Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 12
VESTURLAND
12 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RSH.is
Dalvegi 16b • 201 Kópavogur
Sími 544 5570 • Fax 544 5573
www.rsh.is • rsh@rsh.is
GSM
VERSLUN • VERKSTÆ‹I
Radíófljónusta Sigga Har›ar
Handfrjáls búna›ur
Miki› úrval
Vertu me› bá›ar
hendur á st‡ri
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
ÞAKRENNUR
Frábært verð!
B Y G G I N G AV Ö R U R
www.merkur.is
594 6000
Bæjarflöt 4, 112 R.
20 MANNA hópur nemenda frá
Háskólanum í Guelph í Kanada
kom nýverið í heimsókn að
Hvanneyri. Hópurinn var í náms-
ferð sem var skipulögð í sam-
vinnu Háskóla Íslands, LBH, Há-
skólans á Akureyri og Hólaskóla
sem liður í nemendaskiptum skól-
anna. Nemendur dvöldu í fjóra
daga. Fóru í vettvangsferðir und-
ir leiðsögn þeirra Önnu Guðrúnar
Þórhallsdóttur, Björns Þorsteins-
sonar og Ríkharðs Brynjólfs-
sonar. Hlýddu á fyrirlestur um
erfðafræði íslensku sauðkind-
arinnar hjá Emmu Eyþórsdóttur.
Auður Sveinsdóttir og Hermann
G. Gunnlaugsson fræddu nem-
endur um menningarlandslag á
Íslandi. Skoðuð var uppgræðslan
undir Hafnarfjalli, svo eitthvað sé
upptalið úr þessari 4 daga vel
heppnuðu námskeiðsdvöl við
Landbúnaðarháskólann á Hvann-
eyri.
Morgunblaðið/Pétur DavíðssonNemendur í vettvangsferð.
Háskólanemar frá Guelph í heimsókn á Hvanneyri
Skorradalur
FORELDRAFÉLAG leikskólans
Klettaborg hélt sína árlegu grill-
veislu nú í ágústlok. Grillaðar
pylsur og safi voru á boðstólum og
Trúðurinn Tralli kom í heimsókn.
Mæting var mjög góð enda
grillveislan fyrir öll börnin á leik-
skólanum ásamt foreldrum og
systkinum auk þess sem þau börn
sem í vor útskrifuðust af leikskól-
anum voru sérstaklega boðin vel-
komin.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Tralli trúður í barnahópnum. Pylsurnar standa alltaf fyrir sínu.
Grillveisla á Klettaborg
Borgarnes
GUÐSTEINN Einarsson kaup-
félagsstjóri KB afhenti á dögunum
Borgarbyggð lyklana að húsnæði
Byggingarvörudeildar KB í gamla
miðbænum í Borgarnesi. Páll S.
Brynjarsson bæjarstjóri veitti lykl-
unum viðtöku, að bæjarfulltrúum
viðstöddum.
Byggingarvörudeild KB flutti í
sumar í nýtt húsnæði að Egilsholti
við Vesturlandsveg. Kaupfélagið
hefur þar með flutt alla starfsemi
sína og eignaumsvif úr gamla mið-
bænum. Síðustu tvo áratugi var
Byggingavörudeild KB þarna til
húsa en áður var þar Mjólkur-
samlag Borgfirðinga. Mat Guð-
steins kaupfélagsstjóra er að húsið
sé ónýtt og best fari á að rífa það.
Ekki liggur fyrir hvort eða hvernig
Borgarbyggð hyggst nýta hús-
næðið þótt ýmsar hugmyndir hafi
verið reifaðar. Á vegum Borgar-
byggðar er nú unnið að skipulagi
varðandi svæðið frá Egilsgötu að
Brákarsundi.
Morgunblaðið/Guðrðún Vala
Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri afhendir Páli S. Brynjarssyni bæjar-
stjóra lykilinn að gamla mjólkursamlagshúsinu sem síðustu tuttugu árin
hýsti KB-byggingarvörur.
Afhenti lyklana að húsnæði KB
Borgarnes
Í SUMAR hefur verið unnið við
byggingu 13 íbúða í Grundarfirði
en ef miðað er við sl haust eru
þær orðnar 17 talsins á ýmsu
byggingarstigi. Lætur nærri að
um 5% aukningu á íbúðafjölda sé
að ræða. Byrjað er að slá upp fyrir
útveggjum 7 íbúða fyrir aldraðra í
Ölkeldudal ofan við Dvalarheimilið
Fellaskjól, en það verk annast Tré-
smiðja Guðmundar Friðrikssonar í
Grundarfirði. Fyrsta íbúðin á að
afhendast um næstu áramót. Öll-
um þessum íbúðum hefur verið út-
hlutað.
