Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ÞESSIR ungu sundkappar léku við hvern sinn fingur í veðurblíðunni í Kópavogslauginni á dögunum og gerðu þeir það ekki endasleppt í gleðilátum sínum. Leikgleði þeirra og frjálslegt fas er okkur öllum áminning um að taka lífinu af æðruleysi og gleði. Sundlaugar höfuðborgarsvæðisins hafa átt miklum vinsældum að fagna í sum- ar, en fer nú hver að verða síð- astur að nýta sér sífellt láréttari geisla sólarinnar sem eru hin besta vítamínsprauta í stirðnað geð land- ans. Busli nú hver sem betur get- ur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sprellað í Kópavogslauginni Kópavogur SUNDHÖLL Hafnarfjarðar er sex- tíu ára og af því tilefni verður þar op- ið hús í dag með kaffi, kökum og frítt í sund frá klukkan 8 til 13. Árið 1943 var ákveðið að byggja sundlaug í Hafnarfirði og var skipuð nefnd á vegum ýmissa félagssam- taka í bænum um byggingu og stað- setningu laugarinnar. Bygging sundlaugarinnar gekk vel fyrir sig og þann 29. ágúst 1943 var Sundlaug Hafnarfjarðar, opin útisundlaug með upphituðum sjó, vígð. Níu árum síð- ar, árið 1952, var byggt yfir sund- laugina og fékk hún þá nafnið Sund- höll Hafnarfjarðar. Árið 1977 voru teknar í notkun tvær útisetlaugar á útisvæði Sund- hallarinnar þar sem einnig er sól- baðsaðstaða. Miklar endurbætur hafa farið fram á lauginni síðustu ár og var nýlega tekið í notkun nýtt stýrikerfi sem sér um að stýra hita og klórmagni laugarinnar. Vilja starfsmenn sundlaugarinnar hvetja bæjarbúa og aðra til að kíkja við og fagna „afmælisbarninu“. Sundhöllin 60 ára Hafnarfjörður NÝR leikskóli við Haukahraun var vígður fimmtudaginn 28. ágúst og ber hann nafnið Arnarberg. Leik- skólinn er reistur á gömlum grunni þar sem áður stóð leikskólinn Hraunkot. Byggingartíminn var eitt ár en í sumarlok árið 2002 var hús- næði leikskólans við Hraunkot rifið, hús sem um nokkra ára bil hafði ver- ið hluti af starfsemi leikskólans Arn- arbergs við Smyrlahraun. Leikskólinn Arnarberg er fimm deilda og munu um 120 börn dvelja í skólanum. Gamla Arnarbergið er deild í nýja skólanum og hefur fengið nafnið Berg. Á Bergi eru elstu börn- in með aðstöðu. Megináherslan, í daglegu starfi leikskólans er á kenn- ingar John Dewey þar sem lögð er áhersla á að börnin rannsaki og upp- götvi. Ennfremur verður áhersla á heimspeki, könnunarleik með yngstu börnunum og slökun. Leikskólastjóri Arnarbergs er Oddfríður Jónsdóttir. Leikskólinn Arnarberg vígður Hafnarfjörður FYRIRTÆKIN Ásprent ehf. og Stíll ehf. á Akureyri verða sameinuð hinn 1. september nk. undir nafninu Ásprent – Stíll hf. Með sameiningu fyrirtækjanna verður til stærsta fyr- irtæki landsins á sviði prentþjónustu og auglýsingagerðar utan höfuðborg- arsvæðisins með um 400 milljónir króna í ársveltu. Um 50 starfsmenn starfa hjá hinu sameinaða félagi. Ásprent – Stíll hf. hefur sterka stöðu á landsbyggðinni, en stefnir jafnframt að því að sækja aukin verkefni inn á stærsta markaðssvæði landsins, höfuðborgarsvæðið, segir í tilkynningu frá fyrirtækjunum í gær. Starfsemi fyrirtækisins verður á tveimur stöðum, annars vegar í nú- verandi húsnæði Ásprents í Gler- árgötu 28 og hins vegar í núverandi húsnæði Stíls á Óseyri 2. Tvö rótgróin fyrirtæki á Akureyri Hjónin Rósa Guðmundsdóttir og Kári Þórðarson keyptu prentsmiðj- una Ásprent 31. október árið 1979. Til að byrja með var fyrirtækið til húsa við Kaupvangsstræti – í Lista- gilinu, en síðan var það í fjögur ár í húsnæði við Brekkugötu. Árið 1988 fluttist Ásprent að Glerárgötu 28. Ásprent keypti rekstur prentsmiðj- unnar POB árið 1995 og voru fyr- irtækin sameinuð í langöflugustu prentsmiðju utan höfuðborgarsvæð- isins. Núverandi eigendur