Morgunblaðið - 28.08.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 28.08.2003, Síða 4
     )  @    '       )  @   '      )  @   '       )  @   '   .AB1 CB/ ADBE /FBG /ABA .DGBG /B0 //BA FCBE /BA CBE 1FBD  ! .1/ *33 *63 32 /5 35 .5 .+ 2* +. 4* 61      ?   H  9 $     4) (5   4) (5     4) (5 /G0 /G0 //0 /00 .D0 .C0 .G0 ./0 .00 .C0 .G0 ./0 .00 D0 C0 G0 /0 0 .C0 .G0 ./0 .00 D0 C0 G0 /0 0 G00 1F0 100 /F0 /00 .F0 .00 F0 0           ; " <  =       I I I 2.,, 2/,,22,,21,,.5,, 2*,, 2.,, 2/,,22,,21,,.5,, 2*,, 2.,, 2/,,22,,21,,.5,, 2*,, 2.,, 2/,,22,,21,,.5,, 2*,, 2.,, 2/,,22,,21,,.5,, 2*,,  "#  $%& '   ).11B.     , ,  // :  4)) '    //GI B ( .GC I  .D.I   ) )! )  ( "& '   )/CGBA    -51G ? /1/B/   ./FI )   ./BE   FAI )                  >     /E. /.A .D. /.A .G/ EE % /1/ ./A VIÐBRÖGÐ Breta við veiðum okkar Íslendinga á 38 hrefnum í vísindaskyni eru athyglisverð. Það kemur ekki á óvart að veiðarnar veki andúð umhverfisverndarsinna og ýmissa háttsettra embættis- og stjórnmálamanna. Með því slá mestu mengunarvaldar við Norðursjó sig til riddara sem náttúruverndarsinnar og verndarar hvala í útrýmingarhættu! Það hefur hver og einn sinn fulla rétt til að hafa skoðanir á um- deildum málum eins og hvalveiðum, en þá ættu menn að vera sam- kvæmir sjálfum sér, taka eins á málefnum allra þeirra sem veiða hvali og ekki sízt að segja rétt frá. Í The Guardian í síðustu viku fjallar Paul Brown um hrefnuveið- arnar og dregur augljósan taum þeirra, sem eru á móti veiðunum og fer víða frjálslega með staðreyndir. Hann fullyrðir til dæmis að milljónir manna hafi hætt að borða íslenzkan fisk vegna velheppnaðrar áróð- ursherferðar Grænfriðunga áður en Íslendingar hættu hvalveiðum fyrir 14 árum. Herra Brown til upp- lýsingar hljóta þá jafnmargar milljónir að hafa byrjað að borða fiskinn okkar á sama tíma, því ekki var um samdrátt í útflutningi sjávarafurða að ræða á þessum árum. Það hefur aldrei komið til samdráttur svo nokkru nemi á þessum útflutningi nema vegna sveiflna í afla. Birgðasöfnun hefur stundum verið nokkur, aðallega vegna efnahagsástands í viðkomandi viðskiptalöndum og hás verðs á þeim gæðafiski sem héðan kemur. Brown skrifar einnig að Bretar séu háðir innflutningi á íslenzk- um fiski en í fyrra hafi Bretar flutt inn 12.000 tonn af fiski frá Ís- landi. Herra Brown enn á ný til upplýsingar, fluttu Breatar inn 17.500 tonn af ferskum fiski frá Íslandi á síðasta ári, 25.800 tonn af frystum fiski, 18.900 tonn af tilbúnum réttum, fyrst og frremst rækju og 77.200 tonn af fiskimjöli og lýsi. Af einstökum botn- fisktegundum keyptu Bretar 25.500 tonn af þorski og 9.000 tonn af ýsu frá Íslandi. Þessar upplýsingar liggja fyrir hjá brezku stofn- uninni The Sea Fish Industry Authority (Seafish) og eru öllum að- gengilegar. Það er sérkennilegt að nú eigi að ráðast gegn Íslandi en láta Færeyjar, Noreg og Rússland í friði, en þessar þjóðir veiða allar margfalt meira af hval en Íslendingar og gera það allar í atvinnu- skyni. Íslendingar eru aðeins að leyfa sér að rannsaka áhrif hrefn- unnar á aðra þætti lífríkisins í hafinu umhverfis landið. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvalveiðar í atvinnuskyni. Ákvörð- un um hvort svo verði verður tekin að loknum þeim vísindalegu rannsóknum sem taldar eru nauðsynlegar til að meta fyrrgreind áhrif hvala á lífríkið. Enn er rétt að upplýsa herra Brown um það hvað mikið af fiski Bretar kaupa af hvalveiðiþjóðunum fjórum. Á síðasta ári keyptu Bretar 46.800 tonn af ferskum fiski frá Færeyjum og Íslandi af 89.100 tonnum samtals. Það er tæplega 53% alls innflutnings en mun hærra hlutfall botnfisks þar sem inni í heildartölunni er inn- flutningur 