Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ „EF við eigum að gera deildina jafnari á næsta tímabili er best að Teitur Þórðarson taki við þjálf- un hjá Rosenborg,“ sagði Ivan Hoff, sparkspek- ingur hjá TV 2 í Noregi, í sérstökum fótboltaþætti á sjónvarpsstöðinni sem sýndur var eftir leikina í norsku úrvalsdeildinni. Yfirburðir Rosenborg eru algjörir og 11. meist- aratitill liðsins í röð er í sjónmáli á meðan hvorki gengur né rekur hjá lærisveinum Teits Þórðar- sonar hjá Lyn. Lyn, sem spáð var velgengni á tímabilinu, er komið í bullandi fallbaráttu eftir sex tapleiki í röð og er kominn vaxandi þrýst- ingur á Teit um að láta af störfum hjá Oslóarliðinu. Nokkrir meðlimir í stuðningsmannaklúbbi Lyn hafa til að mynda hrundið af stað undir- skriftalista þar sem þeir krefjast þess af stjórn fé- lagsins að Teitur verði sagt upp störfum. Látum Teit taka við Rosenborg Teitur Þórðarson „ÉG var alls ekki ánægður með fyrri hálfleikinn og fyrir mér leit þetta út eins og æfingaleikur. Við áttum að vísu að skora en strák- arnir tóku vel við sér í seinni hálf- leik og léku eins og ég veit að þeir geta gert. Þetta voru ansi dýrmæt stig. Nú getum við andað léttar hvað fallslaginn varðar og getum í staðinn einbeitt okkur að toppbaráttunni. Við erum komnir í þriðja sætið og ætlum ekki að tapa því en ég lít svo á að við eig- um enn möguleika á öðru sætinu. Á meðan Fylkismenn halda áfram að gefa eftir þá opnast sá mögu- leiki að við getum skotist upp fyr- ir þá og að því ætlum við að stefna,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inga, við Morgunblaðið eftir sigurinn á ÍBV en FH-ingar eiga eftir að leika við Fram, Þrótt og taka síðan á móti toppliði KR- inga í lokaumferðinni. „Það var virkilega gaman að Emil skildi tryggja okkur stigin þrjú. Hann varð Íslandsmeistari með FH í síðustu viku og hann stimplaði sig vel inn með þessu marki,“ sagði Ólafur ennfremur og gat ekki leynt gleði sinni með kærkominn sigurinn á Kapla- krikavelli í gærkvöldi en nú eru hans menn aðeins tveimur stigum á eftir Fylki sem er í öðru sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Enn er möguleiki á öðru sæti BJÖRGÓLFUR Takefusa og Gest- ur Pálsson leika alla þrjá leikina sem Þróttur á eftir í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í haust, enda þótt þeir hverfi til náms í Bandaríkj- unum og Danmörku. Kristinn Ein- arsson, formaður knattspyrnudeild- ar Þróttar, sagði við Morgunblaðið í gær að búið hefði verið þannig um hnútana að þeir næðu öllum leikj- unum. Þeir fara utan eftir næsta leik Þróttar, gegn ÍBV í Eyjum á laugardaginn, en þá er tveggja vikna hlé á deildinni vegna lands- leiksins við Þjóðverja. Þeir koma síðan til landsins fyrir leik Þróttar við FH hinn 14. september og fara aftur utan eftir leikinn gegn Fram í lokaumferðinni 20. september. Björgólfur er í 2.–3. sæti yfir markahæstu leikmenn úrvalsdeild- arinnar, hefur skorað níu mörk fyr- ir Þróttara í sumar. Gestur hóf að leika á ný með Þrótti á miðju sumri eftir nokkurt hlé og hefur reynst þeim góður liðsauki, skoraði m.a. tvívegis í stórsigrinum á Fylki á dögunum. „Það er okkur geysilega mikil- vægt að geta notað þessa tvo leik- menn út tímabilið. Við erum með lítinn hóp og megum ekki við því að missa menn. Þá er staða okkar enn ekki trygg því að þótt við séum með 21 stig þurfum við að vinna einn leik til viðbótar til þess að vera öruggir um að halda okkur í deild- inni,“ sagði Kristinn Einarsson. Björgólfur og Gest- ur með út sumarið FH 2:1 ÍBV Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 