Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 5
Þorsteinn Bergmann og slagorðið „Lykilverslun við Lauga- veg“ á vel við búðina. Á tímabili var gamla góða lykilmerkinu eftir Tryggva Magnússon skipt út fyrir mynd af vík- ingi með skjöld en upphaflega merkið hefur nú unnið sinn sess að nýju. Brynjólfur segir að aldrei hafi komið til greina að breyta um nafn á búðinni þar sem það er þekkt um allt land. Kjarna- starfsemi Brynju hefur verið sú sama alla tíð og engu breytt nema aukið hef- ur verið við vöruúrval. Árið 1985 var búðinni breytt á þann hátt að búðar- borð voru fjarlægð og sjálfsafgreiðslu komið á. Faðir Brynjólfs, Björn Guðmunds- son, hóf sinn starfsferil í Brynju sem sendill 14 ára gamall og vann nær allt sitt ævistarf í Brynju, lengst af sem eigandi. Hann keypti Brynju af móð- urbróður sínum árið 1938, ásamt starfsfélögum sínum þeim Marínó Helgasyni, Stefáni Má Benediktssyni og Gunnari Halldórssyni. Björn var meðal þeirra sem seldu sinn hlut árið 1942, sneri sér að heildsölu og stofnaði aðra járnvöruverslun. Árið 1944 kom Björn aftur að Brynju og varð einka- eigandi fyrirtækisins árið 1954. „Pabbi ætlaði aldrei að koma að fyr- irtækinu aftur, hann sagði mér það ein- hvern tíma,“ segir Brynjólfur. „Hann vildi bara fara út í eigin rekstur og hætta þessu samkrulli. Hann átti svo kost á því að eignast Brynju alfarið þegar hann fékk góðan kaupanda að húsinu sem hann hafði byggt að Laugavegi 47.“ Sjálfur kom Brynjólfur að rekstrinum árið 1965 og tók alveg við að föður sínum látnum árið 1993. Brynjólfur segir að Brynja sé ekki að fara af Laugaveginum og ekki sé erfiðleikum bundið að reka byggingar- vöruverslun í miðbænum. Brynja stendur nú ein eftir af a.m.k. fimm byggingarvöruverslunum sem reknar voru í miðbænum á sínum tíma þegar trésmíðaverkstæði voru líka í bænum. „Hér er alltaf nóg að gera og gott að vera við Laugaveginn þar sem er ys og þys. Við leggjum mikla áherslu á per- sónulega þjónustu og höfum alla tíð verið með mjög gott starfsfólk. Svo eig- um við alls konar smáhluti sem stór- markaðirnir nenna ekki að vera með,“ segir Brynjólfur í Brynju, bjartsýnn á framtíðina. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 B 5 Bernharð Laxdal Verslunin gengur á viðskiptatryggð en yngra fólk kemur líka ATHYGLI vakti þegar Hillary Clint- on kom við í þeirri fornfrægu verslun Bernharð Laxdal á ferð sinni hér á landi árið 1999, í tilefni af ráðstefn- unni Konur og lýðræði. Þar keypti Hillary yfirhöfn sem hún hefur notað töluvert eftir myndum að dæma. Bernharð Laxdal klæðskeri stofn- aði samnefnda verslun árið 1938 á Ak- ureyri. Útibú var opnað í Reykjavík árið 1959 en verslunin var rekin áfram á Akureyri allt fram á áttunda áratug- inn. Frá opnun í Reykjavík var Bern- harð Laxdal á annarri hæð í Kjörgarði við Laugaveg. Verslunin var í eigu fjölskyldu stofnandans allt þar til fyr- ir rúmum tveimur árum að Guðrún Axelsdóttir festi kaup á henni. „Fermingarkápan mín var keypt hjá Bernharð Laxdal í Kjörgarði árið 1961, ég man vel eftir því,“ segir Guð- rún. „Og það voru svo mikil umsvif að ég held að það hafi verið um níu af- greiðslustúlkur þar. Þetta var ein af aðalbúðunum í bænum.“ Bernharð Laxdal var klæðskeri og allt þar til verslunin flutti úr Kjör- garði, á Laugaveg 63 árið 1984 þegar húsið var byggt, var rekin saumastofa samhliða versluninni. Þar hefur alltaf verið verslað með yfirhafnir og kápur fyrir konur. Verslunin er þekktust fyrir kápuúrvalið og frá upphafi hafa t.d. kápur frá hollensk/þýska merkinu Maura verið á boðstólum. Guðrún segist vera ánægð með að reka verslun við Laugaveginn og seg- ir mjög mikið af tryggum viðskipta- vinum. „Verslunin gengur á viðskipta- tryggð en yngra fólk kemur líka.