Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 40
DAGBÓK
40 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Forester, Bauska og
Silver Whisper koma í
dag. Chiyo Maru no 8,
Trinket, Kristrún,
Hanseduo og Mána-
foss fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Viking kemur í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Bingó í
dag kl. 14.
Árskógar 4. Handa-
vinnustofan opin, pútt-
völlur opinn mánudag
til föstudags kl. 9–
16.30. Bingó.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–12.30 bað, kl. 9–
16 handavinna, kl. 9–
17 fótaaðgerð, kl. 13–
16 frjálst að spila í sal.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 að-
stoð við böðun, hár-
greiðslustofan opin,
púttvöllurinn opin kl.
9–16.30.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–12 applikering, kl.
10–13 opin verslunin.
Bingó.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9.30
gönguhópur, allir vel-
komnir, kl. 9–12 bað,
kl. 9–16 opin vinnu-
stofa. Púttvöllurinn
opinn frá kl. 14.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13 „opið
hús“ spilað á spil.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Billjard kl. 13.30, brids
kl 13. Púttæfingar á
Hrafnistuvelli kl 14–
16.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Dagsferð 3.
sept. Krísuvík,
Strandakirkja, Þor-
lákshöfn, Flóinn Her-
dísarvík , Eyrarbakki,
söfnin og kirkjan skoð-
uð, Stokkseyri, ekið
austur Flóann að
Þjórsá. Léttur hádeg-
isverður í Rauða hús-
inu á Eyrarbakka.
Leiðsögn Pálína Jóns-
dóttir. Upplýsingar og
skráning á skrifstofu
FEB, s. 588 2111.
Krýning Poppeu.
Sumarópera Reykja-
víkur býður fé-
lagsmönnum FEB
gegn framvísun skír-
teinis góðan afslátt á
lokasýningar laug-
ardaginn 30. ágúst og
sunnudaginn 31.
ágúst.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar,
m.a. bútasaumur og
föndur frá hádegi,
spilasalur opinn. S.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, kl. 13.15 brids, kl.
20.30 félagsvist.
Gullsmári, Gullsmára
13. Félagsþjónustan er
opin frá kl. 9–17 virka
daga, heitt á könnunni.
Hraunbær 105. Kl. 9
baðþjónusta, fótaað-
gerð, hárgreiðsla, og
opin handavinnustofa,
kl. 10 pútt.
Hvassaleiti 58–60.
Hársnyrting fótaað-
gerðir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
17 hárgreiðsla, kl. 10–
11 boccia.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–14.30
handavinna, kl. 13.30–
14.30 sungið við flyg-
ilinn við undileik Sig-
urgeirs. Kl. 15 sýna
nemendur Sigvalda
stepp og línudans.
Góðar kaffiveitingar,
allir velkomnir. Kl.
14.30–16 dansað í að-
alsal. Mánudaginn 1.
september byrjar leik-
fimi kl. 11–12 einnig
kennt á fimmtudögum
á sama tíma, leiðbein-
andi Janick Moisan.
Upplýsingar og skrán-
ing í síma 562 7077.
Þjónustumiðstöðin er
öllum opin óháð aldri.
Vitatorg. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerð, kl. 13.30 bingó.
FEBK. Brids spilað kl.
13.15 í Gjábakka.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13, kl. 10 á laugar-
dögum.
Minningarkort
Minningarkort Kven-
félags Neskirkju fást
hjá kirkjuverði Nes-
kirkju, í Úlfarsfelli,
Hagamel 67 og í
Kirkjuhúsinu v/
Kirkjutorg.
Minningarkort ABC-
hjálparstarfs eru af-
greidd á skrifstofu
ABC-hjálparstarfs í
Sóltúni 3, Reykjavík í
síma 561-6117. Minn-
ingargjafir greiðast
með gíróseðli eða
greiðslukorti.
Allur ágóði fer til
hjálpar nauðstöddum
börnum.
Í dag er föstudagur 29. ágúst,
241. dagur ársins 2003. Höfuð-
dagur. Orð dagsins: En hann
frelsar hinn bágstadda með bág-
indum hans og opnar eyru þeirra
með þrengingunni.
(Jb. 36, 15.)
Stjórnmálaáhugafólkiverður um þessar
mundir mjög að yrkisefni
sú yfirlýsing sem Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir
hefur látið frá sér fara
um framtíð sína innan
Samfylkingarinnar.
Erla Ósk Ásgeirsdóttirskrifar á Deigl-
una.com um yfirlýsingu
Ingibjargar Sólrúnar.
Pistill hennar ber yf-
irskriftan „formanns-
morð“ og telur hún Össur
lítt öfundsverðan af mis-
kunnsemi svilkonu sinn-
ar.
Ingibjörg Sólrún Gísla-dóttir hefur lýst því yf-
ir með pompi og prakt að
hún ætli að taka sætið af
svila sínum og samherja
til margra ára Össuri
Skarphéðinssyni og
verða formaður Samfylk-
ingarinnar þegar henni
hentar; en af miskunn-
semi sinni mun hún
þyrma svila sínum í
haust,“ segir Erla Ósk.
