Morgunblaðið - 01.09.2003, Síða 2
FRÉTTIR
2 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÖRNUM FJÖLGAR
Arnarvarp gekk mjög vel í sumar
og hafa ekki jafnmörg arnarpör orp-
ið um langt árabil. Alls fundust 57
pör við reglubundna talningu í vor
og urpu 39 þeirra.
Eyða skal gagnagrunni
Lyfjastofnun skal eyða gagna-
grunni, sem inniheldur upplýsingar
um lyfjaneyslu einstaklinga, eigi síð-
ar en 1. janúar 2005. Þetta kemur
fram í úrskurði Persónuverndar.
Vilja kaupa Norðlenska
Stjórn KEA samþykkti á fundi
seint á laugardagskvöldið að ganga
til samninga við Kaldbak hf. um
kaup á öllum hlutabréfum í Norð-
lenska. Markmið KEA er að tryggja
áframhaldandi rekstur fyrirtæk-
isins.
Kæruleysi orsökin
Sergei Ívanov, varnarmálaráð-
herra Rússlands, hefur sett tíma-
bundið bann við því að úreltir kjarn-
orkukafbátar séu dregnir til
niðurrifs í kjölfar þess að einn slíkur
sökk á Barentshafi aðfaranótt laug-
ardags. Níu manns fórust. Sagði
Ívanov að kæruleysi væri ein aðal-
orsök slyssins.
Leita aðstoðar FBI
Yfirvöld í írösku borginni Najaf
hafa leitað eftir aðstoð bandarísku
alríkislögreglunnar, FBI, við rann-
sókn á sprengjutilræði sl. föstudag
er varð 125 að bana, þ.á m. einum
helsta stjórnmála- og trúarleiðtoga
sjíamúslíma í landinu.
2003 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
GR ÍSLANDSMEISTARI Í SVEITAKEPPNI Í GOLFI / B11
Helgi nýtti ekki víta-
spyrnu og Lyn tapaði
HELGI Sigurðsson, landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, nýtti ekki gullið tækifæri til þess að
tryggja Lyn dýrmætt stig gegn Stabæk í norsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þegar komið
var framyfir leiktímann fékk Lyn vítaspyrnu
sem Helgi tók en Jon Knudsen, markvörður
Stabæk, gerði sér lítið fyrir og varði. Þar með
sigraði Stabæk, 3:2, og staða Lyn versnar enn.
Helgi og Jóhann B. Guðmundsson voru báðir í
byrjunarliði Lyn en Jóhann var tekinn af velli á
57. mínútu. Tryggvi Guðmundsson er enn fjarri
góðu gamni hjá Stabæk vegna meiðsla.
Ólafur Stígsson lék síðustu tuttugu mín-
úturnar með Molde sem vann Bryne, 3:2, og
Hannes Þ. Sigurðsson var með síðustu sjö mín-
úturnar hjá Viking sem sigraði Ålesund, 4:0.
Árni Gautur Arason var sem fyrr á vara-
mannabekk Rosenborg sem
gerði jafntefli, 1:1, við Sogndal á útivelli.
QUEENS Park Rangers, sem leikur
í 2. deild ensku knattspyrnunnar,
hefur gert úrvalsdeildarfélaginu
Wolves tilboð í landsliðsmanninn
Ívar Ingimarsson. QPR er í þriðja
sæti eftir fimm umferðir og er talið
sigurstranglegt í deildinni í vetur.
Skýrt var frá áhuga QPR á hon-
um á fréttavef BBC í gærkvöld en
jafnframt sagt að félagið ætti í erf-
iðleikum með að ná samkomulagi
við hann um kaup og kjör, enda
mikill launamunur á úrvalsdeild og
2. deild.
Ólafur Garðarsson, umboðs-
maður Ívars, staðfesti við Morgun-
blaðið að tilboð hefði borist frá
QPR, auk þess sem fleiri lið í 1. og
2. deild hefðu sýnt áhuga á að fá
hann til liðs við sig. Þar á meðal er
2. deildarlið Brighton, sem Ívar lék
með sem lánsmaður í 1. deildinni
seinnipart síðasta tímabils. Knatt-
spyrnustjóri þar er Steve Coppell,
en Ívar lék undir hans stjórn hjá
Brentford, og síðan Brighton. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
reyndi 1. deildarlið Reading að fá
Ívar fyrir skömmu en Wolves hafn-
aði tilboði þaðan.
