Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ STEFÁN Arnarson, þjálfari kvennalandsliðsins í handknatt- leik, hefur valið 14 leikmenn til að leika fyrir Íslands hönd á sterku móti sem haldið verður í Frakk- landi um næstu helgi. Sjö af leik- mönnunum fjórtán leika erlendis, þar af fimm með danska liðinu Tvis Holstebro. Liðið er þannig skipað: Markverðir: Berglind Hansdóttir, Val Helga Torfadóttir, Holstebro Aðrir leikmenn: Dagný Skúladóttir, Lutzellinden, Guðbjörg Guðmannsdóttir, ÍBV Harpa Vífilsdóttir, Ydun, Hanna Stefánsdóttir, Holstebro Inga F. Stefánsdóttir, Holstebro Hafrún Kristjánsdóttir, Val Hrafnhildur Skúlad., Holstebro Alla Gorgorian, ÍBV Harpa Melsted, Haukum Drífa Skúladóttir, Val Kristín Guðmundsdóttir, Holstebro Brynja Steinsen, Val. Fyrsti leikur íslenska liðsins er á föstudaginn gegn spænsku meist- urunum Prestigio, á laugardaginn verður leikið gegn Merignac frá Frakklandi og á sunnudaginn verður leikið um sæti. Í hinum riðlinum leika Metz frá Frakk- landi, Bera Bera frá Spáni og landslið Alsír. Stefán velur fjórtán til Frakklandsfarar HALLDÓR Sigfússon, handknatt-leiksmaður hjá þýska 2. deildarlið- inu Friesenheim, liðinu sem Atli Hilmarsson þjálfaði um tíma, hefur verið á sjúkralistanum síðustu fimm vikurnar en hann varð fyrir því óláni að rífa sin í ilinni skömmu eftir að undirbúningstímabilið hófst hjá Friesenheim í sumar. Hann gat því ekki leikið með Fries- enheim gegn sínum gömlu félögum í KA á móti sem fram fór í Lud- wigshafen um síðustu helgi. „Ég er hægt og bítandi að skríða saman og ég stefni að því að vera með í bikarleiknum á móti Erlang- en um næstu helgi. Það var auðvit- að fúlt að geta ekki tekið á móti sínum gömlu félögum og vinum en þjálfarinn vildi ekki taka áhættu á að tefla mér fram,“ sagði Halldór við Morgunblaðið. Halldór, sem gekk í raðir Frie- senheim eftir að KA-menn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn 2002, segir að forráðamenn Friesenheim hafi tekið stefnuna á að komast upp í 1. deild en Halldór segir að 2. deildin í ár verði sterkari en á síð- ustu leiktíð. Þegar Halldór var inntur eftir því hvernig honum hefði litist á KA-menn á mótinu í Friesenheim um liðna helgi þar sem KA tapaði fyrir Essen í úrslitaleik sagði hann að árangur KA-manna hefði vakið verðskuldaða athygli. „KA-liðið sýndi mjög góða takta og ég er viss um að liðið verður sterkara en á síðastliðnu tímabili. Stefán markvörður kom skemmti- lega á óvart og það var virkilega gaman að fylgjast með sínum gömlu félögum.“ Stefán Guðnason sem Halldór talar um var valinn besti mark- vörður mótsins og skákaði þar meðal annars þýska landsliðs- markverðinum, Christian Hannawald. Halldór er að skríða saman Morgunblaðið/Sverrir Halldór Sigfússon  HOLLENDINGURINN Giovanni van Bronckhorst gæti verið á förum frá Arsenal en staðfest hefur verið úr herbúðum Barcelona að það vilji fá þennan 28 ára gamla varnar- og miðjumann til liðs við sig. Bronk- horst hefur gengið illa að festa sig í sessi hjá Arsenal frá því hann var keyptur til félagsins frá Rangers.  LAZIO vonast til að geta gengið frá eins árs lánssamningi við Real Madrid í vikunni um að fá argent- ínska miðjumanninn Santiago Solari til liðs við sig. Solari er 26 ára gamall og lék 26 leiki með spænsku meist- urunum á síðustu leiktíð.  