Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 B 5 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  það er ekki hægt annað en að horfast í augu við staðreyndir.“ Steinþór segir að þegar útflutningsskyldan er ákveðin sé tekið tillit til birgðastöðu, áætlaðrar framleiðslu og áætlaðrar sölu innanlands. Síðan fari mismunurinn í útflutning. „Þannig að hækkandi birgðir eiga að orsaka meiri útflutn- ing. Þannig á kerfið að leita jafnvægis svo fremi sem spá um framleiðslu og sölu er rétt.“ Steinþór segir að sala á fersku lambakjöti hafi gengið vel í Danmörku og fari vaxandi. Annað kjöt, eins og marinerað kjöt, hefur geng- ið hægar að selja, að hans sögn. „Ég bind miklar vonir við að markaðsátakið með Áformi muni auka söluna hjá okkur. Almennt er lambakjöts- neysla að aukast í Danmörku. Í þessu umhverfi þar sem sjúkdómar hafa ítrekað komið upp í svínum, kjúklingum og nautum hefur lamb sem gengur frjálst á fjöllum jákvæða ímynd gagn- vart neytandanum. Ég hef trú á að neysla lambakjöts muni aukast á alþjóðavísu.“ Um afkomuna á kjötmarkaði hér á landi seg- ist Steinþór búast við að hún verði slök næstu 6– 12 mánuði, eða þar til eðlileg grisjun muni eiga sér stað. „Menn eru að tapa miklu og ganga hratt á sitt eigið fé, t.d. framleiðendur í kjúk- linga- og svínarækt.“ Féð fitnar í biðröðum Sigurður Bjarnason, kaupfélagsstjóri á Króks- fjarðarnesi, sagði að slátrun hafi hafist 11. ágúst sl. í Króksfjarðarnesi. Hann segir engar ákvarð- anir hafa verið teknar um hvort sóst verði eftir úreldingu sláturhússins á staðnum. „Við sofum alveg fyrir þessu,“ sagði Sigurður. Hann sagði aðspurður að reksturinn mætti vera betri enda sé kjötmarkaðurinn í uppnámi. Sigurður óttast að biðraðir myndist við slát- urhúsin í landinu á næsta ári. „Ef sláturhúsum fækkar í 6–7 óttast ég að það verði óhemju hóp- ur fjár sem erfitt verður að koma í sláturhús. Þó að húsin eigi að vera stór og afkasta miklu er ekki þar með sagt að hægt sé að koma þessu í hús á skynsamlegum tíma. Ef biðraðir myndast stækkar skepnan og fitnar meira en æskilegt er sem er verra upp á markaðs- og sölumál,“ sagði Sigurður. Hann segir að með brotthvarfi sláturhúsa missi bændur snertingu við markaðinn sem sé bagalegt. Hann gagnrýnir einnig Byggðastofn- un og Framleiðnisjóð landbúnaðarins fyrir að mismuna sláturhúsum. „Það sem að mínu mati hefur ruggað bátnum er að Byggðastofnun og Framleiðnisjóður eru að setja peninga í rekstur húsa víða um land, en það er ekki sama hver er. Svona fyrirgreiðslur skekkja óneitanalega stöð- una í greininni.“ Sigurður segir að að núverandi kerfi við slátr- un í landinu sé ekki nógu gott. „Árið í ár er til dæmis mjög gott ár í sauðfjárrækt. Fé kemur vænt af fjalli og meðalvigt er góð. Þessvegna er mikil hætta á fitusöfnun. Í núverandi kerfi, þar sem slátrað er á stuttum tíma, er ekki mögulegt að stýra framleiðslunni nógu vel í takti við að- stæður og eftirspurn á markaði.“ Sigurður segir að kjötframleiðendur verði að vera í tengslum við markaðinn og átta sig á því til dæmis að neysluvenjur fólks hafi breyst. „Það er ekki hægt að kenna sláturhúsunum um allt sem fer úrskeiðis í sauðfjárræktinni.“ Jón Helgi Björnsson, formaður Landssam- bands sláturleyfishafa, segir að félagsmenn séu nokkuð sáttir við að það séu komnar hrein- ar línur í hvað hið opinbera ætli að gera. „Ég held að menn fagni því að opnað sé fyrir úreld- ingu samhliða því að settar eru harðari reglur um búnað og annað slíkt. Mér sýnist stefna í að það fækki verulega húsum í haust sem eykur þá hagkvæmni hinna sem eftir verða. Mér skilst að það verði 6–7 sem hætta fjótt á litið. Þetta er tvímælalaust jákvæð breyting. Húsin sem eftir verða munu slátra meiru og verða hagkvæmari.“ Spurður um það hvort húsin sem eftir verða muni ráða við að slátra öllum því sauðfé sem þarf að slátra, segir Jón að í langan tíma hafi verið rekin of mörg sláturhús og almennt hafi verið slátrað á of þröngum tíma. „Það er ekki í samræmi við raunveruleikann. Þá verður kostnaður á hvert kíló of mikill og varan ómarkaðshæf. Með fækkun húsa fara menn að nýta stóru húsin að lágmarki í tvo til þrjá mán- uði á ári. Ég held að breytingar verði að koma til í búháttum samfara þessu og sá tími verði lengdur sem hægt er að vera með gripi til slátr- unar þannig að hægt sé að bjóða upp á ferskt kjöt yfir lengri tíma. Þessu er hægt að stjórna með því að láta ærnar bera fyrr á vorin meðal annars.