Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Tryggingafélög hagnast Samanlagður hagnaður eykst verulega milli ára 6 Tveggja ára vinna Íslandsbanki sér um millilagslántöku 7 SLÁTURHÚSIN TÝNA TÖLUNNI LANDSBANKI Íslands er orð- inn stærsti hluthafinn í Fjárfesting- arfélaginu Straumi eftir að bankinn keypti hlut félaga tengdum Jóni Helga Guðmundssyni, forstjóra BYKO, Straumborg og Norvik, Eyris fjárfestingarfélags sem er að mestu í eigu Þórðar Magnússonar, og Kaupthing Bank í Lúxemborg. Alls keypti Landsbankinn 19,39% hlut í Straumi af þessum fjórum fé- lögum. Á sama tíma var tilkynnt til Kauphallar Íslands að Landsbank- inn hefði selt Samson Global Hold- ings Limited, en eigendur þess eru félög í eigu Björgólfs Guðmunds- sonar, Björgólfs Thor Björgólfsson- ar og Magnúsar Þorsteinssonar, 14,02% af heildarhlufé Straums. Eftir þessi viðskipti á Lands- bankinn 19,8% hlut í Fjárfesting- arfélaginu Straumi en Samson 14,02%. Samanlagt eiga þessi tvö félög 33,82% hlut í Straumi, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands. Samson kaupir hlutinn í Straumi af Landsbankanum á genginu 3,9 og er því kaupverðið tæpir 2,3 millj- arðar króna. Landsbankinn kaupir hlutinn af félögunum fjórum á sama gengi og er kaupverðið því rúmir 3,1 milljarður króna. Annars vegar er greitt með peningum tæplega 1,5 milljarðar króna og hinsvegar með nýju hlutafé í Landsbankanum að nafnverði tæplega 345 milljónir króna miðað við gengið 4,80. Útgef- ið hlutafé í Landsbankanum verður tæpir 7,2 milljarðar króna og nem- ur aukningin 4,69% af útgefnu hlutafé. Við það lækkar eignarhlut- ur Samson eignarhaldsfélags í Landsbankanum úr 45,8% í 43,65%. Fátt annað hægt en að selja Á þriðjudag var tilkynnt til Kaup- hallar Íslands að Norvik, Eyrir, Kaupthing Bank Lúxemborg og Ís- landsbanki hefðu selt Straumi hlutabréf sín í Framtaki fjárfesting- arbanka, alls 34,72% hlut á genginu 1,9. Kaupverðið var tæpar 1.676 milljónir króna. 70,94% af kaup- verðinu var greitt með bréfum í Fjárfestingarfélaginu Straumi á genginu 3,3, en þau bréf fyrir utan hlut Íslandsbanka voru síðan seld til Landsbankans á genginu 3,9 í gær. Afgangurinn var greiddur með reiðufé. 18. júní sl. keypti Straumur 57,1% hlut í Framtaki fjárfesting- arbanka en þann sama dag keyptu Norvik og Eyrir tæplega 30% hlut í Framtaki í gegnum Kaupþing Bún- aðarbanka. Straumur gerði í kjöl- farið yfirtökutilboð til annarra hlut- hafa í Framtaki á genginu 1,9, tilboði sem Norvik, Eyrir, Íslands- banki og Kaupthing Bank í Lúx- emborg tóku á þriðjudag. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var fátt annað í stöðunni fyrir Jón Helga Guðmundsson og Þórð Magnússon en að selja Straumi bréfin í Framtaki þar sem fyrirhug- uð yfirtaka þeirra á félaginu hafði mistekist í júní sl. þegar Straumur keypti meirihlutann í Framtaki. Með kaupunum á Framtaki þurfti að gefa út nýja hluti í Straumi þar sem greiðsla fyrir bréfin fór að- allega fram með útgáfu nýs hluta- fjár. Var það aukið á þriðjudag um rúmar 592 milljónir að