Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 19                                               !                                            !"# !        "  #$ #% &%     '() #* +       ,(&  ,  - '(  ,   *.(   !" #  + / 0 %    #!"  $ !%!&  & '! $ ("  )$ & $ " *  &  # &+  +, - !".   & ,(  %& #  - %  + $ % % DÖNSK samgönguyfirvöld hafa staðfest áframhaldandi leyfi Air Greenland til áætlunarflugs milli Kaupmannahafnar og Akureyrar. Áður höfðu íslensk samgönguyfir- völd gefið grænt ljós á framlengingu bráðabirgðaleyfis til loka október á næsta ári, en til þess að unnt væri að hefja bókanir á farmiðum frá og með 1. nóvember nk. þurfti samþykki danskra flugyfirvalda, sem nú er sem sagt komið í höfn. Það þýðir að frá og með sl. miðvikudegi var unnt að hefja bókun farþega í flug eftir 1. nóvember nk. – þ.e. fyrir næsta vet- ur og næsta sumar. Í ljósi þess að dönsk og íslensk samgönguyfirvöld hafa samþykkt að framlengja bráðabirgðaflugleyfi Air Greenland til loka október á næsta ári mun Air Greenland halda áfram áætlunarflugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar, sem hófst hinn 28. apríl sl. Sem fyrr verður flogið tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum. Í fréttatilkynningu segir að það sé von Air Greenland að áætlunarflugið styrki ferðaþjónustu á norðanverðu landinu, um leið og það gefi fólki á Norður- og Austurlandi færi á því að komast til meginlands Evrópu án þess að þurfa að eyða tíma og fjár- munum í að komast suður á Kefla- víkurflugvöll. „Air Greenland hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð far- þega við þessu flugi, sem hvetur fé- lagið til þess að halda áfram á sömu braut,“ segir í frétt frá fyrirtækinu. Áframhaldandi áætlunarflugleyfi Air Greenland Staðfesting er komin frá dönskum samgönguyfirvöldum MYNDLISTARMENN frá Randers í Danmörku verða með sýningu á málverkum og höggmyndum á Bókasafni Háskólans á Akureyri vikuna 2. til 7. september. Vorið 2002 fór hópur myndlist- arnema frá Myndlistarskóla Arnars Inga til Randers í Danmörku og hélt sýningu á verkum sínum, og nú mun sá hópur taka á móti níu myndlistar- mönnum frá Randers til að greiða fyrir gestrisnina. Á sýningunni verða olíumálverk en einnig er myndhöggvari í hópn- um sem mun sýna verk sín. Formleg opnun sýningarinnar verður þriðju- daginn 2. september kl. 18 og eru allir velkomnir. Bókasafn Háskólans á Akureyri er við Norðurslóð, 603 Akureyri. Bókasafnið er opið kl. 8–18 alla virka daga og 12–15 á laugardögum. Myndlistar- sýning í háskólanum ♦ ♦ ♦ MARGT verður í boði á Akureyr- arvöku sem fram fer í dag og mark- ar hún lok Listasumars. Akureyrarvakan var raunar sett í Lystigarðinum í gærkvöldi við hátíð- lega athöfn. Í dag er bæjarbúum og gestum þeirra boðið í sund á milli kl. 10 og 12 í Sundlaug Akureyrar og kl. 13 hefjast svo listaherlegheitin úti um allan bæ. Í tilefni af Akureyrarvöku verður t.d. opnuð sýning í sal Myndlista- skólans á Akureyri í dag kl. 16 en listamennirnir sem sýna verk sín eru Hörður Thors, Friðrikur, Stefán Boulter, Arnfríður Arnardóttir, Birgir Rafn Friðriksson og Rann- veig Helgadóttir. Sýningin er aðeins opin þessa helgi fram að miðnætti báða dagana. Þess má og geta að í Ketilhúsinu var opnuð í gærkvöldi hönnunar- og fatasýning hópsins ASK? og stendur hún yfir í dag. Hönnuðir og sýn- endur eru: Anna Gunnarsdóttir, sem vinnur úr ýmsum skinnum og þæfðri ull, Kristín Þöll Þórsdóttir, sem vinnur úr tæsilki og Sigríður Elfa Sigurðardóttir, sem vinnur með blandaða tækni, s.s. úr lambsull, ull- arkembu og silki. Börnum er boðið að skreyta Gilið, Kaupvangsstrætið, frá kl. 13 í dag. Þar fá þau að kríta á götuna og síðan fer þar fram fatasýning í kvöld; fötin á sýningunni í Ketilhúsinu öðlast þá líf – fyrirsætur klæðast fatnaðinum og sýna úti á götu. Flugeldasýning verður svo á dag- skrá í kvöld kl. 23.15. Listasumri lýkur með Akureyr- arvöku Hönnuðirnir Sigríður Elfa Sigurðardóttir, Anna Gunnarsdóttir og Kristín Þöll Þórsdóttir sem opna sýningu í Ketilhúsinu á Akureyri í dag. TENGLAR ..................................................... www.akureyri.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.