Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 14
Ég er beint fyrir framan þig hvert sem þú snýrð þér. Hver er ég? Nefið á þér.  Stefán Geir Sigfússon er tólf ára og að byrja í 7. bekk í Hvassaleitisskóla. Hann segir að það hafi bara ver- ið gaman að byrja aftur í skól- anum og hitta alla krakkana. „Ég var með nokkrum vinum mínum í fótbolta í sumar en suma hef ég ekkert séð í allt sum- ar,“ segir hann. Stefán segist vera svo nýbyrjaður í skólanum að hann viti ekki enn hvaða fög verði skemmtilegust en að yfirleitt þyki honum skemmtileg- ast í smíði og leikfimi.  Júlía Óttars- dóttir er tólf ára og að byrja í 7. bekk í Hvassaleitisskóla. Hún segir að það hafi verið æð- islegt að byrja aftur í skólanum og hitta alla krakkana. Svo hafi verið gaman að fara aftur í ís- lensku.  Sigurður Þráinn Geirsson er átta ára og að byrja í 3. bekk í Hvassaleitisskóla. Hann segir að það hafi verið mjög gaman að byrja aftur í skól- anum þótt það hafi líka verið mjög gaman að vera í sumarfríi. Sig- urður segist hlakka til að byrja í náttúrufræði en annars finnst hon- um skemmtilegast í leikfimi, mat- reiðslu og smíði.  Fanney Kjartansdóttir er átta ára og að byrja í 3. bekk í Hvassaleitisskóla. Hún segir að það hafi verið fínt að byrja í skólanum og að hún hafi verið alveg tilbúin til þess. Það hafi verið gaman að hitta krakkana og byrja að læra og fara í leikfimi. Hvernig var að byrja í skólanum?  HUNDURINN er stundum nefndur besti vinur mannsins þótt hann eigi það til að gera ýmislegt af sér eins og það að éta skóna hans. Litið þennan fallega hund eins vel og þið getið þannig að hann verði flottasti hundurinn í bænum. Besti vinur mannsins Litið listavel ÞÁ ER skólinn byrjaður. Vonandi hefur ykkur öllum þótt gaman að fara aftur í skólann og að hitta kenn- arana og alla bekkjarfélagana aftur. Vonandi hefur enginn í ykkar bekk verið leiður yfir því að þurfa að fara í skólann og hræddur við að hitta alla krakkana. Eins og þið vitið eru krakkar mjög mismunandi. Sumir eru glaðlyndir og virðast alltaf vera í góðu skapi en aðrir eru alvarlegri eða virðast að minnsta kosti vera það. Sumir tala líka mikið á meðan aðrir eru feimn- ari og tala minna. Svo eru líka til krakkar sem eru glaðir og tala mikið heima hjá sér en ekki í skólanum. Kannski eru sumir þeirra bara feimnir og vilja láta lítið fyrir sér fara en það getur líka verið að þeir séu hálfpartinn að reyna að fela sig af því að þeim líði ekki nógu vel í skólanum og þeir séu jafnvel hrædd- ir við hina krakkana. Vitið þið kannski um krakka sem líður ekki nógu vel í skólanum og eru jafnvel lagðir í einelti? Leggjum okkar af mörkum Hafið þið hugsað um það hvernig þessum krökkum líður? Hvað það hlýtur að vera hræðilegt að vera allt- af hræddur? Að fá hnút í magann á sunnudögum af því að það er skóli næsta dag? Væri ekki frábært ef öllum gæti liðið svo vel í skólanum að þeir þyrðu að vera þeir sjálfir og hættu að reyna að fela sig? Þá liði þeim betur og þeir myndu frekar þora að sýna öllum hinum sínar bestu hliðar. Það er auðvitað ekki á okkar valdi að gera alla glaða og ánægða í kring um okkur en við getum samt lagt okkar af mörkum með því að vera góð við aðra og sýna þeim þannig að við samþykkjum þá eins og þeir eru. Við getum líka sýnt þeim sem eru með leiðindi að okkur líki það ekki án þess að gera mikið mál úr því, t.d. með því að hlæja ekki að bröndurum sem eru á kostnað annarra. Mikilvægt að stöðva einelti strax Á síðasta ári voru stofnuð samtök til að berjast gegn einelti. Samtökin heita Regnbogabörn og nú í haust eru þau að opna þjónustumiðstöð fyrir þá sem hafa orðið fyrir einelti. Miðstöðin er í Hafnarfirði en hún er opin öllum, bæði fullorðnum og börn- um, hvar sem þau búa á landinu. Jón Páll Hallgímsson, sem er ráð- gjafi hjá Regnbogabörnum, segir að það sé mjög mikilvægt að stöðva ein- elti strax og það komi upp því annars geti það haft mjög slæm áhrif á líf fólks. Hann segir einelti geta haft áhrif á það hvernig persónuleiki fólks þróist og að þeir, sem hafi verið lagðir í einelti sem börn, séu oft kvíðnir og hræddir, jafnvel þótt þeir séu orðnir fullorðnir. Jón Páll