Ívar hefur ekkert fengið að
spreyta sig með aðalliði Wolves frá
því í nóvember í fyrra. Þá var hann
settur út úr leikmannahópnum eftir
að hann tók vináttuleik með
íslenska landsliðinu fram yfir leik
hjá Wolves. Hann hefur ekki verið í
leikmannahópi liðsins í fyrstu um-
ferðum úrvalsdeildarinnar í haust.
QPR vill fá
Ívar frá Wolves
Morgunblaðið/Kristinn
KR-ingar tryggðu sér Íslandmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna annað árið í röð á laugardaginn þegar þeir lögðu Stjörnuna, 5:1, á
heimavelli. Í leikslok „tolleruðu“ leikmenn KR þjálfara sinn, Vöndu Sigurgeirsdóttur, en hún hyggst nú taka sér frí frá þjálfun.
Fyrir mig skipti öllu máli að getahaldið öllu opnu eftir þetta tíma-
bil. Fredrikstad er í þriðja sæti 1.
deildar og á góða möguleika á að fara
upp í úrvalsdeildina, en það er tvennt
ólíkt að spila í þessum tveimur deild-
um og því vildi ég ekki binda mig hér
til lengri tíma. En mér líst mjög vel á
mig, Fredrikstad er gamalt stórveldi í
norsku knattspyrnunni, kom upp úr
2. deild í fyrra, er með mjög góða að-
sókn á leikjum og þjálfarinn, Tor-
björn Eggen, byggir á því að spila
skemmtilegan sóknarfótbolta. Ég
kannast við hann síðan hann reyndi
að fá mig til Moss á sínum tíma og það
verður spennandi að spila undir
stjórn hans. Hér á svæðinu búa um
150 þúsund manns og möguleikarnir
eru því miklir ef liðinu tekst að ná
lengra,“ sagði Ríkharður við Morgun-
blaðið í gær.
Hann fékk aðeins tækifæri í fimm
leikjum með Lilleström í úrvalsdeild-
inni í sumar en það var fyrst og
fremst vegna þess að ef hann hefði
spilað nokkra leiki til viðbótar hefði
Lilleström þurft að greiða Stoke City
tíu milljónir króna til viðbótar fyrir
hann. Félagið á í miklum fjárhagsörð-
ugleikum og þar með var Ríkharði
haldið utan liðsins og hann látinn spila
með varaliðinu í 2. deild.
„Það var ömurlegt að vera þarna og
fá ekki að spila með aðalliðinu af
ástæðum sem komu frammistöðu
minni á vellinum ekkert við. Eftir að
ég var orðinn endanlega heill af
meiðslunum, í byrjun júlí, var mér
sagt að ég fengi ekki að spila nema í
mesta lagi 2–3 leiki til viðbótar á tíma-
bilinu. Ég hef spilað eina tíu leiki í 2.
deildinni í sumar en það er ekki sér-
lega spennandi og því ákvað ég að
breyta til,“ sagði Ríkharður.
Hann hefur glímt við hnjámeiðsli
síðustu árin en hefur verið góður af
þeim undanfarna mánuði. „Ég stóðst
læknisskoðunina hjá Fredrikstad, en
að sjálfsögðu með þeim formerkjum
að allir vita að ég hef átt í vandræðum
með hnéð.“
Ríkharður hefur skorað 52 mörk í
80 leikjum með Viking og Lilleström í
norsku úrvalsdeildinni og koma hans
til Fredrikstad hefur því vakið tals-
verða athygli. Ríkharður fylgdist með
hinum nýju félögum sínum vinna góð-
an heimasigur á Örn-Horten í gær og
þar styrkti liðið enn stöðu sína. Höne-
foss er efst í 1. deild með 48 stig,
HamKam er með 44, Fredrikstad 43
og Haraldur Ingólfsson og félagar í
Raufoss eru með 40 stig en Raufoss
og HamKam skildu jöfn í gær, 2:2.
Fredrikstad er eitt sigursælasta fé-
lag í sögu norsku knattspyrnunnar.
Það hefur níu sinnum unnið meistara-
titilinn og aðeins Rosenborg hefur
gert betur. Síðasti sigur Fredrikstad í
deildinni var hins vegar árið 1961. Fé-
lagið hefur tíu sinnum orðið bikar-
meistari, síðast árið 1984, og það var
síðast með í Evrópukeppni árið 1985.
Það hefur leikið í neðri deildum um
árabil en vann sig upp úr 2. deild í
fyrra og fór beint í toppslaginn í 1.
deildinni í ár.
