Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Íslensku systurnar Sigríð- ur Björnsdóttir veitinga- maður og Edda Lyberth matlistarmaður reka veit- ingastaðinn Napparsivik í Qaqortoq á Suður-Græn- landi. Ómar Óskarsson kom við hjá þeim systrum þegar hann var á skákhátíð í bænum fyrr í sumar. Í GAMALLI húsaröð í dönsk- um stíl frá átjándu öld í hjarta bæjarins Qaqortoq er lítill vinalegur veitingastað- ur. Umhverfið er ekki ósvip- að Bernhöftstorfunni og matseðillinn reyndist ekki síðri en á betri veitinga- stöðum heimsborganna. Kræklingur gufusoðinn í hvítvíni, hreindýrasteik með bláberjasósu, lambakótilettur með innbakaðri kartöflu, nautasteik, blandaðir sjávarréttir, hvalbuff mar- ínerað í hvítlaukssósu, sem hlýtur að vera ófáanlegt víðast hvar í heimin- um. Eftir vandlega umhugsun varð niðustaðan að prófa hreindýrasteik- ina. Ég bar upp pöntunina á dönsk- unni sem ég lærði í æsku, en var svar- að á kristaltæru móðurmálinu: „Þér er nú alveg óhætt að tala íslensku hérna, vinur,“ sagði Sigríður Björns- dóttir veitingamaður og kynnti mig fyrir systur sinni Eddu matlistar- manni, sem hafði nóg að sýsla í eld- húsinu. Það var mikið að gera í Rest- aurant Napparsivik, sem tekur um 40 manns í sæti og nánast hvert sæti skipað. Eftir að hafa snætt einstak- lega ljúffenga hreindýrasteik fékk blaðamaður þær systur til að hitta sig daginn eftir í stutt spjall. Auglýst eftir þjóni í Morgunblaðinu Blm.: Hvað kemur til að þið eruð hér uppi á Grænlandi að reka veit- ingastað? Sigga: Ég var nýútskrifaður þjónn frá Lækjarbrekku og var að vinna á Gullna hananum þegar ég sá auglýst í Morgunblaðinu að það vantaði þjón til Grænlands. Ég ákvað að slá til og kom hingað til Qaqortoq (Julianehaab) árið 1986 og fór að vinna á stað sem heitir Bentnanok. Þar var svo mikið að gera að ég lokkaði Eddu systur mína hing- að til mín í sumarfríinu til að hjálpa mér, en það teygðist úr því. Edda: Ég er enn í sumarfríi. Sigga: Síðan kynntist hún mann- inum sínum, Kaj Lyberth, og settist hér að. Edda: Ég kynntist Kaj í Qaqortoq. En það kom til þannig að ég talaði lé- lega dönsku og kunni ekki græn- lensku. Hér voru fáir sem töluðu ensku á þeim tíma, þannig að Kaj var einn af fáum sem ég gat talað við þeg- ar ég kom fyrst. Núna erum við gift og eigum tvær stúlkur saman, Thelmu Sólrúnu, 7 ára, og Maríu, 13 ára, sem nýlega varð Grænlands- meistari í badminton í sínum aldurs- flokki. Svo á ég 3 börn frá fyrra hjónabandi, þau Mörtu Maríu, Jón Sigurð og Emil Jökul, sem býr hérna hjá okkur. En auk þess að vera rektor lýðháskólans er Kaj núna varabæjar- stjóri. Nú orðið tala ég og skil ágætlega grænlensku, þ.e. svona daglegt mál og ég get lesið blöðin, en ég get ekki farið í neinar djúpar samræður á mál- inu. Ég hef tekið nokkur námskeið hér í menntaskólanum, en maðurinn minn var kennari þar í ein 16–17 ár, áður en hann fór yfir í lýðháskólann. Sigga: Ég á strák, Vilhjálm Björn Sveinsson, sem býr nú í Noregi, hann lærði að vera hreindýrabóndi hjá honum Stefáni Magnússyni í Isortoq, en býr nú í Noregi á hreindýraslóð- um. Ég var síðan með í að opna hótelið hérna uppfrá, Hotel Qaqortoq, var yf- irþjónn þar fyrstu árin. Fluttist síðan til Nuuk árið 1989 og var þar til 1993. Þá prófaði ég að flytja til Íslands, en það var svolítið erfitt, þegar maður var búinn að vera svona lengi í burtu. Þaðan fór ég fljótlega til Danmerk- ur, en kom aftur til Nuuk árið 1999. Svo þú sérð að Grænland trekkir svo- lítið. Þetta er gott land og gott að búa hér. Matlistarmaður úr lífsins skóla Edda: Ég lærði kokkarí í lífsins skóla, ég er matlistarmaður, „self made“. Ég gæti náttúrlega heitið matselja, en það er svo ljótt. Að vera kokkur, það er mjög viðkvæmt. Málarar og húsamálarar eru fag- menn, myndlistarmenn eru lærðir og svo eru aðrir, sem eru ekki lærðir, þeir eru líka listamenn. Þannig að ef þeir kallast matargerðarmenn, kokk- arnir, ætli ég megi þá ekki kalla mig matlistarmann. Sigga: Ég var síðustu fjögur árin búin að reka taílenska veitingastað- inn Charoen Porn í Nuuk fyrir Svend Junge, sem er einn ríkasti maður Grænlands. Ég var þar með fimm taí- lenska kokka og fjóra