segir að krakkar verði þó að fara varlega í að berjast gegn ein- elti upp á eigin spýtur því það geti gert illt verra að reyna að svara fyrir sig eða verja aðra með látum. Best sé því að ræða málið við kennara eða foreldra því það sé í raun hlutverk fullorðna fólksins að leysa vandann. Stöðvum einelti Hvað er einelti? Einelti er það þegar einn eða fleiri níðast á öðrum oftar en einu sinni. Oft reyna gerendur að hræða þá sem þeir leggja í einelti, meiða þá eða neyða þá til að gera eitthvað sem þeir vilja ekki gera. Það er líka einelti ef einhver er sífellt að gretta sig framan í þig, uppnefna þig, reyna að koma þér í vandræði, taka hlutina þína eða skemma þá, hóta þér, slúðra um þig og ljúga upp á þig. Eitt af því versta við einelti er að stundum snúa vinir manns baki við manni til að forðast það að vera sjálfir lagðir í einelti. Þetta þarf þó alls ekki að þýða það að þeim líki ekki lengur vel við mann heldur bara að þeir séu hræddir. Hvað er best að gera ef þú ert lagður í einelti? Ekki svara til baka því það getur leitt til frekari vandræða fyr- ir þig. Reyndu að vera þar sem margir eru og helst nálægt ein- hverjum fullorðnum. Það getur verið gott að byrja á því að tala um eineltið við vin en síðan skaltu leita til foreldra eða kennara. Reyndu að tala við kenn- arann án þess að draga of mikla at- hygli að þér þannig að þú lendir ekki í enn frekari vandræðum. Ekki skrópa í skólann þótt þér líði illi. Það sýnir hinum að þeir hafi náð stjórninni og getur komið þér í önnur vandræði sem geta haft nei- kvæð áhrif á alla framtíð þína. Ef vinur þinn snýr baki við þér vegna eineltis, reyndu þá að tala við hann þegar enginn annar sér til. Þá ætti að koma í ljós hvort hann hafi í raun snúið baki við þér eða hvort hann þori ekki að standa með þér. Góð ráð ÞAÐ þarf fleiri en einn einstaklingtil þess að einelti virki og því er oft talað um eineltishringinn, sem er byggðiur á hugmyndum Norð- mannsins Dan Olweus. Ef þið vitið af einelti hljótið þið að vera einhvers staðar í hringn- um. Þið getið velt því fyrir ykkur hvaða hópi þið tilheyrið og síðan spurt ykkur að því hvort þið séuð sátt við að tilheyra þeim hópi. Þolendur – verða fyrir einelti. Gerendur – eiga frumkvæði í einelti og taka þátt í því. Fylgifiskar – taka virkan þátt í einelti en eiga þó ekki frumkvæð- ið. Óvirkir gerendur – hafa gaman af einelti en taka ekki beinan þátt í því. Áhugalausir áhorfendur – sjá hvað er að gerast en finnst það ekki koma sér við. Mögulegir verjendur – eru ósátt- ir við eineltið og finnst þeir eiga að koma þolendunum til hjálpar en gera það ekki. Verjendur – eru þeir sem koma þolendunum til hjálpar. Eineltishringurinn HUNDARNIR á myndinni vilja báðir ná beininu sem er í miðju völundarhússins. Það hefur þó bara annar þeirra möguleika á að komast þangað. Hvor hundurinn er það?. Ratleikur ÞAÐ getur verið gaman að skreyta penna eða blýanta og skipta síðan á þeim við vini sína. Þannig eignist þið penna sem vinir ykkar hafa búið til og þeir penna sem þið hafið búið til. Það sem þið þurfið: Penni eða blýantur Garn í nokkrum litum Lím Perlur Það sem þið gerið: 1. Setjið þunna límrönd eftir endilöngum pennanum en gætið þess að nota eins lítið lím og þið getið. 2. Festið enda garnsins við límið fremst á pennanum og vefjið því síð- an þétt utan um pennann. Gætið þess að hvergi sjást í pennann á milli garnsins. 3. Skiptið um garn og haldið áfram að vefja garni í öðrum lit utan um pennann. 4. Festið garnendann með lími á enda pennans. 5. Fléttið þrjá garnspotta saman og límið fléttuna á enda pennans. Þið getið líka skreytt garnspotta með perlum og límt þá á endann. Vinapennar Fjör að föndra HÉR er leikur sem þið getið farið í í frímínútum eða bara hvar sem er. Þátttakendur sitja eða standa saman í hring og rétta fram hendurnar. Sá sem er ’ann stendur í miðjum hringnum. Hann snýr sér sakleysis- lega í hring og slær svo skyndilega á hendur ein- hvers þátttakandans. Nái viðkomandi ekki að hrifsa til sín hendurnar áður en höggið lendir á þeim tekur hann við hlutverki þess sem er ’ann. Klappslagur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.