Ríkharður samdi við
Fredrikstad út tímabilið
RÍKHARÐUR Daðason knattspyrnumaður komst í gær að sam-
komulagi við norska 1. deildarliðið Fredrikstad um að leika með því
út þetta keppnistímabil, eða síðustu níu deildaleikina. Ríkharður
gerði starfslokasamning við Lilleström fyrir helgina en það skýrðist
ekki fyrr en í gær hvort af því yrði að hann færi til Fredrikstad.
mánudagur 1. september 2003 mbl.is
Sumarhúsalán Búnaðarbankans er nýjung
Lánið getur verið til allt að 15 ára
Lánið er veitt gegn veði í sumarhúsinu
Veðsetning getur verið allt að 50% af markaðsvirði sumarhússins
Kynntu þér málið í næsta útibúi Búnaðarbankans, á www.bi.is eða í síma 525 6000F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
7
4
4
2
Verð
við allra hæfi
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Fasteignablaðið
// Heita vatnið
Eiga menn á hættu að allar endurbætur á
hitakerfum, sem minnka eyðslu á heitu vatni,
oftast óþarfa eyðslu og sóun, komi þeim í koll
með hækkun á verði heita vatnsins? 6
// Bílastæði
Jafnan eru löglíkur fyrir því að bílastæði á lóð
fjölbýlishúss sé í sameign. Sá, sem gerir til-
kall til tiltekins bílastæðis verður að sanna
eignarrétt sinn eða rétt til sérafnota. 29
// Góð staðsetning
Við Fögrubrekku 15 í Kópavogi er til sölu
gott einbýlishús á frábærum stað. Þetta er
steinhús á einni hæð, með bílskúr, viðbygg-
ingu, garðhúsi og fallegum garði. 31
// Hús í miðborginni
Lækjargata 10, þetta gamla og virðulega hús
á horni Skólabrúar og Lækjargötu, sómir sér
vel enn þann dag í dag. Það var hlaðið úr
grágrýti og býr yfir mikilli sögu. 42
! " "" # " $ % %
# % " $ ! % " "
&'() (
)
%
*
+,-
. )/
0 *
1 2--
3 (4
%
3 (4
!( '
3 (4
%
3 (4
5
6
56
5
5
!!!"
5
7
7
7
5 #
$
#%
& %
%
' (
8 5 85
9
%
(
#
58
6
KAUP á sumarhúsum eru að ýmsu
leyti frábrugðin kaupum á íbúðarhús-
næði og þá fyrst og fremst vegna
þess, að húsbréfalán fást ekki út á
sumarhús. Algengt verð á sumarhús-
um er á bilinu 4-8 millj. kr. Einstaka
hús fer þó á mun hærra verði en það
fer að sjálfsögðu eftir stærð, lóð og
staðsetningu.
Samgöngur og fjarlægð frá þétt-
býlisstöðunum og þá einkum frá höf-
uðborgarsvæðinu skipta máli. Eftir-
sóttustu svæðin eru á Suðurlandi,
einkum í uppsveitum Árnessýslu. En
eftir að Hvalfjarðargöngin voru opn-
uð, hefur ásókn í sumarhúsasvæði á
Vesturlandi aukizt verulega, ekki
hvað sízt í Borgarfirði. Sennilega
hafa sumarhús í Skorradal aldrei ver-
ið jafn eftirsótt og nú, enda vatnið og
umhverfi þess afar fallegt.
Heitið sumarbústaðir eða sumar-
hús eiga raunar vart við lengur. Heiti
eins og orlofshús eða frístundahús
eiga miklu betur við, enda mörg af
þessum húsum nú svo vel úr garði
gerð, að það er hægt að vera í þeim
jafnt vetur sem sumar. Samt hafa
orðin sumarbústaður og sumarhús
orðið býsna lífseig í málinu og end-
urspegla kannski þrá landans eftir
sól og yl.
Sumarhús nálægt Hvítá
Grímsnes í Árnessýslu hefur lengi
verið afar eftirsótt sumarhúsasvæði.
Í landi Vaðness er Eignamiðlunin nú
með til sölu sumarhús, sem er 46
ferm., byggt 1972 úr timbri og því
fylgir 15 ferm. geymsluhús. Húsið
stendur á 3,2 hekturum lands og að
sögn Magneu Sverrisdóttur hjá
Eignamiðluninni væri hægt að
byggja fleiri hús á landinu.
„Landið sem húsið stendur á er
mjög fallegt og gróið með miklum
trjám, m.a. birki, greni, ösp og berja-
lyngi. Sérvegur er heima að bústaðn-
um, “ sagði Magnea ennfremur.
