Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 233. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Myndbanda- veisla MTV Tónlistarstöðin MTV veitti verð- laun fyrir myndbönd Fólk 51 Sampras hylltur Sigursælasti tennisleikari allra tíma kveður íþróttina Íþróttir 44 ALASTAIR Campbell, samskiptastjóri Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, hyggst hætta störfum eftir nokkrar vikur. Sagði hann í gær fjölskyldu sína hafa goldið háu verði mikið álag sem fylgdi starfinu og tími væri kominn „til að halda áfram og gera annað“, að sögn BBC. Eftirmaður Campbells verður David Hill sem var sam- skiptastjóri Verkamannaflokksins 1997. Campbell sagði það hafa verið „einstök fríðindi að fá að vinna svo náið í stjórnar- andstöðu og í ríkisstjórn með manni sem ég álít að sagan muni úrskurða að hafi verið mikill forsætisráðherra sem kom í gegn grundvallarbreytingum“. Campbell hefur lengi verið umdeildur og þótt harðskeyttur í samskiptum sínum við fjölmiðla. Hann var sakaður um að hafa lát- ið ýkja ógnina af vopnaeign Íraka í skýrslu sem forsætisráðuneytið gaf út í fyrra til að rökstyðja hernað gegn Írak. Campbell hef- ur vísað ásökununum einarðlega á bug og stjórnendur bresku leyniþjónustunnar hafa staðfest framburð hans. Blair hrósaði Campbell í gær. „Sá Alast- air Campbell sem ég þekki er afburðasnjall, ódeigur og traustur þjónn þess málstaðar sem hann trúir á, ekki aðeins trúr málstaðn- um heldur líka þjóð sinni,“ sagði ráð- herrann. „Hann er og verður góður vinur.“ Reuters Alastair Campbell á leið frá Downing- stræti eftir að hafa skýrt frá afsögn sinni. Campbell á förum London. AFP, AP.  Þótti/14 „EKKERT hefur gerst að undanförnu sem gefur ástæðu til að ætla að minni líkur séu á því að af stækkun Norðuráls verði en verið hafa hingað til. Hugsanlegt er þó að afstaða meirihluta hrepps- nefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps til skipu- lagsmála hafi áhrif, en henni verður væntanlega vísað til annars stjórnsýslustigs.“ Þetta segir Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjár- mála- og stjórnunarsviðs Norðuráls. Hann segir að svo virðist sem greiningardeild- ir sumra bankanna hafi oftúlkað áhrif skamm- tímasveiflna á súrálsverð. Fjárfesting í áliðnaði sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að líta til langs tíma til að ná fjárfestingunni til baka. Skamm- tímasveiflur hafi því lítil áhrif. Að sögn Ragnars er stefnt að því að Norðurál gangi frá nýjum fjármögnunarsamningi upp á 185 milljónir Bandaríkjadala í næstu viku. Í end- urfjármögnun Norðuráls er gert ráð fyrir að hlutur innlendra lánastofnana aukist verulega. Ragnar segir að bæði Seðlabankinn og fjár- málaráðuneytið hafi í febrúar, þegar úrskurður umhverfisráðherra um Norðlingaölduveitu lá fyrir, slegið því nánast föstu að af framkvæmdum við stækkun Norðuráls yrði. Það hafi þá verið tekið inn í grunnforsendur fyrir efnahagsspá næstu ára. Þetta hafi ekki verið í samræmi við þau vinnubrögð Þjóðhagsstofnunar á sínum tíma. Hún hafi ekki tekið framkvæmdir inn í grunn- forsendur fyrr en þær voru ákveðnar. Skammtímasveiflur hafa ekki áhrif „Að undanförnu hefur Seðlabankinn farið hægar í sakirnar og talað um að óvissa væri um fyrirhugaðar framkvæmdir. Þetta virðist hafa endurspeglast í umsögnum greiningardeilda bankanna. Gengisáhrif virðast hafa komið fram í vor þegar greiningardeildir bankanna gengu út frá því sem gefnu að af stækkun Norðuráls yrði þrátt fyrir að legið hafi fyrir að málið væri ekki ákveðið. Þessu er hins vegar öfugt farið nú. Svo er að sjá sem fyrirhugaðar framkvæmdir hafi verið oftúlkaðar í báðar áttir.“ Ragnar segir að skammtímaverð á súráli hafi hækkað verulega að undanförnu en sveiflur hafi oft verið miklar og hafi ekki áhrif á áætlanir Norðuráls. „Tilboð í öflun á súráli og rafskautum liggja fyrir og næstu vikur verða tekin fyrstu skrefin varðandi fjármögnunina, þar sem núver- andi lán eru endurnýjuð, sem skapar svigrúm til frekari fjárfestinga. Arðsemisútreikningum var skilað til stjórnar fyrirtækisins í síðustu viku á þeim mögulegu samningum sem nú liggja fyrir, bæði á súráli og rafskautum. Í framhaldinu verð- ur metið hvort arðsemin sé nægjanleg miðað við þá ávöxtunarkröfu og þær væntingar sem gerðar eru til álverðs í framtíðinni, til mjög langs tíma.