Ásprents eru þau Rósa og Kári með 50% hlut og synir þeirra, Þórður, Alexander og Ólafur, sem eiga til samans 50%. „Ásprent er mjög vel tækjum búin alhliða prentsmiðja, sem tekur að sér stór og smá prentverkefni út um allt land. Auk prentþjónustu hefur fyr- irtækið m.a. gefið út og dreift aug- lýsingablaðinu Dagskránni, sem hef- ur til fjölda ára verið einn öflugasti auglýsingamiðill á Norðausturlandi,“ segir í frétt frá fyrirtækjunum. Stíll ehf. varð til árið 1980 og hef- ur alla tíð verið með rekstur á Ak- ureyri í auglýsinga- og skiltagerð og fatamerkingum, auk annarrar þjón- ustu sem tengist auglýsinga- og markaðsmálum. Stíll keypti rekstur auglýsingastofunnar Vinnandi manna ehf. á Akureyri í júní sl. Stíll ehf. hefur opnað verslun þar sem eru á boðstólum rekstrarvörur og þjónusta fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofn- anir. Eigendur Stíls ehf. eru Sjöfn hf., með 80% hlut, og G. Ómar Pét- ursson, með 20% hlut. Rósa hættir sem forstjóri Í hinu nýja sameinaða fyrirtæki eiga Þórður, Alexander og Ólafur Kárasynir 50% og Stíll ehf. 50%. Rósa Guðmundsdóttir og Kári Þórð- arson selja hlut sinn í fyrirtækinu. Jafnframt mun Rósa hætta sem for- stjóri prentsmiðjunnar, en því starfi hefur hún gegnt frá upphafi. Eftir sem áður mun Rósa Guðmundsdóttir þó reka fyrirtækið Ferðakort ehf., sem er einnig í eigu fjölskyldunnar, sem og Ásútgáfuna, en hún hefur m.a. gefið út kiljubækur í hartnær tvo áratugi. Í stjórn Ásprents – Stíls hf. verða Baldur Guðnason, stjórnarformaður, Steingrímur Pétursson, Þórður Kárason og Ólafur Kárason. Fram- kvæmdastjórar fyrirtækisins verða Þórður Kárason og G. Ómar Pét- ursson. Starfsmenn verða 50 Í frétt fyrir fyrirtækjunum segir ennfremur: „Markmið með samein- ingu fyrirtækjanna í Ásprent – Stíl hf. er að byggja upp stærsta og öfl- ugasta þjónustufyrirtæki í prentiðn- aði, útgáfustarfsemi, auglýsinga- hönnun, birtingum, skiltagerð og fatamerkingum á landsbyggðinni. Auk þess verður fyrirtækið sem fyrr segir með verslun með rekstrarvörur fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofn- anir. Sameinað fyrirtæki leggur áherslu á að auka enn frekar og bæta þá þjónustu sem fyrirtækin hafa til þessa veitt sínum viðskipta- vinum.“ Fyrirtækin Ásprent og Stíll að sameinast Fyrirtæki með 400 milljóna króna veltu og 50 starfsmenn AKUREYRARHÖFN vígði formlega í gær nýja flot- bryggju fyrir smábáta í Sandgerðisbót. Alls fá 32 bátar aðstöðu við nýju bryggjuna og komust færri að en vildu. Nýja bryggjan er alfarið íslensk smíð en að sögn Harðar Blöndal hafn- arstjóra hafa flotbryggjur af þessari stærð til margra ára verið keyptar til lands- ins. „Bryggjan var hönnuð og smíðuð hjá Sandblæstri og málmhúðun á Akureyri og geta starfsmenn fyr- irtækisins verið stoltir af þessari frumraun. Og ekki er síður gleðilegt að bryggjan reyndist ódýrari heldur en hin erlenda framleiðsla,“ sagði Hörður í ávarpi sínu við vígsluna. Að lokum bað hann vinina og samstarfsmenn til margra ára; Sigurð Jó- hannsson, skipstjóra og trillukarl, og Ívar Bald- ursson skipstjóra og hafn- arkarl, um að opna bryggj- una formlega með því að klippa á borða við land- ganginn. Ný flotbryggja vígð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Níels Einarsson, „útgerðarmaður“ á Stellu III og for- stöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, til vinstri, og Hörður Blöndal, hafnarstjóri á Akureyri. Níels var fyrst- ur til að sigla fleyi sínu inn í flotbryggjuna nýju. Ívar Baldursson og Sigurður Jóhannsson, hvor tveggja gamlir skipstjórar, klipptu á borða og opnuðu flotbryggjuna formlega. ÍBÚAR Hafnarfjarðar geta, frá og með mánudeginum 1. september, sótt alla þjónustu