Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 12
Vandræði bökuð á hveitibrauðsdögum American Wedding, þriðja gamanmyndin um Amerísku bökuna, frumsýnd hérlendis um helgina.  FRANSKA leikaraparið Mon- ica Bellucci og Vincent Cassel hafa leikið saman í sex bíó- myndum og við sáum þau síð- ast í hinni áhrifamiklu Irrevers- ible eftir Gaspar Noë. Næsta og sjöunda samstarfsverkefni þeirra, hvort sem við fáum að sjá það á Íslandi eða ekki, er glæpamynd eftir Fréderic Schoendoerffer sem heitir Agents secrets. Þar leika þau hjónin með Charles Berling og André Dussolier. Leikur samlyndra hjóna Irreversible: Monica Bellucci.  DANIR gera vinsælustu bíó- myndir Norðurlandanna. Á ný- birtum lista yfir þær norrænar myndir sem gengið hafa best í Evrópu og Bandaríkjunum á árunum 1996 til 2002 eru 60% seldra aðgöngumiða á danskar myndir og af fimm efstu eru fjórar danskar. Myndin með mestu aðsóknina er Dancer In the Dark eftir Lars von Trier með Björk í aðalhlutverki en hana sáu tæplega 5,3 milljónir manna, að heimamönnum meðtöldum. Von Trier er einnig í öðru sæti með Breaking the Waves og um 5 milljónir gesta. Lone Scherfig er í 3. sæti með Italiensk for begyndere en hana sáu tæplega 4 milljónir manna. Thomas Vinterberg er í 4. sæti með Festen (rúmlega 3 milljónir) og í 5. sæti er svo Svíinn Lukas Moodys- son með Tillsammans (2,4 milljónir). Íslenskar kvikmyndir komast ekki á lista yfir 20 efstu mynd- irnar. Danskar myndir vinsælastar Myrkradans- arinn: Björk í vin- sælustu mynd Norðurlanda.  BANDARÍSKI leikstjórinn og Íslandsvinurinn John Waters hefur lengi gert umdeildar og misjafnlega smekklausar jað- armyndir sem eiga sér dygga aðdáendahópa um heim allan. Waters er nú að undirbúa gerð nýrrar myndar um verslunar- eiganda sem fær höfuðhögg og verður eftir það altekinn kyn- lífsfíkn. Breska gamanleikkonan Tracey Ullman leikur þessa ágætu konu og söngvarinn Chris Isaak leikur hart- keyrðan eiginmann hennar. Aðrir leikarar eru Johnny Knoxville (Jackass), Selma Blair og Paul Giamatti. Að hætti æringjans Waters heitir myndin ADirty Shame. Waters með enn eina grugguga John Waters: Skítug skömm. OG NÚ er hún frumsýnd hér-lendis um helgina þessi lang-þráða mynd, Freddy vs. Jason eða Freddy gegn Jason, eftir að hafa toppað miðasöluna í bandarískum bíóum um síðustu helgi. Mikið meg- um við vera þakklát fyrir viðbragðs- flýti hérlendra bíóstjóra. Freddy gegn Jason var einmitt það sem við þurftum, einmitt núna. Þetta er, eins og sagt er, alveg frábært. Liðin eru hvorki meira né minna en tvö ár síðan tíunda myndin um Jason var frumsýnd, Jason X, en hún bryddaði uppá þeirri snjöllu nýjung að láta hann myrða úti í geimnum. Auðvitað var full þörf á því og kominn tími til að leyfa honum að hleypa heimdraganum og færa athafnasvæði hans inn í framtíðina. Í hinum mynd- unum níu hafði Jason að mestu starf- að í bandarískum uppsveitum, nánar tiltekið við Kristalsvatn, sem er held- ur þröngt og lummulegt til lengdar. Alveg frá því í fyrstu myndinni, tíma- mótaverkinu Friday the 13th (1980), hefur Jason komið eins og kallaður, andlitslaus og þögull með hokkígrímu á hausnum og sveðju í hönd, til að refsa bandarískum táningum fyrir að drekka bjór og taka dóp án þess að mega það, striplast úti í náttúrunni og gera hitt án þess að hafa gengið fyrst í heilagt hjónaband. Einhverjir hafa spurt: Af hverju er honum svona upp- sigað við þessa óþekku táninga? Eins og syndsamt líferni og almenn óþekkt séu ekki næg ástæða. En úr því að alltaf eru einhverjir sem ekki skilja má bæta því við að fram kemur í sagnabálkinum tífalda að Jason var í æsku sjálfur misnotaður kynferð- islega. Nú er það þannig að kollegi hans Freddy Krueger hefur einmitt lagt sig fram um það í sínum sagnabálki að