“ Stefnt að endurfjár- mögnun Norðuráls LJÓST er að minnst 85 létu lífið og vel á þriðja hundrað manns særð- ust er mjög öflug bílsprengja sprakk við Iman Ali-moskuna í Najaf í Írak í gær, skömmu eftir bænastund múslíma. Mohammed Baqir al-Hakim, einn virtasti klerkur sjía-múslima í Írak, lét lífið í sprengingunni. Sjónarvottar sögðu að sprengjan hefði verið tengd við bíl hans og hefði sprung- ið þegar hann hugðist aka frá moskunni. Nokkrar skemmdir urðu á moskunni. Mohsen Hakim, frændi hins látna og líklegur arftaki, sagði að stuðningsmenn Saddams Huss- „Ekki einu sinni Bandaríkja- menn beittu sprengjum gegn okk- ur á þennan hátt,“ sagði grátandi kona. Sumir gagnrýndu samt Bandaríkjamenn fyrir að hafa ekki tryggt öryggi al-Hakims. Herskáir sjítahópar hafa sumir verið andvígir hófsamri stefnu al- Hakims og viljað sýna meiri hörku í samskiptunum við Bandaríkja- menn en þær deilur tengjast einnig tilraunum yngri manna til að taka völdin í samfélagi íraskra sjíta. Þess má geta að sprengjan var svo kröftug að skemmdir urðu á aðal- stöðvum eins af herskáu klerkun- um, sjeik Muqtada al-Sadrs. eins, fyrrverandi forseta landsins og Baath-flokks hans, hefðu verið að verki. Virtust flestir sjítar vera honum sammála og formæltu Saddam og mönnum hans. „Þeir sem gerðu þetta eru svikarar og skepnur. Þeir eru ekki sannir Írak- ar,“ sagði Nagih Salah, fertugur vörubílstjóri. Fjöldi líka var grafinn undir braki og mannfjöldi er fylgdist með björgunarstarfinu hrópaði í örvæntingu sinni „Guð er mikill!“ í hvert sinn sem einhverjum var bjargað eða lík fannst. Víða lágu brunnir sandalar og höfuðklæði í blóðpollum á svæðinu. Sjítar kenna mönnum Saddams um mannskætt tilræði í Najaf AP Björgunarmenn og aðstandendur fórnarlambanna í Najaf leita í rústunum í grennd við Imam Ali-moskuna helgu í gær. Sprengjan sem grandaði sjítaklerkinum al-Hakim og meira en 80 að auki var afar öflug. „Svikarar og skepnur“ Najaf, Bagdad, Kaíró. AFP, AP. Sjítaleið- toginn ajat- ollah Mo- hammed Baqir al- Hakim, sem myrtur var í gær, var leið- togi samtak- anna Æðsta ráðs íslömsku bylting- arinnar í Írak, SCIRI, sem njóta stuðnings klerkanna í Ír- an. Sjálfur var hann samanlagt 20 ár í útlegð í Íran en sneri heim skömmu eftir að stjórn Saddams féll. Stjórnvöld í Teheran lýstu í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna láts hans. Í síðustu ræðu sinni, sem hann flutti nokkrum mínútum áður en sprengjan sprakk, for- dæmdi al-Hakim þá sem enn væru hollir Saddam og rifjaði upp ofsóknir Baath-manna gegn sjítum. Jafnframt gagn- rýndi hann harkalega her- námsliðið fyrir að hafa brugð- ist þeirri skyldu sinni að gæta öryggis landsmanna. „Við sögðum frá upphafi að þeir [bandamenn] ættu að láta Íraka sjálfa taka ábyrgð á ör- yggismálum í landinu og stofna bæri íraskan liðsafla sanntrúaðra til að sjá um ör- yggi hinna helgu staða í Írak vegna þess að hernámsliðið getur ekki nálgast þá.“ Útlagi í 20 ár Mohammed Baqir al-Hakim VERÐ á áli hefur ekki verið hærra í tvö ár og hefur að undanförnu verið 10–12% hærra en fyrir ári. Þetta kemur fram í nýj- um hagvísum Seðlabanka Íslands og segir þar einnig að framvirkt verð bendi jafnvel til enn frekari hækkunar næstu mánuði. Þriggja mánaða verð á áli á málmmark- aðnum í Lundúnum í gær var um 1.430 Bandaríkjadalir tonnið. Verðið hefur að mestu verið undir 1.400 dölum síðustu tvö ár og fór raunar undir 1.300 dali í október 2001. Þar áður var álverð hins vegar mun hærra eða allt upp í rúmlega 1.600 dalir í ársbyrjun 2000 og fyrri hluta 2001. Í ársreikningum álfyrirtækjanna hér á landi kemur fram að álverð í fyrra var að meðaltali rúmir 1.360 dalir tonnið. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins í Straumsvík, segir að til lengri tíma standi spár fremur til að álverð fari lækkandi og það hafi verið tilhneigingin sé álverð skoðað mörg ár aftur: „Aftur á móti er verðið í ár heldur hærra en ég held að álframleiðendur hafi almennt reiknað með og það er auðvitað gott.“ Hæsta ál- verð í tvö ár Ástir Allens Samspilið milli ásta Woodys Allens og mynda Lesbók 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.