Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ H VERN hefur ekki einhvern tíma dreymt um að fá að vera Lína lang- sokkur – þó ekki væri nema í einn dag? Búa einn í stóru húsi eins og Sjónarhóli, eiga apa og hest, fulla kistu af gulli og tvo góða vini eins og Tomma og Önnu. Ætli fáir myndu heldur slá hendinni á móti því að vera jafn sterkir og Lína. Sigurlína Rúllu- gardína Nýlendína Krúsímunda á nefnilega ekki í nokkrum vandræð- um með að ráða niðurlögum örg- ustu glæpamanna og hreykir sér reyndar af titlinum Sterkasta stelpa í heimi. Astrid Lindgren, höfundur Línu, fæddist í bænum Näs nálægt Vimmerby í Smálöndum Svíþjóðar 14. nóvember árið 1907. Astrid varð reyndar ekki Lindgren fyrr en hún flutti til Stokkhólms, giftist og tók upp eftirnafn eiginmanns síns árið 1931. Sögupersónan Lína varð til þegar Astrid sat yfir Kar- enu, yngra barni sínu, veiku 10 ár- um síðar. Karen bað mömmu sína um að segja sér sögu af stelpunni Línu og brátt spratt hver frásögn- in á fætur annarri fram af vörum Astridar af þessarri kostulegu stelpu. Nokkur tími leið þó þar til Lína kom fyrst fyrir almennings- sjónir. Astrid byrjaði ekki að færa sögurnar á blað fyrr en hún mátti sjálf dúsa í rúminum í viku vegna veikinda þremur árum síðar. Upp- úr því var hver Línubókin á fætur annarri gefin út við fádæma við- tökur bæði barna og fullorðinna út um allan heim. Frásagnirnar hafa verið þýddar á ótal tungumál, færðar í myndrænan og leikrænan búning í fjölmörgum löndum. Ný kynslóð hyllir Línu Brátt hyllir undir að ný kynslóð Línu-aðdáenda á Íslandi fái tæki- færi til að berja goðið augum því ný uppfærsla af leikritinu um Línu langsokk í leikstjórn Maríu Reyn- dal verður frumsýnd í Borgarleik- húsinu 14. september næstkom- andi. Með hlutverk Línu fer ung leikkona – Ilmur Kristjánsdóttir. Lína er fyrsta hlutverk Ilmar í at- vinnuleikhúsi þótt áður hafi hún getið sér gott orð fyrir leik sinn í Nemendaleikhúsinu. Ilmur er lúin en broshýr þegar hún hittir blaðamann Morgun- blaðsins á Café Kulture í byrjun vikunnar. „Við erum að byrja aftur að æfa eftir sumarfríið. Æfingin var svolítið strembin í dag. Ég er heldur ekki alveg jafnlétt á mér og í vor,“ segir hún og brosir út í annað. „Annars er gaman að vera komin aftur á fullt. Þrátt fyrir að ég vorkenni sjálfri mér stundum að þurfa oft að vera að æfa þegar hinir þátttakendurnir í sýningunni geta tekið sér smáhlé vildi ég sko alls ekki skipta. Ég er náttúrulega ljónheppin að fá svona tækifæri til að leika flottustu stelpu í heimi!“ Hvernig er svo hópurinn? „Frá- bær og leikstjórinn ekki síður. María Reyndal er hvort tveggja í senn ósérhlífin og alveg yndisleg manneskja. Hún er eiginlega alltaf hlæjandi. Maður fer eiginlega að hafa áhyggjur ef hún er ekki að hlæja.“ Strákastelpa úr miðbænum Ilmur segir að Lína hafi verið ein af fyrirmyndum hennar í æsku. „Ég þekkti Línubækurnar og gömlu kvikmyndina og óskaði þess oft að vera Lína. Mest af öllu öf- undaði ég hana af því að eiga apa og hest og þurfa aldrei að taka til eftir sig. Ég er alin upp í mið- bænum og var svona hálfgerð strákastelpa. Yfirleitt var ég úti að leika þó auðvitað kæmi fyrir að ég væri inni í dúkkó. Við krakkarnir í hverfinu stofnuðum alls konar fé- lög, t.d. leynifélagið Svarta hansk- ann og Túttubyssufélagið.“ Ilmur hristir höfuðið þegar hún er spurð að því hvort hún sé kom- in af leikurum. „Nei, ég er bara ég,“ segir hún hlæjandi og hristir aftur höfuðið sposk á svip þegar hún er spurð að því hvort að hún muni eftir því að hafa tekið með- vitaða ákvörðun um að verða leik- ari einhvern tíma á æskuár- unum. „Einhvern veginn leiddi bara eitt af öðru. Á meðan ég var í Austurbæj- arskóla tróð ég oft upp á skólaskemmt- unum. Við vinkona mín skrifuðum og settum upp leikrit í skólanum í 12 ára bekk. Leikritið átti að gerast á jólanótt og var svona draugaleikrit. Eftir að ég byrjaði í MH fór ég að starfa með leik- félaginu þar og götuleik- húsinu á sumrin. Þráum öll að vera Adolf sterki (Ellert A. Ingimundarson) er býsna sterkur þó hann hafi ekki roð við Línu. færslu og svo er mikil áhersla lögð á rýmisnotkun. Að allur þessi stóri hópur hafi nægilegt rými til að at- hafna sig,“ segir María og telur upp að í sýningunni séu 12 leikarar, 6 dansarar og 2 tónlistarmenn. „Tón- listarmennirnir tveir eru hluti af hljómsveitinni Geirfuglunum. Þeir útsettu tónlistina í leikritinu upp á nýtt og flytja hana í sýningunni ásamt því að fara með nokkur smá- hlutverk.“ Ekki er þó allt frábrugðið síðustu uppfærslunni á leikritinu. „Við erum með sama hestinn,“ upplýsir María. „Aftur á móti ætluðum við að út- vega alvöru apa. Eftir að hafa leitað logandi ljósum að apa á Íslandi sett- um við okkur meira að segja í sam- band við landlækni til að fá leyfi til að flytja inn apa. Við höfðum engar áhyggjur af því að hann biti eitthvað smávegis. Að lokum urðum við þó að gefa upp á bátinn allar hug- myndir um alvöru apa og fengum tvær stúlkur til að deila með sér hlutverki herra Níels, þær Vöku Dagsdóttur og Vöku Vigfúsdóttur,“ heldur María áfram og hrósar Vök- unum óspart fyrir þeirra hlut í sýn- „NÝJA sýningin verður að ýmsu leyti frábrugðin sýningunni fyrir 9 árum. Með nokkurri einföldum er kannski hægt að segja að hún verði stórkarlalegri. Sýningin í Borgarleik- húsinu árið 1994 var kannski á mýkri nótum,“ segir María Reyndal, leikstjóri Línu langsokks, hugsi á svip. „Í leikritinu er dálítið mikið gert úr því hversu sárt Lína sakni for- eldra sinna en minna í bókunum og við fylgjum þeim. Aftur á móti stækkum við sirkusatriðið. Enga væmni, takk – bara grín og gaman. Þessari áherslu er fylgt eftir í per- sónusköpuninni. Lína er dæmigerð skvetta og auðvitað hið mesta ólík- indatól.“ Hvaða leið er farin í búningum og annarri umgjörð? „Línu-búningurinn er frekar klassískur og þó ekki al- veg. Við reynum að koma til móts við ímynd krakkanna af Línu með því að styðjast við lýsingarnar af henni í bókunum og ýta þeim um leið aðeins lengra út í ímyndunina. Almennt er hægt að segja að meiri naumhyggja sé í umgjörð sýning- arinnar heldur en í síðustu upp- ingunni. „Vökurnar standa sig alveg rosalega vel í hlutverkinu. Ég efast um að margir geri sér grein fyrir því hversu erfitt er að fara með hlut- verk dýra í leiksýningum. Úti í heimi sérhæfa sumir leikarar sig í því að herma eftir dýrahreyfingum.“ Smitandi sjálfstraust María hafði leikstýrt nokkrum áhugamannasýningum áður en hún hóf leikaranám í Central School of Speech and Drama í London. Eftir að hafa lokið því námi hélt hún áfram að leikstýra og á m.a. heið- urinn af rómaðri uppfærslu á Kar- íusi og Baktusi í Þjóðleikhúsinu. María leikstýrði og átti þátt í að semja sýningu Skjallbandalagsins á Beyglum með öllu í Iðnó síðasta vetur. „Ég hef nánast ekkert leikið frá því að ég lauk leikaranáminu 1997. Leikstjórnin hefur einfaldlega heillað mig meira. Ég hef rosalega gaman af því að leiða svona alla þræði saman í eina heild,“ segir hún og bætir því sposk við að kannski sé hún einfaldlega haldin stjórn- unaráráttu. „Að vissu leyti er líka miklu erfiðara að vera leikari en leikstjóri. Leikaralífið er svo erfitt fyrir einkalífið, persónuna og egóið.“ Fyrirmynd beggja kynja Enda þótt María hafi leikstýrt mörgum barnaleikritum segist hún ekki leggja sig sérstaklega eftir að leikstýra verkum fyrir börn. „Eina skilyrðið er að leikritið sé gott eins og ekki verður dregið í efa um leik- ritið um Línu langsokk. Þriggja og hálfs árs gömul dóttir mín hefur verið að hlusta á tónlistina með mér að undanförnu. Núna gengur hún um allt og syngur „Ég get allt“ í öðru hverju orði. Lína uppfyllir æðstu ósk allra barna um að vera ósigrandi. Óbilandi sjálfstraust hennar smitar út frá sér. Börnin fara að trúa því að þau geti sigrast á öll- um erfiðleikum og orðið sjálfum sér nóg rétt eins og Lína. Ekki er heldur verra að Lína sýnir börnum fram á að þau þurfi ekki að láta hópinn þrýsta sér inn í eitthvað fyrirframgefið mót til að öðlast viðurkenningu jafnaldranna. Flottheitin felast í því að vera Enga væmni, takk Morgunblaðið/Þorkell „Kannski er ég einfaldlega haldin stjórnunaráráttu,“ upplýsir María Reyndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.