Morgunblaðið - 28.08.2003, Side 3

Morgunblaðið - 28.08.2003, Side 3
ð í sjónum. að menn séu að tapa fiski inn er ekki nógu góður. a okkur fyrir óhöppum naðinum, enda erum við lu í laxeldi sem kostaði a fiskinn hvergi verið betri en hér onum í gildruna er virki- kinn úr gildrunni í söfn- ma göng á milli og sama kum fiskinn úr söfnun- rnar. Það er því ekkert inn, hann syndir bara á engin að segja má, örfáir ir að megnið af fiskinum við veiddum hann. Ég er ð að stór hluti af þessum g úti í náttúrunni, en nú m hjá okkur. a eins konar lagnet, sem sex faðma djúpt. Þetta em er eins konar kassi mur svo að leiðinetinu, r til hann lendir í gildr- tur, heldur syndir bara í num. a út hvað við erum með m því að vigta hann. Til þess notuðum við sérhannaða vog frá Pólnum, sem vinnur á svipaðan hátt og sjóvogirnar. Vog- in er hengd í krana og síðan erum við með háf og háfum fiskinn upp, látum sjóinn síga af og vigt- um fiskinn, sem síðan er sleppt í kvína aftur. Þannig vitum við hve mikið er í kvíunum og nokkurn veginn hve margir fiskarnir eru. Fiskurinn sem við tókum inn í vor var tæp tvö kíló. Eftir níu vikur hafði hann aukið þyngd sína um 38% og hann á að vera búinn að tvöfalda þyngd sína við slátrun. Við fáum því vonandi 130 tonn úr 65 tonna kvótanum okkar. Fiskurinn byrjaði að taka fóður strax og það skipti miklu máli en hann fær eingöngu loðnu. Það hefur ver- ið svo heitt í sjónum í ár að hitinn var orðinn mjög góður strax í apríl.“ Svarar þetta kostnaði? „Já, þetta á að skila tekjum þegar fram í sæk- ir. Stofnkostnaðurinn er geysilegur enda fórum við dýrustu leiðina sem við fundum til að hafa allt eins öruggt og hægt er. Við erum að feta okkur áfram og erum alltaf að læra. Aðstæðurn- ar eru góðar og auðvelt að veiða fiskinn í gildruna. Við vonumst því til að fá frekari úthlutanir til áframeldisins, en það verður að úthluta í upphafi árs framvegis svo eitt- hvert vit verði í þessu og helmingur eld- istímans tapist ekki eins og í ár.“ Hvað ætlið þið að gera við fiskinn? „Við höfum komizt í samband við erlenda aðila og Sæplast á Dalvík sem er að skoða smíði fyrir okkur á sérstökum körum með hillum. Við ætl- um svo að reyna fyrir okkur með því að senda út svokallaðan gljáfisk. Þá er fiskurinn slægður og lagður þannig á ís í körin að enginn þungi komi á hann. Þá er bara eitt lag af fiski á ís í einu og hill- ur á milli. Fiskurinn verður því mun betri og fal- legri en ella.“ Vill veiða seiði Hvert verður framhaldið á þessu. Fara menn út í seiðaeldi og áframeldi úr því eða halda áfram með þessum hætti? „Ef menn ætla sér út í verulegt þorskeldi hlýt- ur seiðaeldi að vera það sem koma skal. Það verður þá að finna ódýrari leiðir til að framleiða seiðin en er í dag. Spurningin er svo líka hvort ekki borgar sig að veiða seiði eins og Ísfirðing- arnir hafa gert. Það væri mjög æskilegt að menn fengju að þróa þá leið frekar. Ólafur Karvel Páls- son fiskifræðingur sagði við okkur á ráðstefnu í Reykholti að það væri engin skaði að því þó tekin væru nokkur hundruð þúsund seiði til eldis. Ef svo næðist