Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 27 INNKAUP opinberra aðila á verkum, vörum og þjónustu eru einn af lykilþáttum opinbers rekstrar. Það er eðlileg krafa að vandað sé til verka í þessum efnum þar sem heildarinnkaup nema verulegum fjárhæðum, auk þess sem mikilvægt er að fylgt sé nútímareglum um viðskipti. Reykjavíkurborg hefur á undaförnum árum gert sér far um að innleiða nýjungar í vinnubrögð- um og stjórnunaraðferðum, m.a. í samræmi við ný viðmið í lögum og viðskiptum. Þannig staðfesti borg- arstjórn sl. vetur nýjar sam- þykktir varðandi innkaupamál borgarinnar, þ.e. innkaupastefnu, innkaupareglur, samþykkt fyrir innkauparáð Reykjavíkur og sam- þykkt fyrir Innkaupastofnun Reykjavíkur. Liður í þessu er að stofnað var þriggja manna inn- kauparáð í stað fimm manna stjórnar Innkaupastofnunar, en ráðinu er auk eftirlits ætlað að leggja hinar stóru línur um inn- kaup og taka auk þess ákvörðun í einstökum innkaupamálum yfir ákveðnum fjárhæðum. Innkaupastefnan og reglurnar fela m.a. í sér að ábyrgð á inn- kaupum er færð í meiri mæli til einstakra stofnana og forstöðu- manna þeirra. Innkaupum er ekki miðstýrt í jafnmiklum mæli og áð- ur, en á móti kemur að eftirlit með allri innkaupastarfsemi er eflt að miklum mun. Það er ann- ars vegar gert með því að ráð og nefndir, svo sem fræðsluráð og fé- lagsmálaráð, hafa eftirlit með inn- kaupum í sínum málaflokki og hins vegar hefur innkauparáð mið- lægt eftirlit með því að farið sé að reglum. Innkauparáð getur enn- fremur ákveðið að óska aðkomu innri endurskoðunar Reykjavík- urborgar að einstökum málum. Auk þess er Innkaupastofnun Reykjavíkur skylt að tilkynna inn- kauparáði ef hún verður vör við að innkaupareglur kunni að hafa ver- ið brotnar. Þótt almenn þróun í viðskiptum og þróun laga um opinber innkaup hafi verið einn helsti hvatinn að þessum breytingum sem tóku gildi 1. febrúar sl. kom fleira til. Það þurfti líka að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar. Rekstr- arformi ýmissa fyrirtækja og stofnana í eigu borgarinnar hafði verið breytt eða þau seld. Fyr- irtæki sem áður voru með beinum hætti hluti af borgarrekstrinum höfðu verið gerð að sameignarfyr- irtækjum, byggðasamlögum eða hlutafélögum. Mestu máli skipti breytingin sem gerð var á Orku- veitu Reykjavíkur, en einnig má nefna stofnun Strætó bs. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. sem eru í eigu fleiri sveitarfé- laga en Reykjavíkurborgar. Með breytingum á rekstrarformi og eignaraðild annarra en borg- arinnar heyrðu þau ekki lengur undir miðstýrt innkaupavald stjórnar Innkaupastofnunar og þeim var ekki skylt að leita þjón- ustu stofnunarinnar. Þau sinntu því í auknum mæli eða alveg eigin innkaupum sjálf, en við það minnkuðu tekjur Innkaupastofn- unar verulega. Í vissum tilvikum, m.a. þegar um var að ræða stærri og flóknari innkaup, nýttu þessi fyrirtæki sér þó áfram sérfræði- þekkingu Innkaupastofnunar. Starfshópur sem settur var á fót í upphafi árs 2002 til að skoða stöðu og framtíðarmöguleika Inn- kaupastofnunar lagði til að í fyrsta lagi yrði innkaupastefna sett fyrir alla borgina, í öðru lagi vel út- færðar innkaupareglur á þeim grunni og í þriðja lagi var lagt til að fimm manna stjórn Inn- kaupastofnunar yrði lögð niður, en fagnefndum væri falið eftirlit með að eftir stefnunni og reglunum yrði farið. Að auki var skerpt verulega á ábyrgð forstöðumanna í þeim efnum. Með þessu móti verða allir að tileinka sér nútíma- leg vinnubrögð og stjórn- sýsluhætti, enda eru kjörnir fulltrúar í fagnefndum og fagráð- um upplýstir um helstu innkaup