Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 10
FERÐALÖG 10 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ „OKKUR líður geysilega vel á Þing- eyri,“ segir Kristján Ottóson sem á þar sumarhús og nýtir öll tækifæri til að skreppa vestur þó auðvitað hafi hann um árin ferðast mikið um land- ið þvert og endilangt. Hann bjó fram að fjórtán ára aldri að Svalvogum í Dýrafirði en fór þá að vinna á Þingeyri. Í áratugi hefur hann búið fyrir sunnan en farið á hverju einasta sumri til Þingeyrar að einu sumri undanskildu. Hann segir að fyrst eft- ir að hann kynntist konunni sinni, Þóru Hafdísi Þórarinsdóttur, hafi henni fundist nóg um þessar vest- urferðir en með árunum hafi þetta breyst og nú sé svo komið að hún sæki í að komast vestur. „Við erum að fara þarna allt að fjórum sinnum yfir sumarið og svo dveljum við á Þingeyri í öðrum fríum eins og um hvítasunnu.“ Hvað er það sem togar? „Það er svo margt. Fyrir það fyrsta þá er svo einstakt landslag fyrir vestan, fjöllin eru tignarleg og firðirnir fallegir. Fólkið er líka indælt og í þessum landshluta býr fólk sem er þeim kostum búið að vera bæði mjúkt og harðgert. Að- drættir hafa oft verið erfiðir á Vest- fjörðum og fólkið endurspeglar lífs- baráttuna. Þetta er harðduglegt fólk enda Halamiðin ein erfiðasta sjósókn á landinu og eingöngu harðir og kraftmiklir menn sem stunda sjóinn þar. Það var ekki óalgengt þegar verið var að ráða á sjó að viðkvæðið væri. Ertu fæddur fyrir vestan bjarg? Þá var verið að tala um Látra- bjarg. Ég ólst upp í þessari hörku og vildi ekki hafa misst af því.“ Hvenær keyptuð þið sumarhús á Þingeyri? „Árið 1994 keyptum við kastala- byggingu svokallaða sem var byggð árið 1928. Frá þeim tíma höfum við verið að vinna í húsinu og fyrst eftir að við keyptum það vorum við að keyra vestur á föstudagskvöldum og heim á sunnudagskvöldum til að vinna í endurbótum. Við systkinin erum fimmtán tals- ins og erfðum jörðina Höfn sem er Uppáhaldsstaðurinn Öll sumur á Þingeyri Þegar aðrir fara að sleikja sólina á Spáni eða aka hringveginn þá fer Kristján Ottósson gjarnan þangað sem hugurinn leitar ávallt, í húsið sitt á Þingeyri. Sumarhús Kristjáns og Þóru Hafdísar heitir Lækjartunga og er frá árinu 1928. Hinum megin við fjörðinn er horft upp Gemlufallsdal. „ÞEGAR kom í ljós að heimsþing ITC yrði haldið í Suður-Afríku ákváðum við fjórar af fimm konum sem þangað ætluðu að fara að nota tækifærið og skoða okkur um á þess- um slóðum í framhaldinu,“ segir Kristín Magnússon sem nýkomin er úr ævintýralegri safaríferð í Suður- Afríku. „Ég fór á Netið og fann ferðaskrif- stofu í Bretlandi sem sérhæfir sig í safaríferðum um Afríku. Þeir eru í samstarfi við litlar ferðaskrifstofur þar í landi og í samstarfi var skipu- lögð níu daga ævintýraleg ferð fyrir okkur fjórar og eiginmenn tveggja. Heimsþingið var haldið í Durban í Suður-Afríku. Það stóð í fimm daga og þegar því lauk héldum við á vit æv- intýranna. Læddust frá flóðhestunum Leiðangurinn hófst 23. júlí og með okkur var í för leiðsögumaður. Við fórum áleiðis til Shibaya-vatns sem er á austurströndinni. Þar gistum við í tjaldbúðum í hæðóttu landi inni í miðjum skógi. Þar var eldað við hlóðir og borðað við langborð í stóru tjaldi þar sem botninn var bara sandurinn sem tjaldað var á. Við sukkum því vel þeg- ar við settumst og rétt náðum upp fyrir borðbrún.“ Fyrir kvöldmatinn fór hópurinn á kajökum út á vatnið til að skoða flóðhesta. „Forvitnin var slík í skepnunum að við áttum fótum fjör að launa og fengum hvíslandi fyr- irmæli um að koma okkur í land og læðast að tjaldbúðum. Ef flóðhestum finnst ógn stafa af fólki þá geta þeir drepið, en dauðsföll af völdum flóð- hesta eru algengari en önnur af völd- um dýra í Afríku ef frá er talin mal- aría.