Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ! ÞÓTT mannskepnan sé ekki jórturdýr þá virðist hún vera haldin mikilli þörf til að tyggja eitthvað annað en mat. Hver kann- ast ekki við þá ró sem fær- ist yfir þegar strá er tugg- ið? Eða þegar tann- stöngull er nagaður að lokinni góðri máltíð? Forn-Grikkir sem og hinir fornu Mayar, tuggðu trjá- kvoðu og svo gerðu einnig indíánar Norður-Ameríku sem komu þeim ávana áfram til landnemanna sem síðan þróuðu fyrirbærið áfram og bjuggu m.a til tyggjó úr bý- flugnavaxi. Árið 1848 bauð John nokkur Curtis fyrstur manna tyggjó til sölu fyrir almenning. Á tuttugustu og fyrstu öldinni er jórturleður tuggið af fólki á öllum aldri út um víða veröld þó svo mörgum þyki slíkt japl hinn argasti ósiður. En eitt gott er þó um þessa áráttu að segja: Tyggjójórtur örvar munnvatnsflæði sem fækkar bakt- eríum í munnholi sem skilar sér í minni tannskemmdum. En að sjálf- sögðu á það eingöngu við ef um sykurlaust tyggjó er að ræða. Gerður er grein- armunur á venjulegu tyggjói (chewing gum) og blöðrutyggjói eða kúlutyggjói (bubble gum) sem ætlað er sér- staklega til að blása tyggjókúlur. Til eru áhugamannafélög um tyggjókúlublástur og keppt er í færni á því sviði. Einnig finnast í mannflórunni þeir sem haldnir eru kúlutyggjóblæti (fetish). Mikill iðnaður er í kringum tyggjó og er það framleitt í mörg- um löndum. Í Tyrklandi finnast tyggjóframleiðendur flestir í heimi hér, eða um 60 talsins. Morgunblaðið/Sverrir Tyggjókúludrottning blæs myndarlega blöðru af mikilli list. Tyggjópúki teygir sína bleiku slummu og er til alls líklegur. Smjattað og blásið T YGGJÓKLESSUR á gangstéttum þykja fæst- um augnayndi og því má undrum sæta að svo margt fólk hendi tugg- um út úr sér nánast hvar sem það stendur. Tyggjóklesstar götur borg- arinnar bera þessum ósið vitni og svo er einnig um stéttir við innganga stofnana og fyrirtækja. Fyrir utan sjónmengun þá sem af þessu hlýst er sóðaskapurinn óumdeilanlegur og hver kærir sig um stóra tyggjó- slummu undir skónum ef stigið er á eina ferska? Þau Erlingur Snær Erlingsson og Hildur Björg Ingibertsdóttir segja vitundarvakningu vera um tyggjó- mengun, fólk sé orðið ósátt við þenn- an ófögnuð og það eigi ekki einungis við hér heima heldur líka úti í heimi. „Torg hins himneska friðar í Kína var tyggjóhreinsað síðastliðið haust og um þúsund manns unnu verkið og hefur ekki veitt af, því tölur herma að um 600.000 tyggjóklessur hafi verið hreinsaðar upp í þessu átaki. Kínverjar sekta núna þá sem staðnir eru að því að henda tyggjói á op- inberum svæðum. Víða hefur komið upp sú krafa að tyggjóframleiðendur verði skattlagðir til að standa straum af þrifum og eins hafa þeir verið hvattir til að finna upp tyggjó sem hefur ekki þessa miklu viðloðun sem gerir það að verkum að tyggjóið festist svo rækilega sem raun ber vitni. Aðrir hafa bent á nauðsyn þess að kenna fólki betri umgengnisregl- ur og þeir hörðustu hafa stungið upp á algeru tyggjóbanni.“ Hugmynd í maga Erlingur og Hildur fengu hug- myndina að því að stofna fyrirtækið fyrir rúmu ári, þegar þau sáu aug- lýsingu um tyggjóhreinsivél í blaði sem vinur þeirra kom með frá sýn- ingu sem hann hafði verið á í Hol- landi. „Okkur þótti þetta alveg bráð- snjallt og ekki vanþörf á að taka til hendinni í þessum málum hérlendis. Þessar vélar voru frá Bandaríkjun- um og ég hafði strax samband við fyrirtækið sem seldi þær en þá kom í ljós að þær voru allt of dýrar fyrir okkur. Hugmyndin um að stofna klessurnar burt Erlingur Snær Erlingsson og Hildur Björg Ingibertsdóttir stofnuðu nokkuð sérstakt fyr- irtæki í vor sem leið. Kristín Heiða Krist- insdóttir hitti hjón sem fara um bæinn með umhverfisvæna tyggjóhreinsivél. Erlingur kátur að störfum við tyggjóhreinsun. TYGGJÓ AF efnisþáttum margra er-lendra kvennatímarita máráða að þeim sé ætlað aðhöfða til stúlkna, ekki mik- ið eldri en sautján ára. Þótt tískuum- fjöllun sé yfirleitt þungamiðjan og trúlega kaupi konur á öllum aldri tímaritin hennar vegna og efalítið líka vegna mataruppskrifta og ágætra greina og viðtala innan um og saman