Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 3
Götuleikhúsið gekk reyndar und- ir ýmsum nöfnum, t.d. hétum við einu sinni Zirkus Ziem- sen,“ segir Ilmur,„Z- urnar eru mjög mik- ilvægar.“ Ilmur segist hafa lokið stúdentsprófi frá MH um jól. „Ég bjó í sama húsi og Agnar Jón Egilsson leikari. Hann svona pepp- aði mig upp í að sækja um leiklistarskólann um vorið. Ég var svolítið rög, hafði aldrei sérhæft mig í einhverri sérstakri listgrein. Á meðan ég var í skólanum var ég stundum svolítið feimin þegar hin- ar stelpurnar voru að sýna listir sínar í dansi eða söng. Minn eini hæfileiki er að geta blikkað alveg með öðru augnlokinu,“ segir Ilmur og vekur upp kátínu viðstaddra þegar hún sýnir fram á þennan einstæða hæfileika sinn. „Ótrúlegt að ég skyldi komast inn,“ heldur hún áfram og lætur ekki slá sig út af laginu. „Hrikaleg“ söngprufa Ilmur fékk óvænta upphringingu frá Guðjóni Pedersen, leik- hússtjóra Borgarleikhússins, á meðan hún var enn að æfa með Nemendaleikhúsinu snemma í vor. „Gíó spurði hvort ég væri til í slaginn og auðvitað var ég ekki lengi að segja – já. Ég hef alltaf haft sterkar taugar til Leikfélags Reykjavíkur. Á fundi með Gíó komst ég svo að því að hann hafði mig í huga varðandi hlutverk Línu. Ég veit satt að segja ekki hvort ég hefði fengið starf í Borgarleikhús- inu ef ég hefði ekki hentað í Línu. Eftir fundinn var ég boðuð upp í leikhús til að syngja nokkur lög fyrir leikhússtjórann, leikstjórann og tónlistarstjórann. Þessi söng- prufa gekk vægast sagt hrikalega illa,“ segir Ilmur og hnyklar ör- lítið brýnnar. „Sem betur fer fékk ég annað tækifæri í stúdíói skömmu síðar. Ég hlýt að hafa staðið mig betur í henni því að end- irinn varð sá að ég fékk hlutverkið og byrjaði að æfa skömmu síðar.“ Ilmur seg- ist hafa fengið afar hlýjar móttökur í Morgunblaðið/Þorkell frjáls eins og Lína Lína og Níels (Vaka Dagsdóttir) á ferð um bæinn með Önnu og Tomma (Edda Björg Eyjólfsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson). sjálfum sér samkvæmur,“ segir María. Þú álítur s.s. að Lína sé börnum góð fyrirmynd. „Já, og bæði strákum og stelpum,“ svarar María og bætir því við að hún sé gallharður femínisti eins og sýning hennar Beyglur með öllu í Iðnó beri vitni. „Bæði kynin hafa gott af því að komast að því að til eru stelpur eins og Lína. Öfugt við allt- of margar stelpur í bókmenntum er Lína náttúrulega alls engin veimilíta. Eins og ég sagði áðan vantar ekkert á sjálfstraustið. Hún er hið fullkomna náttúrubarn, hugsar sjálfstætt og hagar lífi sínu nákvæmlega eftir eigin höfði, t.d. sefur hún öfugt í rúminu einfald- lega af því að henni þykir þægi- legra að sofa svoleiðis. Lína hefur líka sinn eigin einstæða stíl, t.d. þykir henni mjög flott að hafa bætur á fötunum sínum – og áfram mætti telja. Lína er sterk og flott. Hún er hinn frjálsi andi,“ seg- ir María. „Og Ilmur er frábær Lína,“ bætir hún við. Þess má svo að lokum geta að tónlistarstjóri sýningarinnar er Þorkell Heiðarsson, danshöfundur er Lára Stefánsdóttir og Sigurjón Jóhannesson á heiðurinn af leik- mynda- og búningahönnun. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 C 3 Enska fyrir börn Það er leikur að læra Barnanámskeið hefjast 20. september Það er leikur að læra 6-7 ára Talnanámskeið 8-9 ára, 10-12 ára Unglinganámskeið 13-14 ára Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk 588 0303 fyrir 13. sept. G æ ð i á N e tt o ve rð i. .. TILBOÐIÐ STENDUR til 15. september P R E N T S N I Ð ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 HAUSTVERÐ Á INNRÉTTINGUM (VASKURINN AF OG VEL ÞAÐ) Við afnemum virðisaukaskattinn (24.5%) á hausttilboði okkar og bjóðum að auki 15% afslátt af ELBA eldunartækjum og SNAIGE kæliskápum, þegar þú kaupir innréttingu og raftæki saman. Eldhús Bað Fataskápar Þvottahús laugardag 30/8 kl. 10–15 sunnudag 31/8 kl. 13–16 opið aðra daga kl. 9–18 OFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR HELGAROPNUN: Dr. James Butler prófessor við Háskólann í Alberta í Kanada flytur fyrirlestur um tengingu huliðsheima við umhverfisvæna ferðaþjónustu: THE CHANGING WORLD OF ECO-TOURISM AND THE SACREDNESS OF NATURE, AND THE HIDDEN LANDSCAPE OF ELVES, GNOMES AND FAIRIES í Bratta, fundarsal Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð, mánudaginn 1. september frá kl. 15-17. Aðgangseyrir 500 krónur. Fjarfundir verða á Ísafirði (Atvinnuþróunarfélaginu), Sauðárkróki (Farskólanum við Faxatorg), Akureyri (Sólborg stofa L-202), Egilsstöðum (Fræðslunetinu), Vestmannaeyjum (Rannsóknarsetri HÍ, 3. hæð) og Höfn (Nýheimum). Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn er að finna á http://www.holar.is eða í síma 570 2700. ALLIR ERU VELKOMNIR FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.