Hún bendir á að Össurisé gerður þónokkur
bjarnargreiði með því að
vera þyrmt að þessu
sinni. Yfirlýsingar Ingi-
bjargar draga úr trú-
verðugleika Össurar, nú-
verandi, og verðandi
fyrrverandi, flokks-
formanns.
Erla Ósk rifjar upp yf-irlýsingar þeirra Öss-
urar og Ingibjargar við
lok kosningabaráttunnar
fyrir alþingiskosning-
arnar í vor. Hún segir að
þá hafi Össur verið
snöggur að tilkynna að
hann ætlaði sjálfur að
sitja áfram og að hann
hafi lagt mikið á sig til að
eigna sér heiðurinn af
fylgisaukningu Samfylk-
ingarinnar frá síðustu
kosningum.
Þetta sýndi að Össurvar orðinn hræddur
um stöðu sína, enda hefur
komið á daginn að sá ótti
var ekki ástæðulaus.
Reynslan sýnir að orðum
Ingibjargar Sólrúnar er
ekki treystandi. Oft hefur
verið rakið í fjölmiðlum
hvernig hún lofaði því
fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar í fyrra
að hún ætlaði að sitja út
kjörtímabilið sem borg-
arstjóri. Við það stóð hún
ekki. Ingibjörg hefur
margoft lýst yfir stuðn-
ingi við Össur og sagt að
hún sækist ekki eftir for-
mennsku í Samfylking-
unni. Og viti menn. Á
daginn kemur að hún vill
einmitt verða formaður;
bara ekki alveg strax. Á
meðan bíður Össur á milli
vonar og ótta eftir því að
Ingibjörgu þóknist að
fullnægja dómnum. Hann
situr á formannsstóli eins
og illa gerður hlutur, rú-
inn stuðningi og trúverð-
ugleika,“ segir Erla Ósk.
Að lokum segir hún:„Það verð ég að segja
að sem betur fer er Ingi-
björg Sólrún ekki svil-
kona mín.“
STAKSTEINAR
Formannsmorð
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hafði orð á því ádögunum að hann hefði fengið
slæma þjónustu á Subway-
skyndibitastöðunum, m.a. að
áleggið á bátana væri ekki jafn vel
útilátið á öllum stöðunum og að
hann fengi ekki alltaf kvittun fyrir
viðskiptunum. Víkverja hefur nú
borist bréf frá Bjarna Kristins-
syni, rekstrarstjóra Subway, þar
sem segir m.a.: „Mig langar að
byrja á að þakka fyrir upp-
byggilega gagnrýni í grein þinni í
Mbl. þann 2. ágúst sl. Það er gam-
an að heyra að þú ert traustur
viðskiptavinur þrátt fyrir að þú
hafir ekki fengið þá þjónustu sem
hver viðskiptavinur á skilið og er
sjálfsögð. Við erum þakklát fyrir
að þú hafir gefið okkur endurtekin
tækifæri.“
x x x
BJARNI heldur áfram: „Ég vilbiðjast afsökunar á þeirri
þjónustu sem þú hefur fengið á
veitingastöðum Subway. Mig lang-
ar í nokkrum orðum að koma inn
á þau mál sem þú ræddir í grein
þinni.
Hvað varðar undirskriftir á
kortakvittanir var það afnumið,
viðskiptavinum okkar til þæg-
indaauka og til að hraða af-
greiðslu. Hins vegar á að sjálf-
sögðu að afhenda kvittanir að
lokinni afgreiðslu og hef ég nú
þegar ítrekað það við mitt fólk.
Varðandi það sem snýr að form-
úlum á bátana, þá er það auðvitað
engin smámunasemi að vilja fá
sama magn áleggs á bátana á
hvaða Subway-stað sem er. Þetta
er auðvitað grundvallaratriði í við-
skiptahugmyndinni á bak við veit-
ingahúsakeðju.
Þjálfun starfsfólks okkar er í
stöðugri uppbyggingu og erum við
nú í miklu átaki til að bæta þjón-
ustuna á veitingastöðum
okkar, sem eru nú orðnir
12 talsins á Íslandi. Sem
dæmi um það má nefna
að nú erum við með
„secret shopper“-átak
[þetta hafa verið kallaðar
hulduheimsóknir – innsk.
Víkverja] sem felst í því
að fólk á vegum óháðs
ráðgjafarfyrirtækis fer á
alla staði okkar og sendir
okkur niðurstöður í
skýrslu sem við vinnum
út frá til að laga þjón-
ustuna.“
x x x
VÍKVERJA finnst til fyrir-myndar þegar fólk tekur mark
á nöldrinu í honum fyrir sína hönd
og annarra, og enn frekar eft-
irbreytnivert að taka á því með
jafn uppbyggilegum hætti og hon-
um finnst Subway gera. Það er í
tísku í rekstrarfræðunum að líta á
kvörtun sem tækifæri til að bæta
sig og það gerir Subway-fólk aug-
ljóslega. Nú þarf Víkverji að
bregða sér í hulduheimsókn á
Subway og sjá hvort þjónustan
hefur ekki stórbatnað.