“ Spurður álits á fyrirætlunum Fjallalambs á Kópaskeri sem ætlar að bíta í skjaldarreyndur og byggja upp sláturhús með ESB-leyfi, segir Jón Helgi það vera jákvætt. „Það er jákvætt að menn hafi trú á iðnaðinum og einstakir aðilar fjárfesti í honum. Það er ekkert nema gott um það að segja.“ Sigrún Magnúsdóttir, kaupfélagsstjóri Kaup- félagsins á Bitrufirði við Óspakseyri, segir að þar á bæ hafi menn verið fyrir löngu verið búnir að ákveða að slátra ekki í haust. Í sláturhúsinu á Óspakseyri hafi verið slátrað um 350–400 fjár á dag í sláturtíðinni á haustin og hún hafi að jafn- aði varað í fjórar vikur. Hún segir að 20 manns hafi starfað við slátrunina, en segir að erfitt hafi verið orðið að manna húsið síðustu árin. „Það er eftirsjá að þessu þar sem þetta var ákveðinn sel- skapur og visst samfélag sem skapaðist í kring- um slátrunina. Húsið stóðst ekki útflutnings- kröfurnar og þetta var því óhjákvæmilegt,“ sagði Sigrún og bætir við að hún sé ekki sátt við að þurfa að hætta starfsemi. „Ég vil benda á að það er erfitt í mörgum tilfellum að þurfa að flytja féð langan veg til slátrunar, ekki síst út frá dýraverndunarsjónarmiði.“ Nýsköpun hverfur Fyrr í sumar skrifaði Sigurjón Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Sláturfélags Austurlands, grein í Morgunblaðið þar sem hann gagnrýndi ýmis- legt í skýrslu nefndar um stefnumótun í sauð- fjárslátrun og kom þar meðal annars inn á spurninguna um það af hverju þau sex sláturhús með ESB-leyfi væru endilega þau sem væru best fallin til þess að starfa áfram, bæði með til- liti til staðsetningar á landinu og ásigkomulags húsnæðis. „Ég hef ekkert á móti því að sláturhúsin í landinu séu vottuð með ESB-leyfi. Það er eitt- hvað sem verður að koma en ég hef efasemdir um að þau skuli vera öll af sömu stærð – þessari yfirstærð. Ég óttast það persónulega að þar verði tekið fyrir ákveðið frumkvæði og að nauð- synleg nýsköpun í greininni gæti átt erfitt upp- dráttar, en nýir aðilar eru oft í fararbroddi hvað varðar nýjungar og tækni í öllum geirum,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að Sláturfélag Austurlands líti á sig sem frumkvöðul í greininni en í næstu viku á að kynna nýjung í sölu og markaðssetningu á lambakjöti, nokkuð sem er sprottið út frá hug- mynd sem Sigurjón fékk sjálfur. „Þetta er til- raunaverkefni þar sem bændur bjóða sjálfir kjöt sitt beint til neytenda með aðstoð Netsins. Við erum þá tengiliðir og sjáum um alla verkun kjötsins, pökkun og dreifingu og sjáum um inn- heimtu og greiðslur til bænda, en Norðlenska sér um slátrunina,“ segir Sigurjón. Hann segir að framtakið verði kynnt nánar í næstu viku. Sigurjón segir að bændur á Austurlandi væru nú komnir í slæma aðstöðu. Þeir væru innikró- aðir og hefðu ekki aðgang að neinum markaði. Þeir væru algjölega háðir Norðlenska sem sér um sölu afurðanna. „Þannig að þetta er veik- burða tilraun til að brjótast út úr þessari ein- angrun, en er allt gert með skilningi og aðstoð Norðlenska,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að í framtíðinni þurfi að byggja sláturhús á Austurlandi, landbúnaður á svæðinu eigi allt undir því. „Ég á erfitt með að sjá að það verði mikill landbúnaður á Austurlandi í fram- tíðinni nema til komi sláturhús í heimabyggð. Mönnum þykir mjög mikið atriði að vera í nánu samstarfi við þann sem er að taka kjötið frá þeim.“ Aðspurður hvort úrelda eigi þau tvö sláturhús sem félagið á, segir Sigurjón að Norðlenska slátri í öðru þeirra, en óvíst sé með hitt húsið. „Ef boðið verður upp á úreldingu á viðunandi kjörum þá reikna ég með að við sækjum um. Það er engin framtíð í rekstri þessara gömlu húsa,“ sagði Sigurjón Bjarnason að lokum. Tekin hefur verið ákvörðun um úreldingu sláturhússins í Borgarnesi. Ekki verður slátrað þar í haust. úsin týna tölunni . / %#) 3         '( )"%(*+,&& $-$  )                                !    "#! $ % &    tobj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.