25.000 tonna af ferskum fiski frá Írlandi, en uppistaða þess er makríll. Á síðasta ári keyptu Bretar 102.000 tonn af fryst- um fiski frá Íslandi, Færeyjum, Noregi og Rússlandi. Það eru 54% af öllum innflutningi Breta á frystum fiski. Á síðasta ári keyptu Bretar 129.600 tonn af fiskimjöli og lýsi frá Íslandi og Noregi. Það er 52% af heildarinnflutningnum. Á síðasta ári keyptu Bretar 84.900 tonn af þorski frá fyrrgreindu þjóðunum fjórum. Það var 71,2% innflutningsins. Sama ár keyptu Bretar 38.900 tonn af ýsu frá þessum löndum. Það var 80% heildarinnar. Það er leitt til þess að vita að menn halli svo réttu máli sem herra Brown gerir. Það er hægt að fyrirgefa honum að hafa ekki vitað hvenær Ísland varð lýðveldi, enda skiptir það ekki máli í þessu til- felli og telst varla til vísvitandi rangfærslna. Flest annað gerir það. Herra Brown fullyrðir að það séu nánast engar hrefnur í Norð- ursjó og það sé af mannavöldum. Það er ekkert vitað hve margar hrefnur eru í Norðursjó, því Bretar hafa komið í veg fyrir hvala- talningar innan lögsögu sinnar í Norðursjó. Engu að síður veiða Norðmenn hluta af hrefnukvóta sínum í Norðursjó. Hrefnan er því ekki alveg horfin þaðan, en ef svo væri, mætti líklega kenna brezkri mengun um það. Herra Brown skrifar einnig um mengun í hvalkjöti. Deilt hefur verið um hve mikil hún er en hæfilegt hvalskjötát mun ekki skaða nokkurn mann. Engu að síður gerir Brown því skóna að mengun í hvalkjöti komi í veg fyrir útflutning á því. Hann klykkir út með því að segja að það væri kaldhæðnislegt ef mengun á jörðinni yrði til þess að bjarga hvölunum. Honum er líklega kunnugt um hvaðan þessi mengun kemur og er kannski hreykinn af því. Verði Bretar sjálfum sér samkvæmir ættu þeir að hætta inn- flutningi á öllum vörum frá öllum hvalveiðiþjóðum, en hvernig þeir ætla að bæta sér upp allt að 200.000 tonna innflutningstap á fiski á ári hlýtur að verða nokkur höfuðverkur. Ekki sækja þeir þann fisk í Norðursjóinn. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason Rangfærslur og tvískinnungur Breta Það er hægt að fyrirgefa honum að hafa ekki vitað hvenær Ísland varð lýðveldi. hjgi@mbl.is ÍSLENDINGAR eru jafnt og þétt að auka hlut- deild sína á heimsmarkaðnum fyrir frysta síld eftir að þeir fóru að frysta síldina um borð í fiskiskipum. Þetta hefur meðal annars leitt til minnkandi hlut- deildar Norðmanna á markaðnum fyrir frysta síld í Póllandi og kenna þeir undirboðum Íslendinga um. Teitur Gylfason, sölustjóri SÍF fyrir Austur- Evrópu, segir það af og frá að Íslendingar stundi undirboð. Norðmenn ákváðu í vikunni lágmarksverð á síld til manneldis og er þar um nokkra lækkun frá síðasta gildandi verði að ræða. Kári Ludvigsen, aðstoðarframkvæmdastjóri Sildelaget, samtaka síld- arseljenda, segir að það sé mikið framboð af ódýrri síld frá útlendingunum, sérstaklega síldarflökum og því hafi verið errfitt að ná samkomulagi um verðið. Lágmarksverð á síld 300 grömm að þyngd og stærri til manneldis í Noregi verður því nú 2,50 krónur norskar, en var 3,30. (26,75 og 35,30 íslenzk- ar krónur). Verðið lækkar svo eftir því sem síldin smækkar. Norðmenn eiga nú eftir 320.000 tonn óveidd af síldarkvóta þessa árs og er reiknað að það skili 6,4 milljörðum íslenzkra króna upp úr sjó. Teitur Gylfason segir, að Norðmenn búi við heima- tilbúinn vanda sem byggist á stórundarlegu verðlagn- ingarkerfi, þar sem lítið sem ekkert samhengi sé á milli verðs á síld upp úr sjó og markaðsverðs á afurð- unum. Þeir verði að líta í eigin rann og leita þar or- saka þeirra erfiðleika sem þeir eigi við að stríða. Teitur segir að vissulega hafi framboð á freðsíld héðan frá Íslandi aukizt með