að koma kannski 60% þeirra upp í eldi, væri það miklu betri útkoma en í nátt- úrunni. Ég er viss um að þorskeldi á framtíð fyrir sér. Menn hafa farið blessunarlega rólega í þetta, en ekki vaðið af stað eins og í gamla laxeldisæv- intýrinu. Það er staðið vel að þessu af Hafrann- sóknastofnun og Fiskistofu og við höfum átt mjög gott samstarf við útibú Hafró í Ólafsvík. Á þeim stöðum, þar sem verið er að ala þorsk, er einnig staðið vel að málum og því held ég að út- koman verði nothæf.“ Ætli ég verði ekki að heiman Nú ert þú búinn að streða við það að halda lífinu í 35.000 þorskum og gefa þeim að éta í nokkra mánuði. Er þetta ekki einkennileg staða fyrir þrautreyndan togaraskipstjóra, sem er búinn að elta þann gula út um allt og drepa sem mest af honum? „Það verður allavega erfitt þegar kemur að slátruninni. Ætli ég verði ekki að fara að heiman. Annars er þetta mjög skemmtileg vinna. Maður er að kynnast þorskinum upp á nýtt og ég hef sagt svona í gríni að það ætti að skylda skip- stjórnarmenn á námskeið til að kynnast kvik- indinu áður en þeir hefja veiðar. Þetta eru gæf og yndisleg húsdýr. Hér eru þetta kölluð gælu- dýrin hans Runna. Maður fær svona aðrar til- finningar til þorsksins eftir að hafa kynnzt hon- um svona. Maður þekkir þá orðið, suma með nafni, svona eins og góður fjárbóndi þekkir ærn- ar sínar. Amma mín sagði hér áður fyrr að ég hefði átt að verða bóndi en ekki sjómaður. Nú er ég orðinn útvegsbóndi. Það er virkilega gaman að fást við þetta.“ Með 100 manns í vinnu Hvað er annars að gerast hjá fyrirtækinu? „Við erum að gera út tvö skip og vinnum fisk- inn á staðnum, Hring og Helga og höfum mikið verið í karfa í sumar. Við flökum fiskinn, laus- frystum og flytjum út þannig og það hefur geng- ið mjög vel fyrir utan að verðið mætti vera betra og gengi krónunnar er heldur hátt. Við erum með 100 manns í vinnu og vinnum alla daga til þrjú á daginn, nema yfir hásumarið, þegar gefið er sumarfrí í mánuð eða svo. “ Guðmundur Runólfsson var lengi fjölskyldu- fyrirtæki, en fór á markað fyrir nokkrum árum. Nú á hraðfrystihúsið Gunnvör 39% í fyrirtæk- inu, Sjóvá-Almennar 11%, Skeljungur 2,5%. Fjölskyldan á síðan það sem eftir er, tæpan helming. Fjölskyldan stjórnar fyrirtækinu og á tvo menn í stjórn. En á Runólfur von á einhverj- um breytingum á þessu eignarhaldi eða rekstr- inum? „Nei, það hefur verið talað um að halda þessu óbreyttu enn um sinn að minnsta kosti.“ Uppgangur í plássinu Runólfur segir að það sé mikil vinna í Grund- arfirði og uppgangur í plássinu. Hann þakkar það meðal annars þremur öflugum fiskvinnslu- fyrirtækjum, Guðmundi Runólfssyni, sem er í frystingu, Soffaníasi Cecilssyni, sem gerir út þrjú skip og er í saltfiskvinnslu og Fiskiðjunni Skagfirðingi, sem er í rækjuvinnslu. „Það eru 17 íbúðir í byggingu og síðan á að fara byggja hér framhaldsskóla fyrir Nesið. Hér er góður hópur iðnaðarmanna. Við erum með mjög góða höfn og lág þjónustugjöld, sem skilar sér í auknum um- svifum og framtíðin er því björt á Grundarfirði,“ segir Runólfur Guðmundsson. islegt húsdýr