Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 2
V IÐ ERUM stödd í Grund- arfirði. Þar eru Runólfur Guðmundsson og aðstoðar- maður hans, Tryggvi Haf- steinsson, að hífa nokkur tonn af frosinni loðnu um borð í gamlan eikarbát. Við klöngrumst um borð og það er siglt út á fjörðinn aust- anverðan. Runólfur er að fara að fóðra gæludýr- in sín, 35.000 þorska, sem kannski má einnig kalla gullfiska. Runólfur fitar fiskinn fyrir slátr- un í haust, en þá eiga 65 tonn að vera orðin að 130 og þennan fisk ætla Runólfur og félagar bjóða Svíum í jólamatinn í vetur fyrir hátt verð. Það sýður og kraumar í kvínni Það er óneitanlega svolítið sérstakt að gamall togarskipstjóri sé farinn að fóðra þann gula í kví- um upp í landsteinum, en þegar við komum út að fyrstu kvínni, skilur maður betur um hvað málið snýst. Þorskurinn veit hvað er á seyði og veður í yfirborðinu eins og ránfiskur úr Amasonfljóti, sem getur látið heila belju hverfa á augabragði. Það sýður og kraumar í kvínni og ekki verða læt- in minni þegar loðnunni er fleygt í fiskinn. Um 1,4 tonn fara í kvína og loðnan gengur vel í fisk- inn. Runólfur segir að þetta sé vænstu grey, róleg og gæf og ekki ber á öðru. Runni, eins og hann er kallaður, hefur tekið ástfóstri við þann gula og þegar hann nær í einn vænan til að sýna strýkur hann á honum kviðinn af varfærni og sá guli læt- ur sér það lynda, þótt á þurru sé. Það er engu lík- ara en þeim þyki vænt hvorum um annan og séu gamlir vinir. Sóknarfæri í þorskeldinu „Við sáum þarna einhverja möguleika, sem við töldum rétt að prófa,“ segir Runólfur Guð- mundsson. „Við töldum að það fælist ákveðið sóknarfæri í þorskeldinu á sama tíma og kvótinn var stöðugt að dragast saman. Það er um tvö ár síðan við ákváðum þetta. Á síðasta fiskveiðiári fengum við úthlutað 50 tonnum og 30 til viðbótar á þessu fiskveiðiári, sem nú er að ljúka. Við feng- um að flytja heimildirnar frá því í fyrra yfir á þetta ár og byrjuðum svo í vetur á því að safna fiski. Það hefur hins vegar valdið okkur nokkum vanda, eins og öðrum, hve seint þessum heim- ildum er úthlutað. Það var komið fram í júlí, þeg- ar menn vissu loksins hvort og hve mikið þeir fengju að veiða, en þá var búið að tapa stórum hluta eldistímans, sem er frá því í marz og fram á haustið. Auk þess er það mjög slæmur tími að vera að veiða þorskinn um sumarið. Hann er full- ur af æti, sjórinn er heitur og því þolir fiskurinn hnjaskið mjög illa. Það er hins vegar lyginni lík- ast hve vel okkur gekk að veiða fiskinn í vetur. Það liggur mikil undirbúningsvinna að baki því að hefja svona eldi og því er það mikilvægt að úthlutun komi það snemma að menn fái nægan tíma til undirbúning og eldistíminn tapist ekki eins og í ár. Þetta er í raun eins og að spila í lottó. Þegar maður veit ekkert er ekki hægt að leggja út í miklar fjárfestingar. Það skiptir miklu máli hvernig fiskurinn til eldisins er veiddur. Nauðsynlegt er að komast hjá eins miklum afföllum og hægt er, en þau eru anzi mikil þegar fiskurinn er veiddur í dragnót eins og flestir hafa gert. Veitt í gildrur Við vorum lengi búnir að velta fyrir okkur að veiða þorskinn í gildrur eins og Akureyringarnir voru fyrstir til að reyna. Við keyptum okkur því kanadískar leiðigildrur og fengum svo mann þaðan til að kenna okkur þetta. Við keytpum þrjár og ætluðum að koma þeim öllum í sjóinn, en