Morgunblaðið/Arnaldur
LÁRÉTT
1 ástúð, 4 lækkar, 7 flýtinn,
8 róleg, 9 beita, 11 bára, 13
ótta, 14 þoli, 15 vers, 17
kögur, 20 frostskemmd, 22
skynfærin, 23 ysta brún, 24
blundar, 25 flóns.
LÓÐRÉTT
1hreyfast hægt, 2 fast-
heldni, 3 kvenmannsnafn, 4
bráðum, 5 viðfelldin, 6 úr-
komu, 10 æla, 12 vesæl, 13
blóm, 15 tjón, 16 nemur, 18
skjögrar, 19 gamla, 20
röskur, 21 rándýr.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 prinsessa, 8 sækir, 9 daman, 10 róa, 11 kerra, 13
rausn, 15 hlass, 18 hluti, 21 pár, 22 gripu, 23 eldur, 24 sann-
indin.
Lóðrétt: 2 ríkur, 3 narra, 4 endar, 5 summu, 6 ósek, 7 unun,
12 rós, 14 afl, 15 hagl, 16 aðila, 17 spurn, 18 hrein, 19 undri,
20 iðra.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Rafrænt vegabréf
eða vísa
ÞEGAR farið er til Banda-
ríkjanna þarf fólk að vera
með rafrænt vegabréf eftir
1. okt. Venjulegt vegabréf
virkar ekki nema fá vísa
frá sendiráðinu. Flugleiðir
eru að selja miða 2 fyrir 1
til Bandaríkjanna og það
stóð hvergi að svona vega-
bréf þyrfti. Það er agalegt
að lenda í því að fara út og
vera svo stoppaður ef mað-
ur er ekki með rétt vega-
bréf. Finnst mér að upp-
lýsa ætti almenning um
þessar reglur.
Íris.
Ekkert með
laun að gera
Í PISTLI í Velvakanda
þriðjudaginn 19. ágúst seg-
ir H.G. að íslenskir flug-
menn vilji banna að er-
lendir flugmenn vinni hér
því þeir fái svo lág laun.
Þetta er ekki rétt. Verið er
að ráða erlenda flugmenn
þótt íslenskir flugmenn
séu margir atvinnulausir.
Ekki er verið að banna er-
lenda flugmenn nema
vegna þess að þeir taka
vinnu frá íslenskum flug-
mönnum. Þetta hefur ekk-
ert með laun að gera.
R.R.K.
Tapað/fundið
Gleraugu týndust
GLERAUGU týndust sl.
þriðjudag á leiðinni um
Laugardalinn, Sunnuveg-
inn eða í norðurhluta dals-
ins og upp á Selvogsgrunn.
Skilvís finnandi hafi sam-
band við Björgu í síma
553 2365.
Stafræn
myndavél týndist
KODAK stafræn mynda-
vél í Nikon-hulstri týndist
á menningarnótt í miðbæn-
um. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 899 6285.
Fundarlaun.
Regnúlpa
gleymdist í bíl
JACK Wolfskin-regnúlpa,
ljósbrún og svört, gleymd-
ist í svörtum jeppa á leið-
inni frá Egilsstöðum til
Vopnafjarðar, en eigandi
hafði fengið far með ung-
um hjónum í þessum
jeppa. Eru þau beðin að
hafa samband í síma
554 4447.
GSM-sími týndist
DANÍEL varð fyrir því
óhappi að týna GSM-sím-
anum sínum á afmælisdag-
inn 15. ágúst sl. Hann fór í
bíó í Mjódd, síðan inn í
Grafarvog og þaðan í
Reykjanesbæ. GSM-sím-
inn hans er í svörtu Man-
chester United-hulstri.
Hann vantar GSM-símann
sinn tilfinnanlega. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 421 3511 eða 691 0641
eftir kl. 17.
Horfið reiðhjól
REIÐHJÓL af gerðinni
Mongoose Pro2000, 21 gíra
og svart að lit, hvarf frá
Tómasarhaga 53. Hjólsins
er sárt saknað. Ef einhver
athugull lesandi verður
hjólsins var, vinsamlegast
hafið samband í síma
866 7994.
Dýrahald
Lúlú Rós er týnd
KISAN Lúlú Rós er rauð-
bröndótt, með rauða hálsól
og vel merkt (númer 937).
Hún sást síðast á Ránar-
götu 33 á föstudaginn (15.
ágúst) klukkan 14.00. Fólk
er beðið að athuga
geymslur, skúra og þvotta-
hús. Fundarlaunum heitið.
Þeir sem gætu gefið upp-
lýsingar hafi samband í
síma 551 1518.
Tinni er týndur
TINNI er 4ra mánaða
fress, alsvartur og ómerkt-
ur. Hann týndist frá
Hraunteigi í síðustu viku.
Þeir sem hafa orðið hans
varir hafi samband í síma
849 7075 eða vs. 543 6210.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Agnar fékk far hjá Sigrúnu á Nesveginum.