„Bústaðurinn stendur nálægt
Hvítá og er með fallegu útsýni. Húsið
skiptist í forstofu, eldhús, snyrtingu,
tvö herbergi og stofu. Stór verönd er
við hlið hússins og þar er heitur pott-
ur og lítið útiskýli með sturtu og bún-
ingsaðstöðu. Að innan er húsið panel-
klætt og með parketi á gólfum.
Heitt vatn, rafmagn og kalt vatn er
í húsinu og heitt vatn fylgir fyrir ann-
an bústað. Mikil eftirspurn hefur ver-
ið eftir bústöðum í þessari fjarlægð
frá Reykjavík, en tæpur klukku-
stundar akstur er í bústaðinn frá höf-
uðborgarsvæðinu.“
„Það er góð eftirspurn eftir bústöð-
um á vinsælum svæðum, en verð hef-
ur haldizt nokkuð stöðugt,“ sagði
Magnea Sverrisdóttir að lokum.
Góð eftirspurn einkennir
sumarhúsamarkaðinn
Þetta fallega sumarhús við Hvítárbraut 19 í Grímsnesi er til sölu hjá Eignamiðl-
uninni. Húsið er 46 ferm. á 3,2 hekturum lands. Geymsluskúr, sem er 15 ferm.
fylgir. Óskað er eftir tilboðum.
GÓÐ hreyfing hefur verið á fast-
eignamarkaði á Austurlandi að und-
anförnu og töluverð eftirspurn eftir
íbúðarhúsnæði. Greinilegt er, að
væntingar vegna fyrirhugaðra stór-
iðjuframkvæmda eru þegar farnar
að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn
á þessu svæði.
Hjá Fasteigna- og skipasölu
Austurlands eru nú til sölu íbúðir í
sjö hæða lyftuhúsi, sem er að rísa
við Kelduskóga á Egilsstöðum.
Íbúðirnar eru alls 21, en húsið er
byggt úr steinsteyptum einingum.
„Við hönnun hússins var sú
hugsun höfð að leiðarljósi, að það
þyrfti sem minnst viðhald,“ segir
Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður og
fasteignasali hjá Fasteigna- og
skipasölu Austurlands, sem hefur
aðsetur á Egilsstöðum. 26
Nýjar íbúðir
áEgilsstöðum
Yf ir l i t
Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug-
lýsingablaðið „FAGRA VERÖLD“
2003–2004 frá Heimsklúbbi Ingólfs.
Tímaritinu er dreift á landsbyggðinni.
Í dag
Sigmund 8 Bréf 26/27
Viðskipti 11 Dagbók 28/29
Erlent 14/13 Kirkjustarf 29
Listir 15/16 Leikhús 30
Umræðan 17 Fólk 30/33
Forystugrein 18 Bíó 30/33
Hestar 20 Ljósvakar 34
Minningar 21/23 Veður 35
* * *
MARKMIÐ stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga
með kaupum á nánast öllum hlutabréfum í
Norðlenska matborðinu ehf. er að tryggja
áframhaldandi rekstur fyrirtækisins og eyða
ótta meðal bænda um að félagið geti ekki gert
upp við þá innlegg í sláturtíðinni. Hugmyndin er
að selja bændum síðar meirihluta hlutafjárins.
Stjórn KEA samþykkti á fundi seint á laug-
ardagskvöldið að ganga til samninga við Kald-
bak hf. um kaup á öllum hlutabréfum félagsins í
Norðlenska en Kaldbakur á 99% eignarhlut.
Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, vonast
til að samningar um kaupin náist í vikunni. Þá
verði hafist handa um stofnun félagsins með
bændum og er ætlunin að það kaupi verulegan
hluta af hlutabréfaeigninni af KEA. Til þess
verða væntanlega, meðal annars, notuð þau 4%
af afurðainnleggi bænda í haust sem núverandi
stjórnendur Norðlenska setja að skilyrði fyrir
því að taka fé til slátrunar. Andri segir einnig
hugmyndir um að aðrir aðilar komi þarna að og
nefnir sveitarfélög á svæðinu í því sambandi.
