Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 1
www.heimiliogskoli.is Hver er Sigríður Ólafsdóttir? Ég er Kópavogsbúi og starfa sem bókari hjá Svansprenti hér í bæ. Áhugamál mín eru skólamál og forvarnarmál og hef ég starfað á þeim vettvangi á undanförnum árum. Sem stendur er ég formaður Foreldrafélags Lindaskóla og hef verið það frá stofnun þess árið 1999. Síðasta árið hef ég einnig verið formaður SAMKÓPS, Samtaka for- eldrafélaga og -ráða í Kópavogi. Undanfarin ár hef ég sem fulltrúi SAMKÓPS setið í samstarfsnefnd um forvarnir í Kópavogi og hefur það verið mjög fræðandi og skemmti- legt. Einnig hafði ég haft umsjón með for- eldrarölti hér í Kópavogi síðasta vetur. Þú hefur unnið mikið og óeigingjarnt foreldrastarf. Á hvaða hátt er það gefandi? Það er gefandi á svo margan hátt. Í fyrsta lagi finnst mér þetta starf svakalega skemmtilegt og í öðru lagi þá kynnist mað- ur fólkinu í sínu hverfi sem ekki er svo lítið. Að ég tali nú ekki um börnin. Að þekkja vini barna sinna og vera vinur þeirra er mjög mikilvægt því foreldrar sem eru virkir og þekkja til barnanna og hverfisins eru besta forvörnin að mínu mati. Þetta er bara gefandi starf í eðli sínu. Hvernig gengur að fá foreldra til þátttöku? Það gengur ágætlega en auðvitað mætti það ganga betur. Ég reyni alltaf að vera jákvæð og hvetjandi þegar ég er að fá fólk til starfa. Ég tek ekki þátt í neikvæðri um- ræðu um foreldrastarf því starfið er svo já- kvætt og skemmtilegt. Flestir aðrir for- eldrar sjá það líka þegar þeim hefur verið kynnt starfið. Þurfa foreldrar að óttast að allur þeirra frítími fari í foreldrastarf gefi þeir kost á sér? Nei, auðvitað ekki. Þetta er afskaplega vel skipulagt og fastmótað starf í flestum skólum en ég bendi á að því fleiri sem bjóða sig fram til starfa því minni vinna lendir á hverjum og einum. Þú hefur tvisvar sinnum verið tilnefnd til foreldraverðlauna Heimilis og skóla. Fyrir hvað varstu tilnefnd og hvenær? Árið 2002 var ég tilnefnd sem formaður Foreldrafélags Lindaskóla fyrir störf í þágu foreldra og barna í Lindahverfi. Það þótti mér mjög vænt um því ég hef lagt áherslu á að ná foreldrum inn í skólasamfélagið og lagt áherslu á hverfið okkar sem er svo frábært ekki síst vegna legu þess. Við erum svona smá þorp í borginni og við getum haft áhrif á það hvernig okkur líður þar. Og núna í ár var ég tilnefnd ásamt baráttuvinkonu minni, Ingibjörgu E. Ingimundardóttur, fyrir brautryðjendastarf í foreldrarölti í Kópavogi. Það kom mér ekkert smá á óvart því það er svo langt síðan við byrjuðum þetta starf. Það var veturinn 1993-94 sem við tókum okkur saman vegna ófremdarástands á börnun- um í okkar skólahverfi á þeim tíma. Mér þykir vænt um þessa tilnefningu því for- eldrarölt er mitt helsta gæluverkefni. Hverju er foreldraröltið að skila? Foreldrarölt er að skila mjög miklu. Þá er ég að tala um að allir njóta góðs af, þ.e. börnin, foreldrar, hverfið og samfélagið í heild. Við sendum börnum okkar skýr skilaboð um að okkur er ekki sama, að við erum til staðar ef eitthvað kemur uppá og erum sýnileg í hverfinu. Þetta eru um leið skýr skilaboð til söluaðila sem eru að reyna að freista unglinganna okkar með óæski- legum söluvarningi. „Það þýðir ekki að selja í þessu hverfi, þar er svo öflugt for- eldrarölt.