Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR ríflega fimmtán plötur virðist bandaríska sveitin Yo La Tengo síður en svo af baki dottin. Hér er um að ræða hina „algeru“ neðanjarðarsveit, sem alltaf hefur gefið út á óháð- um merkjum og er dáð af nægi- lega mörgum (eða fáum) svo það sé hægt að halda þessu gangandi. Yo La Tengo er í dag skipuð hjónunum Ira Kaplan og Georgia Hubley, sem hafa verið í henni frá upphafi og bassaleik- aranum James McNew. Í tónlistarleit sinni hafa Tengo-liðar farið inn á ýmis svið og nærtækasta dæmið um þá til- raunastarfsemi er síðasta breiðskífa, afburðagripurinn Summer Sun, þar sem sumarpoppi Beach Boys m.a. er vottuð virðing. Ég hitti Ira eftir hljómleika sveit- arinnar á síðasta degi hátíðarinnar og hann samþykkti góðfúslega að veita stutt spjall. „Ég þoli ekki svona baksviðspassa og allt þetta stúss í kringum svona há- tíðir,“ segir hinn mjög svo viðkunn- anlegi Kaplan brosandi og undirstrik- ar með því „hippíska“ áru hópsins. Jæja, hvað segirðu gott? Hvernig er að vera í Yo La Tengo í dag? „Ja…bara gaman…(verður hugsi) …ef það væri það ekki þá held ég að við myndum einfaldlega hætta þessu. Rokksveitir eru samt eins og hnefa- leikamenn. Þær vita aldrei hvenær þær eiga að hætta! Ætli við séum nokkuð undantekning frá því. Ég vona þó innilega að við hættum áður en við verðum leiðinleg.“ Svo virðist sem Yo La Tengo hafi ríka þörf fyrir að endurskapa sig… „Já…en við höfum aldrei reynt það. Ég meina…fólk breytist og því ættu hljómsveitir ekki að gera það líka? Ef þetta gerist eðlilega þá er það í lagi. Ég held að það sé verra ef það er gert á markmiðsbundinn hátt.“ Að spara aurinn Hvernig hljómsveit er Yo La Tengo? „Ætli það sé ekki hægt að kalla þetta einhvers konar „költ“-band. Við höfum t.d. aldrei reynt að fara yfir á stóra útgáfu. Ekki að ég hafi eitthvað á móti því, ég held bara að það sé skynsamlegra fyrir okkur að halda okkur við lítið merki. En þetta er samt skrýtið. Captain Beefheart var á Warner Brothers á sínum tíma og slíkt virðist bara ekki gerast lengur.“ Af hverju fæstu við tónlist? Gerðist það fyrir slysni eða var þetta eitthvað sem þú stefndir á frá upphafi? „Ja…ég myndi segja að þetta hafi orðið að veruleika fyrir slysni því við höfum aldrei reynt að ná vinsældum. Við höfum bara unnið hörðum hönd- um að okkar hlutum. Annars verð ég að segja að viðtöl og slíkt eru ekki mín sterka hlið. En ef það hjálpar til við plötusölu og stuðlar að því að við get- um lifað af listinni þá geri ég það með glöðu geði. En það sem okkur finnst skemmtilegast að gera er að leika á tónleikum og búa til plötur. Ég er stoltur af því að við höfum þó náð þetta langt og við förum ýmsar leiðir að því markmiði. Við sjáum til dæmis sjálf um umboðsmennskuna og það sparar alltaf einhvern aur!“ Að lokum. Hvað er svo framundan? „Ég hreinlega veit það ekki. Túra nýju plötuna eitthvað frekar og svo sjáum við til.“ Yo La Tengo Morgunblaðið/Móheiður Geirlaugsdóttir Hróarskelduviðtalið: 4. hluti Í þetta sinnið ræðir Arnar Eggert Thor- oddsen við Ira Kaplan, leiðtoga nýbylgjusveit- arinnar Yo La Tengo. Ira Kaplan. Hver stakk honum ofan í þennan forláta blómapott? -www.roskilde-festival.dk -www.yolatengo.com arnart@mbl.is HLJÓMSVEITIN Skítamórall eða Skímó kom úr stuttu fríi fyrr á þessu ári eftir að vera búin að hlaða rafhlöðurnar. Í vor fór sveitin í stuttan túr en svo hefur hún verið að leika í ágústmánuði og munu halda því ótrauð áfram í sept- ember. Í kvöld leikur sveitin í Sjallanum, Akureyri. Gítarleikari sveitarinnar, Arngrímur Fannar Haraldsson eða Addi Fannar, svar- ar hér áleitnum en um leið grall- aralegum spurningum um sjálfan sig. Hvað ertu með í vösunum? Símann, penna og minnisblokk af því ég er svo gleyminn. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Uppvask. Hefurðu tárast í bíói? Já því miður! Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Europe í Laugardalshöll 1986 með pabba og Einari bróður. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Nicolas Cage. Hver er þinn helsti veik- leiki? Minnið, það á það til að bregðast mér! Finndu fimm orð sem lýsa persónuleika þínum vel. Geðgóður, ástríkur og öruggur en er stundum svo- lítið utan við mig! Bítlarnir eða Stones? Stones, ekki spurn- ing. Hver var síð- asta bók sem þú last tvisv- ar? Principl- es Of Marketing eftir Cottler. Hvaða lag kveikir blossann? Turn Your Lights Down Low eftir Bob Marley. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Keypti síðast DVD-safnið með Led Zeppelin. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Þau eru nú nokkur og fæst prenthæf! Hver er furðuleg- asti matur sem þú hefur borðað? Namíbískur bauna- grautur eldaður af innfæddum! Geðgóður og gleyminn SOS SPURT & SVARAÐ Addi Fannar FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali IÐNÓ fim, 4. sept kl. 21, opnunarsýning, örfá sæti, sun 21. sept kl. 21, lau 27. sept kl. 21. Félagsheimilið Hnífsdal,Ísafirði lau 13. sept kl. 21. Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700 og sellofon@mmedia.is Gríman 2003 "..Besta leiksýning," að mati áhorfenda Stóra svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren forsala aðgöngumiða er hafin Forsýning lau 13/9 kl 14 - UPPSELT FRUMSÝNING su 14/9 kl 14 Lau 20/9 kl 14,Su 21/9 kl 14. Lau 27/9 kl 14 Su 28/9 kl 14, Lau 4/10 kl 14, Su 5/10 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 13/9 kl 20, Lau 20/9 kl 20 KVETCH e. Steven Berkoff Mi 3/9 kl 20 UPPSELT, Fi 4/9 kl 20, - UPPSELT Fö 5/9 kl 20 - UPPSELT Mi 10/9 kl 20,Fi 11/9 kl 20,Fö 12/9 kl 20 Aðeins þessar aukasýningar Nýja sviðið NÚTÍMADANSHÁTÍÐ - Sex danshöfundar frumflytja sex sólódansa Lau 6/9 kl 20 Su 7/9 kl 20 Lau 13/9 kl 20 Su 14/9 kl 20 SUMARÓPERAN - POPPEA Í kvöld kl 20 Su 31/8 kl 20 - Síðustu sýningar RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT og ÍD Í kvöld kl 20, Su 31/8 kl 20 Lau 6/9 kl 20, Su 7/9 kl 20 Litla sviðið Endurnýjun áskriftarkorta er hafin. Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. kr. 9.900 VERTU MEÐ Í VETUR Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Dúndrandi harmonikuball frá kl. 22:00 í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Söngvarar: Ragnheiður Hauksdóttir og Corina Cubid. Fjölbreytt danslög. Margar hljómsveitir. Dansleikur fyrir alla. Aðgangseyrir kr. 1.200. HARMONIKUBALL Harmonikufélag Reykjavíkur. Borgfirsk helgi með Stuðbandalaginu í kvöld ATH! Tónleikar með Halla Reynis 4. september 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 UPPSELT 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 UPPSELT 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 UPPSELT 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 UPPSELT 30. SÝNING FÖSTUDAGINN 5/9 - KL. 20 UPPSELT AUKASÝNING LAUGARDAGINN 6/9 - KL. 15 LAUS SÆTI 31. og 32 SÝNING SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 16 og 20 UPPSELT 33. SÝNING FÖSTUDAGINN 12/9 - KL. 20 LAUS SÆTI 34. SÝNING SUNNUDAGINN 14/9 - KL. 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.