það viðraði stöðugt svo illa að við komum bara einni gildru niður. Við gátum svo ekki vitjað um hana fyrr en eftir átta daga og þá var hún orðin full af fiski, 20 til 25 tonn. Við vitjuðum svo um hana fjórum sinnum til viðbótar og þá vorum við búnir að fá rúmlega þessi 50 tonn sem við höfðum feng- ið leyfi fyrir, svo hinar tvær gildr- urnar fóru ekkert í sjóinn. Við urð- um svo að bíða næstu úthlutnar fram á mitt sumar til að taka það sem við fengum í ár, 30 tonn, sem var afar bagalegt og náðum ekki að klára úthlutunina því fiskurinn var geng- inn af svæðinu. Ekkert ódýrt drasl Kostnaðurinn er svo mikill, því hver kví kostar fleiri milljónir ef þetta á að vera almennilegt. Það þýðir ekkert að nota eitthvert ódýrt drasl. Við ákváðum að nota aðeins það sem við þekktum og vissum að væri bezt og notuðum þar reynzlu okkar af sjómennskunni. Þess vegna ákváðum við að vera með dynex-ofurefnið frá Hampiðj- unni í næturnar í kvíarnar, en ætli það sé ekki allt að sjö sinnum dýrara en venjulegt nótaefni. Við erum með þann öflugasta útbúnað sem um getur í fiskeldi, með dynexinu og síðan sérstök- um botnhring í kvíunum sem heldur nótinni allt- af opinni og á sínum stað Það er allt of algengt a vegna þess að búnaðuri Við ákváðum að tryggj með bezta fáanlega bún brenndir af fyrri reynsl okkur mikið fé. Ekkert að handfjatla Aðstæður geta líklega h og aðferðin við að ná ho lega góð. Við fluttum fis unarkví með því að saum gerum við þegar við tö arkvínni yfir í eldiskvíar verið að handfjatla fiski milli og því voru afföllin e fiskar. Það var þrátt fyri væri mjög horað þegar v næstum því viss um það fiski hefði ekki klárað sig blómstrar hann í kvíunum Gildran er í raun bara lagt er út frá landinu, endar svo í gildrunni se með opi. Fiskurinn kem syndir meðfram því þar unni og ratar ekki út aft hringi þar eins og í kvíun Tæp tvö kíló Við þurfum svo að finna mikið af fiski og þurftum Gæft og yndi Þorskeldi við Ísland virðist vera að vaxa fiskur um hrygg. Fjölmargir aðilar hafa byrjað á áframeldi á veiddum þorski og hug- myndir eru uppi um seiða- eldi í framtíðinni. Hjörtur Gíslason kynnti sér gang mála hjá Guðmundi Runólfs- syni hf. á Grundarfirði, en þar veiða menn þorskinn í gildru. 2 C FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU UMFANGSMIKLAR skipulags- breytingar koma til framkvæmda hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi ehf., dótturfélagi Eimskipafélags Íslands, 1. september næstkomandi. Markmiðið með breytingunum er að skerpa ábyrgð stjórnenda fé- lagsins, auka skilvirkni í allri starf- semi og lækka kostnað í rekstri. Rekstur Brims fer að mestu leyti fram innan dótturfélaganna þriggja Haraldar Böðvarssonar hf. (HB), Skagstrendings hf. og Út- gerðarfélags Akureyringa hf. (ÚA). Í skipulagsbreytingunum felst aukin samhæfing í sölu- og mark- aðsmálum félagsins þar sem tryggt verður að ímynd og áherslur bygg- ist á rekstri fyrirtækjasamstæðu undir merki Brims. Tilgangur breytinganna er einnig að gera Brim sýnilegra sem félag samstæð- unnar og sem vörumerki þeirra af- urða sem félögin framleiða. Fram- leiðslustarfsemin fer áfram fram innan einstakra félaga Brims- samstæðunnar eins og verið hefur. Breytingar á yfirstjórn Veigamestu breytingarnar á skipu- laginu og stjórnunarstöðum eru þær að Guðbrandur Sigurðsson lætur af störfum sem fram- kvæmdastjóri