þjóna í vinnu. Þetta er einn vinsælasti staður lands- ins. Og þá kallaði hún á mig, Edda systir mín, sem var búin að reka þennan stað hér í Qaqortoq í eitt ár. Ég kom hingað í janúar, svo að núna rekum við hann saman. Veitingastað- urinn okkar heitir Restaurant Napp- arsivik, sem þýðir Tunnuverkstæði. Þetta er eitt af elstu húsum bæjarins, byggt árið 1782 og hér var rekið tunnuverkstæði í mörg ár. Þetta er eins og með Torfuna heima í Reykja- vík. Þessi húsaröð var í niðurníðslu. Rasmus C. Rasmussen, verktaki sem á húsið núna endurbyggði það og opn- aði veitingastað árið 2000. Þetta er orðið einn af þekktustu stöðum Grænlands. Ég sé um þjónustuna en Edda sér um að kokka og svo sjáum við sameiginlega um reikningana og að vera skemmtilegar. Við rekum líka Hafnarkaffið. Þar erum við með tvær grænlenskar stúlkur sem eru báðar lærðar, önnur er kokkur, en hin þjónn. Enn er dansað á verkstæðinu Edda: Hér voru áður fyrr búnar til tunnur, sem notaðar voru fyrir sel- spik og lýsi, sem síðan var flutt til Evrópu. Til gamans má geta þess að áður fyrr voru svona tunnuverkstæði í hverju þorpi og hverjum bæ á Græn- landi og voru þau líka notuð sem sam- komustaðir. Þegar eitthvað mikið var að gerast voru haldin böll á tunnu- verkstæðunum því þau voru yfirleitt stærstu og veglegustu húsin í gamla daga. Alltaf var slegið upp balli á tunnu- verkstæðinu þegar Knud Rasmussen landkönnuður birtist, en hann var einn af bestu sonum Grænlands, eig- inlega þjóðhetja á fyrri parti síðustu aldar. Hann skráði sagnir og munn- mæli og átti stóran þátt í að varðveita grænlenska menningu. Knud var mikill vinur Peters Freuchen, sem einnig var mikill land- könnuður. Við höldum þeirri hefð að dansa á tunnuverkstæðinu, þá er bara fjar- lægt stóra borðið í miðjunni til að gera smádansgólf, þar sem dansað er af öllu hjarta við harmonikkuleik. Á þessum danskvöldum kemur maður- inn minn Kaj Lyberth oftar en ekki að skemmta og skapa stemningu með hljóðfæraleik sínum, en hann er gít- arleikari og syngur. Kokkað fyrir forsætisráðherra Danmerkur Sigga: Þetta er lítill bær, hér búa um 3.500 manns. Svona staður geng- ur ekki, nema maður geri flest sjálf- ur. Það eru bara konur sem vinna hérna hjá okkur, þær eru allar á tíma- kaupi og koma inn á álagstímum, en oft erum við bara tvær systurnar. Ég er með fjórar konur á mínum snærum sem við getum kallað út til að upp- varta í salnum, en síðan er ein kona, Juliane, sem Edda getur kallað sér til hjálpar í kokkaríið á álagstímum. Edda: Þessi staður er mikið not- aður af heimafólki, t.d. til að halda veislur eða þegar fólk vill fara út að borða rómantískt, eða halda upp á af- mæli og brúðkaup og aðra merkisvið- burði. Og svo sjáum við líka oft um opinberar veislur. Sigga: Á seinasta ári sá Edda um veisluna fyrir forsætisráðherra Dan- merkur, Anders Fogh Rasmussen, þegar hann kom hingað í boði Jonath- ans Motzfeldts. Reyndar var þetta svo fjölmenn veisla að hún var haldin í samkomuhúsinu. Á veturna er einnig nóg að gera, þannig að reksturinn er nokkuð jafn yfir árið. Svo að við erum ekkert á leiðinni til Íslands, nema í smásum- arfrí, en það gæti alveg eins orðið að vetrarlagi. Hráefnið kemur úr nánasta umhverfi Edda: En svo er hér líka hægt að fara í ýmsar skemmtilegar dagsferðir í nágrenninu, til dæmis út í Hvalseyj- arkirkju. Þar eru elstu minjar um byggð norrænna manna á Grænlandi. Í þeirri ferð er yfirleitt komið við í bændaskólanum í Upernaviarssuk, en þar er íslenskur garðyrkjumaður núna, Sigvarður Einarsson, heim- Sigríður skenkir gestunum rauðvín á veitingahúsinu sem oft er kallað Íslandshúsið. Morgunblaðið/Ómar Systurnar Edda og Sigríður fyrir utan „Restaurant Napparsivik“. Hreindýrasteik á Tunnuverkstæðinu Edda Lyberth ásamt dóttur sinni, Mörtu Maríu, sem kemur til aðstoðar á sumrin en starfar á veturna sem blaðamaður á Íslandi. „Við erum með á mat- seðlinum sjávarrétt sem við köllum Móður hafs- ins. Til er grænlenskt æv- intýri um litla stúlku. Höggnar voru af henni hendurnar og henni kast- að í hafið. Þannig að hún varð móðir hafsins.“ Í Qaqortoq á Grænlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.