“ Hún segir að hennar viðskiptavinir leggi a.m.k. leið sína á Laugaveginn. Á síðustu árum hefur verið aukið við vöruúrvalið og Guðrún leggur nú aukna áherslu á alhliða kvenfatnað frá þýska merkinu Gerry Weber sem er líka með línuna Taifun fyrir yngri konur, sem eru farnar að koma meira í búðina, að sögn Guðrúnar. Hún hefur einnig breytt búðinni samkvæmt for- skrift frá því fyrirtæki, í samræmi við aðrar verslanir þess merkis í Þýska- landi. Hún segir að búðin hafi nú ákveðna sérstöðu með því að leggja áherslu á starfsmannafatnað frá þessu þýska merki. „Þá er hægt að blanda saman pilsum, buxum, jökkum og blússum í mismunandi stærðum og sniðum. Þetta leysir vandamál hjá mörgum sem eiga erfitt með að fá föt á sig,“ segir Guðrún. „Það er alveg sama hvernig konan er í laginu, við höfum getað leyst málin með þessari línu. Fyrir utan það að hjá bönkum og stærri fyrirtækjum er gaman að sjá heildarsvip í klæðnaði starfsfólks.“ Bernharð Laxdal1938 1942 Brynjólfur, Hafsteinn og Haldor í Brynju. Gamla myndin er tekin um 1949 og þar sjást tveir lykil- starfsmenn Brynju, Marínó Helgason og Benedikt Jakobsson, sem báðir unnu þar í um 60 ár. Upphaflega merki Brynju stendur enn fyrir sínu. Helena Berg- mann við búð- arborðið á Skólavörðu- stígnum en hún er dóttir stofnandans, Þorsteins Bergmann. Fatalitur selst enn ágætlega en innflutningur hans markar upp- hafið að búsáhaldabúðinni.Guðrún Axelsdóttir við búðar- borðið. Maura-kápurnar hafa ver- ið á boðstólum í versluninni allt frá upphafi og Hillary Clinton hef- ur mikið notað yfirhöfnina sem hún keypti sér fyrir fjórum árum. Merki Bernharðs Laxdal teiknaði Magnús Pálsson listamaður í kringum 1970 en það hefur staðist tímans tönn. stengerdur@mbl.is Þorsteinn Bergmann Fatalitur lagði grunninn að rekstr- inum – og fæst enn ÞEGAR Helena Bergmann og fjöl- skylda fóru að skoða gamlan lager verslunarinnar Þorsteinn Bergmann kom ýmislegt í ljós og þar á meðal súkkulaðibúðingur og nærföt. „Pabbi var alltaf að viða að sér um- boðum en hann byrjaði á að flytja inn fatalit og hann flytjum við enn inn,“ segir Helena sem er núverandi eig- andi verslunarinnar sem rekin er á Skólavörðustíg og í Hraunbæ. Fata- litur var mikið keyptur á árum áður en umsvifin í þeim innflutningi hafa nokkuð dregist saman. Hins vegar eiga gömlu búsáhöldin frá sjötta og sjöunda áratugnum upp á pallborðið hjá ungu fólki í dag og nóg að gera í verslununum. Þorsteinn Bergmann stofnaði fyr- irtæki sitt á árunum 1942-1945 en hann lést í fyrra. Nafn verslunarinn- ar er gamalgróið og þekkt og Helena segir ekki hafa komið til greina að breyta því. Fyrirtækið var stofnað og var fyrst í íbúðarhúsnæði við Bárugötu 38. Á tímabili voru reknar verslanir á fjórum stöðum, á Lauga- vegi, Laufásvegi, Skólavörðustíg og Hraunbæ, þar sem opnað var um 1980, en þeim tveimur fyrrnefndu hefur verið lokað, nú síðast á Lauga- vegi fyrir tveimur til þremur árum. Verslunin var lengst af á Laufásvegi en var lokað fyrir tuttugu árum, að- allega vegna bílastæðaskorts. Þorsteinn Bergmann vann sem gjaldkeri hjá Steinolíufélaginu í að- draganda þess að hann stofnaði fyr- irtæki sitt. Hann hugðist fara á skátamót en var neitað um leyfi frá vinnuveitandanum og stofnaði þá eigið fyrirtæki. Hann sneri sér svo alfarið að því smám saman, að sögn Helenu. Pottar, pönnur, sultukrukkur, glös, bollar, skálar, könnur, diskar og föt. Allar hillur í litlu versluninni við Skólavörðustíg eru fullar af alls kyns búsáhöldum, aðallega frá fram- leiðendum í Englandi. Og þar er hægt að fá stell sem hafa verið fram- leidd í marga tugi ára og eru aftur komin í tísku. Laugavegi 63, sími 551 4422i í i Nýjar stórglæsilegar vörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.