Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 B 7 bílar Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. Aisin kúplings- sett eru orginal hlutir frá Japan varahlutir í miklu úrvali BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- hurðir Öryggis- hurðirÁrmúla 42 - sími 553 4236 netfang: glofaxi@simnet.is Hurðir til á lager Smíðað eftir máli Sími 535 9000 •Gúmmímottur•Básamottur•Vinnustaðamottur• •Gúmmírenninga á bílskúrsgólf• •Aurhlífar fyrir fólksbíla, jeppa og vörubíla o.fl.• Framleiðum ýmsar vörur úr gúmmíi t.d. Gúmmímótun • Kaldbaksgötu 8 • 600 Akureyri Sími 453 6110 • Fax 453 6121 gummimotun@gummimotun.is www.gummimotun.is vélartogið er rúmlega 600 Nm en það fletur út kinnarnar á kinnfiska- sognum manni við botngjöf, snerpan er innan við 4 sek 0-100 þótt bíllinn vegi 1456 kg. Bremsukerfið er nægi- lega öflugt til að stöðva einkaþotu í hálfnuðu flugtaki – áður en slegið er af hreyflunum. Frá 1963 til og með apríl 1998 hafði Porsche smíðað 401.232 bíla af 911-gerð. Rýmisins vegna verður þessi þróunarsaga ekki rakin frekar að sinni. (Greinar um Porsche 911, 928 og 911-vélina eru á www.leo- emm.com). Skýringin: Allt öðruvísi bíll Auk þess sem þegar hefur verið nefnt eru nokkur atriði sem hafa skapað Porsche 911 sérstöðu um- fram aðra sportbíla, atriði sem mætti vekja sérstaka athygli á: Að undanskildri misheppnaðri til- rauninni með 912-bílinn, sem áður var nefnd, er Porsche 911 ekki af mismunandi dýrum eða ,,fínum gerðum – Deluxe-merki þekkist ekki hjá Porsche þótt aukabúnaður fáist eftir óskum. Mismunandi gerðir eru sniðnar eftir reglum og tæknilegum kröfum sem gilda í Evrópu og Bandaríkjunum um þátttöku í hin- um ýmsu greinum akstursíþrótta – keppnum sem Porsche-eigendur er- lendis stunda gjarnan um helgar. Tæknileg þróun Porsche 911 hef- ur byggst á árangri hans í aksturs- keppnum en hann er eini raðsmíðaði sportbíllinn á markaðnum sem er jafnframt keppnisbíll án þess að gera þurfi á honum nokkrar breyt- ingar og það er lyginni líkast hve mikil átök þessir bílar þola. Með réttu þjónustueftirliti og umhirðu er bilanatíðni mjög lág. Smíði og efnisgæði Porsche eru í sérflokki. Porsche 911 hefur alltaf verið mjög dýr bíll, þegar borið er saman við aðra bíla, og meginástæð- an fyrir því að hann hefur selst eru gæði, styrkur og ending. Svo vill til að undirritaður á lista yfir söluverð nýrra bíla í Danmörku árið 19666. Þar kemur fram að ódýrasti bíllinn (Trabant) kostaði 9.745 dkr. Nýr Porsche 911 kostaði 100 þús. dansk- ar krónur (10 sinnum verðið á Trab- ant). Nýr 265 ha Jaguar E-Type kostaði sama og Porsche 911, Mercedes-Benz 230 SL Roadster var 7% dýrari en Porsche 911. Fá mátti tvo nýja Austin Healey 3000 Mk III fyrir verð eins Porsche 911 og þrjá MGB Roadster. Í Bandaríkjunum árið 1966 kost- aði nýr 130 ha Porsche 9.117.000 dollara. 280 ha Ferrari 275 GTB/4 kostaði 14.500 dollara (ódýrasti Ferrari-bíllinn). Nýr Chevrolet Corvair Monza Spider (180 ha túrbó) kostaði 2.700 dollara7. 1966 kostaði nýr ríkulega búinn Cadillac7 Fleetwood 60 Special Brougham sama og Porsche 911. Þessi samanburður á verði segir allt sem þarf. Porsche 911 hefði ekki átt nokkra möguleika á markaðnum nema vegna einstakra gæða og eig- inleika (Porsche 911 var t.d. fyrsti bíllinn sem smíðaður var úr galvan- húðuðu stáli). Undirritaður bjó í Sví- þjóð á miðjum 7. áratugnum og varð margoft vitni að því þegar ítalskir og breskir sportbílar, með jafnvel tvö- falt vélarafl á við Porsche 911, helt- ust úr lestinni eftir hálfnaða keppni í brautarkappakstri vegna þess að bremsurnar voru búnar og/eða vélin yfirhitnaði – það gerðist ekki með Porsche sem yfirleitt lauk keppni, kom oft fyrstur í mark og oft á brautarmeti. Sænskir gárungar sögðu að breskir bílar sæjust ryðga en ítalskir heyrðust ryðga. Enn þann dag í dag sér maður 30 ára gamla Porsche 911 í notkun í Stokk- hólmi að sumri til en af jafnaldra fyrrverandi keppinautum sést varla nokkur – nema þá helst á sýningum eða söfnum. Í auglýsingu frá Porsche segir að gamlir Porsche séu ekki til – einungis nýir eigendur.... Það gefur augaleið að sölumenn Porsche hafa þurft að hafa mikið fyrir lífinu 1964. Þeir þóttu