Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 17
Heil króna í viðskiptum
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Frá og með 1. október 2003 skal heildarfjárhæð sérhverrar
kröfu eða reiknings greind og greidd með heilli krónu.
Seðlabanki Íslands minnir hér með á ákvæði reglugerðar nr. 674/2002 um
að frá og með 1. október 2003 skuli heildarfjárhæð hverrar kröfu eða
reiknings greind og greidd með heilli krónu þannig að lægri fjárhæð en
fimmtíu aurum skuli sleppt en fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð í
eina krónu.
Jafnframt minnir Seðlabanki Íslands á ákvæði reglugerðar nr. 673/2002,
um innköllun þriggja myntstærða, 5, 10 og 50 aura, sem auglýst var
30. september 2002. Frestur til að innleysa ofangreinda mynt hjá viðskipta-
bönkum og sparisjóðum rennur út 1. október 2003. Seðlabanki Íslands
mun þó innleysa myntina til 1. október 2004.
Nánari upplýsingar má finna á vef Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is), eða hjá
Stefáni Arnarsyni, aðalféhirði Seðlabanka Íslands, í síma 569 9600.
Reykjavík, 1. september 2003.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
ALLIR vita að til eru fangelsi
en þeir eru færri sem velta því fyr-
ir sér hvers kyns þau eru eða
hvert hlutverk
þeirra er. Fólk veit
að í fangelsum eru
fangar sem hafa
framið glæpi og
verið dæmdir fyrir.
Annars vilja flestir
sem minnst af föng-
um og fangelsum vita nema þeir
sem hafa kynnst þeim heimi af eig-
in raun. Engu að síður eru fangels-
ismál ekkert einkamál enda miklir
þjóðfélagslegir hagmunir í húfi.
Fyrir utan þann gífulega kostnað
sem fer í að geyma fanga hefur
samfélagið mikilvægra hagsmuna
að gæta hvað varðar tilhögun
fangavistarinnar. Þjóðin getur not-
ið góðs af fangelsum hafi hún á
annað borð áhuga á því. En fang-
elsi geta einnig skaðað þjóðfélagið
umfram það sem ásættanlegt er og
væntanlega hefur enginn áhuga á
því.
Það eru tvær ófrávíkjanlegar
staðreyndir fyrir hendi í lífi fanga.
Hann fer í fangelsi og hann losnar
úr fangelsi. Hjá hvorugu verður
komist. Það sem gerist í millitíð-
inni hlýtur því að vera afar mik-
ilvægt fyrir samfélagið.
Hlutverk fangelsa
Afbrot eru alvarlegt félags-
vandamál og gegn þeim þarf að
berjast með öllum tiltækum og
skynsamlegum ráðum. Það er hins
vegar afar nauðsynlegt að haga
fangavistinni með þeim hætti að
þjóðfélagið hljóti sem minnstan
skaða af. Sé einstaklingur svo
óhæfur á meðal manna að þörf sé á
að setja hann í fangelsi má fólk
gera þá kröfu að hann láti sér það
að kenningu verða og bæti ráð sitt!
Allir íslenskir fangar koma jú aftur
út á götu í fyllingu tímans og þá er
ætlast til þess að þeir fremji ekki
nýja glæpi. Sé það vilji manna að
fangar bæti ráð sitt þegar út er
komið er nokkuð ljóst að fangavist-
in verður að miðast við það. Hún
þarf að miða að því að út um hliðið
gangi betri maður en inn fór, mað-
ur sem ber virðingu fyrir gildum
samfélagsins og auðsýni þá virð-
ingu í verki.
Fangavist á Íslandi
Íslendingar hafa valið allt aðrar
leiðir í fangelsismálum en þau ríki
sem þjóðin vill bera sig saman við.
Hér á landi snýst fangavistin fyrst
og fremst um refsingu og hefnd en
úrræði til betrunar eða endurhæf-
ingar eru í lágmarki. Litla-Hraun
er flaggskip íslenskra fangelsisyf-
irvalda. Byggingin er táknræn og
lýsir hugmyndum og viðhorfum til
fanga. Ógnvænlegur varðturn gín
yfir daglegu lífi í fangelsinu og tvö-
föld gaddavírsgirðing hefur verið
reist allt um kring. Andinn sem
gustar um garða og ganga fangels-
isins er með sama blæ. Þar eru
menn í öruggri geymslu og oft svo
langri að þeir liggja undir
skemmdum.
Fangavist á Litla-Hrauni er ekki
mannbætandi og það þarf virkilega
sterk bein til að hafa hana af. Þá á
ég ekki við að koma lifandi út því
það gera flestir. Þeir eru hins veg-
ar færri sem koma heilbrigðir út.