15. umferð Kaplakriki Mánudaginn 25. ágúst 2003 Aðstæður: Hægviðri og milt í veðri. Þoka í síðari hálfleik. Völlurinn góð- ur. Áhorfendur: Um 800. Dómari: Gylfi Þór Orrason, Fram, 3 Aðstoðardómarar: Sigurður Þór Þórsson, Eyjólfur Finnsson Skot á mark: 20(8) - 9(4) Hornspyrnur: 8 - 4 Rangstöður: 3 - 3 Leikskipulag: 4-4-2 Daði Lárusson M Magnús Ingi Einarsson M Tommy Nielsen Freyr Bjarnason M Guðmundur Sævarsson Baldur Bett M Heimir Guðjónsson M Ásgeir Gunnar Ásgeirsson M Jón Þorgrímur Stefánsson (Jónas Grani Garðarsson 68.) Allan Borgvardt M Atli Viðar Björnsson (Emil Hallfreðsson 68.) M Birkir Kristinsson M Unnar Hólm Ólafsson Tom Betts M Tryggvi Bjarnason Hjalti Jóhannesson Ingi Sigurðsson Bjarni Rúnar Einarsson Andri Ólafsson Atli Jóhannsson M Steingrímur Jóhannesson (Bjarni Rúnar Einarsson 84.) Gunnar Heiðar Þorvaldsson 1:0 (48.) Atli Viðar Björnsson fékk langa sendingu fram völlinn. Hann sneri af sér varnarmann og lagði knöttinn út á Heimi Guðjónsson sem skoraði með föstu skoti neðst í nærhornið. 1:1 (61.) Bjarni Geir Viðarsson sendi boltann inn fyrir flata vörn FH-inga á Stein- grím Jóhannesson sem skoraði örugglega fram hjá Daða Lárussyni. 2:1 (72.) Heimir Guðjónsson átti góða sendingu á Jónas Grana sem lék á varn- armann ÍBV og sendi á Emil Hallfreðsson sem skoraði með föstu skoti úr vítateignum. Gul spjöld: Andri Ólafsson, ÍBV (67.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin ÚRSLIT KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Stjörnuvöllur: Stjarnan - Valur ......... 18.30 Valbjarnarv.: Þrótt./Hauk. - Breiðab. 18.30 1. deild kvenna, undanúrslit, seinni leikir: Fjölnisvöllur: Fjölnir - Tindastóll (1:1).. 18 Höfn: Sindri - RKV (1:1) ......................... 18 3. deild karla, 8 liða úrslit, seinni leikir: Egilsstaðir: Höttur - Reynir S. (5:2)...... 18 Akureyrarv.: Vaskur - Númi (0:3).......... 18 Leiknisv.: Leiknir R. - Fjarðab. (0:3) .... 18 Ólafsvík: Víkingur Ó. - Magni (1:0)........ 18 KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild FH - ÍBV.................................................... 2:1 Heimir Guðjónsson 48., Emil Hallfreðsson 72. - Steingrímur Jóhannesson 61. Staðan: KR 15 9 3 3 25:17 30 Fylkir 15 8 2 5 22:19 26 FH 15 7 3 5 26:23 24 ÍA 15 6 5 4 23:19 23 Grindavík 15 7 1 7 21:25 22 Þróttur R. 15 7 0 8 26:24 21 ÍBV 15 6 1 8 21:23 19 KA 15 5 2 8 24:23 17 Fram 15 5 2 8 20:28 17 Valur 15 5 1 9 18:25 16 Markahæstir: Søren Hermansen, Þróttur R. ................. 10 Björgólfur Takefusa, Þróttur R................. 9 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 9 Steinar Tenden, KA .................................... 8 Veigar Páll Gunnarsson, KR...................... 7 Allan Borgvardt, FH................................... 6 Jóhann H. Hreiðarsson, Valur ................... 6 Arnar B. Gunnlaugsson, KR ...................... 5 Ágúst Gylfason, Fram................................. 5 Björn Viðar Ásbjörnsson, Fylkir............... 5 Haukur Ingi Guðnason, Fylkir .................. 5 Hreinn Hringsson, KA ............................... 5 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR .............. 5 Guðjón H. Sveinsson, ÍA............................. 4 Hálfdán Gíslason, Valur.............................. 4 Jónas Grani Garðarsson, FH ..................... 4 Kristján Brooks, Fram ............................... 4 Óli Stefán Flóventsson, Grindavík ............ 4 Sinisa Kekic, Grindavík .............................. 4 Stefán Þór Þórðarson, ÍA........................... 4 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV ................. 