OTTMAR Hitzfeld, þjálfari Bayern München, hefur sagt bras- ilíska framherjanum Giovane Elber að pakka saman föggum sínum og fara til Mónakó. „Það væri best fyrir alla hjá félaginu ef Elber færi,“ sagði Hitzfeld í þýska sjónvarpinu en Elb- er er ósáttur við stöðu sína þar sem honum hefur verið bolað út úr liðinu af Hollendingnum Rooy McKaay. Mónakó hefur þegar boðið Elber fjögurra ára samning.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, hefur komið Harry Kewell til varnar en Kewell lék illa með Liverpool gegn Aston Villa á sunnudaginn. „Harry gat lítið æft með okkur í síðustu viku og það þarf einnig að gefa honum meiri tíma til að aðlagast liðinu,“ sagði Houllier en Harry var gagnrýndur í breskum fjölmiðlum fyrir slaka frammistöðu gegn Aston Villa.  BAKVÖRÐURINN Chris Whit- ney mun leika með Washington Wiz- ards næsta vetur í NBA-deildinni í körfubolta. Whitney var í herbúðum Orlando Magic á síðasta tímabili. Whitney þekkir vel til hjá Wizards en hann var síðast hjá liðinu tímabil- ið 2001–2 og þá skoraði hann að með- altali 10,2 stig í leik.  ARGENTÍNSKI knattspyrnumað- urinn Kily Gonzales er genginn til liðs við ítalska liðið Inter Milan frá Valencia á Spáni. Þar hittir hann fyrir fyrrverandi þjálfara sinn hjá Valencia, Hector Cuber.  SIR Bobby Robson, knattspyrnu- stjóri Newcastle, segir að sóknar- maðurinn Lomana Lua Lua eigi bjarta framtíð hjá félaginu. Lua Lua sagði fyrir nokkrum dögum að hann vildi fara frá Newcastle nema hann færi að fá fleiri tækifæri með liðinu. „Lomana er mjög góður strákur og hann á bjarta framtíð hjá Newcastle en það er undir honum komið að sýna mér hversu mikið hann langar að spila fyrir liðið,“ sagði Robson.  MARKVÖRÐURINN Pegguy Arphexad hefur gengið til liðs við Coventry City frá Liverpool. Arph- exad, sem er 30 ára gamall, skrifaði undir fjögurra mánaða samning við Coventry sem leikur í 1. deildinni. FÓLK Undankeppnin var haldin í Lithá-en í júní þar sem íslenska liðið tryggði sér keppnisréttinn í úrslita- keppninni í Slóvakíu en þar með er ekki allt talið. Til undirbúnings fyrir Evrópumótið fór liðið á Hela Cup í Þýskalandi um síðustu áramót og á undan tók það þátt í æfingamóti í Danmörku. Það má gera ráð fyrir því að hver einasti leikmaður landsliðsins hafi þurft að leggja til úr eigin vasa tug- þúsundir króna en til að ná kostað- inum niður hafa þeir verið duglegir við fjáröflun og hafa auk þess fengið styrki frá vinum og vandmönnum, fyrirtækjum og í einhverjum tilfell- um hafa bæjarfélög hlaupið undir bagga. Þá er ótalið vinnutap drengj- anna en mikill tími hefur eðlilega farið í undirbúninginn og ferðin til Slóvakíu stóð í tólf daga. Kostnaður á hvern leikmann í úr- slitakeppninni í Slóvakíu var 130.000. Leikmenn þurftu að greiða 80.000 af þessari upphæð en HSÍ greiddi mismuninn. Undankeppnin í Litháen reiknast mönnum til að hafi kostað 60.000 á mann en þess ber að geta að HSÍ fékk styrk úr afreks- mannasjóði upp á 400.000 sem not- aður var til að greiða ferðina niður. „Þetta hefur nú bara fylgt þessu í gegnum tíðina. Leikmenn hafa þurft að leggja mikið á sig til að taka þátt í þessu verkefni og þessi hópur lagði gríðarlega mikið á sig. Ég fann ekki neina kergju hjá strákunum út af þessu enda eru þeir vanir þessu,“ sagði Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára landsliðsins, við Morgun- blaðið. Ber að umbuna strákunum fyrir stórkostlegan árangur Atli Hilmarsson, fyrrum þjálfari KA-manna, á son í