Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. • Lágmúla • Sporhömrum Grafarvogi • Sta›arbergi Hafnarfir›i Opi› allan sólarhringinn í: • Akureyri UM sextíu hús á Patreksfirði eru á hættu- svæði vegna ofanflóða í bænum skv. tillögu að nýju hættumati. Það eru fleiri hús en voru á hættusvæði skv. eldra hættumati, sem fellt var úr gildi með lögum í kjölfar snjóflóðanna 1995, að sögn Gunnars Guðna Tómassonar, formanns hættumatsnefndar Vesturbyggðar. Hættan vegna snjóflóða er mest við Urðir og á hluta hafnarsvæðisins annars vegar og neðan Geirseyrargils hins vegar. Þá er hætt- an á aurskriðum og grjóthruni umtalsverð við efstu hús með allri byggðinni utan Litladals- ár. Nýja hættumatið er gert skv. reglugerð um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgða- hættumats. Gunnar bendir á að nýja hættu- matið sé gert skv. öðrum forsendum en gamla hættumatið; í nýja matinu séu strangari kröf- ur gerðar um öryggi íbúanna. Ráðherra staðfesti tillöguna Gunnar og Kristján Ágústsson, jarðeðlis- fræðingur á Veðurstofu Íslands, kynna tillög- una að hættumatinu fyrir íbúum Patreks- fjarðar í kvöld og svara fyrirspurnum. Að sögn Gunnars gefst íbúum kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á næstu fjórum vikum, en til að tillagan öðlist gildi þarf um- hverfisráðherra að staðfesta hana. Um 60 hús eru á hættu- svæði á Patreksfirði ÖKUMAÐUR stórrar flutningabifreiðar beið bana þegar bifreið hans steyptist út af Borg- arfjarðarbrúnni og lenti í sjónum í gærmorgun. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Slysið var tilkynnt klukkan 10.20 í gærmorg- un og var fjölmennt lið lögreglu, sjúkraliðs og björgunarmanna kallað út. Tildrög slyssins eru í rannsókn lögreglunnar í Borgarnesi, en talið er að vinstri framhjólbarði hafi sprungið með þeim afleiðingum að bifreiðin sveigði til og frá á brúargólfinu um 20–30 metra á öfugum vegarhelmingi áður en hún hafnaði á brúarhandriðinu fjær og reif það niður á 25 metra kafla. Bifreiðin fór loks út af brúnni og steyptist í hafið. Um var að ræða bifreið með festivagn fullan af áburði, samtals um 40 tonn. Bifreiðarstjórinn var um þrítugt og var á leið til borgarinnar þegar slysið varð. Á brúargólfinu varð eftir stykki úr hjólbarða bifreiðarinnar og greinileg för sem sýna skrykkjóttan feril hennar út af brúnni. Sjón- arvottur sem ræddi við lögregluna í Borgarnesi sagðist hafa heyrt hvell rétt áður en hann mætti flutningabifreiðinni og þykir það styðja tilgátu ar, Ágúst Mogensen, að nefndin myndi einkum beina sjónum sínum að brúarhandriðinu í rann- sókn sinni. Að sögn lögreglu er þetta í fyrsta skipti sem bifreið stingst í gegnum brúarhand- riðið og lendir í sjónum. Styrktarþol brúarhandriðsins kannað Að minnsta kosti tvisvar hefur orðið óhapp þar sem ökumenn missa stjórn á fólksbílum á brúnni og skella á handriðinu en þá hefur það staðist álagið. Mun rannsóknarnefndin því kanna styrktarþol handriðsins auk fleiri þátta. Borgarfjarðarbrúin, sem er næstlengsta brú landsins, 520 m löng, er 24 ára gömul og upp- runalegt handrið á henni. Reyna átti að draga bifreiðina og festivagninn upp á leiðara við suðurenda Borgarfjarðarbrú- arinnar með jarðýtu, auk aðstoðar lyftikrana á brúnni til þess að létta dráttinn. Þegar upp á leiðarann kæmi átti að losa ækið í sundur og hífa það upp á veg. Á annan tug björgunarsveitar- kafara á slöngubátum voru kallaðir út vegna slyssins, auk