Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Jú, jú litli kúturinn minn, ég skal sitja með þig í tvö ár enn.
Ný fyrirlestraröð sagnfræðinga
Hvað er
(um)heimur?
SENN fer í höndvetrardagskráSagnfræðinga-
félags Íslands, þ.e. hádeg-
isfyrirlestraröð, svo sem
verið hefur undanfarin ár.
Umsjónarmaður fyrir-
lestranna er Guðni Th. Jó-
hannesson. Hann var
spurður hvert væri megin-
þema fyrirlestranna þetta
árið?
„Við ákváðum að yfir-
skrift fyrirlestraraðarinn-
ar yrði: „Hvað er (um)
heimur?“
– Hvers vegna hafið þið
þennan sviga utan um um í
umheimur?
„Það gerum við til þess
að leggja áherslu á að skil-
in milli orðanna heimur og
umheimur eru ekki endi-
lega mjög skýr. Það má spyrja
hvort heimurinn sé ekki að
smækka, hvort hann sé ekki að
verða eins og eitt heimsþorp. Í
þessari röð er fjallað um sam-
skipti þeirra sem eru fyrir innan
við það sem er fyrir utan og
mörkin þar á milli. Svo taka fyr-
irlesarar ýmis ólík efni fyrir. Í
tíma, allt frá hinum kaþólska
heimi á 12. öld til hugleiðinga um
það hvort sendiráð séu nauðsyn-
leg á 21. öld – í rúmi allt frá Ind-
landshafi og Afríku og hingað
heim til Íslands. En dagskrár
vetrarins má finna í heild sinni á
vefsíðu Sagnfræðingafélags Ís-
lands en er: www.akademia.is/
saga.“
– Hvað eru fyrirlestrarnir
margir?
„Þeir eru alls sextán. Af þeim
sem taka til máls eru sex konur
og tíu karlar. Tíu fyrirlesaranna
eru sagnfræðingar en hinir eru
með háskólapróf í öðrum grein-
um, svo sem lögfræði, mannfræði
og stjórnmálafræði. Síðast en
ekki síst fáum við til okkar við-
skiptafræðing en hann kemur þó í
öðru samhengi – sem utanríkis-
ráðherra. Halldór Ásgrímsson
ætlar að tala um stöðu smærri
ríkja á 21. öld og er fyrirlesturinn
hans sá fyrsti í röðinni. Hann
verður haldinn í Norræna húsinu
klukkan 12.05 á morgun, þriðju-
dag, og stendur til kl. 13.00. Hinir
fyrirlestrarnir verða haldnir á
sama stað á hálfsmánaðar fresti
fram á vor – að vísu með jólahléi.
Allir eru velkomnir og aðgangur
er ókeypis.“
– Hvers vegna er umheimurinn
ykkur svona hugleikinn núna?
„Okkur fannst þetta efni eiga
mjög við núna, þegar samskipti
Íslands við umheiminn eru í deigl-
unni, ef svo má segja. Heimurinn
virðist eins og fyrr sagði alltaf
vera að smækka og verða einsleit-
ari um leið. Þess vegna er fróðlegt
að athuga þessa þróun í sögulegu
samhengi.“
– Eru þetta pólitískir fyrir-
lestrar?
„Eflaust verða sumir þeirra
rammpólitískir en aðrir ekki. Þótt
efni sumra þeirra þyki
ekki pólitískt núna þá
var það mjög eldfimt
og viðkvæmt þegar at-
burðirnir áttu sér stað
sem um er fjallað. Sem
dæmi um pólitískan
fyrirlestur má nefna erindi Þór-
unnar Sveinbjarnardóttur alþing-
iskonu, sem ræðir um Bandaríkin
og umheiminn. Hver veit nema
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra lýsi skoðunum sínum á
stöðu Íslands gagnvart Evrópu
og Bandaríkjunum á breyttum
tímum. Erindi Gísla Gunnarsson-
ar sagnfræðings um valdaskipti á
Indlandshafi á 15. og 16. öld:
Upphaf evrópskra heimsyfirráða,
er dæmi um efni sem er ekki póli-
tískt núna en var það svo sann-
arlega þá.“
– Eru sagnfræðingar nútímans
mjög áhugasamir um nútíma-
veruleikann eða eru þeir upptekn-
ari af löngu liðnum atburðum?
