Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 1
Ráðgjafi lífeyrismála Í starfi ráðgjafa lífeyrismála felst m.a: • Sala á lífeyrissparnaði Landsbankans • Sérfræðiráðgjöf til viðskiptavina Landsbankans • Þátttaka í vöruþróun, söluaðgerðum, fræðslu, þjálfun og kynningarmálum Ráðgjafi lífeyrismála verður í hópi starfsmanna sem annast sölu lífeyrissparnaðar Landsbankans. Um er að ræða kraftmikinn og árangursmiðaðan hóp sem hefur gæði þjónustunnar að leiðarljósi. Sérstök áhersla er lögð á eftirfylgni söluáætlana og samstarf við söluaðila. Leitað er að öflugum einstaklingi með háskólamenntun. Starfsreynsla er skilyrði en reynsla af sambærilegum störfum er æskileg. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni eru skilyrði. Í starfi fjármálaráðgjafa felst m.a: • Öflun nýrra viðskiptavina í fjárvörslu fyrir Landsbankann og Landsbankann í Luxemburg • Þjónusta og samskipti við núverandi viðskiptavini Fjármálaráðgjafi þróar þjónustu Landsbankans við efnameiri einstaklinga. Um er að ræða krefjandi starf þar sem mikilvægt er að fari saman hæfni í mannlegum samskiptum og sérþekking á fjármálamörkuðum, jafnt innlendum sem erlendum. Sérstök áhersla er lögð á að fjármálaráðgjafi sé ávallt vakandi fyrir nýjum viðskiptatækifærum. Leitað er að öflugum einstaklingi með háskólamenntun á sviði viðskipta. Starfsreynsla í fjármálafyrirtæki er skilyrði eða reynsla af sambærilegum störfum. Krafist er agaðra og faglegra vinnubragða auk þess sem áræðni, sjálfstæði og frumkvæði eru nauðsynlegir eiginleikar. Landsbanki Íslands hf. er eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins og veitir alhliða almenna og sértæka fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Lögð er megináhersla á að bankinn hafi ævinlega á að skipa ábyrgum, hæfum, öflugum, áhugasömum og ánægðum starfsmönnum. Jafnframt er það stefna Landsbankans á hverjum tíma að gefa starfsmönnum kost á því að eflast og þróast í starfi í samræmi við eigin þarfir og þarfir bankans. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 22 09 6 08 /2 00 3 Laus störf á eignastýringarsviði Landsbankans Fjármálaráðgjafi Nánari upplýsingar veita: Hermann Jónasson, forstöðumaður verðbréfa- og lífeyrisþjónustu í síma 535 2072 og Atli Atlason, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, í síma 560 6304. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist til starfsmannasviðs Landsbankans, Austurstræti 11, 101 Reykjavík eða á póstfang atlia@landsbanki.is fyrir 10. september n.k. Fasteignasala — Sölustjóri Rótgróin og öflug fasteignasala þarf á sölu- stjóra að halda. Einungis koma til greina áræðnir og dugmiklir sölumenn með reynslu af fasteignasölu. Kjörið tækifæri fyrir góðan sölumann sem vill auka við ábyrgð sína og hækka launin. Þarf ekki að hefja störf strax. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðar- mál. Umsóknir óskast sendar til auglýsingadeildar Mbl. og í box@mbl.is merktar: „Sölustjóri — 14114“. Sunnudagur 31. ágúst 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.360  Innlit 16.186  Flettingar 76.768  Heimild: Samræmd vefmæling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.