Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 26
MENNTUN 26 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ENDURMENNTUN HÍhefur skipulagt símennt-un í tvo áratugi, fjöl-breytta fræðslu fyrir há- skólafólk og almenning. Um 400 námskeið eru í boði á hverjum vetri auk lengri námsbrauta. Helstu námsleiðir eru: Starfstengd styttri námskeið (4–25 klst.), 1–2 ára heil- steypt nám sem lýkur með prófum (6–33 einingar), misserislöng kvöld- námskeið fyrir almenning (14–20 klst.). Stofnunin hefur margþætt tengsl við íslenskt atvinnulíf og námskeið á hinum ýmsu fræðasviðum eru skipu- lögð í nánu samstarfi við fagfélög, fyrirtæki, deildir háskólans, kennara og aðra bandamenn. Fjórtán manns starfa hjá EHÍ og er Kristín Jónsdóttir endurmennt- unarstjóri. Blaðamaður ræddi við Guðrúnu Björt Yngvadóttur aðstoð- arforstöðumann Endurmenntunar og Kolbrúnu Erlu Matthíasdóttur markaðsstjóra í tilefni af því að dag- ana 1.–4. september verða ókeypis „örnámskeið“ fyrir almenning. „Ör- námskeiðin eru eins konar afmælis- gjöf Endurmenntunar til almenn- ings,“ segir Guðrún og að þau séu haldin kl. 18–20 og 20:15–22:15 þessi kvöld. „Þettar eru eins konar sýn- ishorn af námskeiðum Endurmennt- unar í vetur,“ segi Kolbrún Erla, „og einnig settum við upp nokkur nám- skeið sérstaklega vegna afmælis- ins.“ Örnámskeiðin má sjá á vef Endur- menntunar (http://www.endur- menntun.hi.is/naestu_namskeid.asp) og fólk þarf að skrá sig á þau. Nú þegar eru 3 námskeiðanna orðin full. Kennarar Endurmenntunar eru allir sérfræðingar á sínu sviði og hafa flestir mikla reynslu af að kenna fullorðnum. Á hverju misseri eru um 400 kennarar að störfum fyrir Endurmenntun, íslenskir og erlendir. Endurmenntun HÍ dreifði nýlega til landsmanna námskrá fyrir haustið 2003 og hafa áhugasamir verið að merkja við og spá í nám- skeið sem þá langar á. „Við erum með breitt svið námskeiða í fimmtán flokkum,“ segir Guðrún og að þau spanni nánast allt háskólasviðið. „Endurmenntun er fjölmennasti skóli landsins,“ segir Kolbrún og að nemendafjöldi hafi orðið 12.403 árið 1999 en á síðstu árum hefur hann verið á bilinu 10–12 þúsund á ári. Flestir sækja starfstengd styttri námskeið hjá EHÍ. Frá ársbyrjun 1990 hefur EHÍ boðið fólki úr ís- lensku atvinnulífi upp á nám sam- hliða starfi sem stunda má á tveimur til fjórum misserum. Þessar lengri námsbrautir eru allar metnar til há- skólaeininga og lýkur öllum með prófum og/eða verkefnum. Endurmenntun hefur um nokk- urra ára skeið séð um ýmis námskeið og próf til réttinda fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og félagsmála- ráðuneytið. Lögboðið er að ljúka þarf slíkum námskeiðum til að geta stundað störf þeim tengd. Þetta er réttindanám í verðbréfaviðskiptum, eignaskiptayfirlýsingum, leigumiðl- un, vátryggingamiðlun og fl. Endurmenntun HÍ annast einnig námskeiðahald fyrir opinbera starfs- menn og fleiri eins og Lögregluskól- ann. Guðrún segir kynjahlutfallið hjá Endurmenntun sé nánast það sama og hjá Háskóla Íslands eða 64% kon- ur og 36% karlar. Nemendur EHÍ eru hins vegar eldri en í HÍ og eru flestir á aldrinum 36–55 ára. Samkeppnin í menntamálum er nokkur og framboðið margfalt meira en áður. Sérstaða EHÍ felst hinsveg- ar í því að bjóða upp á mestu breidd- ina í námskeiðaúrvali. Endurmennt- un leggur líka áherslu á að bjóða upp á námskeið á háskólastigi á öllum sviðum. Viðhorf til símenntunar hefur gjörbreyst að sögn Guðrúnar. Nem- endur fóru ekki endilega hátt með það fyrstu ár EHÍ að þeir færu á námskeið. Núna er fólk hvatt til að fara á námskeið og það er talið fólki til tekna. Enda er ástæðan viljinn til að verða betri starfsmaður. Flestir eru sér meðvitaðir núna um gildi sí- menntunar, bæði einstaklingar og fyrirtæki. Endurmenntun HÍ byggir rekstur sinn algjörlega á þeim tekjum sem koma af námskeiðahaldi og þiggur enga styrki. Guðrún og Kolbrún bú- ast við því að á næstu árum hafi EHÍ enn meira samstarf við deildir HÍ og starfi með þeim að símenntun. Að Endurmenntun HÍ standa auk Háskólans Tækniskóli Íslands, Bandalag háskólamanna, Arkitekta- félag Íslands, Félag framhaldsskóla- kennara, Tæknifræðingafélag Ís- lands, Verkfræðingafélag Íslands og Félag viðskipta- og hagfræðinga. Endurmenntun HÍ/Í næstu viku býðst almenningi að skella sér á örnámskeið á tuttugu ára afmæli Endur- menntunar Háskóla Íslands. Gunnar Hersveinn fór aftur á móti á örnámskeið um starfsemi EHÍ. Árlega stunda 10–12.000 manns nám þar og sumir taka námskeið á hverju misseri. Símenntun er daglegt brauð starfsmanna. Fjölsóttasti skóli landsins Morgunblaðið/Kristinn  Um 400 námskeið eru í boði auk lengri námsbrauta  Á misseri eru um 400 kennarar að störfum fyrir Endurmenntun TENGLAR ..................................................... www.endurmenntun.hi.is   !" #" "!! $ "!% " &%  ! '' ("! )* "# )+  "!"! " )%   !" ," -" #""# , - ! # ./ #" 0  #1  2+%! 0!!"! 1 !3  4$"-% 3 5+%!!  !!$ " - 5+%!! 6!  7'' 3""# 8!!  $   3% 5*!"#"!!"# 9 !  :"  !3"! 5       <"#   8 ! )+/ 3" !"# )+/ 3" 2 !3 8              ! !" !" #$$#  % %& !'!& (                                                        Starfstengd styttri námskeið Tungumál Fólk og færni Stjórnun og starfsþróun Markaðs-, sölu- og þjónustumál Fjármál og reikningsskil Lögfræði Hugbúnaður og Netið Verkfræði, tæknifræði og arkitektúr Bókasafns- og upplýsingafræði Kennsla í framhaldsskólum Heilbrigðis-, félags- og uppeldissvið Stjórnun og rannsóknir í heilbr.þjónustu  Stjórnun opinberra stofnana Nám samhliða starfi 1–2 ár Rekstrar- og viðskiptanám (1 1/2 ár) Rekstrar- og viðskiptanám framhald (1 ár) Markaðs- og útflutningsfræði (1 ár) Starfsmannastjórnun (11/2 ár) Verkefnastjórnun – Leiðtogaþjálfun (1 ár) Opinber stjórnsýsla og stjórnun (1 1/2 ár) Stjórnun og rekstur fyrir sjálfstætt starfandi sérfræðinga (1 ár) Stjórnun og forysta í skólaumhverfi (1 ár) Stjórnun I: Nám fyrir stjórnendur í lögreglunni (1 ár) Stjórnun og rekstur í heilbrigðisþjónustu (1 1/2 ár) Sálgæsla (2 ár) MBA-nám (2 ár) (færði þetta neðst því við erum bara umsjónaraðili) Kvöldnámskeið Á hverju misseri er boðið upp á fjölmörg námskeið