„Það var einu sinni sagt að eng-
ir hefði breytt gangi mannkyns-
sögunnar jafnmikið og sagnfræð-
ingarnir. Þótt þeir fjalli um liðna
tíð þá lifa þeir í nú-inu og viðhorf
þeirra markast óumflýjanlega af
því.“
– Verða “hversdagsleg“ efni til
umfjöllunar?
„Þungamiðjan er alltaf um-
heimurinn en líklega í stærra
samhengi. Það hversdagslega er
kannski ekki mikið til umfjöllunar
í þetta sinn. Við auglýstum eftir
erindum og þetta var uppskeran.
Sem dæmi um efni sem ekki er
beint pólitískt er erindi Mar-
grétar Elísabetar Ólafsdóttur
fagurfræðings um rammíslenska
heimlist. – Innlend myndlist í al-
þjóðlegu samhengi. Erindi Krist-
ínar Loftsdóttur mannfræðings
er svipaðs eðlis en hún fjallar um
ímyndir Afríku í Skírni á 19. öld.
Öðru máli gegnir með erindi
Kristínar Ástgeirsdóttur sagn-
fræðings: „Þar sem völdin eru;
þar eru konurnar ekki.“ Það er
væntanlega stórpólitískt efni.
Sumir fyrirlesararnir eru kenn-
arar við Háskóla Íslands en aðrir
hafa nýlokið námi, t.d. Haraldur
Þór Egilsson sem ætlar að tala
um loftskeytamenn og geirfugla –
eða nauðsyn sendiráða
á nýjum tímum. Hann-
es Hólmsteinn Gissur-
arson stjórnmálafræð-
ingur hefur á hinn
bóginn lengi látið að
sér kveða í þjóðmála-
umræðu. Erindi hans heitir: „Lítil
þjóð í stórum heimi – Sjálfstæðis-
barátta; þjóðerni og hnattvæðing.
Orðið hnattvæðing mun eflaust
koma oft fyrir hjá okkur í vetur
og strax núna 16. september mun
Guðmundur Jónsson sagnfræð-
ingur t.d. fjalla um hvað sé nýtt
og hvað gamalt í hnattvæðingu
samtímans.“
Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson fædd-
ist 26. júní 1968 í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá MR.
1987 og BA-prófi í sagnfræði og
stjórnmálafræði frá University
of Warwick á Englandi 1991.
MA-prófi í sögu lauk hann frá HÍ.
1997 og er að ljúka doktorsnámi
í sögu frá Queen Mary College
við University of London. Sam-
býliskona Guðna er Eliza Reid.
Guðni á eina dóttur, Rut Guðna-
dóttur, frá fyrra hjónabandi.
Samskipti
Íslands við
umheiminn
í deiglunni
NORRÆNA ráðherraráðið fjár-
magnar heimasíðuna, www.nordicos-
.org, þar sem menn geta hlaðið inn
ókeypis hugbúnaði sem m.a. getur
komið í stað dýrs hugbúnaðar eins og
Office frá Microsoft og Photoshop frá
Adobe.
Fram kemur í fréttinni að danska
neytendastofnunin hafi í samvinnu
við hin Norðurlöndin þróað heimasíð-
una, nordicos.org, og að hún hafi verið
opnuð í gær, fimmtudag. Þá segir í
frétt dönsku neytendastofnunarinnar
að heimasíðan sé fjármögnuð af nor-
ræna ráðherraráðinu með tæplega
sex milljóna íslenskra króna framlagi.
Tilgangurinn með opnun síðunnar sé
að veita notendum yfirsýn yfir þau
ókeypis forrit sem standa þeim til
boða og auðvelda þeim að sækja og
setja forritin upp til eigin nota.
Upplýsingar á síðunni eru á ís-
lensku, dönsku, norsku, sænsku og
finnsku auk ensku.
Ókeypis hugbúnaður fyrir
norræna neytendur
FÁTT jafnast á við bátsferð um Kálfastrandarvoga í
hægviðri og 20°C hita svo sem hefur verið við Mývatn
af og til að undanförnu. Klettarnir fögru sem eru
augnayndi þeim sem ganga um í Höfða, heita Klasar.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Klasar við Höfða