Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 235 . TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hvarf Amundsens Nýjar upplýsingar gefa til kynna hvar hann er að finna Erlent 14 Framarar náðu í dýrmæt stig Íþróttir 6/7 Hvað gerir lyftistöngin? G. Norðdahl með hjálpartæki fyrir hljóðfæraleikara 10 ARNARVARP gekk mjög vel í sumar og að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, fugla- fræðings hjá Náttúrufræðistofnun, hafa ekki jafnmörg arnarpör orpið um langt árabil og var fjöldinn sá mesti síðan talningar hófust samhliða verndun arnarins. Alls fundust 57 pör við reglu- bundna talningu í vor og 39 þeirra urpu. Telur Kristinn að fleiri hefðu orpið ef ekki hefði komið til slæmt kuldakast um mánaðamót apríl og maí, en allnokkur pör voru þá komin með hreiður en hættu við. Úr umræddum 39 hreiðrum komust upp samtals 30 ungar úr 25 hreiðrum, en varp misfórst hjá 14 pörum. Er miðað við stálpaða unga í hreiðrum við athugun undir lok júlí. Þríburar Alls voru þrír ungar í tveimur hreiðrum í sumar, sem er afar sjaldgæft, en aðeins sex til sjö sinnum hafa þrír ungar komist upp úr sama hreiðri á síðustu sextíu árum, að sögn Kristins Hauks. Ekki komust þessir ungar þó allir á legg. Í öðru hreiðrinu drapst einn ungi fljótlega, en í hinu drapst einn ungi er hann var orðinn stálp- aður og lék grunur á að hann hefði fallið úr hreiðrinu út í sjó, og honum skolað burt með straumnum. Í því tilviki sagði Kristinn að um frjósamasta arnarpar landsins hefði verið að ræða, par sem hefði komið upp ungum samfellt í 12 ár og stundum tveimur ungum. Arnarpör urpu í sumar á þremur stöðum þar sem ekki hefur verið arnarvarp í meira en hundrað ár og auk þess hafa fullorðnir ernir sést síðustu ár nærri fornum arnaróðulum á Suður- landi. Sagði Kristinn Haukur að það væri kannski bara tímaspursmál hvenær ernir hæfu varp á einhverjum þeim óðulum á ný. Hæg fjölgun Íslenski arnarstofninn hefur verið í vexti síð- ustu árin, en fjölgunin er þó mjög hæg. Kristinn Haukur telur það eðlilegt, stofninum hafi verið nær útrýmt upp úr aldamótunum 1900 og síðan hafi hann staðið í stað í fimmtíu ár eftir frið- unina. Þá hafi byrjað hæg fjölgun sem standi enn. „Það var svo illa komið fyrir stofninum að það var viðbúið að það tæki langan tíma að rétta hann við. Síðustu árin höfum við því tekið blóð- sýni úr öllum arnarungum og er nú hafin rann- sókn á erfðauppbyggingu íslenskra arna. Við viljum sjá hvort einhver svör liggja þar við þess- ari hægu þróun,“ sagði Kristinn. Íslenski arnarstofninn í vexti Finnur Logi Stefánsson með arnarunga. SERGEI Ívanov, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í gær að bannað yrði um tíma að draga úr- elta kjarnorkukafbáta, í kjölfar þess að slíkur bát- ur sem verið var að draga til Kólaskaga til niðurrifs sökk í illviðri á Barentshafi aðfaranótt laugardags með þeim afleiðing- um að níu af tíu mönnum um borð fórust. Flothylki, sem sett höfðu verið á bátinn áður en hann var dreginn, rifnuðu af í óveðrinu, og höfðu rússneskir fjölmiðlar eftir ónafngreindum heimildar- mönnum í sjóhernum að flot- hylkin hefðu ekki verið rétt fest á bátinn. Ívanov sagði á laugardaginn að ekki hefði verið farið eftir settum reglum um drátt á kafbátum, og nefndi að báturinn hefði sokkið með stjórnturninn opinn. „Þarna hafði greinilega áhrif þessi kæruleysislega, rússneska trú á heppni, að þetta reddist allt,“ sagði Ívanov í gær. Slökkt mun hafa verið á kjarnaofnum kafbátsins er hann var tekinn úr notkun, en umhverfisvernd- armenn segja að hætta á leka sé samt mikil. „Rússnesku kæruleysi“ um að kenna Moskvu. AP. Sergei Ívanov FYRSTU réttir haustsins voru í Baldursheimsrétt og Hlíðarrétt í Mývatnssveit í gær, í logni og mildu veðri og tókust réttastörfin einkar vel. Féð er vænt og fallegt eftir gott sumar. Fjölmenni var í réttunum, einkum Hlíðarrétt, en eins og sjá má á myndinni var fleira fólk en fé í réttinni. Setti þetta sitt mark á rétta- stemninguna. Næstu helgi verður réttað á níu stöðum á landinu. Morgunblaðið/BFH Fleira fólk en fé í Mývatnssveit YFIRVÖLD í Najaf í Írak föluðust í gær eftir aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, við rannsókn á sprengjutilræði við helg- ustu mosku sjíta í borginni sl. föstudag. Að sögn lögreglu létust 125 í tilræðinu, þ. á m. trúar- og stjórnmálaleiðtogi sjíamúslíma í Írak, ajatollann Mohammed Baqir al-Hakim. Rúmlega 300.000 sjítar eru nú fótgangandi á leiðinni frá Bagdad til Najaf með líkkistu sem tákn um hinn látna leiðtoga. Þriggja daga sorgartíð hófst í gærmorgun með bæna- haldi í Bagdad. Útför Hakims á að fara fram í Najaf á morgun. Íraska lögreglan hefur handtekið 19 manns, þ. á m. marga útlendinga, vegna til- ræðisins. Margir sjítar segja þó að fylgis- menn Saddams Husseins, fyrrverandi Íraks- forseta, og her bandamanna í Írak beri ábyrgð á dauða Hakims þar eð hinir síðar- nefndu hafi ekki gætt öryggis hans nógu vel. Æðsti fulltrúi FBI í Írak, Tom Fuentes, sagði að umbeðin aðstoð við rannsókn á til- ræðinu yrði veitt. FBI stjórnar nú rannsókn á sprengjutilræði við jórdanska sendiráðið í Bagdad í síðastliðnum mánuði og tilræðinu við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í borginni. Írakar leita aðstoðar FBI Najaf, Jeddah. AP, AFP. OSAMA bin Laden kallaði saman „hryðjuverka- ráðstefnu“ í Afganistan í apríl sl. þar sem hann gerði grein fyrir áætlun um beitingu lífefnavopna í næstu árásum al-Qaeda. Þetta er haft eftir hátt- settum manni í talíbanahreyfingunni í nýjasta hefti bandaríska fréttatímaritsins Newsweek. Segir heimildarmaðurinn að al-Qaeda ráði þegar yfir slíkum vopnum en nú sé verið að leita leiða til þess að flytja þau að væntanlegum skotmörkum. „Næsta skref Osama verður ótrúlegt,“ segir heimildarmaðurinn. Bin Laden „leggur áherslu á lífefnavopn“ Washington. AFP. ♦ ♦ ♦ Baráttan á botninum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.