Skuldum breytt í hlutafé
Norðlenska varð til árið 2000 með sameiningu
Kjötiðju KÞ á Húsavík og Kjötiðnaðar KEA á
Akureyri. Síðar sameinaðist Nýja bautabúrið á
Akureyri Norðlenska og það keypti kjötvinnslur
Kjötumboðsins í Reykjavík (Goða). Hjá því
starfa 180 manns. Stærsti hluthafinn var fjár-
festingarfélagið Kaldbakur hf. sem var skipt út
úr KEA í byrjun síðasta árs. Eftir það hefur
KEA ekki verið með beinan atvinnurekstur en á
hlut í nokkrum félögum. Framkvæmdastjórinn
er eini starfsmaður félagsins.
Rekstur Norðlenska hefur gengið illa síðustu
tvö árin og tapaði það öllu eigin fé sínu. Fjár-
hagsleg endurskipulagning hófst á síðasta aðal-
fundi með því að hlutafé félagsins var fært niður
í núll og Kaldbakur gaf vilyrði fyrir 50 milljóna
króna nýju hlutafé. Norðlenska skuldar um
1.400 milljónir kr., þar á meðal mörg hundruð
milljónir til Kaldbaks. Andri Teitsson segir að
gert sé ráð fyrir því að hluta af skuldum þess
við Kaldbak verði breytt í hlutafé og öðrum
hluta breytt í lán til lengri tíma. Með því að létta
þannig á skuldastöðu félagsins vonast Andri til
að reksturinn nálgist jafnvægi. Segir hann ekki
fyrirhugað að KEA leggi nýtt hlutafé í rekst-
urinn.
Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu Norðlenska hef-
ur gætt ótta meðal bænda um að félagið gæti
ekki gert upp innlegg í sláturtíðinni í haust.
Leggur Andri áherslu á að sá ótti sé ástæðulaus.
KEA á um tvo milljarða króna hreina eign og
er rekið sem svokallað byggðafestufélag. „Það
hefur burði til að takast á við stór verkefni.
Okkur finnst það falla vel að hlutverki þess að
taka myndarlegan þátt í þessu, tímabundið,“
segir Andri.
Viðræður um kaup KEA á Norðlenska af Kaldbaki
Vilja tryggja áframhald-
andi rekstur fyrirtækisins
Á BÖKKUM Grímsár í Borgarfirði
stendur gamall grunnur með nýtt
hlutverk. Steinar Berg Ísleifsson
gaf veitingastaðnum Hvernum í
Mývatnssveit nýtt hlutverk, lét þrjá
stóra flutningabíla flytja húsið í
Borgarfjörðinn í fjórum pörtum um
helgina, þangað sem áður stóð
gamalt sláturhús. Þar ætlar hann
að opna nýtt veitingahús með nafn-
inu Tíminn og vatnið. Er það vísun í
verk skáldsins Steins Steinarr,
ömmubróður Steinars Berg, og
breytt hlutverk árinnar síðustu 50
ár.
„Hér í Borgarfirðinum var verið
að úrelda síðasta sláturhúsið. Á
sama degi var eitt elsta sláturhúsið
rifið í landi Fossatúns á bökkum
Grímsár,“ segir Steinar Berg. Slát-
urhúsinu var þar valinn staður fyr-
ir rétt um 50 árum af hagkvæmnis-
ástæðum. „Hagkvæmnin lá í því að
setja húsið á bakkann þar sem um
5–6 metra fallhæð er í ána, og úr-
gangi var hleypt í rennum út í á.
Svona var áin nýtt til að fleyta úr-
ganginum út í sjó.“
Steinar Berg segir tímana al-
deilis breytta. „Þar sem þetta er
einstaklega fallegur útsýnisstaður
hef ég fengið leyfi til að breyta um
not á þessu húsi, sem áður var skil-
greint fyrir landbúnað. Nú fer
þetta veitingahús á þennan grunn
þar sem gamla sláturhúsið stóð áð-
ur. Þaðan mun fólk njóta sér-
staklega fallegs útsýnis og veitinga
í framtíðinni,“ segir hann.
Húsið híft á gamla grunninn
Á laugardaginn komu flutn-
ingabílarnir að Fossatúni, þar sem
Steinar Berg býr, með veitinga-
húsið í pörtum á pallinum alla leið
úr Mývatnssveit. Var það híft á
grunn gamla sláturhússins og því
púslað þar saman. Húsið er fullbúið
tæpir 140 fermetrar að flatarmáli
og ætlar Steinar að standsetja það í
vetur, byggja við, bæta og fegra svo
aðstaðan verði tilbúin næsta vor.
„Þessi staðsetning er mjög
áhrifamikil. Áin er þarna um 70–80
metra breið og fellur fram í fossum
sem eru ekki mikið þekktir,“ segir
Steinar. Borgarfjarðarbraut liggi
fyrir ofan þennan stað þó að stórt
plan hafi af og til dregið rútur
þangað með ferðamenn.