tilkomu vinnsluskipanna og vegna hagræðingar í vinnslunni í landi. Það sé hins vegar þannig á heimsmarkaðnum fyrir síld að verð ráðist af framboði og eftirspurn. Sé framboðið mikið verði menn að sætta sig við lægra verð og svo öfugt þegar eftirspurn er um- fram framboð. „Verðið á síldinni ræðst einfaldlega af stöðunni á mörkuðunum hverju sinni. Það er af og frá að hér séu menn að stunda einhver undirboð og ég veit ekki betur en að þeir sem hafa verið að frysta síld hafi verið að hagnast á því. Markaðirnir fyrir frysta síld eru þokkalegir og við erum reyndar farnir að selja meira af síld austar í Evrópu en í Póllandi eins og Rússlandi og Úkraínu,“ segir Teitur Gylfa- son. Engin undirboð á síld Lágmarksverð á síld til manneldis lækkar í Noregi ÖRYGGISMÁLIN eru í fyrirrúmi í Grundarfjarðarhöfn, en þar hafa einnig verið miklar framkvæmdir undanfarin ár og er aðstaðan við höfnina með því bezta sem gerist. „Við leggjum mikla áherzlu á ör- yggismálin hér við höfnina,“ segir Hafsteinn Garðarsson hafn- arvörður í samtali við Verið. „Við vorum til dæmis fyrsta höfnin sem gaf út sérstaka öryggishandbók fyrir hafnir. Siglingastofnun hefur stuðzt við þessa bók okkar og nú stendur til að lögleiða notkun slíkra bóka fyrir allar hafnir ásamt öryggisplani sem við höfum einnig sett upp fyrstir manna. Við tókum svo upp þá venju fyrir nokkrum árum að lána pollunum björg- unarvesti þegar þeir koma á bryggjuna að veiða. Átta metra dýpi Það hafa verið miklar fram- kvæmdir hjá okkur en fyrir þrem- ur árum byrjuðum við á stækkun á norðurgarðinum. Hann hefur verið lengdur um 100 metra og dýpi við hann er átta metrar við stór- straumsfjöru. Við bryggjuna er 4.000 fermetra steypt plan og hef- ur það gjörbreytt allri aðstöðu hjá okkur, til dæmis fyrir gámaflutn- inga og fleira. Þá hefur þetta leitt til fjölgunar skemmtiferðaskipa hér. Nú er síðasta skip ársins hérna og það er hið áttunda í sum- ar. Í fyrra voru skipin fimm og þrjú árið þar áður. Við bjóðum upp á góðar aðstæður og þess vegna koma stóru skipin. 15.000 tonn í fyrra Þetta skapar líka aukatekjur fyrir höfnina en fiskiskipum hefur fækk- að. Það er þó nokkuð um aðkomu- skip á haustin og veturna sem eru þá aðallega að fiska í gáma. Það var landað um 15.000 tonnum af fiski hérna í fyrra, en 16.000 tonn- um árið þar áður og það var lang- stærsta árið hérna. Það sem af er þessu ári er það nokkru minna. Nú bætast við um 1.200 tonn við kvóta heimamanna á nýja fiskveiðiárinu, en á móti töpum við skelinni. Það er töluvert áfall fyrir byggð- arlagið. Fiskiðjan Skagfirðingur er því eingöngu að vinna rækju og hefur svo verið frá áramótum. Það er ýmist unnið af heimabátum eða innflutt iðnaðarrækja. Svo eru Soffanías Cecilsson hf. og Guð- mundur Runólfsson hf. með stöð- uga og góða fiskvinnslu allt árið nema yfir blásumarið, þegar lokað er. Svo það er töluvert að gera. Auk þess eru hér tveir litlir verk- endur og loks eru hér að hefjast veiðar og vinnsla á beitukóngi. Það er mjög líflegt hjá okkur á haustin og veturna og það skapast af því hvað við erum með góða þjónustu hérna. Það er flutningafyrirtæki á staðnum, við bjóðum upp á ís, hér er þjónusta við fiskileitar- og sigl- ingatæki og allt er þetta á góðu verði,“ segir Hafsteinn Garð- arsson. Morgunblaðið/Hjörtur Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins lætur úr höfn í Grundarfirði. Bæjarbúar kvöddu það með virktum. Öryggis- mál í fyr- irrúmi Hafsteinn Garðarsson, hafnarvörður í Grundarfirði, við öryggisplanið fyrir höfnina. Á því má sjá hvar bjarghringi, stiga, vatn og fleira, sem heyrir til öryggisbúnaði, er að finna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.