landsliðinu, Arn- ór, sem hefur verið á ferð á flugi bæði með U-18 og U-20 ára landslið- inu. „Mér finnst þetta svolítið mikið mál. Ferðin til Slóvakíu kostaði drengina 80.000 krónur og það eru nokkrir í liðinu sem hafa bæði spilað með U-18 og U-20 ára liðinu. Arnór fór til að mynda til Þýskalands á milli jóla og nýárs, hann fór til Búlg- aríu með U-20 ára liðinu um páskana, til Litháen í undankeppni 18 ára liðsins í júní og svo til Slóvak- íu. Í allar þessar ferðir hafa dreng- irnir þurft að greiða stóran hluta en fyrirtæki hafa sem betur fer komið til móts við þá og veitt þeim góða styrki.“ „Ég vil að Afrekssjóður ÍSÍ komi til móts við drengina nú þegar. Þeir voru að taka þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins og afrekið sem þeir unnu þar var alveg einstakt. Mér finnst allt í lagi að þessir strákar hafi fyrir hlutunum. Þeir eiga ekki að fá allt upp í hendurnar en mér finnst að það beri að umbuna þeim fyrir svona frábæran árangur. Ég veit að HSÍ er ekki í stakk búið til þess en ég held að þetta sé eitthvað sem ríkisvaldið ætti að koma inn í gegnum afreksmannasjóðinn. Ár- angur liðsins í Slóvakíu var geysileg auglýsing fyrir Ísland og hefur vak- ið verðskuldaða athygli úti í heimi. HSÍ þarf að mínu mati að nota tæki- færið. Við erum með gullmola í hendinni hvað þetta lið varðar,“ seg- ir Atli. Umhverfi sem HSÍ hefur þurft að búa við Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, segir að lands- liðsmennirnir hafi safnað 960.000 krónum upp í ferðina til Slóvakíu en enn liggi ekki ljóst fyrir hver heild- arkostnaður ferðarinnar hafi verið en líklega hlaupi hann á 2–3 millj- ónum króna. „Allt unglingastarf okkar í gegn- um tíðina hefur þurft að fara fram með þeim hætti að leikmenn hafa þurft að greiða stóran hluta af ferð- um. Leikmenn hafa þurft að safna fyrir ákveðnum hluta af kostnaði við þátttöku á mótum. Að sjálfsögðu væri stórkostlegt ef við gætum fengið fullt af styrkjum og að dreng- irnir þyrftu ekki að greiða úr eigin vasa en þannig er þetta ekki í hand- boltanum. Ég geri mér hins vegar góðar vonir um að HSÍ fái styrk frá Afreksmannasjóði. Við fengum 400.000 kr. styrk frá Afrekssmanna- sjóði, úr sjóði sem nefndur er „ungir og efnilegir“, þegar liðið keppti í undankeppninni í Litháen og í fram- haldi sóttum við um annan styrk þegar ljóst var að við tryggðum okk- ur sæti í úrslitum. Það er ekkert launungarmál að HSÍ stendur miklu betur fjárhagslega nú en áður enda er búið að taka vel til í rekstri sam- bandsins. Það getur vel verið að í framtíðinni geti HSÍ gert meira fyr- ir unglingaliðin en eins og mál hafa staðið undanfarin ár hefur það ekki verið hægt,“ sagði Einar. Evrópumeistararnir í handknattleik þurftu að greiða hluta af sigurferðinni til Slóvakíu Fengu styrki hjá vin- um og vandamönnum Ljósmynd/Viktor Amborský Evrópumeistararnir í handknattleik 18 ára og yngri þurftu að leggja á sig mikla vinnu utan vallar sem innan til að komast á mótið. DRENGIRNIR í íslenska U-18 ára landsliðinu í handknattleik, sem fögnuðu Evrópumeistaratitlinum í Slóvakíu á dögunum, þurftu að leggja á sig gríðarlega vinnu í sumar og mikil fjárútlát til að geta keppt fyrir Íslands hönd. M.a. þurfti hver leikmaður að leggja fram um 80.000 kr. vegna sigurferðarinnar til Slóvakíu. Þá eru undirbún- ingsferðir og forkeppni ekki meðtalin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.