hjgi@mbl.is Morgunblaðið/Hjörtur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 C 3 NÚR VERINU Allt til línu- og handfæraveiða Línur, krókar, ábót, beitningavélar, handfæravindur o.fl. Sími 898 7127 Skútuvogi 6 www.sjo.is LEIÐIGILDRUR fyrir fisk hafa verið notaðar við Kanada áratugum saman en slíkar gildrur munu upp- runnar í Japan. Meðan þorskveiðin var sem mest við Nýfundnaland var gífurlega mikið af þorski veitt í slíkar grildrur. Leiðinet er lagt út frá landi og liggur það út í gildruna sjálfa, sem er eins konar kassi, að mestu lok- aður. Fiskurinn kemur að leiðinet- inu, kemst ekki í gegn og gengur meðfram því þar til að hann kemur að gildrunni. Hann kemst auðveld- lega inn, en ratar ekki út og fer þá að synda í hringi í gildrunni. Fisk- urinn er svo sóttur í gildruna eftir því sem í hana kemur. Sé verið að taka fisk til slátrunar má háfa hann upp, en þegar hann er tekinn til áframeldis er bezt að setja nethólk á milli gildrunnar og kvíar sem færð er að gildrunni. Síðan er þurrkað að fiskinum í gildrunni og hann syndir þá einfaldlega inn í kvína. Veitt í gildru     VÍÐTÆK könnun meðal pólskra sjómanna og útgerð- armanna hefur leitt í ljós að þeir telja inngönguna í Evrópusam- bandið bæði fela í sér ákveðin tækifæri og ógnanir. Könnunin náði til helmings svokallaðra sjálfstærða sjómanna. Nær allir, 98,6%, töldu ástand í sjávarútvegi við Eystrasaltið vera mjög slæmt. Aðalástæðan væri minnkandi landanir vegna hnign- andi fiskistofna, aðallega þorsks, og lágt verð á fiskmörkuðum í helztu höfnum við Eystrasaltið. Um 12% sögðu slæma stöðu til- komna vegna stöðugs nið- urskurðar á árlegum aflaheim- ildum sem hefðu leitt til þess að veiðarnar væru óarðbærar og sjó- menn hefðu ekki nægar tekjur af þeim til að framfleyta sér. Því væri þeim nauðugur sá kostur að finna sér aukavinnu, sérstaklega yfir sumarið, þegar þorskveiðar eru bannaðar, án þess að bætur komi fyrir. Á hinn bóginn töldu aðeins 6% að staðan væri slæm vegna óheppilegra reglugerða eða slæmrar fiskveiðistjórnunar. Aðeins 10% voru ánægð með þá skilmála sem þeir þurftu að ganga að við inngönguna og 44% töldu þessi skilyrði sér óhagstæð. Um 38,5% töldu að sjómönnum í Póllandi myndi fækka verulega vegna inngöngunnar í EB. Minnihluti sjómanna lítur björt- um augum til rausnarlegra styrkja frá Evrópusambandinu, aukningar aflakvóta og samræm- ingar reglugerða og laga í sjáv- arútvegi og telja þetta koma pólskum sjávarútvegi til góða. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni eiga eða er á bátum sem eru 25 ára eða eldri. Um 36,4% þeirra eru tilbúnir til að hætta útgerðinni gegn úrelding- arstyrkjum. Loks töldu 70% að- spurðra að þeir myndu missa pláss sín eftir inngönguna í EB, en aðeins helmingur þeirra var tilbúinn til að mennta sig til ann- arra starfa. Tækifæri og ógnanir RAÐAUGLÝSINGAR BÁTAR/SKIP Dragnótabúnaður til sölu 10 tn dragnótaspil ásamt stýribúnaði og álagsstýringu. 1 stk. voðavinda. Búnaðurinn er ónotaður. Upplýsingar í síma 893 0011.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.