Ástæðan er sú að Litla-Hraun er
miklu meira en frelsisskerðing.
Fangavistin þar er raunveruleg
hefndar- og refsiráðstöfun sem er
til þess fallin að fangar og fjöl-
skyldur þeirra finni sem mest fyrir
henni. Slíkt er hins vegar ekki
skynsamlegt. Það dugir alveg að
loka menn innan við vígalega girð-
ingu. Niðurlægingin sem fylgir
fangavist á Litla-Hrauni er óþörf
og hreinlega skaðleg fyrir þjóðina
þegar upp er staðið. Hún brýtur
niður heilbrigð markmið og vonir
um betra líf.
Betrun er í þágu allra
Það er viðtekin skoðun og við-
urkenndur sannleikur í hinum
vestræna heimi að löng seta í fang-
elsi er mannskemmandi og ýtir
undir andfélagslega hegðun. Því
meiri einangrun, niðurlæging og
fjarvera frá umheiminum sem
fangavist hefur í för með sér, þeim
mun meiri skaði. Það er sú sýn
sem blasir daglega við á Litla-
Hrauni. Víðast hvar annars staðar
hafa verið gerðar sérstakar ráð-
stafanir til að mæta nauðsynleg-
ustu þörfum fanga með það að leið-
arljósi að þeir snúi við blaðinu. Þar
er ekkert endilega verið að gera
vel við fangana sjálfa heldur draga
úr áhættu samfélagsins. Hversu
harða refsi- og hefndarstefnu sem
þjóðir aðhyllast er ekki hægt að
líta fram hjá lögmálum lífsins og
mannlegum staðreyndum. Allir
þurfa einhverja lágmarks við-
urkenningu og hvatningu, líka
fangar.
Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að
föngum sé gert mögulegt að takast
á við orsakir fangavistar sinnar,
oftast áfengis- og eitulyfjafíkn. Það
er samfélaginu einnig nauðsynlegt
að fjölskyldutengsl og vina-
sambönd fanga rofni ekki á meðan
fangavist varir heldur séu treyst
sem mest til að styðja við end-
urkomu út í samfélagið. Það eru
þessir tveir þættir sem geta gert
það að verkum að fangar láti sam-
félagið í friði og snúi þess í stað til
farsæls lífs. Það er jafnvel von um
að þeir verði til gagns. Það er hins
vegar engu samfélagi hollt að fá
fanga út á götu eftir afplánun sem
er í hefndarhug eða finnur í besta
falli fyrir tilgangsleysi.
Fjölskylduþarfir
Fangar í Litla-Hrauni búa við þá
staðreynd að þeir eiga allt sitt und-
ir öðrum. Þeir eru fastir í umhverfi
sem er óvistlegt, ómanneskjulegt
og þrúgandi. Líf þeirra snýst um
niðurlægingu. Flest þau gildi sam-
félagsins sem eru grundvöllur far-
sæls lífs eru ekki til staðar.
Rétt eins og aðrir menn eiga
fangar ástvini og fjölskyldur hand-
an við rammgerða girðinguna, for-
eldra, systkini, maka og börn, já og
jafnvel vini. Það er saklaust fólk
sem afplánar sína fangavist heima
fyrir og leggur mikið á sig til að
halda í fortíðina og hanga í von-
inni. Þetta er sá hópur sem best
þekkir fangann og vill vera sam-
ferða honum í gegnum lífið. Þetta
er einnig sá hópur sem er helsta
forsenda þess að fanginn snúi
bjartsýnn til mannheima og láti
samfélagið í friði, geri jafnvel
gagn.
Það er ekkert hættulegt við það
að fangi umgangist fjölskyldu sína.
Það getur hins vegar verið hættu-
legt ef hann gerir það ekki.
Heimsókn ráðherra
Að lokum langar mig að segja
frá því að Björn Bjarnason, dóms-
málaráherra, heimsótti Litla-
Hraun nú á dögunum ásamt fríðu
föruneyti. Hann gekk um fangelsið,
kynnti sig og heilsaði með handa-
bandi, jafnt föngum sem fanga-
vörðum. Jafnvel elstu menn muna
ekki eftir því að föngum hafi verið
sýnd slík virðing. Almennt gera
ráðherrar dómsmála sér ekki ferð
á Litla-Hraun. Óhætt er að þakka
ráðherranum fyrir komuna. Björn
skildi eftir sig léttan blæ á Hraun-
inu, ólíkan þeim sem fangar eiga
að venjast. Fangar urðu menn um
stund.
Íslenskir glæpa-
menn í endur-
vinnslu
Eftir Atla Helgason
Höfundur er lögfræðingur.
