Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 15
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 15
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum eitt mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
F
JÖLBREYTT tónlistar-
dagskrá verður í Tí-
brárröð Salarins á vor-
misseri.
10. janúar verða
söngtónleikar, þar sem fram koma
Elsa Waage, alt, og Jónas Ingi-
mundarson, píanó.
Á efnisskrá verða ítalskir söngv-
ar eftir Ottorino Respighi, Frauen-
liebe und Leben eftir Schumann,
Rückert-ljóðin eftir Mahler, og
sönglög eftir ítalska höfunda.
Vín, Vín, þú aðeins ein … er yf-
irskrift Vínartónleika 17. janúar.
Fram koma Hanna Dóra Sturlu-
dóttir og salonhljómsveit skipuð
Sigrúnu Eðvaldsdóttur konsert-
meistara, Önnu Guðnýju Guð-
mundsdóttur píanó, Sigurði Ingva
Snorrasyni klarinett o.fl.
20. janúar leika Rúnar Óskarsson
klarínetta, Þórunn Ósk Marinós-
dóttir víóla og Árni Heimir Ingólfs-
son píanó. Efnisskrá: Tríó í Es-dúr
KV 498 eftir Mozart, 4 verk op. 83
eftir Bruch, Märchenerzälhlungen
op. 132 eftir Schumann, Fantasia
Breve eftir Olav Berg, The North
Shore eftir Gavin Bryars og Klein-
es Konzert eftir Alfred Uhl.
Ljóðatónleikar verða haldnir 24.
janúar. Helga Rós Indriðadóttir,
sópran, syngur við undirleik El-
isabethar Föll, píanóleikara. Á efn-
isskrá verða ljóðasöngvar eftir
Schumann, Grieg, Sibelius og ís-
lensk sönglög. Helga Rós Indriða-
dóttir heyrist þarna í fyrsta sinn í
Tíbrá. Hún hefur verið í fastaliði
óperunnar í Stuttgart frá árinu
1999.
28. janúar er röðin komin að
Ómblæ – tónsmíðum Guðna Franz-
sonar – í flutningi hans og val-
inkunnra einleikara og dansara,
með fulltingi nýjustu hljómtækja,
ljósa og myndtækja Salarins.
Febrúar
3. febrúar stíga á svið Auður
Hafsteinsdóttir fiðla, Hanna Dóra
Sturludóttir sópran og Steinunn
Birna Ragnarsdóttir píanó. Á efn-
isskrá eru Sónata fyrir fiðlu og pí-
anó í g-moll, Djöflatrillusónatan
eftir Tartini/Kreisler, Vocalisa eft-
ir Hjálmar H. Ragnarsson fyrir
fiðlu, söngrödd og píanó, og són-
ötur fyrir fiðlu og píanó eftir Jan-
ácek og Schumann.
8. febrúar flytur KaSa-hópurinn
lítt þekkt kammerverk eftir
austurríska tónskáldið Johann
Nepomuk Hummel. Þau eru Són-
ata op. 50 í D-dúr fyrir flautu og
píanó; Tríó op. 35 í G-dúr fyrir
fiðlu, selló og píanó; og Adagio,
Variations and Rondo (Schöne
Minka) op. 78 fyrir flautu, selló og
píanó.
Kammerhóp Salarins, KaSa,
skipa Sif Tulinius, fiðla, Sigrún
Eðvaldsdóttir, fiðla, Helga Þór-
arinsdóttir, víóla, Þórunn Ósk
Marinósdóttir, víóla, Bryndís Halla
Gylfadóttir, selló, Sigurður Bjarki
Gunnarsson, selló, Áshildur
Haraldsdóttir flauta, Miklós
Dalmay píanó, Peter Máté píanó
og Nína Margrét Grímsdóttir pí-
anó en Nína Margrét og Áshildur
eru jafnframt listrænir stjórn-
endur hópsins.
Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran,
Einar Jóhannesson klarinett og
Valgerður Andrésdóttir píanó
koma fram 18. febrúar. Efnisskrá:
Verk eftir Lachner, Jón Ásgeirs-
son, Atla Heimi Sveinsson, Mozart,
Schubert, Seiber og McCabe.
25. febrúar verða tónleikar með
tveimur píanóum. Guðríður St.
Sigurðardóttir og Kristinn Örn
Kristinsson leika. Efnisskrá: Són-
ata fyrir tvö píanó í D-dúr eftir
Mozart; Tilbrigði við stef Haydns
eftir Brahms; og Svíta nr. 2 fyrir
tvö píanó eftir Rachmaninoff.
Mars
2. mars verða tónleikar undir yf-
irskriftinni Frá Bach til Boulez.
