Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 B 3 B-Complex H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Öflugur og öruggur FRÁ iðunn Kringlunni, sími 588 1680. v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Ný sending af yfirhöfnum Girnilegir, gljáandi varalitir sem endast tímunum saman LASTING JUICY SHINE LIPCOLOUR Þú færð ást á þeim um leið og þú lítur þá augum og frá fyrstu mínútu fellur þú fyrir mildu hindberjabragðinu. JUICY ROUGE TRÚÐU Á FEGURÐ N Ý T T Kynning á spennandi nýjungum í dag og á morgun, laugardag Glæsilegir kaupaukar Laugavegi 23, s. 511 4533 – Kringlunni, s. 533 4533 – Smáralind, s. 554 3960 heimsæktu www.lancome.com FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali tyggjóhreinsifyrirtæki hélt því áfram að gerjast í maganum á okk- ur,“ segir Erlingur sem vafraði á Netinu hvenær sem færi gafst og fann að lokum alþjóðlegt fyrirtæki í Bretlandi sem gat selt þeim tæki á viðráðanlegu verði. „Við skelltum okkur út og kynnt- um okkur þetta nánar og leist svo vel á að við slógum til.“ Umhverfisvænt og hljóðlátt Hingað til hafa ýmsar aðferðir verið notaðar við að hreinsa tyggjó af stéttum og má þar helst nefna há- þrýstiþvott en sú aðferð er að mörgu leyti óheppileg að sögn þeirra Hildar og Erlings. „Háþrýstiþvotturinn getur farið illa með yfirborð þess flatar sem ver- ið er að hreinsa og skemmir jafnvel. Til dæmis tætist fúgan upp við há- þrýstiþvott og þá geta flísarnar eða hellurnar farið á hreyfingu. Hávað- inn sem fylgir háþrýstiþvottinum er einnig töluverður og því þarf helst að hreinsa að kvöldi eða nóttu til og það er auðvitað dýrt að kaupa þjónustu á þeim tíma. Einungis lágstemmt hviss heyrist í vélinni okkar þegar hún er í notkun, þannig að engin truflun er af þessu fyrir gangandi vegfarendur eða þá sem eiga erindi inn í þær stofnanir þar sem við hreinsum við innganga. Ef hreinsað er með háþrýstiþvotti þá þarf að nota gríðarlega mikið magn af vatni og þá erum við að tala um mörg þús- und lítra á dag en vélin sem við not- um þarf ekki nema fimmtíu lítra yfir daginn. Hreinsiefnin sem við notum eru einnig vistvæn,“ seg- ir Hildur og bætir við að það henti mjög vel þegar hreinsa þarf tyggjó úr teppum innanhúss eða öðrum viðkvæmum flötum. Fjölskyldan hleyp- ur í skarðið Tyggjóhreinsunin er aukabúgrein hjá þeim Erlingi og Hildi, því þau eru bæði í öðrum störfum. Hildur er hjúkrunarfræðingur og starfar á Slysa- og bráðamóttöku LSH í Foss- vogi en Erlingur er gæðastjóri hjá Límtré hf. á Flúðum en skrifstofa fyrirtækisins er í Reykjavík. Auk þess starfar hann sem körfuknatt- leiksdómari í frístundum og hefur dæmt í úrvalsdeildinni í nokkur ár. En ekki lætur hann það duga, því hann starfar einnig hjá systurfyrir- tæki Límtrés sem heitir Flexilam og er í Portúgal. Af þeim sökum þarf hann að vera mikið á ferðalögum og stundum fer Hildur með honum. En hver sér þá um að beita tyggjó- hreinsivélinni þegar þau eru fjarver- andi? „Þá fáum við aðra fjölskyldu- meðlimi til að hlaupa í skarðið fyrir okkur,“ segir Hildur sem er stjórn- arformaður í tyggjóhreinsifyrirtæki þeirra hjóna og hefur látið Erling að mestu um verklega þáttinn, sjálfa tyggjóhreinsunina. Augun leita í stéttirnar Ungu athafna- hjónin segjast óneit- anlega horfa öðrum augum á umhverfið eftir að þau stofnuðu fyrirtækið sitt. „Við fórum með vinum okkar til Ítalíu í sum- ar og þegar við vor- um á Markúsartorg- inu í Feneyjum þá horfðu allir upp og skoðuðu en við góndum á göt- urnar og sáum allar tyggjóklessurn- ar,“ segir Erlingur og bætir við að slíkar klessur sjái hann því miður hvar sem er í heiminum. „Og það sem er svo merkilegt er að það er mest af tyggjóklessum í kringum ruslafötur og aðrar hirslur þar sem ætlast er til að fólk hendi því sem það vill losa sig við. Við köllum þessi svæði Berklasvæði þar sem nánast er „teppalagt“ af tyggjóklessum, því þetta eru vissulega sýklastíur.