misnota unglinga, ef ekki kynferð- islega þá á allan annan hugsanlegan hátt, og ábyggilega vegna þess að þeir hafa átt það skilið. Þessi refsi- vöndur er hins vegar örlítið flóknari en hann Jason, örlítið freudískari, súrrealískari. Freddy Krueger er gangandi unglingamartröð. Hann er í fyrsta lagi fullorðinn, roskinn, jafnvel gamall. Það er auðvitað nógu skelfi- legt ef ekki bættist við að ásjóna hans gæti verið sláandi dæmi um varanleg ör bólugraftar; aumingja Freddy er í framan eins og illa heppnuð pitsa með hroðaleg brunasár í deiginu, arkar um með velktan hattkúf á sviðnum skallanum, klæddur löngu úreltri peysu og vopnaður glaðbeittum hnífakrumlum og styttir með þeim líf barna og barnapía. Með fullri virð- ingu fyrir sígildi Jasons fer ekki hjá því að Freddy sé merkari og sterkari persónuleiki. Hann hefur frá því A Nightmare on Elm Street (1984) herjað á draumfarir táninganna og birst þeim sem sú martröð sem hann er í alls sjö bíómyndum, hverri ann- arri stórfenglegri. Póstmódernískum hápunkti náði bálkurinn árið 1994 með Wes Craven’s New Nightmare, þar sem upphafsmaður þessara óskapa, leikstjórinn og handritshöf- undurinn Wes Craven, varð fyrir ásókn eigin sköpunarverks, svo minnti á klassíska glímu skepnu og skapara í Frankenstein. Hvor með sínum hætti höfðu þessir snillingar stútað táningum í sitt hvorri syrpunni í tvo áratugi. Þeir höfðu stungið þá, rekið þá í gegn, lagt til þeirra með eggvopnum sínum, svo gripið sé til samheitaorðabókarinnar, í hundraðavís, skorið á háls og af- hausað og stjaksett. Ekkert hefur samt bitið á þetta lið; það heldur áfram að drekka, dópa og gera dodo í bíómyndum. Það var því full ástæða fyrir New Line Cinema, sem hefur báða þessa risa, Jason Vorhees og Freddy Krueger, á sinni launaskrá að fá þá til að taka höndum saman. Það mátti a.m.k. reyna, rétt eins og með Kaupþing og Búnaðarbanka, Hag- kaup og Bónus og jafnvel SH og SÍF. Freddy vs. Jason hefst á því að Freddy er orðinn þreyttur á að sitja í helgum steini við Álmstræti þar sem úrkynjaðir foreldrar táninganna eru farin að dópa þau svo þau megi sofa án þess að Freddy ónáði þau með martröðum. Eins og gamlan rokkara blóðlangar hann í endurkomu og fer að sækja inní draumfarir Jasons og þar með er sá forni fjandi táninganna laus. Þetta verður farsælt samstarf til að byrja með. En eðlilega renna tvær öróttar grímur á Freddy þegar Jason stelur allri athyglinni. Þá breytast samherjar í andstæðinga, Freddy gegn Jason. „Ég get ekki snúið aftur ef enginn man eftir mér,“ er haft eftir Freddy í upphafi þessa nýja sameinaða hroll- vekjuveldis. Ekki hafa áhyggjur af því, Freddy. Næsta skref í samruna- ferlinu hlýtur að vera Freddy 9 vs. Jason 12 vs. Michael Myers úr Hall- oween-bálkinum. Við það skapast aukinn sveigjanleiki í starfseminni, hagræðing og sparnaður, samlegð- aráhrif og ný tækifæri til verðsam- anburðar. Og svo: Freddy 10 vs. Jas- on 13 vs. Michael Myers 8 vs. Dracula 23 vs. The Wolf Man 9 vs. The Body Snatchers 3 vs. Alien V. vs. X-Men X. Samstarf í stað samkeppni – það er málið. What the world needs now… NÝTT BLÓÐ Jason Vorhees (Ken Kirzinger): Gengur glaður til nýrra verka. Reuters Freddy Krueger (Robert Englund) í Freddy vs. Jason: Uppeldisfrömuður snýr aftur. „What the world needs now is love, sweet love,“ segir í sígildu dægurlagi og má til sanns vegar færa eins og ástandið er. Hvað segir Hollywood um það? Ekki það, nei? Hvers þörfnumst við þá? Að tveir hroðalegustu og afkastamestu rað- morðingjar bandarískrar hryllings- myndasögu sameinist í einni mynd? Að Freddy Krueger hitti Jason Voorhees? Einmitt. Auðvitað. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson S ÝNINGAR Kvikmyndasafns Íslands í Bæjarbíói hefjast núna á þriðjudaginn og hefur þeim verið fjölgað frá því sem var fyrir sumarhlé. Hver mynd verður sýnd tvisvar, fyrst á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 og svo á laugardögum kl. 16:00. Fyrsta myndin er tileinkuð Níels Árnasyni, fyrrum bíóstjóra í Bæjarbíói, sem nú er áttræður enda ein af eftirlætismyndum hans. Hún heitir Marcelino Pan y Vino eða Marcelino brauð og vatn og er frá árinu 1954, gerð af ungverska leikstjóranum Ladislao Vajda, sem settist að á Spáni og gerði þar flestar mynda sinna. Þar segir frá Marcelino, munaðarlausum dreng sem býr í munkaklaustri. Dag nokkurn deilir hann brauðbita sínum með Kristslíkneski úr tré og uppsker kraftaverk. Þessi mynd er hluti af þeirri dagskrá Kvikmyndasafnsins sem hófst í vor og snýst um trúarstef í kvikmynd- um, en fleiri slíkar myndir verða nú á haust- sýningunum. Sýningarskráin er á þessa leið: 9. og 13. sept.: Á hjara veraldar (1983). Frumraun Kristínar Jóhannesdóttur í kvik- myndaleikstjórn, óvenjuleg og forvitnileg fjöl- skyldusaga, sjónrænt konfekt með ríku tákn- máli. 16. og 20. sept.: Louisiana Story (1948). Síð- asta mynd hins merkilega heimildamyndaleik- stjóra Roberts J. Flaherty sýnir olíuleitarmenn að störfum gegnum augu ungs drengs. 23. og 27. sept.: Die Ehe der Maria Braun (1978). Rainer Werner Fassbinder gerði eina mögnuðustu mynd sína um hjónaband Maríu Braun. Hanna Schygulla sýnir snilldarleik í tit- ilhlutverkinu. 30. sept. og 4. okt.: Billeder fra Island (1939). Þessi heimildarmynd Danans A. M. Dam er sögð einhver fegursta Íslandsmynd sem gerð hefur verið. 7. og 11. okt.: Viridiana (1961). Meistaraverk Luis Bunuel, gerð í Mexíkó. Titilpersónan er ung nunna sem vill reyna að bæta heiminn en mætir spillingu, kaldlyndi og eigingirni. Loka- atriðið er eitt það frægasta í kvikmyndasög- unni. 14. og 18. okt.: Den enfaldiga mördaren (1983). Stéttaskipting og misrétti í Svíþjóð fyrr á tíð er undirliggjandi í þessu vel gerða drama Hans Alfredson með Stellan Skarsgård í aðal- hlutverki. 21. og 25. okt.: Lili Marleen (1980). Schygulla og Fassbinder aftur á ferð, nú með kaldhæðn- islega sögu um hæfileikalausa kabarett- söngkonu á dögum 3. ríkisins. 28. okt. og 1. nóv.: The Last Temptation Of Christ (1988). Martin Scorsese, langmerkileg- asti kvikmyndahöfundur Bandaríkjanna, tryllti marga kirkjunnar menn með þessari mynd um píslarsögu Krists. Sem kvikmynd er hún einlæg og á köflum afar áhrifasterk. 4. og 8. nóv. Hrafninn flýgur (1984). Spaghetti- norðri Hrafns Gunnlaugssonar er íslensk ný- klassík. Fyrirtaks skemmtun. 11. og 15. nóv.: Die Sehnsucht der Veronica Voss (1982). Fassbinder segir hér sögu af eitur- lyfjasjúkri leikkonu sem var uppá sitt besta á tímum 3. ríkisins. 18. og 22. nóv.: A Fistful of Dollars (1964). Fyrsti spaghettivestri Sergios Leone með Clint Eastwood í hlutverki nafnlausa byssumannsins. Tímamótamynd, byggð lauslega á Yojimbo Kur- osawas. 25. og 29. nóv.: Miðnesheiði (1987). Heimilda- mynd Sigurðar Snæbergs Jónssonar um sögu, hlutverk og áhrif herstöðvarinnar er einkar tímabær um þessar mundir þegar framtíð henn- ar er í óvissu. 2. og 6. des.: Ordet (1954). Ein af helstu mynd- um kvikmyndasögunnar sem meistari Carl Dreyer byggir á leikriti Kajs Munk um tog- streitu sannrar trúar og bókstafstrúar eins og hún birtist innan fjölskyldu. 9. og 13. desember. Fanny och Alexander (1982). Ein allra besta og skemmtilegasta mynd Ingmars Bergman, fjölskrúðug og litrík fjöl- skyldulýsing með mörgum snilldaratriðum. Á hjara veraldar er fyrsta íslenska myndin á dagskránni: Helga Jónsdóttir í hlutverki sínu. Sýningar Kvikmyndasafnsins í Bæjarbíói hefjast á ný og verða nú tvisvar í viku Trúarstef, heimildar- myndir og íslensk nýklassík ath@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.