“ Næsti áfangastaður var Cosy Bay og þar var einnig gist í tjaldbúð- um. „Við fórum með leiðsögumönnum að vatni sem liggur frá Indlandshafi og fengum að spreyta okkur á frum- legum veiðiaðferðum. Við reyndum að veiða fisk með spjótum í gildru en með misjöfnum árangri svo aðeins var hægt að elda súpu að kvöldi. Eftir tvo sólarhringa héldum við síðan til Swazilands og fengum nýjan leið- sögumann.“ Nashyrningur nálægt „Við fórum í fyrstu safaríferðina okkar þegar komið var til Swazilands á opnum Landroverjeppa og með riff- il í för ef dýrin yrðu of aðgangshörð. Þau komu sum hver mjög nálægt okkur og nashyrningur var til dæmis að nudda hornin á frambretti jeppans. Við komumst í návígi við ýmis dýr eins og fíla, gíraffa, ljón, hlébarða, hýenur og vörtusvín. Gististaðurinn í Mkhaya Game Reserve var afar frumlegur. Við gistum í litlum kofum með hálmþaki. Á þeim voru engir gluggar né milliveggir og hurðir. Þakið lá bara á bjálkum. Frá salerninu var frábært útsýni svo ekki sé nú meira sagt og úr sturtunni horfð- um við út í skóginn. Lýst var upp með ol- íulömpum og við vöknuðum við ilminn og hljóðin í skóginum. Þarna fundum við hversu langt í burtu við vorum frá Íslandi. Um kvöldið beið okkar síðan dýr- indis hlaðborð. Eftir sólarhring var aftur haldið til Suður-Afr- íku og upp í Krüger- þjóðgarðinn þar sem við dvöldum í þrjá sólarhinga í Djuma Bush Lodge sem var and- hverfa tjaldbúðanna. Þarna var raf- magn og húsakynnin mjög skemmti- leg. Við vorum í fullu fæði og fórum í tvær safaríferðir á dag, eldsnemma á morgnana og aftur síðdegis. Á morgnana fórum við til að sjá dýrin í lok næturvöku. Það var kalt í veðri á nóttunni, hitinn fór niður í 2-3 gráður. Kosturinn við að ferðast á veturna er að þá er ekkert lauf sem dýrin geta skýlt sér á bakvið svo þau sjást betur en ella.“ Á þrettán eiginkonur Í ferðinni hitti hópurinn konung Zúlúmanna. „Við komum auga á fréttamenn í móttökunni á hótelinu þarsem við gistum meðan á þinginu stóð og fregnuðum að Goodwill Zulucheni, konungur Zúlúmanna væri staddur þar. Við spurðum hvort hann væri ekki áfjáður í að hitta fólk frá Íslandi og þegar hann hafði lokið viðtali við fréttamenn þá kom hann og vildi gjarnan tala við okkur konurnar en ekki eiginmennina tvo. Hann á þrett- án eiginkonur og hefur kannski bund- Fór í eftirminnilega ferð til Afríku Læddust burt frá flóðhestunum Eftir að Kristín Magn- ússon hafði setið ITC-þing í Suður-Afríku fór hún í níu daga safaríferð og hitti m.a. konung Zúlúætt- bálksins. Hann á þrettán eiginkonur og neitaði að ræða við íslensku karlana en sýndi konunum þeim mun meiri áhuga. Hópurinn ásamt leiðsögumönnum. Ingibjörg Vigfúsdóttir, Sigmundur Arthúrsson, eiginmaður Ásthildar Sigurðardóttur, þá Kristín Magnússon og Fanney Úlfljóts- dóttir og eiginmaður Kristínar, Halldór S. Kristjánsson.  Ferðaskrifstofan í Bret- landi sem sérhæfir sig í ferð- um til Afríku: www.rainbowtours.co.uk Tvær litlar ferðaskrifstofur í Suður-Afríku sem sérhæfa sig í ferðum um landið: www. utikyk.com og www.tribeafrika.com Þeir sem hafa áhuga á að leigja hús í Frakklandi geta sent fyr- irspurnir á netföngin: kristinm@hafro.is og kmhsk@simnet.is Upplýsingar um húsið í Frakklandi er að finna á slóðinni www.simnet.is/kmhsk Í þorpinu Dixie var þessi kona að reka burtu illa anda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.