kafara frá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins. Um 30 björgunarsveitarmenn voru þá sendir til leitar í Borgarfjarðarósnum. um orsök slyssins, þ.e. að hjólbarði hafi sprung- ið og ökumaður við það misst stjórnina. Borgarfjarðarbrúnni var lokað strax og slysið var tilkynnt og var umferð beint um Borgar- fjarðarbraut á meðan björgunarlið vann á staðnum. Kafarar voru sendir niður til að leita að bílflakinu sem fannst upp úr hádeginu með ökumanninum látnum í stýrishúsinu. Í kjölfar slyssins var áhöfn á TF-LÍF, þyrlu Landhelg- isgæslunnar, kölluð út og var hún til taks við slysstaðinn á meðan unnið var á vettvangi. Rannsóknarnefnd umferðarslysa var gert viðvart um slysið og sagði formaður nefndarinn- Banaslys er flutningabíll með tengivagni fór út af Borgarfjarðarbrúnni Morgunblaðið/Júlíus Á annan tug björgunarsveitarkafara á slöngubátum voru kallaðir út auk kafara frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og um 30 björgunarsveitar- menn leituðu í árósnum. Brúin var lokuð stóran hluta dagsins og umferð beint um Borgarfjarðarbraut á meðan. Talið að sprunginn hjólbarði sé orsökin Slitur af hjólbarða fundust á brúnni. SKÓLASETNING var í flestum grunn- skólum landsins í gær. Rúmlega 45 þúsund börn stunda nám í grunnskólum landsins í vetur, ef tekið er mið af tölum Hagstofu Ís- lands um mannfjölda í lok síðasta árs. Um þriðjungur þeirra, eða 15 þúsund börn, sækir skóla í Reykjavík. „Nemendum virðist hafa fækkað hjá okkur. Við héldum að fækkunin hæfist ekki fyrr en næsta ár, en síðustu tölur segja okkur að það sé örlítil fækkun miðað við það sem var í fyrra,“ segir Gerður Ósk- arsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík. Er það í fyrsta skipti síðan árið 1992 að nem- endum í Reykjavík fækkar milli ára. Morgunblaðið/Arnaldur Lögregla í Reykjavík var með umferðareftirlit við skólana í gær og minnir ökumenn á að aka varlega í ná- grenni þeirra. Hér ræða lögreglumenn við nemendur í Langholtsskóla og leggja þeim lífsreglurnar. Nemendum í Reykjavík fækkar RÚMLEGA tvítug stúlka, fædd 1981, fannst látin í húsi í miðborg Reykjavíkur um klukkan 20.30 í gærkvöld. Dánarorsök er óljós og er málið í rannsókn. Lögreglan hefur handtekið mann um þrítugt í tengslum við rann- sóknina. Lögreglan hefur unnið sleitulaust að rannsókn málsins frá því í gærkvöld og verst á meðan frekari frétta af gangi rannsóknar- innar. Stúlka fannst látin í Reykjavík NÓBELSSKÁLDIÐ írska Seamus Heaney verður gestur Listahá- tíðar í Reykjavík í vor. Heaney verður hér dag- ana 21.–23. maí og verð- ur með dagskrá sem hann kallar The Poet and the Piper, en með honum verður pípusnill- ingurinn Liam Flynn sem leikur á írska olnbogapípu, sem er ætt- ingi sekkjapípunnar skosku. Á dagskránni les Heaney minningarbrot og ljóð frá árum sínum á Norður-Írlandi. Milli lesinna atriða leikur Liam Flynn írsk þjóðlög. „Ég hitti Seamus Heaney á hátíð á Írlandi í fyrra og sá þessa dagskrá hjá þeim og varð mjög hrifin,“ segir Þórunn Sigurð- ardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Hún segir að Heaney og Flynn fari einnig til Akureyrar og austur á land í ferð sinni. „Heaney er mjög spenntur fyrir að koma til Íslands. Hann hefur komið hingað áður en ekki eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin árið 1995.“ Seamus Heaney á Listahátíð Seamus Heaney ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.