ÚA og verður fram- kvæmdastjóri Brims ehf. og stjórn- arformaður dótturfélaga Brims. Sturlaugur Sturlaugsson lætur af störfum sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri HB og verður aðstoð- arframkvæmdastjóri Brims í fullu starfi. Jón Hallur Pétursson lætur af störfum sem fjármálastjóri ÚA og verður fjármálastjóri Brims, auk þess að sinna ýmsum þróun- arverkefnum og upplýsingatækni- málum. Framkvæmdastjóri, aðstoð- arframkvæmdastjóri og fjár- málastjóri Brims, verða allir starfs- menn Brims og mynda framkvæmdaráð félagsins. Þeir sitja jafnframt í stjórnum dótt- urfélaga Brims, en áður voru ut- anaðkomandi aðilar að hluta í stjórnum dótturfélaga. Gunnar Larsen, sem hefur verið framleiðslustjóri ÚA, mun taka við starfi framkvæmdastjóra Útgerð- arfélags Akureyringa hf. Aðrar breytingar gegna fyrst og fremst því hlutverki að bæta samhæfingu og yfirsýn í rekstrinum og að gera félagið betur í stakk búið til að tak- ast á við verkefni erlendis hvort sem um er að ræða sölu- og mark- aðsmál eða verkefni á sviðum veiða og vinnslu. Önnur áhersluatriði Rækjuvinnsla félagsins verður öll á ábyrgð Skagstrendings hf. Útver sem sérstök afkomueining verður felld niður en í þess stað munu er- lendu félögin falla undir viðkom- andi afkomueiningar. Ný félög er- lendis og/eða erlend verkefni í þróun, t.d. Boyd Line, sem og inn- lend þróunarverkefni í þróun falla undir sérstakt svið „Nýsköpun og þróun“. Dótturfélög Brims verða rekin sem sjálfstæðar afkomueiningar með það að leiðarljósi að hámarka arðsemi Brims. Rekstur HB skiptist í þrennt, þ.e. mjöl og lýsi, sjófrysting og rekstur ísfisktogara og landvinnsla með áherslu á karfa og ufsa. Fram- kvæmdastjóri HB er Haraldur Sturlaugsson. Rekstur Skagstrendings skiptist í sjófrystingu og rækjuvinnslu á Skagaströnd og Hólmavík. Fram- kvæmdastjóri Skagstrendings er Jóel Kristjánsson. Rekstur ÚA skiptist í tvennt, sjó- frystingu og rekstur ísfiskskipa og landvinnslu, með áherslu á þorsk og ýsu. Framkvæmdastjóri ÚA er Gunnar Larsen. „Þessar breytingar eru liður í því að ná fram aukinni hagkvæmni af rekstri Brims. Verið er að styrkja stjórnun og ábyrgð og tryggja ýtr- ustu hagkvæmni í rekstri. Skipulag félaga þarf að vera í stöðugri end- urskoðun og áfram verður unnið að ýmsum hagræðingarverkefnum hjá félaginu og sókn til nýrra tæki- færa, einkum á erlendum mörk- uðum. Þessa breytingar munu skila fé- laginu betri fjárhagslegum árangri og skilvirkni í rekstri enda nauð- synlegt við núverandi aðstæður í sjávarútvegi að leita allra mögu- legra leiða til hagræðingar og vaxt- ar,“ segir í tilkynningu frá Brimi.                      !" # $ %   &' ( %   % )  *"     )  + , -      . ) /001                              ! "  2#   2$  # $  2 #, 2#, 2, 333 2) 45 23  265 ! "  2')7 2) 5 2)7   $  28 29 2 2  2* : %  2 2  ,  $  2'  2; !    2' ) 2(  2  )4 )  < & 2: 5 2*!, 2  ,    " 2#  ) 2 )7   ' 23<)  4 )# =)<! 2)<!# % )<!  7 (  2# <)  2# 7( ) 2+    Miklar skipulags- breytingar hjá Brimi                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0          )  >= 7  75 )  #       ""      )    "     *+, - ./,  0  .112 4  ?   4     ,  (                  31/ 4/5 4.+ .+2 36/ 3// 316 70 ' "      #"" 8   9   : #        #""   :                                             =  *"    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.