Trésmiðjan Gráborg reisti 4
íbúða raðhús við Fagurhól. Eru út-
veggir þeirra úr forsteyptum ein-
ingum frá Loftorku í Borgarnesi.
Fyrstu íbúarnir fluttir inn í eina
þeirra fyrir nokkru en unnið er
við frágang á hinum þremur. Eitt
einbýlishús hefur verið reist frá
því í vor. Það stendur við Hellna-
fell á svokölluðu Hjaltalínsholti og
er það sömuleiðis byggt úr út-
veggjaeiningum frá Loftorku.
Fluttu eigendur þess inn í það fyr-
ir skömmu. Annað einbýlishús er
verið að reisa örlítið ofar á holtinu
er þar um að ræða kanadískt ein-
ingahús. Þá eru fjórar íbúðir fok-
heldar frá því sl. haust við ut-
anverða Grundargötu.
Bygging fjölbrautaskóla
undirbúin
Undirbúningur er hafinn að
byggingu nýs Fjölbrautaskóla
Snæfellinga sem hefja mun starf-
semi haustið 2004 og hefur Sig-
urður Björgúlfsson hjá VA arki-
tektum verið ráðinn til að annast
hönnun skólans. Samningur um
hönnun skólans var gerður 20. júní
sl. og gert ráð fyrir að uppsteypa
skólabyggingar fari fram á þessu
ári.
Þrettán íbúðir byggðar á einu sumri
Grundarfjörður
Ljósmynd/Gunnar Kristjánsson
Kranar við vinnu á tveimur stöðum. Nær á myndinni er verið að reisa ein-
ingahús frá Kanada og fjær má sjá krana við steypumót þar sem rísa munu
íbúðir aldraðra. Dvalarheimilið Fellaskjól er húsnæðið með gula þakinu.
ÞÆR mæðgur Birna Þor-
steinsdóttir og Sigríður Jóns-
dóttir gáfu Grunnskólanum í
Borgarnesi skólasöng og af-
hentu formlega við setningu
hans nú í vikunni. Hilmar Már
Arason skólastjóri tók við
,,gjöfinni“ og nokkrar stúlkur
sungu lagið við undirleik Birnu.
Lagið samdi Birna og Sigríður
textann sem endar á ,,Hér í
Borgarbyggð þar er viskan
tryggð fyrir börnin okkar
allra.“
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Birna Þorsteinsdóttir, Hilmar
Már Arason og Sigríður Jóns-
dóttir.
Viskan
tryggð í
Borgarbyggð
Borgarnes
Danssýning Sporsins var aðaldag-
skrárliður menningardagsins, en á
annað hundrað manns sótti hátíðina.
Mesta hrifningu áhorfenda vakti
Vefarinn, sem var dansaður á Íslandi
um aldamótin 1900, en þar líkja
dansararnir eftir því þegar klæði er
ofið í vefstól. Einnig dansaði hópur-
inn í borginni Sopron í Ungverja-
landi og á Rósahátíðinni í Baden rétt
við Vín, þar sem meðfylgjandi mynd
var tekin.
Með hópnum í förinni voru þeir
Sigurður Rúnar Jónsson og Hilmar
Hjartarson sem léku undir dönsun-
um á fiðlu og harmoniku, auk þess
sem Sigurður Rúnar (Diddi fiðla)
sýndi og sagði frá gömlum íslenskum
hljóðfærum á menningardeginum í
Vín.
Danshópurinn Sporið starfar mik-
ið á Borgarfjarðarsvæðinu, í Reykja-
vík og á Akranesi. Hópurinn hefur
æft þjóðdansa sl. átta ár undir leið-
sögn Helgu Þórarinsdóttur og sýnir
að jafnaði tuttugu sinnum á ári.
DANSHÓPURINN Sporið er ný-
kominn úr ferð til Austurríkis þar
sem hann sýndi þjóðdansa á íslensk-
um menningardegi sem er haldinn í
Majorats-höllinni í miðborg Vínar.
Dönsuðu á íslenskum
menningardegi í Vín
Borgarfjörður