Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 6
M arkaðsverð Sjó- vár-Almennra trygginga er rúmur 21 millj- arður króna, markaðsverð Vátrygginga- félags Íslands er rúmir 15 milljarðar króna og markaðsverð Trygginga- miðstöðvarinnar er tæpir12 millj- arðar króna. Sjóvá-Almennar er þess vegna verðmætasta trygginga- félag landsins. Á sama tíma er félag- ið líka dýrast þessara þriggja trygg- ingafélaga þegar markaðsverð er metið með tilliti til hagnaðar, það er að segja með svokölluðu V/H- hlutfalli. Hvort sem miðað er við hagnað samkvæmt milliuppgjöri þessa árs eða hagnað síðasta árs er V/H-hlutfall Sjóvár-Almennra hæst allra tryggingafélaganna og V/H- hlutfall VÍS lægst. Sömu sögu er að segja ef miðað er við áætlaðan hagn- að, því þrátt fyrir að VÍS hafi ekki gefið upp áætlaðan hagnað ársins líkt og hin félögin tvö er hagnaður þess um mitt ár það mikill að óhætt er að fullyrða að V/H-hlutföllin rað- ast með sama hætti á þennan mæli- kvarða. Eins og sjá má er ekki auðvelt að skýra mismunandi markaðsverð tryggingafélaganna út frá hagnaði þeirra, en þó er rétt að byrja á að skoða afkomu þeirra á fyrri hluta ársins og kanna hver þróunin hefur verið og hvernig þeim hefur tekist til. Það er skemmst frá því að segja að öllum félögunum gekk vel á fyrri hluta þessa árs miðað við sama tíma- bil í fyrra. Sjóvá-Almennar juku hagnað sinn um 57% og skiluðu 396 milljónum króna eftir skatta. Aukn- ingin hjá Tryggingamiðstöðinni var enn meiri, 119%, og hagnaðurinn 333 milljónir króna. Mest var aukn- ingin þó hjá VÍS, 235%, og hagnaður tímabilsins 1.148 milljónir króna. Samanlagt jókst hagnaður félag- anna um 150%, úr 747 milljónum króna í 1.877 milljónir króna. Sjóvá-Almennar stærst Bókfærð iðgjöld tryggingafélaganna námu samtals 151⁄2 milljarði króna á fyrri hluta ársins. Sjóvá-Almennar er stærsta félagið og var á þennan mælikvarða með tæplega 36% mark- aðshlutdeild á fyrri hluta ársins. Næst kemur VÍS með tæplega 33% og TM er með 32%. Þessi markaðs- hlutdeild hefur breyst lítillega frá sama tímabili í fyrra og hafa Sjóvá- Almennar og VÍS heldur sótt í sig veðrið á kostnað TM. Markaðshlutdeildin er þó mjög misjöfn eftir tryggingaflokkum. Lögboðnar ökutækjatryggingar eru stærsti flokkurinn, en 5,3 milljarðar króna voru greiddir í iðgjöld vegna þessara trygginga og samanlagður hagnaður félaganna var rúmar átta hundruð milljónir króna. Sjóvá- Almennar voru með 36% hlut, VÍS með 35% hlut og TM með 30% hlut. Athyglisvert er að hagnaður Sjóvár- Almennra af þessum trygg- ingaflokki dróst saman úr 357 millj- ónum króna í 135 milljónir króna á milli ára, en hagnaður VÍS ríflega tvöfaldaðist í 493 milljónir króna. Af- koma TM af þessum flokki batnaði einnig nokkuð og nam 180 milljónum króna. Annar stærsti tryggingaflokk- urinn er eignatryggingar og þar voru bókfærð iðgjöld samtals 3,6 milljarðar króna. Þetta var eini tryggingaflokkurinn sem var með samanlagt tap, 60 milljónir króna hjá félögunum í heild. Sjóvá- Almennar og VÍS eru með 37% hlut- deild á þessum markaði og TM er með 26% hlutdeild. Í þriðja sæti eru sjó-, flug- og farmtryggingar, en þar er TM langstærst með 56% mark- aðshlutdeild, Sjóvá-Almennar eru með 31% og VÍS er með 13%. Sam- tals eru iðgjöld í þessum flokki tæpir 1,8 milljarðar króna og rúmlega 180 milljóna króna hagnaður skiptist til- tölulega jafnt á félögin eftir mark- aðshlutdeild þeirra. Hagnaður af skaðatrygginga- rekstri samanlagt fyrir alla trygg- ingaflokka nam 802 milljónum króna hjá VÍS og meira en fjórfaldaðist milli ára. Hagnaðurinn hjá TM ríf- lega