Kolbeinn Bjarnason, flauta, og
Geoffrey Douglas Madge, píanó,
leika. Á efnisskrá verða Sónatína
fyrir flautu og píanó eftir Pierre
Boulez frá 1946, tónlist eftir J.S.
Bach og verk eftir klassísk tón-
skáld og tuttugustu aldar höfunda,
svo sem Skalkottas, Sorabji o.fl.
„Í tuttugu og tvö ár hef ég leitað
án árangurs að píanóleikara sem
hefði áhuga á að flytja með mér
Sónatínu Boulez frá 1946. Í upp-
tökuhléi í Salnum fyrir rúmu ári
spurði Geoffrey Madge mig óvænt
hvort ég hefði spilað þetta verk.
Þar með var hugmyndin að tón-
leikum kvöldsins fædd,“ segir Kol-
beinn.
10. mars verða söngtónleikar.
Þar syngja Hulda Björk Garðars-
dóttir, sópran, Sigríður Aðalsteins-
dóttir, mezzósópran, Garðar Thór
Cortes, tenór, og Davíð Ólafsson,
bassi. Daníel Þorsteinsson og Val-
gerður Andrésdóttir leika með á
píanó. Fluttir verða Kvartettar eft-
ir Johannes Brahms; Liebeslieder-
Walzer op. 52 og op. 65 og Zigeun-
erlieder op. 103 og op. 112.
14. mars kynnir KaSa-hópurinn
ungt og efnilegt tónlistarfólk í sam-
starfi við tónlistarskólana. Frum-
flutt verður verk eftir Huga Guð-
mundsson, hljómsveitin Búdrýgindi
og fiðlunemandinn Páll Palomares
frá Tónlistarskóla Kópavogs koma
fram ásamt KaSa-hópnum.
Þarna fléttast stílbrigði og
tónlistarstefnur meira saman en áð-
ur þannig að hugtakið tónlist er
best skilgreint sem víðtækt sam-
heiti tjáningar í tónum. Efnisskráin
býður upp á samruna ýmissa stíl-
brigða í tónlist. Nemendur tónlist-
arskólanna eru boðnir velkomnir
með ókeypis aðgöngumiðum.
20. mars er dagskráin Kventett –
konur á 20. öldinni. Karen Stur-
laugsdóttir, trompet, Ásdís Þórð-
ardóttir, trompet, Lilja Valdimars-
dóttir, horn, Vilborg Jónsdóttir,
básúna, og Þórhildur Guðmunds-
dóttir, túba, skipa fyrsta íslenska
kvenmálmblásarakvintettinn. Á
efnisskrá er tónlist fyrir
málmblásarakvintett, samin á 20.
öld, með léttu yfirbragði.
27. mars verður dagskráin Ástir
skáldsins. Snorri Wium, tenór,
syngur við undirleik Jónasar Ingi-
mundarsonar. Efnisskrá: Ástar-
söngvar, og Dichterliebe Schu-
manns op. 48.
28. mars er röðin komin að Mikl-
ós Dalmay píanóleikara að flytja
ungverska tónlist. Chapelle de G.
Tell, Les cloches de Genéve og Val-
lée d’Obermann eftir Franz Liszt;
Suite op. 14 og Allegro barbaro eft-
ir Béla Bartók; og Games I og II
(Játékok) eftir György Kurtág.
29. mars koma fram Barnabás
Kelemen, fiðla, og Gergely Bog-
ányi, píanó. Efnisskrá: Sónata fyrir
fiðlu og píanó eftir Ravel, Sólósón-
ata fyrir fiðlu eftir Bartók, D-dúr
sónatínan eftir Schubert og d-moll
sónatan eftir Brahms. Barnabás
Kelemen og Gergely Bogányi eru
ungir ungverskir tónlistarmenn í
fremstu röð. Þeir hafa báðir þegar
glæstan feril að baki og koma við í
Salnum á leið sinni til tónleikahalds
í Carnegie Hall í New York.
Kelemen vann fyrir stuttu alþjóð-
legu fiðlukeppnina í Indianapolis og
hluti verðlaunanna eru tónleikar í
Carnegie Hall.
Apríl
1. apríl leikur Tvíhliða tríóið. Það
skipa Guðrún S. Birgisdóttir bar-
okkflauta/flauta, Sigurður Hall-
dórsson, barokkselló/selló, og Rich-
ard Simm, sembal/píanó. Á
efnisskrá eru Sónata í C-dúr fyrir
barokkflautu, sembal og barokk-
selló eftir J. S. Bach; Sónata í B-
dúr KV 15 fyrir sembal, flautu og
selló eftir Mozart; Tríó í g-moll eft-
ir Weber; Vox Balenae fyrir raf-
flautu, rafselló og sérstaklega und-
irbúið píanó eftir G. Crumb.
14. apríl stíga á svið Helga
Þórarinsdóttir víóla, Alina Dubik
mezzósópran og Ann Taffel píanó.