Veitingastaðurinn er aðeins hluti
af hugmynd sem Steinar er að þróa
og samanstendur af mörgum öðr-
um þáttum þó að veitinga-
reksturinn verði mjög mikilvægur.
Í framtíðinni mun á Fossatúni
hljóma tónlist að sögn Steinars
Berg.
Sumir sögðu þetta draumóra
„Ég er búinn að ganga með þetta
í kollinum í mjög langan tíma. Þeir
sem þekkja mig eru búnir að heyra
mig tala um þetta lengi og hafa
haldið þetta draumóra. Allir urðu
því mjög hissa þegar ég lét verða af
því að kaupa þessa miklu, fallegu
og dýru jörð. Fólk er nú farið að
skilja þetta og þeir sem koma hing-
að vita hvað ég er að fara,“ segir
Steinar.
Hann segist hafa verið búinn að
finna nafn á þetta veitingahús fyrir
löngu. Tíminn og vatnið mun það
heita enda er Steinar Berg aðdá-
andi nafna síns Steinarr eins og
margir af hans kynslóð. Sömuleiðis
segir hann að tíminn hafi breytt
notkun vatnsins sem rennur í
Grímsá frá því sem áður var. „Þá
var það notað til að flytja þennan
úrgang. Nú er það sjónrænt fyrir
fólk að horfa á.“
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Kranar flutningabílanna sáu um að lyfta veitingahúsinu á grunninn þar sem áður stóð sláturhús.
Steinar Berg Ísleifsson notar tímann og vatnið
Flutti veitingahús úr Mývatns-
sveit að bökkum Grímsár
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Steinar Berg Ísleifsson
HREFNUVEIÐAR Íslendinga og
tilmæli breska sjávarútvegsráðherr-
ans, Bens Bradshaws, til Breta um að
sniðganga íslenskar vörur og ferðir til
Íslands hafa lítil sem engin áhrif haft
á sölu íslensks fisks í þar. Þetta er
mat Agnars Friðrikssonar, forstjóra
Coldwater Seafood Ltd., dótturfyrir-
tækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna (SH) í Bretlandi, sem Morgun-
blaðið ræddi við í gær.
Coldwater Seafood framleiðir aðal-
lega unnar fiskvörur til verslana og
veitingahúsa. Agnar segir að í kjölfar
ummæla Bradshaws hafi tveir stórir
viðskiptavinir sent fyrirspurnir og
þeim hafi verið svarað með þeim upp-
lýsingum og gögnum sem fyrirtækið
hafi aflað sér frá Íslandi, aðallega frá
sjávarútvegsráðuneytinu. Upplýsing-
arnar hafi verið lagðar fram hlutlaust.
„Viðskiptavinir okkar munu bregðast
við eftir því hvaða afstöðu breskir
neytendur munu taka. Ef þrýstingur
kemur frá neytendum um að snið-
ganga íslenskan fisk þá gætu hlutirn-
ir eitthvað breyst. Þetta mál hefur lít-
ið verið í umræðunni hérna í
Bretlandi miðað við hvað maður taldi í
upphafi. Hrefnuveiðarnar hafa til
dæmis lítið verið í sjónvarpsfréttum
ennþá,“ segir Agnar.
Hrefnuveiðar
Íslendinga
Lítil sem
engin áhrif
á fisksölu í
Bretlandi
TVÆR líkamsárásir voru kærðar til
lögreglunnar í Reykjavík eftir
skemmtanahald aðfaranætur sunnu-
dags.
Maður var sleginn niður á Stuð-
mannadansleik í íþróttahúsinu á Sel-
tjarnarnesi með þeim afleiðingum að
hann nefbrotnaði og einnig brotnuðu
í honum tennur. Árásarmaðurinn
var handtekinn. Ráðist var á annan
mann í miðborginni í fyrrinótt og
sparkað ítrekað í höfuð hans fyrir ut-
an skemmtistaðinn Amsterdam. Var
maðurinn fluttur nær meðvitundar-
laus á slysadeild Landspítalans í
Fossvogi en atvikið náðist á mynd í
eftirlitsmyndavélum. Árásarmenn-
irnir voru tveir og voru þeir báðir
handteknir á hlaupum. Að loknum
yfirheyrslum í gær var þeim sleppt.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík
var mikill erill í borginni þessa nótt.
Tvær líkams-
árásir kærðar
♦ ♦ ♦