Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 35

Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 35 ✝ Þorsteinn Berg-mann fæddist í Keflavík 14. júní 1914. Hann andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Víðihlíð 22. ágúst síðastliðinn. Þorsteinn var sonur hjónanna Guðlaugar Karitasar Berg- steinsdóttur, f. 10. maí 1884 d. 22.2. 1952, og Stefáns Magnússonar Berg- mann, f. 9.9. 1885 d. 17.1. 1969. Systkini Þorsteins eru Jóhann Bergmann, f. 18.11. 1906, d. 4.2. 1996, Guðrún Berg- mann, f. 27.10. 1908, d. 27.4. 1989, Hreggviður Bergmann, f. 13.2. 1911, d. 22.12. 1978. Anna Berg- mann, f. 31.5. 1920, d. 1.3.2003, og Stefanía Bergmann, f. 19.8. 1922. Þorsteinn kvæntist Sigríði Gísla- dóttur, f. 20.5. 1915, þau eiga þrjá syni; 1) Sigurður Bergmann, f. 14.4. 1943, d 27.12. 1990, Magnús Bergmann, f. 14.4. 1943, og Gunn- ar Bergmann, f. 11.6. 1945, kvæntur Önnu Gunnarsdóttur. Þorsteinn og Sigríð- ur slitu samvistum. Seinni kona Þor- steins var Valgerður Ingimundardóttir frá Garðstöðum í Garði, f. 25.6. 1915, d. 2.5. 2002. Sonur þeirra er Bjarni Bergmann, f. 17.4. 1959. Fyrir átti Valgerður þrjár dæt- ur, þær eru Erna, f. 28.5. 1934, Unnur, f. 9.8. 1937, d 2.1. 1994, og Ingibjörg, f. 28.5. 1940, Geirmundsdæt- ur. Barnabörnin eru þrjú og barna- barnabörnin eru sex. Þorsteinn ól allan sinn aldur í Keflavík. Hann starfaði hjá föður sínum, bæði til sjós og lands. Hann hóf störf hjá Olíufélaginu h/f á Keflavíkurflugvelli 1947 og starf- aði þar nærfellt í 40 ár. Hann stundaði einnig sjómennsku með syni sínum Bjarna á meðan heilsa leyfði. Útför Þorsteins verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Með þessum sálmi langar okkur að kveðja hann Steina, með þakk- læti fyrir allt sem hann var okkur. Guð blessi minningu hans Erna og Ingibjörg. Elsku afi. Nú hefurðu kvatt þennan heim og þykir mér leitt að geta ekki fylgt þér síðustu skrefin. En ég fékk að kveðja þig stuttu áður en þú fórst og ég flutti út. Þú ert eini afinn sem ég hef átt og fengið að kynnast. Þú gafst þér alltaf góðan tíma fyrir mig, skutlaðir mér allt sem ég þurfti að fara og í leiðinni sagðir mér sögur af Keflavík og þá sérstaklega um Bergið. Minnis- stæðast er þó þegar þú sagðir mér frá því að þú hafðir verið sá fyrsti sem var skírður í Keflavíkur- kirkju, ég hef alltaf gaman af að deila því með öðrum. Við áttum góðar stundir saman bæði um há- tíðar og hversdagslega og mun ég minnast þín sem sterks persónu- leika og skemmtilegs manns sem hafði mikinn lífsvilja. Ég kveð þig, afi minn, með minninguna um þig í hjarta mínu, með þig kýlandi í lófann á þér í dyragættinni og hrjótandi í stóln- um þínum yfir sjónvarpinu. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð veri með þér, afi minn, kveðja, Vala May. Mig langar að skrifa nokkrar línur um hann afa minn, besta afa í heimi. Ég varð þeirrar lukku að- njótandi að fá að alast meira og minna upp á Vesturgötunni og kynntist honum því vel. Fyrir mér voru þau gimsteinar, ávallt reiðubúin fyrir mig, sama hvað það var. Amma kenndi mér margar bænir og ljóð og afi fullt af sögum, bæði úr hans uppeldi og ævintýri, ein var um það hvernig hann hætti að reykja pípu og var hún sögð með miklum tilþrifum, eiginlega eins og leikrit, hann sagðist hafa hætt snögglega og brotið pípuna því hann hafði fundið það að hann væri að verða undir í áflogum sem þeir væru stundum að gamna sér við í vinnunni, í kjölfarið fylgdu oft bollaleggingar um hvernig ætti að rota manneskju í neyð, bara rétt dúnka á hökubroddinn á hlið og þá mundi hún ekki slasast, bara rot- ast. Já það var gaman að fylgjast með honum afa. Það var alltaf margt í gangi í kringum þau ömmu og afa, á veturna var farið með okkur á þotu og skauta og var hann afi, þá um sextugt, mjög klár á skautum, þeyttist um á mikilli ferð. Svo voru það ísrúntarnir sem oft var farið á sunnudögum og margir stuttir rúntar með nesti, til dæmis í veiði eða lengri ferðir með tjaldið og í bústað á Laugarvatn. Það var mikið stússast í kringum okkur Bjarna, amma