Efnisskrá: Fimm sígaunalög eftir
Shostakovitsj, nýtt verk fyrir víólu
og píanó eftir Þórð Magnússon og
sönglög fyrir mezzósópran, víólu og
píanó eftir Brahms, Borodin o.fl.
KaSa-hópurinn flytur á síðustu
KaSa-tónleikum starfsársins, 18.
apríl, þrjá konserta fyrir píanó og
strengi KV 106 sem að öllum lík-
indum heyrast hér í fyrsta sinn.
Þetta eru upprunalega píanósón-
ötur eftir Johann Christian Bach
eða Lundúna-Bach sem var hinum
unga Mozart mikil fyrirmynd. Talið
er að Mozart hafi umskrifað són-
öturnar sextán ára að aldri, sér til
þjálfunar í tónsmíðum. Mozart
flutti þessa mini-píanókonserta
margoft opinberlega við ýmis tæki-
færi.
25. apríl leikur Igor Kamenz á
píanó. Efnisskrá: Sónata í D-dúr og
Sónata í C-dúr, „Waldstein-
sónatan“, eftir Beethoven, Prelúdí-
ur eftir Sckrjabin og Sónatan í h-
moll eftir Liszt. Igor Kamenz er
fæddur í Síberíu 1965 og hóf mjög
ungur tónlistarnám, ekki aðeins í
píanóleik, heldur einnig í fiðluleik
og hljómsveitarstjórn, og vakti
strax athygli. Hann var barnungur
orðinn gestastjórnandi hjá Út-
varpshljómsveitinni í Moskvu og í
Bolshoi. Þrettán ára stjórnaði hann
verkum eftir Shostakovitsj í Kreml
fyrir æðstu ráðamenn ríkisins,
meðal annars Leonid Brezhnev. Ár-
ið 1978 flutti Kamenz vestur yfir,
settist að í Þýskalandi og hélt
áfram ströngu alhliða tónlistar-
námi. Hann á nú að baki fádæma
glæsilegan feril, hefur unnið hverja
keppnina á fætur annarri, bæði
sem píanisti og hljómsveitarstjóri,
haldið tónleika og stjórnað stórum
hljómsveitum í öllum helstu tónlist-
arhúsum veraldar – og nú í Saln-
um.
„Fínustu blæbrigði og tilfinning
og ótrúleg tækni,“ sagði Frank-
furter Allgemeine Zeitung um
Kamenz og Süddeutsche Zeitung
sagði: „Píanistískt undur, meðal
ungra píanóleikara skipar hann sér-
stakan sess, afburðalistamaður.“
Maí
2. maí kemur fram Caterina
Demetz, fiðla og píanó, ásamt
Jónasi Ingimundarsyni, píanó.
Efnisskrá: Fiðlusónata í D-dúr eftir
Schubert, Sólósónata Bachs nr. 2
og Sónata op. 3, nr. 6 eftir Pag-
anini, Fantasíulög op. 12 eftir Schu-
mann, Webern-tilbrigði op. 27,
Scherzo nr. 3 eftir Chopin og Pre-
lúdíur eftir Rachmaninoff.
Þrátt fyrir ungan aldur, fædd
1989, hefur Caterina Demetz vakið
verulega athygli í heimalandi sínu,
Ítalíu, og víðar. Hún hefur unnið til
margvíslegra verðlauna í alþjóð-
legum keppnum bæði fyrir píanó-
leik og fiðluleik. Sex ára gömul
vann hún fyrstu verðlaun í al-
þjóðlegri keppni í píanóleik í
Aþenu, 2001 fyrstu verðlaun í Sal-
oniki á Grikklandi og 2002 fyrstu
verðlaun í Alexandríu í Egypta-
landi. Caterina leikur jöfnum hönd-
um á píanó og fiðlu og stundar
einnig nám í tónsmíðum við Gius-
eppe Verdi-tónlistarháskólann í
Mílanó þar sem hún
hefur hlotið allar
æðstu viðurkenningar
sem skólinn veitir.
11. maí syngja Guð-
rún Jóhanna Ólafs-
dóttir mezzósópran og
Eyjólfur Eyjólfsson
tenór við undirleik
Jónasar Ingimund-
arsonar. Efnisskrá:
Einsöngslög og
dúettar eftir íslenska og erlenda
höfunda.
Margir og fjölbreyttir tónleikar verða haldnir á vormisseri í Tíbrárröð Salarins í Kópavogi
Miklós
Dalmay
Hanna Dóra
Sturludóttir
Kolbeinn
Bjarnason
Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir
Jónas
Ingimundarson
KaSa-hópurinn verður áberandi í Salnum í vetur.
Fjórtán ára fiðlu-
og píanóleikari
meðal gesta