við, er ómældu plássi varið í ráðlegg- ingar um leiðir til að verða kynþokka- fyllri, mjórri, brjóstastærri, betri í bólinu og þar fram eftir götunum. Oftast eru uppskriftirnar í formi ná- kvæmlega tíu töfralausna, sem kenna konum alls konar brögð og brellur til gera sig meira aðlaðandi í útliti jafnt sem fasi og framkomu fyrir hann. Töfralausnirnar tíu ganga ótrúlega oft út frá því að hann heillist mest af algjörum ljóskum; ljóshærðum, skol- hærðum, dökkhærðum og rauðhærð- um, ef því er að skipta, en umfram allt ungum og sætum og fullum aðdáunar á honum. Leiðbeiningarnar falla því sjaldnast í kramið hjá konum, sem komnar eru til vits og ára og sjá ekki sérstaka ástæðu til að skjalla og gera sig til fyrir hann í tíma og ótíma. Og samkvæmt uppgefnum ráðum virðast slíkar konur ekki heldur vera sérstak- ar draumadísir karlanna. Þær fer- tugu, eða þar um bil, eiga því tæpast séns nema þær bregði sér í dulargervi ljóskunnar, eða í það minnsta læri að daðra almennilega að því sagði í Style, fylgirit The Sunday Times, nýverið. Samkvæmt formúlunni sígildu voru í blaðinu tíu töfralausnir fyrir sjálfstæðar „eldri“ konur í góðu starfi, sem þrátt fyrir mannkosti sína og velgengni hefðu kannski ekkert á móti því að villa á sér heimildir til þess að ganga í augun á karlpeningnum. Ekki er loku fyrir skotið að kaldhæðni liggi að baki ráðunum tíu í Style, en þar segir að séu þau höfð að leiðarljósi geti konur að minnsta kosti þjálfað sig í ákveðinni daðurtækni, sem oftast er sögð lukkast með ágætum. Ávinningurinn, þegar upp er stað- ið, kann að orka tvímælis. Vegi nú og meti hver fyrir sig áður en látið er til skarar skríða. 1. Varastu að sýnast góð í að gera eitthvað, sem karlar vilja vera bestir í – Leyfðu honum að keyra. Engum karli líður allskostar vel niðurólaður í farþegasæti hraðskreiðs bíls með konu við stýrið. Ennþá betra er að láta sem þú kunnir ekki að keyra, eða að þú hafir bara ekki taugar í það. Þannig skorar þú nokkur stig fyrir varnarleysi. Mundu að þú ert líka ómöguleg í að lesa vega- og landakort. Láttu hann vera við stjórnvölinn – í bili – og í öllum bænum ekki taka fram fyrir hendurnar á honum á veit- ingastöðum. Leyfðu honum að velja bæði mat og vín. 2. Klæddu þig ekki uppá fyrir sjálfa þig – Þótt þú sért alveg í skýjunum yf- ir nýja, klassíska og rándýra Gucci- dressinu þínu, skaltu vippa þér í stutt pils, lítinn topp og hælaháa skó ef hugmyndir hans um að vera smart eru á þeim nótunum (varastu samt að fara í skó sem gera þig hærri en hann). Ef þú þrjóskast við að klæðast svona skvísufötum gætir þú allt eins sagt við hann: „Ég er sko ekkert að dubba mig upp fyrir þig, lagsi.“ 3. Segðu „í alvöru?“ á tíu mínútna fresti – Helsti vandi lífsreyndra kvenna er sá að þær gleyma því sem um aldir hefur veitt körlum mesta ánægju, þ.e. að vita allt og hafa svör við öllu. Ef hann fer til dæmis að upp- lýsa þig um næturlífið í New York, er fásinna að segja: „Já, já, ég veit nú allt um það, bjó þarna sjálf í átta ár.“ Hvert sem umræðuefnið er, mændu eftirtektarsöm á hann og þegar þú ert ekki að kinka kolli, segðu: „Í alvöru?“ Önnur geysilega þýðingarmikil setn- ing er: „Jiiiii, …ég gæti hlustað á þig í alla nótt!“ 4. Farðu ekki að verða alvarleg – Í alls kyns prófunum eru níu af hverj- um tíu körlum sagðir kjósa stúlkur, sem virðist ósjálfbjarga af því þær flissa svo mikið. Jafnvel þótt þær séu ekki næstum eins fallegar og þær sem ekki flissa. Þú getur haft skoðanir á ýmsum dægurmálum, svo sem tísku og fylgihlutum, en varastu að láta uppi skoðanir, sem ekki eru í sam- ræmi við ljóskuímyndina. Ef svo óheppilega vill til að þú gleymir þess- ari gullvægu reglu og glutrir út úr þér setningu, sem kemur upp um ígrund- aða skoðun þína á háalvarlegu mál- efni, getur þú alltaf reddað þér með að yppta öxlum og segja: „En hvað veit ég svo sem…?“ eða eitthvað álíka. 5. Ekki viðurkenna að þú sért prakt- ísk – Láttu ekki freistast til að segja honum að þú hafir ekki eldað síðan þú varst 17 ára, hafir látið rífa baðkarið Daður í dulargervi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.