í sínum málaflokki og eftirliti og ábyrgð þannig dreift í stað þess að allt lægi á einni stofnun og einni stjórn. Þess ber einnig að geta að í innkaupastefnunni er tekið fram að stefnt skuli að því að fyrirtæki í meirihlutaeigu borg- arinnar gæti þeirra sjónarmiða sem felast í innkaupastefnunni og innkaupareglunum. Borgarráð fól svo fulltrúum borgarinnar í stjórnum fyrirtækja og byggða- samlaga í meirihlutaeigu Reykja- víkurborgar að beita sér fyrir því að samþykktir og reglur borg- arinnar um þessi mál yrðu teknar upp hjá viðkomandi fyrirtækjum í megindráttum, en lagaðar að að- stæðum á hverjum stað. Nú þegar má sjá þess merki að þessar breytingar hafa skilað sér í víð- tækari upplýsingagjöf og auknu gagnsæi í meðferð innkaupamála. Það vakti eftirtekt að sjálfstæð- ismenn, með núverandi oddvita þeirra, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, í fararbroddi, brugðust mjög hart við tillögum til breytinga á inn- kaupastarfseminni, og þá einkum þeim þætti er laut að því að leggja stjórn Innkaupastofnunar niður. Á tyllidögum hafa sjálsfstæðismenn talað um að draga úr pólitískri yf- irbyggingu. Vilhjálmur vildi hins vegar halda fimm manna stjórn upptekinni við það að fara yfir öll innkaupamál og kalla forstöðu- menn helstu stofnana og fyrir- tækja til vikulegrar yfirheyrslu um kaup á smáu sem stóru. Aðalatriði í þessum málum er að vandað sé til verka; að vinnubrögð séu fagleg, að reglur séu skýrar og gagnsæjar, að jafnræði sé með- al þeirra sem eiga í viðskiptum við borgina og að stuðlað sé að sam- keppni með útboðum þar sem því verður við komið. Innkaupastofn- un er áratugagömul stofnun. Hún var stofnuð árið 1959 og hefur unnið margt gott verk, en að- stæður hafa breyst og við því hef- ur verið brugðist. Nú hefur ábyrgð verið færð til fagsviða, enda hafa þau fjárheimildir til inn- kaupa. Auk þess er alltaf hægt að taka mál upp í innkauparáði, sé þess talin þörf, en öll stærstu mál- in fara hvort eð er fyrir ráðið. Þegar öllu er á botninn hvolft er mergur málsins sá að innkaup séu sem hagkvæmust fyrir borgarsjóð og þar með borgarbúa í heild og í samræmi við þau lög, reglur og samþykktir sem um innkaup gilda. Þess vegna er eðlilegt að beitt sé opnum útboðum í sem mestum mæli, en fyrirspurnum þegar inn- kaupafjárhæð er lítil. Þegar um sérhæfðar framkvæmdir eða kaup á vöru og þjónustu er að ræða getur þurft að beita lokuðum út- boðum. Ein meginreglan í gildandi innkaupareglum er sú að þegar áætluð samningsfjárhæð verk- legrar framkvæmdar er yfir 20 milljónum króna skal útboð við- haft og ennfremur að ef áætluð fjárhæð kaupa á þjónustu fer yfir 10 m.kr. eða yfir 5 m.kr. vegna vörukaupa skal sömuleiðis viðhafa útboð. Stofnanir og fyrirtæki borg- arinnar eru að tileinka sér þessar nýju reglur, en þeim er m.a. ætlað að skila reglulega skýrslu um inn- kaup sín, auk þess sem Inn- kaupastofnun gefur innkauparáði skýrslu um þau viðskipti stofnana borgarinnar sem fara í gegnum Innkaupastofnun. Með þessum nýju reglum og vinnubrögðum verður á mun gagnsærri hátt en áður hægt að fylgjast með og hafa eftirlit með innkaupum í borginni. Reykjavíkurborg hefur því með þessu móti reynt að tryggja að ávallt séu sem best vinnubrögð viðhöfð við innkaup, að jafnræðis sé gætt og að sem best sé farið með það fé sem borgin hefur til ráðstöfunar. Nýskipan innkaupamála í Reykjavík Eftir Stefán Jóhann Stefánsson Höfundur var formaður stjórnar Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar frá júní 2002 þar til stjórnin var lögð niður í ársbyrjun 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.