“ Virkar líka á veggjakrot Erlingur og Hildur hafa verið dugleg við að boða fagnaðarerindið og nú hefur systir Erlings og fjöl- skylda hennar sem býr í Danmörku, keypt af þeim eina vél og þau ætla að fara af stað með samskonar fyrir- tæki í kóngsins Kaupannahöfn. „Þar eru tyggjóhreinsunarmál alveg óplægður akur. Ég sé líka fyrir mér að selja þessi tæki út á land hér heima því þar eru auðvitað tyggjó- klessur eins og annarsstaðar,“ segir Erlingur. Þau segja mikinn markað vera fyrir tyggjóhreinsiþjónustu og við- skiptavinahópurinn fer ört stækk- andi. „Skólar, verslanir, opinberar byggingar sem og einkafyrirtæki hafa tekið okkur fagnandi og við- skiptavinirnir eru afskaplega ánægðir þegar þeir sjá umbreyt- inguna á fletinum sem hreinsaður er,“ segir Erlingur sem fær allskon- ar athugasemdir frá fólki sem sér hann við tyggjóhreinsistörfin en flestir eru þó aðeins forvitnir. „Auð- vitað þarf að koma aftur og aftur til að halda stéttunum við, því fólk held- ur því miður áfram að henda tugg- unum frá sér nánast hvar sem er,“ segir Erlingur sem hannaði sjálfur vörumerki tyggjóhreinsifyrirtækis- ins sem skartar brosandi tyggjó- klessu. Bróðir hans Gísli Snær Erlingsson kvikmyndaleikstjóri, sá aftur á móti um að gera heimasíðu fyrirtækisins en hann er búsettur í Japan. Að lokum bætir Hildur því við að hreinsiaðferð þessi virki líka ágæt- lega á veggjakrot. tengill: www.tyggjohreinsun.is Morgunblaðið/Sverrir Hildur og Erlingur við bíl tyggjóhreinsifyrirtækis þeirra. 1. Fyrst er 150°C heitri gufu blásið með 6 bara þrýstingi á tyggjóklessuna. 2. Hreinsiefninu er síðan sprautað á og við það leysist klessan upp í einingar sínar. 3. Burstinn sér um að skrapa úrganginn upp af undirlag- inu. Að lokum er stéttin smúl- uð með vatni. khk@mbl.is úr baðherberginu heima hjá þér og sett sturtu í staðinn af því að þér finn- ist miklu fljótlegra og þægilegra að fara í sturtu. Mundu að ljóskur eru af- ar kvenlegar og verja ómældum tíma í að gera sig ilmandi og yndislegar. Ef þú lætur ekki í veðri vaka að þannig sé því farið um þig, dregur hann kannski þá ályktun að þú sért kona með starfsmetnað. 6. Daður – Það er ekkert sem heitir að vera of mikið fyrir snertingu. Ef þið farið yfir götu, snertu handlegginn á honum, rétt eins og þú vildir segja: „Ég gæti þetta ekki án þín.“ Fiktaðu látlaust í hárinu á þér, brostu eins og þú ættir lífið að leysa, snertu hann eins oft og mögulegt er og láttu sem þú getir ekki horfst í augu við hann. Slíkur leikur verður til þess að hann heldur að þú sért pínuponsu feim- in. 7. Laðaðu að þér aðdáendur – Aðal- ástæða þess að karl tekur konu X um- fram Y er að X gerir hann öfundsverðan í augum vina hans og kunningja. Beittu daðurtækninni (eins og lýst er í 6. lið) á vini hans, en þó af öllu meiri hófsemi. Ef þér tekst vel upp líður ekki á löngu þar til keppnishvöt hans er vakin og hann gerir sitt ýtrasta til að eiga at- hygli þína óskerta. 8. Vertu á svipinn eins og þú hafir ekki áhyggjur af nokkrum sköpuðum hlut – Eins og títt er um karla nú til dags lætur hann í það skína að hann hafi feikilega mikið á sinni könnu og sé einn mikilvægasti starfsmaðurinn á vinnustað sínum. Hann fái til dæmis aldrei frið fyrir hringingum úr far- símanum. Brostu bara þínu allra blíð- asta á meðan hann talar í tólið. Ef hins vegar farsíminn þinn hringir, skaltu varast allt óðagot. Forðastu að tuldra afsakandi um streitu og annir, jafnvel þótt þér hafi orðið á að velta hvítvínsglasinu niður um leið og þú fálmaðir eftir símanum í handtösk- unni. Vertu umfram allt sallaróleg. Hverju máli skiptir svo sem þótt þú komir seint heim? Það er ekki eins og þú hafir eitthvað merkilegt á þinni könnu – sérstaklega ekki neitt merki- legra en hann. 9. Leggðu rækt við hjálparleysið – Þótt þú sért kjarnorkukvendi, skaltu ekkert vera að flagga því. Mundu að þú getur ekki fjarlægt köngulló úr baðkarinu, skipt um rafmagnskló, keyrt bíl af öryggi, mætt í gleðskap upp á þitt einsdæmi eða náð í leigubíl eftir miðnætti. Ýktu samt ekki hjálp- arleysið úr hófi. 10. Vektu athygli á fjölskrúðugu ást- arlífi þínu – Ljóskur lifa fyrir andar- takið. Slíkt hugnast honum mætavel og hann er fjarri því að vera súr þótt þú hafir flögrað svolítið í samböndum í fortíðinni. Aftur á móti verður hann hreint ekkert ánægður ef hann fær á tilfinninguna að þú sért að bíða eftir hinum eina rétta og sért með ein- hvern annan en hann í sigtinu. Ef þú hefur ekki átt kærasta í hálft ár, búðu hann þá bara til. Láttu jafnvel eins og þú sért trúlofuð. Umfram allt láttu hann ekki fatta að þú hafir verið á lausu um langt skeið. Myndir eftir Andy Warhol af Marilyn Monroe, fræg- ustu ljósku kvikmyndanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.