Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Baldur KE vegur 75 tonn. Það var því mikil framkvæmd hjá Ólafi Björnssyni að láta hífa Baldur upp á hafnar- bakkann og flytja hann í Gróf. Þurfti öflug tæki til þess, tvo stóra krana og öflugan flutningabíl. BALDUR KE-97 var í gær fluttur í naust í nágrenni við smábátahöfnina í Gróf í Keflavík. Þar hefur þessi bátur, sem snemma fékk viðurnefnið „Gullmolinn“ og markaði sín spor í útgerðarsögu Keflavíkur, fengið varanlegan samastað. Baldur var smíðaður í Svíþjóð 1961 og var einn af fyrstu bátunum sem smíðaðir voru fyrir aðstæður hér á landi og fyrsta íslenska skipið sem notaði skuttog. Lengst af var Baldur gerður út frá Keflavík en var gerður út frá Garði síðasta áratug- inn. Baldur fékk á sínum tíma við- urnefnið „Gullmolinn“ vegna þess að hann þótti einstök happafleyta. Var hann aflahæsti báturinn á dragnót- inni á Faxaflóa öll árin frá 1961 til 1990, að fyrsta árinu undanskildu en þá var hann í öðru sæti. Ólafur Björnsson, fyrrverandi út- gerðarmaður Baldurs, hefur miklar taugar til bátsins og lét sig dreyma um að varðveita hann þegar hætt Baldur kominn í naust Ólafur Björnsson fylgdi Baldri sínum síðasta spölinn. Hér er hann, lengst til vinstri, að ræða málin við Pétur Jóhannsson hafnarstjóra, Garðar K. Vil- hjálmsson, dótturson sinn, og Borgar Ólafsson, son sinn. yrði að gera hann út. Nú er sá tími kominn og eigendur Nesfisks af- hentu honum skipið. Ólafur fékk Reykjanesbæ til að aðstoða sig við varðveisluna með því að útbúa naust til að geyma hann í og var því fund- inn staður í nágrenni Duus-húsa þar sem bátafloti Gríms Karlssonar er til sýnis. Sjálfur stendur hann að varð- veislu bátsins þar og flutningi hans á staðinn. Baldur var hífður upp á hafnarkantinn í Keflavíkurhöfn í gær með stórum krönum, því næst var hann fluttur á dráttarbíl í Gróf- ina og honum komið þar fyrir. Ólafur fylgdi gamla bátnum sín- um síðasta spölinn. Á Ljósanótt í Reykjanesbæ, laugardaginn 6. september, klukkan 21, verður Bald- ur lýstur upp. Keflavík HLJÓÐMÆLINGAR Heilbrigðis- eftirlits Suðurnesja benda sterklega til þess að hávaði í íbúðarhúsum við ákveðnar götur í Reykjanesbæ sé yfir leyfilegu hámarki vegna umferðar ökutækja um Njarðarbraut í Njarð- vík og Hringbraut í Keflavík. Bæjar- yfirvöld hafa unnið að lækkun hraða og Heilbrigðiseftirlitið áformar að beita heimildum sínum til að beina stærri ökutækjum framhjá þéttbýli. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HES) fékk ábendingu frá íbúa við Brekkustíg í Njarðvík um ónæði vegna umferðar um Njarðarbraut. Starfsmaður stofnunarinnar mældi hávaða þar tvo daga í júní og einnig við Hringbraut í Keflavík í einn dag. Í skýrslu HES kemur fram að niður- stöður mælinganna benda sterklega til þess að hávaði við þessar götur sé yfir mörkum reglugerðar um hljóð- vist, að minnsta kosti við þau hús sem næst götunum standa. Rifjað er upp að Heilbrigðiseftirlitið hafi áður feng- ið kvartanir um hávaða við Hafnar- götu og telur það ástæðu til að ætla að ástandið sé svipað þar þótt það kunni að hafa batnað með nýju hringtorgi við Faxabraut. Þá kemur fram að eft- irlitið hefur áður mælt hávaða við Fitjar og þar hafi hann einnig verið yfir settum mörkum. Fram kemur í bréfi sem Heilbrigð- iseftirlitið hefur sent Reykjanesbæ að stór ökutæki valdi umtalsvert meiri hávaða en minni og tilkynnt að Heil- brigðiseftirlitið sé með til athugunar að nýta sér heimild í reglugerð til að beina slíkum farartækjum framhjá þéttbýlinu og koma þannig í veg fyrir gegnumakstur þeirra. Óskar eftirlitið eftir samstarfi við Reykjanesbæ um framkvæmdina og nánari útfærslur á fyrirhuguðum takmörkunum á um- ferð. Bæjaryfirvöld sammála Erindi HES var lagt fyrir á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í vikunni og ákveðið að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits- ins. Viðar Már Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri umhverfis- og tækni- sviðs Reykjanesbæjar, segir að bæj- aryfirvöld séu sammála mati Heilbrigðiseftirlitsins. Vekur hann at- hygli á því að unnið hafi verið skipu- lega að því að minnka umferðarhraða og unnið verði frekar að því á næstu tveimur árum. Þannig hafi hámarks- hraði verið minnkaður í 30 kílómetra í mörgum íbúðargötum og hraðahindr- anir settar upp til að styðja við það. Nýir kantsteinar meðfram Njarðar- braut stuðluðu að því að menn ækju hægar og auk þess væri áformað að minnka hámarkshraðann þar úr 60 í 50 