nafnverði í samræmi við niðurstöðu stjórnar- fundar félagsins 22. ágúst sl. Skráð hlutafé félagsins á Aðallista Kaup- hallar Íslands eftir hækkunina er 3.789.196.163 krónur. Eftir kaupin á Framtaki og kaup- in á Íslenska hugbúnaðarsjóðnum, nú Brú, fyrr á árinu hefur eigið fé Straums aukist verulega og er um 14,5 milljarðar króna. Meðal helstu eigna Fjárfesting- arfélagsins Straums er 15,08% hlut- ur í Eimskipafélaginu, 10,31% hlut- ur í SH og 5,5% hlutur í Íslandsbanka. Landsbankinn á 6,29% hlut í Eimskipafélaginu og 25,93% hlut í SH. Yfirtökuskylda myndast í skráð- um hlutafélögum í Kauphöll Íslands þegar einn aðili eða tengdir aðilar eignast 40% og eru Landsbankinn og Samson komnir nálægt því marki. Yrði annar stærsti bankinn Í hálf fimm fréttum Kaupþings Búnaðarbanka í gær er leitt að því líkum að Landsbankamönnum þyki sameining við Straum fýsilegur kostur þar sem eigið fé Straums er um 14,5 milljarðar króna. Saman- lagt eigið fé Landsbanka og Straums myndi nema um 32 millj- örðum króna og yrði bankinn því annar stærsti banki landsins á eftir Kaupþingi Búnaðarbanka á mæli- kvarða eigin fjár og staða hans óneitanlega sterkari en nú er. „Enda lýstu nýir eigendur Lands- bankans því yfir við kaupin á Landsbankanum að þeir ætluðu bankanum ekki lengi þá stöðu að vera þriðji stærsti banki landsins. Það lítur því út fyrir að sá mögu- leiki sé kominn upp að bankinn geti skotist upp í annað sætið innan tíð- ar,“ að því er segir í hálf fimm fréttum. Björgólfur Guðmundsson, stjórn- arformaður Landsbanka Íslands og einn eigenda Samson, segir að þeir hafi séð ákveðin fjárfestingartæki- færi í Straumi og fengið tilboð sem þeir hefðu ekki getað hafnað. „Enda komi tækifæri sem þetta ekki oft. Straumur er öflugt fjár- festingarfélag og fjölmörg skemmtileg tækifæri sem hann er með og er að skoða. Við teljum að félagið geti bæði vaxið hér heima og erlendis.“ Þegar Björgólfur er spurður að því hvort stefnt sé að yfirtöku á Straumi þá segir hann að þeir telji að fjárfestingin í Straumi verði mjög arðsöm. „Það er okkar sýn á þetta. Annað er ekki í myndinni hjá okkur í dag. Þetta er arðsöm fjár- festing, við erum í viðskiptum og okkar markmið er að ávaxta okkar fé. Þetta er ein leið til þess og mjög góð leið að okkar mati,“ segir Björgólfur. Aðspurður hvort þeir hafi haft samráð við Íslandsbanka áður en þeir keyptu þennan hlut í Straumi segir Björgólfur að allt samráð banka sé bannað. Landsbankinn og Samson með 33,82% hlut í Straumi Meðal helstu eigna Straums er 15,08% eign í Eimskip, 10,31% í SH og 5,5% í Íslandsbanka                               !     ! "# $    !   !     %!&' (    )#*&! ! !    ! ) !   ! +    +  ! ,  -  !                    ./(01 . (20 .3(14 3(03 2( 3 2(5  2(6/ 2(3/ 2(22 4(5  .(64 .(34 .(./ .(12 1(0/       !"      "   ,  !!           7*  8  ! 9 ,        :, ;    !   !    ;  )   8*   &&! ,  -  *  ++  (  !                    .6(10 .1(/6 5(4/ 6(65 2(4  2(1  4(32 4(.5 4(.3 4(14 .( 3 .(32 .(43 .(1  1(/4 #$%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.