fyrir almenning um hugvísindi og listir. Slík námskeið eru m.a. um bókmenntir, heimspeki, sið- fræði, sagnfræði, tungumál, myndlist, tónlist, fornsögur, kvikmyndir og trúarbragða- fræði. Námskeið Endurmenntunar GUÐRÚN Jónsdóttir, forstöðumað- ur félagsstarfs í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi, tekur námskeið hjá Endurmenntun á hverju misseri. „Ég fór fyrst árið 1997 á námskeið um að taka á móti nýjum starfs- mönnum,“ segir hún og telur sig mjög lánsama að hafa byrjað á þessu. Guðrún hefur farið á tuttugu nám- skeið síðan 1997. Það ár fór hún á námskeið sem hét Árangursrík liðs- heild og annað sem hét Öflug sjálfs- mynd hjá Jóhanni Inga Gunnarssyni sálfræðingi. „Hann er frábær kenn- ari og er oft með námskeið með Sæ- mundi Hafsteinssyni sálfræðingi.“ Hún hlakkar iðulega til að lesa námskrá Endurmenntunar, merkja við girnileg námskeið og forgangs- raða þeim. Hún skráir sig síðan á nokkur, skipuleggur sig út frá því og kemst alltaf á einhver námskeið. „Sennilega fer ég oftast á nám- skeið í flokknum Fólk og færni, og oftast á bilinu kl. 16–20 en þá er ég betur upplögð en milli 20 og 22.“ Á síðasta misseri fór Guðrún á námskeiðið Lífsorka – létt lund og Framtíðin – hugað að efri árum hjá Þóri S. Guðbergssyni. Einnig á námskeiðið Sjálfs- traust, sjálfsagi, sam- skiptaþroski og þjálfun í lífsleikni hjá Jóhanni Inga og Sæmundi. Einnig á námskeiðið Starfsumhverfi í öldr- unarþjónustu, en hún vinnur mikið með öldruðum í félagsstarfinu. Núna hefur hún áhuga á nám- skeiðunum Leitin að árangri og ann- að sem heitir Hugþjálfun sem Jó- hann Ingi og Sæmundur kenna á haustönn, og Stefnu- miðað árangursmat sem Snjólfur Ólafsson og Hrönn Pétursdóttir kenna. Hún skráir sig einnig á námskeiðið Stjórnun fyrir reynda stjórnendur. Einnig eru áhugaverð í hennar augum námskeiðin Upplýsingaleikni og Að færa slæm tíðindi. Guðrún segir endur- menntun hluta af starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar. Námið er til að bæta sig sem starfs- maður, bæði gagnvart öðrum starfs- mönnum og þeim sem njóta þjónust- unnar. Námið er líka til að styrkja sig – og að skilja á milli einkalífs og starfsins. „Það eru allir jafnir í nám- inu og það er sérlega gefandi. Maður kynnist mörgu fólki úr ólíkum starfs- stéttum, og það er lærdómsríkt að hlusta á það tjá sig,“ segir Guðrún og nefnir einnig stuðning Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar ásamt vinnuveitanda. „Námskeiðin hafa hjálpað mér mikið í því fjölþætta starfi sem ég er í, en það byggist mest á mannlegum samskiptum. Hlustun er t.d. þýðing- armikill þáttur,“ segir Guðrún. Stöðupróf eru það sem henni finnst helst vanta í námið og stingur hún því upp á því. „Próf sem gæti metið reynslu í starfi og þessi nám- skeið – þannig að það nýtist ein- staklingum,“ segir hún. „Ég myndi vilja að kannað yrði hvort hægt væri að koma því við.“ Námsgögn EHÍ eru til fyrirmyndar að hennar mati og þjónusta starfsfólks. Hefur sótt tuttugu námskeið Guðrún Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.