“ Foreldrar kynnast hver öðrum á annan og nánari hátt og vita hverjir eru foreldrar vina og félaga. Þannig virkar ekki að segja „en allir hinir mega“ því foreldrar sem þekkjast vita betur. Með þátttöku í foreldrarölti kynnast for- eldrar hverfinu sínu frá öðru sjónarhorni en þau eru vön og sjá hvað börnunum er boðið upp á í sínu hverfi s.s. leikaðstöðu hvers konar og einnig félagsmiðstöð sem er mjög mikilvæg fyrir hvert hverfi. Röltarnir eiga mjög gott samstarf við lögregluna í bænum og það að hafa kannski 20-30 foreldra á vakt á föstudagskvöldum í Kópavogi er eng- in smá aðstoð. En það eru tvær hliðar á öll- um málum og líka þessu. Með góðu foreldr- arölti fara börnin fyrr inn og þau verða ein- hverstaðar að vera. Þá þurfa foreldrar að vera vakandi varðandi foreldralaus partý. Eins og ég hef alltaf sagt þá eru foreldrar besta forvörnin. Hversu mikilvægt er starf foreldra í skólastarfi? Ég held að það sé ekki til nein mælistika á það. Ég sé ekki skólastarf án samstarfs við foreldra svo mikilvægt er samstarfið í mín- um huga. Við foreldrar eigum jú öll þessi Foreldrasamningurinn fyrir yngsta stigið sem komið var á síðasta haust hefur þegar skilað miklu. Þar er tekið á svefn- tíma, heimanámi, afmælum og sam- ræmingu um gjafir og útivistartíma. Ekki veitir af að byrja nógu snemma að ræða um útivistartímann. Þegar samn- ingnum var komið á hjá okkur í Linda- skóla sköpuðust góðar umræður og for- eldrar fengu gagnlegar upplýsingar. Óánægja kom upp t.d. vegna kvik- myndasýningar í afmæli. Það sem einum finnst í lagi, finnst öðrum fráleitt og þess vegna þarf að ræða hlutina. Foreldra- samningurinn er góður vettvangur til að ræða um og samræma hvað má og hvað ekki. Í öllu þessu samstarfi kynnast foreldrar innbyrðis, skólanum og kennur- unum, sem er það sem allt snýst um, að þekkjast og vera sér meðvitaður um hlutina. Er eitthvað nýtt í deiglunni hjá þér í tengslum við foreldrastarf? Já, já, það er rosalega spennandi forvarn- arverkefni sem ég tók þátt í síðasta vetur en við eigum eftir að sjá hvernig það skilar sér. Í Samstarfsnefnd um forvarnir í Kópa- vogi kynntist ég forvarnarmálum í MK. Nemendur þar höfðu gert forvarnarmynd- band sem heitir „Þú átt val“ og er fókusinn á krakka sem tekið höfðu ákvörðun um að nota ekki áfengi eða vímuefni. Mér finnst þetta frábær punktur til að beina sjónum að, þ.e. það eru flottir krakkar í framhalds- skólum sem ekki nota vímuefni. Síðasta vetur hófst svo samstarf SAMKÓPS, Önnu Elísabetar forvarnarfulltrúa í Kópavogi, nemenda og kennara í MK, námsráðgjafa í Kópavogi og lífsleiknikennara 8. bekkinga í grunnskólum Kópavogs um hönnun námsefnis um forvarnir „Þú átt val“. Þetta er jafningjafræðsla, þ.e.a.s. nemendur MK fræða nemendur grunnskólanna. Í dag stend ég einnig á tímamótum, því dóttir mín hefur lokið grunnskólagöngu og ég þar með líka. Í haust verða haldnir að- alfundir bæði hjá Foreldrafélagi Lindaskóla og SAMKÓP þar sem ég læt af störfum. Ég verð að segja að það verður með söknuði því ég hef kynnst svo mörgu góðu fólki á liðnum árum og eignast marga góða vini. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þeim fyrir frábært samstarf og þakka kærlega fyrir mig. Bjóðum okkur fram, tökum þátt, verum virk. Gott samstarf skiptir börnin okkar öllu máli Hvað gera Heimili og skóli - lands- samtök foreldra? • Hvetur til uppbyggingar góðs sam- starfs og traustra tengsla heimila og skóla og foreldra innbyrðis. • Stendur vörð um rétt foreldra og nemenda til að hafa áhrif á skóla og samfélag. • Vinnur fyrir foreldra að hagsmunum tengdum skólagöngu barna þeirra. • Gefur út fræðsluefni, veita upplýsing- ar og ráðgjöf. • Beitir sér fyrir því að sjónarmið barna og foreldra séu virt þegar reglur eru settar og ákvarðanir teknar sem varða skóla-, uppeldis- og fjölskyldu- mál. • Vekur athygli á því sem vel er gert, m.a. með því að veita viðurkenningar fyrir vel unnin og árangursrík störf. • Á í samstarfi við önnur samtök og fé- lög innanlands og utan sem starfa í sama eða sambærilegum tilgangi. • Er talsmaður og málsvari foreldra skólabarna á landsvísu og gefur um- sagnir til stjórnvalda og Alþingis. • Stendur fyrir fundum og ráðstefnum um skóla-, uppeldis-, forvarnar- og fjölskyldumál. börn, ekki getum við látið skólann einan um uppeldið. Það er samstarf heimila og skóla sem málið snýst um. Okkur kemur það við hvernig börnunum okkar líður í skólanum og eigum að vinna með skólan- um til þess að þeim líði sem best. Hvernig geta foreldrar best haft áhrif á skólaumhverfið og starfs- hætti skólanna? Það er einfalt í mínum huga. Með því að skrá sig í samtökin Heimili og skóla sem sinna nauðsynlegu starfi, taka þátt í for- eldrastarfi, bjóða sig fram sem bekkjarfull- trúa, í foreldraráðið, í foreldrafélagið og í ýmsar nefndir á vegum félagsins eða skól- ans. Foreldrar sem taka þátt eru mun upp- lýstari um gang mála og geta haft áhrif. Hvernig hefur samstarf heimila og skóla þróast og hvert stefnir það að þínu mati? Samstarfið hefur þróast á jákvæðan og markvissan hátt til hins betra á síðustu ár- um. Það er orðið samstarf í raun. Foreldrum er treyst til að marka stefnu og taka þátt í alvöru skólasamstarfi. Þá er ég að tala um þátttöku varðandi sjálfsmat og sjálfstæði skóla og annað í þeim dúr. Hér áður áttum við ekkert að vera að skipta okkur af skóla- starfinu, heldur frekar að sjá um skemmtan- ir og veitingar, sem er jú gaman líka og ég tel að foreldrafélögin séu að vinna alveg frá- bært starf. Þróunin er sem sagt í rétta átt. Stefnan er tekin á góðan skóla með miklu samstarfi við virka foreldra. Foreldrasamninginn þekkir þú vel. Segðu okkur frá reynslu þinni af honum. Foreldrasamningurinn er í raun víðtæk lausn á margvíslegum vanda sem við for- eldrar stöndum frammi fyrir, ef allir skrifa undir. Þegar við uppgötvum að við þurfum ekki að vera ein um að segja nei við börnin okkar. Virkt samstarf milli foreldra í bekkn- um er nauðsynlegur öryggisventill öllum foreldrum. Umræðan sem skapast þegar samningnum er komið á er mjög gagnleg. Foreldrar heyra sjónarmið frá ýmsum hliðum og þegar allir leggjast á eitt þá ganga hlutirnir einfald- lega betur. Við virðum úti- vistarreglurnar, við vitum hvar börnin okkar eru og með hverjum. ágúst 2003

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.