4 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, FH ................. 3 Finnur Kolbeinsson, Fylkir........................ 3 Garðar Gunnlaugsson, ÍA........................... 3 Garðar Jóhannsson, KR ............................. 3 Guðmundur A. Bjarnason, Grindavík ....... 3 Jón Þorgrímur Stefánsson, FH ................. 3 Paul McShane, Grindavík........................... 3 Sigurbjörn Hreiðarsson, Valur.................. 3 Tommy Nielsen, FH ................................... 3 England Úrvalsdeild: Blackburn - Manchester City ................. 2:3 Trevor Sinclair 44. (sjálfsmark), Lorenzo Amoruso 61. - Michael Tarnat 3., Joey Barton 59., Nicolas Anelka 87. Staðan: Man. City 3 2 1 0 7:3 7 Man. Utd. 2 2 0 0 6:1 6 Arsenal 2 2 0 0 6:1 6 Chelsea 2 2 0 0 4:2 6 Blackburn 3 1 1 1 9:6 4 Portsmouth 2 1 1 0 3:2 4 Birmingham 2 1 1 0 1:0 4 Everton 2 1 0 1 4:3 3 Charlton 2 1 0 1 4:3 3 Tottenham 2 1 0 1 2:2 3 Fulham 2 1 0 1 4:5 3 Southampton 2 0 2 0 2:2 2 Newcastle 2 0 1 1 3:4 1 Leeds 2 0 1 1 3:4 1 Leicester 2 0 1 1 3:4 1 Liverpool 2 0 1 1 1:2 1 Aston Villa 2 0 1 1 1:2 1 Bolton 2 0 1 1 2:6 1 Middlesbro 2 0 0 2 2:7 0 Wolves 2 0 0 2 1:9 0 1. deild: Reading - Rotherham .............................. 0:0 Gillingham - Burnley................................ 0:3 Sunderland - Watford .............................. 2:0 WBA - Preston ......................................... 1:0 Cardiff - Derby ......................................... 4:1 Crewe - Walsall ........................................ 1:0 Staðan: Cr. Palace 3 3 0 0 7:3 9 WBA 4 3 0 1 7:5 9 Reading 4 2 2 0 7:3 8 Stoke City 3 2 1 0 6:2 7 Millwall 3 2 1 0 4:1 7 Cardiff 4 2 1 1 6:4 7 Sunderland 4 2 0 2 4:3 6 Walsall 3 1 2 0 5:2 5 Sheff. Utd. 3 1 2 0 1:0 5 Rotherham 4 1 2 1 1:2 5 Gillingham 4 1 2 1 1:3 5 Norwich 3 1 1 1 4:3 4 Bradford 3 1 1 1 4:3 4 Wigan 3 1 1 1 3:3 4 West Ham 3 1 1 1 2:2 4 Crewe 3 1 1 1 3:4 4 Wimbledon 3 1 0 2 5:6 3 Nottingham F. 3 1 0 2 3:5 3 Burnley 4 1 0 3 6:9 3 Coventry 2 0 2 0 1:1 2 Ipswich 3 0 2 1 2:3 2 Preston 4 0 1 3 2:6 1 Derby 4 0 1 3 3:10 1 Watford 3 0 0 3 0:4 0 2. deild: Blackpool – Barnsley ................................0:2 Bournemouth – Swindon .........................2:2 Brentford – Oldham .................................2:1 Brighton – Luton ......................................2:0 Chesterfield – Plymouth ..........................1:1 Grimsby – Wycombe.................................3:1 Hartlepool – Port Vale .............................2:0 Notts County – Peterborough .................0:1 Rushden & Diamonds – QPR...................3:3 Sheff. Wed. – Wrexham............................2:3 Stockport – Tranmere ..............................1:1 Staðan: Barnsley 4 3 1 0 6:2 10 Wrexham 4 3 1 0 5:2 10 Brighton 4 3 0 1 7:3 9 Port Vale 4 3 0 1 8:7 9 Hartlepool 4 2 2 0 7:4 8 QPR 4 2 1 1 10:5 7 Swindon 4 2 1 1 9:5 7 Grimsby 4 2 1 1 8:6 7 Sheff. Wed. 4 2 1 1 8:7 7 Rushden & D. 4 2 1 1 8:8 7 Peterborough 4 2 0 2 7:5 6 Luton 4 2 0 2 6:6 6 Blackpool 4 2 0 2 6:11 6 Bristol City 3 1 2 0 7:2 5 Tranmere 4 1 2 1 6:4 5 Plymouth 4 1 2 1 7:6 5 Chesterfield 4 0 4 0 5:5 4 Wycombe 4 1 1 2 7:9 4 Brentford 4 1 0 3 3:9 3 Bournem. 4 0 2 2 5:7 2 Oldham 4 0 1 3 6:10 1 Stockport 4 0 1 3 3:7 1 Colchester 3 0 0 3 3:6 0 Notts County 4 0 0 4 0:11 0 Noregur Brann - Sogndal........................................ 