var mikil bú- kona, alltaf að baka og elda enda afi mikill matmaður. Seinna þegar ég var farin að búa og börnin kom- in var afi tíður gestur, þurfti að- eins að koma og kíkja á börnin og settist hann alltaf í sama stólinn, sem pabbi hans hafði átt og sem hann svo gaf mér. Um það leyti sem hann hætti að keyra kom hann hjólandi eða fótgangandi og sagðist oft hafa komið við í kirkju- garðinum og heilsað upp á foreldr- ana, hann talaði sérstaklega mikið um móður sína, hvað hún hefði verið einstök kona. Já margar eru minningarnar um umhyggjusaman mann og fljúga þær oft í huga mér, sérstaklega núna þegar ég skrifa þetta með mynd af afa og kertaljós og finnst mér eins og afi sitji hjá mér. Ég bið þess að verk- urinn sem við berum í brjósti okk- ar breytist fljótt í hlýjar minn- ingar. Sigríður Benía. Föstudagurinn 22. ágúst var einn af þessum fallegu sumardög- um. Það kom því ekki á óvart að hann Steini afi skyldi velja þann dag fyrir hvíldina miklu. Það var dýrmætt veganesti að fá að eiga samfylgd með afa í nær- fellt 23 ár og ótal minningar sem að ég mun varðveita í hjarta mínu. Afi var einn af þeim sem að létu sér ekki leiðast. Hann var mjög duglegur að stunda sjómennsku með Bjarna syni sínum, en hana stundaði hann alveg þangað til hann veiktist 85 ára gamall. Þegar hann var ekki úti á sjó þá var hann eitthvað að bauka heimafyrir. Afi var mikið snyrtimenni, vildi hafa allt snyrtilegt í kringum sig. Oftar en ekki þegar keyrt var nið- ur Vesturgötuna þá sá maður afa vera að sópa planið á sumrin og moka snjóinn á veturna. Elsku afi, nú er komið að kveðjustund, ég mun sakna þín al- veg rosalega mikið en ég hugga mig við það að þér líður miklu bet- ur núna. Takk fyrir allt, elsku besti afi… Ég elska þig. Horfðu á sólina og sjáðu að þrátt fyrir sorgir þínar bíður þín bjartur dagur. Þín Jóna Katrín. ÞORSTEINN BERGMANN Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR VALDIMARSSON frá Norðurgarði á Skeiðum, Grænumörk 5, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 30. ágúst kl. 13.30. Rósa Pétursdóttir, Jónas Guðmundsson, Sólveig Jóhannsdóttir, Ragnheiður Eiríksdóttir, Gunnar Haraldsson, Sigmar Eiríksson, Sigríður Ástmundsdóttir, Pétur Eiríksson, Jóna Jónsdóttir, Sævar Eiríksson, Inga J. Finnbogadóttir, Valdimar Eiríksson, Guðbjörg Hrafnsdóttir, Soffía Ellertsdóttir, Tómas Tómasson, barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR SVEINSDÓTTIR frá Ósabakka, Skeiðum, Borgarholtsbraut 24, Kópavogi, lést aðfaranótt miðvikudagsins 27. ágúst. Lilja Ester Ragnarsdóttir, Andrés Einarsson, Jón Birgir Ragnarsson, Helga Dóra Reinaldsdóttir, Gestur Bragi Magnússon, Guðfinna Elín Jóhannsdóttir, Björn Rúnar Magnússon, Brynja Viðarsdóttir og ömmubörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, JÓHANN E. ÓSKARSSON, lést miðvikudaginn 27. ágúst. Lydía Edda Thjell, Finnur L. Jóhannsson, Oddný H. Haraldsdóttir, Garðar Jóhannsson, Sólveig Halldórsdóttir, Vilborg E. Jóhannsdóttir, Sigfús B. Sverrisson, Bryndís E. Jóhannsdóttir, Ármann Halldórsson, Óskar G. Óskarsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR R. INGIMUNDARSON, Álfheimum 4, lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðviku- daginn 27. ágúst. Dóra M. Ingólfsdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Anna Sigurðardóttir, Konráð Jónsson, Erna Sigurðardóttir, Tonny Espersen, Ingi Sigurðsson, Berglind Sigurðardóttir, Atli Sigurðarson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengda- móður, GUÐLAUGAR SIGRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR, Þórunnarstræti 134, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki FSA og heimahjúkrunar á Akureyri fyrir einstaklega góða umönnun. Gunnlaugur Guðmundsson, Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir, Gestur Geirsson, Anna Soffía Gunnlaugsdóttir, Friðrik Guðjón Guðnason. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ERLU GUÐJÓNSDÓTTUR, Árbakka 9, Seyðisfirði. Sigurður Eyjólfsson, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.