tvöfaldaðist og nam 294 millj- ónum króna, en hagnaður Sjóvár- Almennra af skaðatryggingarekstri dróst saman um rúmlega þriðjung og nam 296 milljónum króna. Inni í þessum tölum eru reiknaðar fjár- festingartekjur af skaðatrygginga- rekstri og þær hækkuðu í öllum til- fellum á milli ára. Ef þessar tekjur væru ekki taldar til skaðatrygg- ingarekstrarins væri sá rekstur í öll- um tilvikum neikvæður, sem sýnir vel hve fjármálareksturinn er mik- ilvægur þáttur í rekstri trygginga- félaganna. Betri fjármálarekstur Afkoma fjármálarekstrar batnaði hjá öllum tryggingafélögunum frá fyrra ári. Hjá Sjóvá-Almennum snerist 123 milljóna króna tap í 94 milljóna króna hagnað, hjá TM jókst hagnaður um 34 milljónir króna og nam 189 milljónum króna og hjá VÍS jókst hagnaðurinn um 324 milljónir króna og nam 613 milljónum króna. Þessar tölur segja þó aðeins hluta sögunnar. Tekjur umfram gjöld af fjármálarekstri voru mun meiri, vegna þess að verulegar fjár- hæðir eru lögum samkvæmt taldar til skaðatrygg- ingarekstrarins. Fjárfesting- artekjur umfram fjárfesting- argjöld námu rúmum 1,6 millj- örðum króna hjá VÍS á fyrri hluta ársins og skýrist þetta meðal annars af miklum söluhagnaði vegna bréfa í Keri á fyrsta fjórðungi ársins. Fjárfestingartekjur umfram gjöld námu nálægt átta hundruð millj- ónum króna hjá Sjóvá-Almennum og skýrast meðal annars af hagnaði vegna endurhverfra viðskipta með hlutabréf í Granda á fyrri hluta árs- ins. Hjá TM námu fjárfesting- artekjur umfram gjöld rúmlega 450 milljónum króna. Ólík þróun tjónahlutfalls Eigin iðgjöld Sjóvár-Almennra trygginga hækkuðu um 5% milli ára og námu 3,6 milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Eigin tjón hækk- uðu meira, um 16%, og tjónahlut- fallið, hlutfall eigin tjóna af eigin ið- göldum, hækkaði úr 75% á fyrri hluta árs 2002 í 83% á fyrri hluta þessa árs. Þessi óhagstæða þróun tjónahlut- fallsins á sér ekki stað hjá hinum fé- lögunum tveimur. Hjá TM fer hlut- fallið úr 88% í 82% og hjá VÍS fer hlutfallið úr 93% í 81%. Rétt er að gæta að því að þetta hlutfall sveiflast töluvert á milli tímabila eftir því hvernig tjón falla til, en á síðustu ár- um hefur þetta hlutfall þó farið lækkandi hjá öllum félögunum. Fyr- ir þremur og fjórum árum var hlut- fallið til að mynda yfir 100% hjá öll- um félögunum. Annað sem hefur áhrif er hlutur endurtryggjenda og eigin hlutur tryggingafélaganna. Trygginga- félögin endur- tryggja hluta áhættu sinnar hjá endurtrygg- ingafélögum, en hlutur end- urtryggjenda hefur farið minnkandi á síð- ustu misserum. Ástæðan er ann- ars vegar sú að endurtryggingar eru orðnar dýr- ari en áður í kjöl- far stórra tjóna og aukinnar áhættu erlendis, og hins vegar að fjárhags- staða íslensku tryggingafélaganna hefur styrkst þannig að þau geta nú borið meiri eigin áhættu en áður. Með því að taka á sig stærri hluta áhættunnar aukast eigin tekjur af bókfærðum tekjum vegna iðgjalda, en á móti aukast sveiflur í afkom- unni og í framtíðinni má því búast við meiri sveiflum en áður. Áhrifanna af þessu virðist gæta mest hjá Sjóvá-Almennum, en hlut- fall eigin iðgjalda af bókfærðum ið- gjöldum hækka lítillega milli ára og nema 67%. Hlutfallið lækkar nokkuð hjá VÍS og nemur 65%, en er nánast óbreytt hjá TM og nemur 52%. Kostnaðarhlutfall hækkar Ein þeirra kennitalna sem reiknaðar eru út frá rekstrarreikningi trygg- ingafélaganna er kostnaðarhlut- fallið, þ.e. hlutfallið milli hreins rekstrarkostnaðar og eigin iðgjalda. Þróun kostnaðarhlutfallsins á fyrri hluta ársins var óhagstæð hjá öllum félögunum ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Hlutfallið var hæst hjá VÍS, 23,9% en var 20,4% í fyrra. Hjá Sjóvá-Almennum hækkaði hlut- fallið hins vegar mest, fór úr 17,3% í 22,9%. Kostnaðarhlutfall TM er lægst, en hækkaði þó úr 18,1% í 20,8%. Ekki er hægt að segja að kostnaðarhlutfallið hafi breyst mikið þegar litið er nokkur ár aftur í tím- ann, nema helst hjá VÍS þar sem það hefur farið heldur lækkandi. Rekstrarkostnaður Sjóvár- Almennra trygginga hækkaði um 41% milli ára, en hjá Vátrygginga- félaginu hækkaði kostnaðurinn um 20% og hjá Tryggingamiðstöðinni um 13%. Þessi mikla aukning kostn- aðar hjá Sjóvá-Almennum er ákveð- ið áhyggjuefni fyrir félagið eins og fram hefur komið hjá stjórnendum þess í kjölfar birtingar milli- uppgjörs, en þó er ástæða til að hafa í huga að hluti kostnaðaraukning- arinnar og hækkunar kostnaðarhlut- fallsins stafar af breyttum end- urtryggingasamningum. Stærstur hluti rekstrarkostnaðar felst í launakostnaði, en hlutfallið er þó misjafnlega hátt. Hjá TM er það aðeins 53%, en hjá VÍS er það 69% og 72% hjá Sjóvá-Almennum. Starfsmenn Sjóvár-Almennra eru um tvöfalt fleiri en starfsmenn TM og starfsmannafjöldi VÍS er næstum jafnmikill og hjá Sjóvá-Almennum. Það sem vekur líka athygli er að starfsmönnum Sjóvár-Almennra hefur fjölgað nokkuð milli ára en fjöldinn hefur staðið í stað hjá hinum félögunum. Launagreiðslur eru í samræmi við þetta og launakostn- aður sem hlutfall af eigin iðgjöldum er til að mynda aðeins 11% hjá TM en um 161⁄2% hjá hinum félögunum tveimur. Duldar eignir Hér að framan var minnst á miklar fjárfestingartekjur tryggingafélag- anna og þá staðreynd að án þeirra væri rekstur félaganna neikvæður. Fjárfestingartekjurnar verða að stærstum hluta til vegna þess að fé- lögin safna í sjóði í þeim tilgangi að geta staðið við skuldbindingar sínar í framtíðinni. Þessir sjóðir eru stundum kallaðir bótasjóðir en heita vátryggingaskuld í reikningum tryggingafélaganna, enda er litið á þá sem skuld við viðskiptavini félag- anna. Vátryggingaskuldin er tæpir 14 milljarðar króna hjá TM, en um 20 milljarðar króna hjá hinum félög- unum tveimur. Samtals nemur vá- tryggingarskuldin rúmlega 53 millj- örðum króna og hefur vaxið um það bil um 50% frá ársbyrjun 2000. Ef þetta er borið saman við þróun eigin tjóna félaganna á tímabilinu þá er þróunin svipuð, en hækkun tjónanna Hagnaður tryggingafél anna eykst um 150% Samanlagður hagnaður tryggingafélaganna hefur aukist verulega milli ára. Batinn er þó misjafnlega mikill og hlutabréf félaganna eru ólíkt verðlögð eftir mikla en misjafna hækkun þeirra á árinu. Haraldur Johannessen fjallar um afkomu tryggingafélaganna, markaðs- hlutdeild þeirra, kostnað, verðmæti og fleira.   #234 "# 5 !   !&& * 21 @ 4112 .+/-0**% 1 ) 2%"* -&/* 3%%"%(/&  2%"* - #- 3%%"%& -&($ 2%"* -- $ (/&  2%"*  &"& %" 4 3%%"%&/ )  +" - 5 & "* - %"-  -  -&$""- 1 ) $/ $/ $/ $/ $/ $/ $/ 3/26 4/3 2 .0/ 222 ./2.6 .25 3 0.(  41(0 46(6 .15  46 6144 014 5. 5.2 ..30 40162 41..5 0.(1 42(/ .0(  ./0 632. 4/5 6/ /3 2/5 21.53 ./ 12 02(1 44(/ 44(1 4..  +, 7 $("" .................. L a u n a k o s t n a ð u r s e m h l u t f a l l a f e i g i n i ð g j ö l d u m e r a ð e i n s 1 1 % h j á T M e n u m 1 61 ⁄2 % h j á h i n u m f é - l ö g u n u m t v e i m u r. .................. Sjóvá-Almennar tryggingar hafa hækkað um 38% frá áramótum. Tryggingamiðstöðin hefur á sama tímabili hækkað um 26% og Vátryggingafélag Íslands um 22%. 6 B FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFJÁRFESTINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.