6:1 Staðan: Rosenborg 18 14 3 1 46:13 45 Bodø/Glimt 18 10 4 4 27:17 34 Odd Grenland 18 9 3 6 34:26 30 Sogndal 18 8 5 5 32:28 29 Viking 18 6 8 4 32:24 26 Stabæk 18 6 7 5 26:24 25 Lilleström 18 6 6 6 21:24 24 Brann 18 5 7 6 31:31 22 Bryne 18 7 1 10 28:34 22 Molde 18 6 3 9 21:28 21 Vålerenga 18 4 7 7 19:22 19 Lyn 18 4 4 10 19:34 16 Tromsö 18 4 4 10 21:40 16 Ålesund 18 3 6 9 19:31 15 Svíþjóð Öster - Hammarby ................................... 4:4 Örgryte - Sundsvall.................................. 1:0 Elfsborg - Enköping ................................ 1:1 Staðan: Djurgården 18 13 1 4 43:16 40 Malmö 19 10 5 4 40:16 35 Hammarby 19 10 5 4 33:26 35 Halmstad 19 10 3 6 33:23 33 Örgryte 19 9 3 7 28:30 30 Helsingborg 19 8 3 8 22:28 27 AIK 19 7 5 7 27:28 26 Gautaborg 17 7 4 6 24:16 25 Örebro 18 7 4 7 22:25 25 Elfsborg 19 5 7 7 19:26 22 Landskrona 19 5 7 7 18:26 22 Öster 19 3 6 10 20:34 15 Sundsvall 19 2 8 9 16:29 14 Enköping 19 2 5 12 19:41 11 FRJÁLSÍÞRÓTTIR HM í París Sleggjukast karla: Ivan Tikhon, Hvíta-Rússl. ....................83,05 Adrián Annus, Ungverjal. ....................80,36 Koji Murofushi, Japan ..........................80,12 Stangarstökk kvenna: Svetlana Feofanova, Rússl. ....................4,75 Annika Becker, Þýskalandi....................4,70 Jelena Isinbayeva, Rússl. .......................4,65  Þórey Edda Elísdóttir felldi byrjunar- hæð sína, 4,35 metra. Hástökk karla: Jacques Freitag, S-Afríku......................2,35 Stefan Holm, Svíþjóð ..............................2,32 Mark Boswell, Kanada ...........................2,32 Þrístökk karla: Christian Olsson, Svíþjóð .....................17,72 Yoandri Betanzos, Kúbu.......................17,28 Leevan Sands, Bahamaeyjum..............17,26 Kringlukast kvenna: Irina Jatsjenko, Hvíta-Rússl................67,32 Anastasia Kelesidou, Grikkl.................67,13 Ekaterini Voggoli, Grikkl. ....................66,73 100 metra hlaup karla: Kim Collins, St. Kids&Nevis................10,07 Darrel Brown, Trínidad........................10,08 Darren Campbell, Bretlandi ................10,08 Í KVÖLD Leiðrétting Ekki fyrsti sigur í Evrópuleik KR vann ekki fyrsta Evrópusigur íslensks félagsliðs í kvennaflokki í knattspyrnu um helgina þegar liðið bar sigurorð af Kilm- arnock frá Skotlandi, 5:1, eins og sagt var í Morgunblaðinu í gær. Það var Breiðablik sem vann fyrsta Evrópusigurinn þegar Kópavogsliðið lagði Codru frá Moldavíu að velli, 2:0, í Hvíta-Rússlandi í fyrra. Grétar skoraði fyrsta markið Þá var einnig ranghermt í blaðinu gær að Jón B. Hermannsson hafi skoraði fyrsta mark Víkings gegn Þór í 1. deild karla sl. laugardag. Það var Grétar Sigurðsson sem kom Víkingi á bragðið í leiknum. Beðist er velvirðingar á mistökunum. ,,VIÐ áttum á brattann að sækja í þessum leik. Ég hélt kannski að þetta væri að koma hjá okkur þeg- ar við jöfnuðum en síðan fengum við mark á okkur beint í bakið. FH-ingarnir refsuðu okkur fyrir mistökin sem við gerðum og nú er bara framundan mikill barningur hjá okkur að halda liðinu í deild- inni. Eftir tvo tapleiki í röð erum við búnir að koma okkur í mjög óþægilega stöðu en við verðum bara að taka þessu af karl- mennsku og berja okkur saman í þeim þremur leikjum sem við eig- um eftir. Ég lít svo á að við þurf- um að fá fjögur stig til viðbótar til að vera lausir við fallið,“ sagði Ingi Sigurðsson leikmaður ÍBV við Morgunblaðið. ,,Það er alveg ljóst að við verð- um að gera betur í komandi leikj- um heldur en í kvöld. Fyrri hálf- leikurinn var mjög slakur. Menn ætla sér að verja markið enda hvert stig dýrmætt en það virðist verða til þess að við erum algjör- lega snauðir fram á við.“ Erum í óþægi- legri stöðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.