kílómetra. Segir Viðar Már unnið að fleiri verkefnum í þessu skyni og verði það gert áfram í samvinnu við Heilbrigðiseftirlitið. Þá vildi hann beina því til íbúa við miklar umferðar- götur að planta trjám í garða sína, það væri árangursrík aðgerð til að draga úr hávaðanum frá umferðinni en tæki vissulega nokkuð langan tíma að virka. Varðandi hugmyndir um að beina þungaumferð fram hjá þéttbýlinu segir Viðar Már að bæjaryfirvöld vilji stuðla að því. Ný gata með sjónum og hringtorg á mótum Hafnargötu og Víkurbrautar væru liður í því, einnig aðgerðir til að beina þungaumferð til iðnaðarsvæðisins á Iðavöllum um Bolafót og Flugvallarveg. Heilbrigðiseftirlit vill beina þungaumferð framhjá þéttbýli Hávaðinn mælist vel yfir settum mörkum Reykjanesbær SUÐURNES 20 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ UMSÓKNUM um lóðir undir nýjar bensínstöðvar í Reykjanesbæ rignir yfir bæjaryfirvöld. Þrjár slíkar um- sóknir voru lagðar fram á fundi bæj- arráðs í vikunni og jafnmargir aðilar hafa verið leita fyrir sér um hið sama með samtölum við starfsmenn bæj- arins. Baugur Group óskar eftir viðræð- um um staðsetningu bensínstöðvar á mótum Smiðjuvalla og Flugvallar- vegar. Tekið er fram í erindi félags- ins að áformað sé að hefja rekstur bensínstöðva félagsins á fyrri hluta næsta árs. Olíuverslun Íslands óskar eftir formlegum viðræðum um lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð á útrásum úr Keflavík í átt að flugvellinum eða í áttina að Innri-Njarðvík. Fram kem- ur í erindi Olís að félagið hefur átt í viðræðum við nokkur fyrirtæki varð- andi uppsetningu á sjálfsafgreiðslu- stöð innan þeirra lóðarmarka en þyki nú rétt að óska eftir sérstakri lóð undir þessa starfsemi. Þá sækja Reisbílar ehf. sem reka Go-kartbrautina í Njarðvík, um að- stöðu fyrir ómannaða bensínstöð á eða við lóðina sem körtubrautin er á. Bæjarráð vísaði þessum erindum til umfjöllunar umhverfis- og skipu- lagsnefndar. Viðar Már Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Umhverfis- og tækni- sviðs bæjarins, staðfestir að mikil ásókn sé í lóðir fyrir bensínstöðvar. Auk þessara þriggja fyrirtækja hafi að minnsta kosti þrír aðilar til við- bótar óskað eftir lóðum fyrir bens- ínstöðvar. Flestir hafi áhuga á að tengja stöðvar sínar umferð um Reykjanesbrautina, á leiðinni í flug- stöðina á Keflavíkurflugvelli, eða að þær verði að minnsta kosti vel sýni- legar frá brautinni. Viðar Már segir að ekki séu neinar lóðir lausar fyrir þessa starfsemi en ákveðnir möguleikar séu fyrir hendi sem þurfi að skoða. Segir hann að málið verði væntanlega skoðað í þeirri vinnu við rammaskipulag sem nú standi yfir. Fjöldi umsókna um lóðir undir bensínstöðvar Reykjanesbær SANDGERÐISDAGAR voru settir formlega í gærkvöldi. Fullt var út úr dyrum við tónlistardagskrá í safnaðarheimilinu og fylgdust gestir af áhuga með söng Helga Maronssonar þegar myndin var tekin. Hátíðin hófst raunar í fyrrakvöld með menningarkvöldi í Ævintýrahús- inu Púlsinum og sögukvöldi í Vitanum. Fjölmenni var á báðum stöðum. Í Púlsinum komu fram ungir tónlistarmenn úr Sandgerði, auk Önnu Pálínu og Aðalsteins Ásbergs. Fjölbreytt dagskrá verður á Sandgerðisdögum í dag og nær hún há- marki með varðeldi og flugeldasýningu í kvöld. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Fjölsótt tónlistaratriði Sandgerðisdaga Sandgerði MÁLVERKASÝNINGU Sossu Björnsdóttur í Listasafni Reykjanes- bæjar lýkur á morgun, sunnudag. Af því tilefni er aðgangur endurgjalds- laus á morgun og verður listamaður- inn á staðnum frá klukkan 15 til 16.30. Sossa sýnir ný olíuverk og er með þessari sýningu að feta nýjar slóðir í túlkun sinni. Góð aðsókn hefur verið að sýningunni, samkvæmt upplýsing- um Valgerðar Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Sýningarsalur Listasafns Reykja- nesbæjar er í Duushúsum í Keflavík og er opinn alla daga frá klukkan 12.30 til 19. Síðasta sýningarhelgi Sossu í Listasafninu Reykjanesbær FLUGMÓDELFÉLAG Suðurnesja stendur fyrir kynningu á flugmódel- sportinu í dag, laugardag, og á morg- un, báða dagana frá klukkan 10 til 13. Kynningin verður á flugvelli félagsins í Grófinni í Keflavík og er háð veðri. Kynningin nýtur fjárhagslegs stuðnings Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar. Í til- kynningu frá stjórn Flugmódelfélags- ins kemur fram að gestir fá að með- höndla flugmódelin með aðstoð leiðbeinenda. Kynning á flugmódelum Keflavík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.