hins veg- ar öfundsverðir nokkrum árum síð- ar. Frá markaðstæknilegu sjónar- miði séð er Porsche 911 skólabókardæmi um hvernig reynsla kaupenda skapar viðvarandi markað fyrir vandaða og dýrari vöru. Fyrsti Porsche hérlendis Fyrsti Porsche-bíllinn kom hingað á 6. áratugnum og var af gerðinni 356. Hann átti upphaflega Guð- mundur Gíslason fyrrum forstjóri B&L. Sá bíll mun hafa verið seldur til Noregs á 8. áratugnum. Fyrsta 911-bílinn hérlendis var af árgerð 1975. Hann átti Jón S. Halldórsson heitinn sem var áhugamaður um Porsche og þekktur akstursíþrótta- maður. Hann keppti í ralli á 911- bílnum ásamt Guðbergi Guðbergs- syni, þekktum akstursíþróttamanni og Porsche-sérfræðingi. Guðbergur átti seinna bílinn um árabil og er hann enn til. Heimildir: 1 ,,New Complete Book of Collectible Cars 1930- 1980. Richard M. Langworth og Graham Rob- son. Útg. Beekman House, New York 1987. 2 ,,Hreyfing sem hrífur. (bls. 18) Bók útgefin af Dr. Ing. H.c. F. Porsche AG, Stuttgart 2000. Íslensk þýðing: Leó M. Jónsson. Dreifing: Bílabúð Benna Rvk. 3 ,,Carrera RS. Leichtere Karosserienbau. Bók. Höf. Dr. Thomas Grüber og Dr. Georg Konrads- heim. Útg. TAG Verlag GmbH. Vínarborg 1993. 4 ,,The World Guide to Automobiles. The Makers and their Marques. Bók. Höf. Nick Baldwin, G.N. Georgano, Michael Sedgwick og Brian Laban. Útg. Macdonald Orbis. London 1987. 5 ,,Autozine. Vefsíða. The Complete Story og Porsche 911. (Veffang: http://autozine.kyul.net). 6 ,,Bil-AARBOGEN 1966. 19. árgangur. Ritstjórn: Mogens A. Stærmose. Útg. Illustrations- forlaget. Kaupmannahöfn 1965. 7 ,,Standard Catalog of American Cars 1946- 1975. Ritstjórn: John Gunnell. Útg. Krause Publications. Wisconsin 1992. HVAÐA bíll nær 100 km hraða úr kyrrstöðu á undir fjórum sekúndum, er 640 hestöfl og er fyrsti framleiðslubíllinn í heimi með krumpusvæði að framan úr koltrefja- efnum? Þetta er Mercedes-Benz SLR, sá hinn sami og var mynd- aður í bak og fyrir við Dyrhólaey og víðar á Ís- landi. Það sem vekur líka athygli við þennan bíl er að togið er hvorki meira né minna en 780 Nm frá 5,5 lítra V8-vélinni. Þessi ofurbíll er með fimm þrepa sjálfskiptingu með handskiptivali tengda við vélina. Í handskiptivalinu getur ökumaður valið um þrjú mis- munandi skiptingarmynstur, þ.e. Sport, Supersport og Race. Bíllinn nær 100 km hraða á innan við 4 sekúndum. Hver fer í 100 á undir fjórum? Mercedes-Benz SLR var myndaður við Dyrhólaey. TALSVERÐ aukning hefur verið í sölu á alls kyns vélknúnum tóm- stundatækjum upp á síðkastið. Þannig seldust fyrstu sjö mánuði ársins 158 vélsleðar, 60 bifhjól og 143 fjórhjól. Mest hefur aukningin verið í sölu á torfæruhjólum enda hefur orðið mikil vakning í þeirri íþrótt. 274 torfæruhjól seldust fyrstu sjö mánuði ársins.            ! " # $         %&  '() $* "* !+ !! !  ,   - , ./. 0 1     ! " # $       23,45 !! " 6 + ! 7 .   ./. 2     ! " # $     45),45 $6 ## 7 # !*  , ./. 089     ! " #         8:);)<,45 "$ "# !$ ! 7      .  =. =  !66" Mikil sala í tóm- stundatækjum RENAULT ætlar að frumsýna tvo nýstárlega hugmyndabíla á bílasýn- ingunni í Frankfurt í næsta mánuði sem kallast Bebop og Bebop; sama heiti á tveimur útfærslum af fjölnota- bílum. Annar þeirra er í anda sport- bíls og hannaður undir merkjum Renault Sport en hinn er fjórhjóla- drifinn og nokkurs konar jepplingur. Það sem einkennir bílana eru ávöl formin og dropalagaðir hliðarglugg- arnir. Báðir eru líka með glerþaki og fyrir vikið er útsýni úr bílunum með besta móti. Inni í bílnum er líka mikil birta og unnt er að stilla sæti og inn- réttingar eftir þörfum allra. Bílarnir eru báðir fjórir metrar á lengd og vegna lögunar sinnar, dropalagsins, er vindstuðullinn með minnsta móti en mikil loftmótstaða hefur einmitt verið vandamál sem hönnuðir hafa þurft að glíma við við hönnun á fjölnotabílum. Jepplings- gerðin er með 21 cm veghæð og sí- tengt fjórhjóladrif. Hver veit nema honum sé ætlað að fylla skarðið þeg- ar framleiðslu á Scénic RX verður hætt. Fjórhjóladrifsgerðin gæti leyst af hólmi Scenic RX. Bíllinn verður sýndur í Frankfurt í Þýska- landi í september næstkomandi. Bebop og Bebop

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.