sveitarfélagsins á einn og sama staðinn. Þá opnar sér- stakt þjónustuver á fyrstu hæð Ráð- hússins við Strandgötu 6. Afgreiðslutími hefur verið lengdur og er þjónustuverið opið frá kl. 8.00– 17.00. Er því ætlað að tryggja við- skiptavinum sem leita til bæjarins, áreiðanlega, þægilega og hraða þjón- ustu gagnvart öllum fyrirspurnum. Í þjónustuverinu er öll almenn af- greiðsla og símsvörun, þar er upp- lýsingagjöf um deildir og stofnanir bæjarins og verður meðal annars hægt að nálgast umsóknir, borga reikninga og sækja um lóðir. Þjónustuverið starfar samkvæmt samþykktri upplýsingastefnu bæjar- ins þar sem segir að upplýsingar skuli almennt vera aðgengilegar og til þess fallnar að styrkja lýðræði og möguleika bæjarbúa til þess að taka virkan þátt í stefnumótun bæjar- félagsins. Í samræmi við umhverfisstefnu Hafnarfjarðarbæjar verður leitast við að nota rafræna miðlun upplýs- inga hjá öllum rekstrareiningum Hafnarfjarðarbæjar. Í sama skyni er áformað að nýta möguleika til gagn- virkni á upplýsinga- og þjónustuvefj- um sveitarfélagsins á Netinu. Þjónustuverið veitir rafræna þjón- ustu þar sem það er mögulegt, við móttöku og afgreiðslu umsókna og erinda, miðlun reikninga og annarra gagna þannig að viðskiptavinir Hafnarfjarðarbæjar geti óháð stund og stað rekið erindi sín rafrænt gegnum heimasíðu sveitarfélagsins að svo miklu leyti sem það er tækni- lega mögulegt. Gestir og gangandi eru boðnir vel- komnir í heimsókn í þjónustuverið á mánudag til að þiggja kaffisopa og fræðast um þjónustuna sem í boði er. Hafnarfjarðarbær opnar þjónustuver Öll þjónusta á einum stað Hafnarfjörður MT-BÍLAR í Ólafsfirði hafa samið um innréttingar og uppsetningu þriggja sjúkrabifreiða fyrir Rauða kross Íslands. Gengið var til samn- inga á grundvelli lægsta tilboðs sem fyrirtækið átti í útboði Ríkiskaupa og er smíði bifreiðanna hafin hjá fyrirtækinu. Bifreiðarnar eiga að af- hendast 15. október, 15. nóvember og 15. desember. Verðmæti samn- ingsins er um 17 milljónir króna. Um er að ræða innréttingar tveggja bifreiða af gerðinni VW Transporter og einnar af gerðinni Mercedes Benz Sprinter. Auk smíði innréttinganna munu MT-bílar koma fyrir öllum sérhæfðum búnaði og þannig verða bifreiðarnar nánast tilbúnar til notkunar við afhendingu. Fram til þessa hafa MT-bílar sér- hæft sig í smíði slökkvibifreiða fyrir íslenskan og erlendan markað. Upp- setning og smíði sjúkrabifreiða er því viðbót við þá starfsemi sem fyrir er hjá fyrirtækinu en Sigurjón Magnússon, framkvæmdastjóri MT- bíla, segir að strax við stofnun fyr- irtækisins hafi verið horft til þess að nýta þekkingu í smíði slökkvibif- reiða til smíði sjúkrabifreiða, enda mögulegt að nýta sömu framleiðslu- aðferðir og tækni. „Því má segja að við höfum að hluta stigið þetta skref með þessum samningi við Rauða krossinn en við munum samhliða halda áfram að út- færa okkar hugmyndir á næstu misserum um framleiðslu sjúkrabif- reiða þar sem við nýtum trefjaplast- tæknina til að byggja frá grunni yf- irbyggingar og innréttingar sjúkrabifreiðar, líkt og við gerum í slökkvibifreiðasmíðinni. Með þessu erum við að breikka það svið sem MT-bílar byggja sína starfsemi á og treysta reksturinn,“ segir Sigurjón. Hann segir verkefnastöðu fyrir- tækisins nokkuð góða um þessar mundir en auk sjúkrabílanna þriggja eru í smíðum þrír slökkvibíl- ar, þar af einn af stærstu gerð fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og verður hann afhentur í októbermán- uði. Þar er um að ræða seinni bílinn af tveimur sem fyrirtækið hefur smíðað fyrir Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins. Innréttar þrjár sjúkrabifreiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.