Hann var alltaf svo góður...“ eins og lítill langafastrákur sagði klökkur við Beggu ömmu þegar hann stóð við verðandi legstað Nonna afa, haldandi í hönd langömmu sinnar. Orð barnsins segja í raun allt sem segja þarf. Elsku tengdamóður minni bið ég Guðs blessunar á erfiðum tímum. Anna M. Gunnarsdóttir. Látinn er fyrrverandi tengdafaðir minn, kaupmaðurinn Jón Axelsson, Nónvörðu 11, Reykjanesbæ. Liðin eru tæp þrjátíu ár síðan sonur þeirra Vignir kynnti mig fyrst fyrir foreldr- um sínum en fjölskyldan bjó þá í Glað- heimum 26 í Reykjavík. Ég var strax boðin velkomin í fjölskylduna og fljót- lega var ég orðin hluti af fjölskyldulífi hennar. Nú þegar Nonni hefur kvatt þetta líf skjóta upp kollinum mýmarg- ar minningar frá þessum árum í Glað- heimum 26. Nonni var sterkur persónuleiki eins og allir þeir sem þekktu hann vita. Hann var sannur kaupmaður enda voru einkunnarorð hans „kúnninn hef- ur alltaf rétt fyrir sér“. Glaðlyndi og lífsgleði var áberandi eiginleiki. Hrein og bein framkoma, raunsæ sýn á lífið og hreinskilni voru einkennandi fyrir Nonna hvort sem hann vildi hrósa eða gera athugasemdir ef því var að skipta. Nonni var nefnilega einn af þeim sem geta sett fram gagnrýni með þeim hætti að útilokað er að móðgast. Þetta gerði það að verkum að nærvera hans var notaleg. Maður vissi ætíð hvar maður hafði Nonna og þurfti því JÓN AXELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.