MEINT samráð olíufélaganna er
án efa eitt stærsta afbrotamál sem
komið hefur til kasta yfirvalda frá
upphafi. Ef grun-
semdir Samkeppnis-
stofnunar reynast
réttar, hafa neyt-
endur þurft að borga
bensínlítrann of háu
verði árum saman í
skjóli verðsamráðs
olíufélaganna. Afbrotafræðingar eru
á einu máli um það að afbrot sem
framin eru í krafti fyrirtækja, hafi
mun meiri kostnað í för með sér fyr-
ir samfélagið en hefðbundin afbrot.
Þar vegi ólöglegt verðsamráð einna
þyngst, ef litið er á fjárhagslegt tjón
sem af afbrotinu hlýst. Erfitt er að
gera sér í hugarlund hversu miklir
fjármunir hafa verið dregnir úr vös-
um neytenda og troðið í vasa olíu-
fyrirtækjanna, en þó er víst að þær
upphæðir skipta milljörðum. Það er
því gríðarmikið hagsmunamál fyrir
samfélagið að búa yfir sterkum
stofnunum sem grípi inn í og beiti
fyrirtæki sektum, verði þau uppvís
að ólögmætum viðskiptaháttum, og
dragi einstaklinga til ábyrgðar.
Samkeppnisstofnun, sem lyft hef-
ur grettistaki með máli olíufélag-
anna, gegnir þarna veigamiklu hlut-
verki og því er brýnt að hún starfi
eftir skýrum lögum og valdssvið
hennar sé öllum ljóst. Í umræðu síð-
ustu daga hefur komið í ljós að
þarna er pottur brotinn. Lögum og
verklagsreglum er klárlega ábóta-
vant og það veikir valdssvið Sam-
keppnisstofnunar. Mikil óvissa virð-
ist ríkja milli Samkeppnisstofnunar
annarsvegar og ákæruvaldsins og
lögreglu hinsvegar, um hver skuli
hafa frumkvæði að rannsókn á þætti
einstaklinga í samráði olíufélag-
anna. Eins bagalegt og það er að
ekki sé skýrara á kveðið um þessi
atriði í lögunum, þá er það sýnu
verra að þær stofnanir sem í hlut
eiga, geti ekki komið sér saman um
verklag á meðan svona er í pottinn
búið. Þá er sérkennilegt að rík-
issaksóknari þurfi að láta Sam-
keppnisstofnun svara sér því hvort
um alvarleg brot sé að ræða. Sam-
keppnisstofnun hefur boðist til að
leggja fram frumskýrslu sína um
málið og mætti ætla að draga megi
ályktanir um alvarleika málsins af
þeirri lesningu einni. Allt frá því
Samkeppnisstofnun kynnti málið
fyrir Ríkislögreglustjóra, hafa við-
brögð embættisins við þeirri mála-
leitan verið á þá leið að leggja stein í
götu rannsóknarinnar og gera því
skóna að Samkeppnisstofnun skorti
vilja til samstarfs. Nú hefur
Ríkislögreglustjóraembættið farið
fram á 25 milljóna króna auka-
fjárveitingu, til að geta hafið frá
grunni sjálfstæða rannsókn á þætti
einstaklinga í málinu, með öllum til-
heyrandi gögnum sem Samkeppnis-
stofnun sótti til olíufélaganna á sín-
um tíma. Þetta vekur furðu, því ljóst
er að slík rannsókn er tímafrek og
mun draga enn meira fé úr vösum
skattborgaranna. Þetta hugnast þó
stjórnendum olíufélaganna ágæt-
lega. Þeirra ósk er að málið dragist
á langinn og velkist í gegnum kerfið,
þar til að það verði látið niður falla
vegna formsatriða, kostnaðar eða
vegna þess að sakir verði fyrndar,
líkt og gerist ósjaldan í hliðstæðum
málum sem rekin hafa verið í
Bandaríkjunum. Svo virðist sem
þeim gæti orðið að ósk sinni.
Er því ekki tímabært að höggva á
hnútinn með málamiðlunum? Mál
þessi eru af slíkri stærðargráðu að
hagsmunir þeirra stofnana eða ein-
staklinga sem að þeim koma, mega
ekki standa rannsóknarhagsmunum
fyrir þrifum. Það er augljóslega
hagkvæmast að þessar stofnanir
vinni samhliða og í samráði að því að
ljúka rannsókn þessa máls, svo ekki
tapist meira af tíma og fjármunum.
Trúverðugleiki yfirvalda bíður mik-
inn hnekki takist ekki að leysa þessi
ágreiningsmál og hagsmunir neyt-
enda verði látnir reka á reiðanum.
Það er ekki að undra, með hliðsjón
af því sem á undan er gengið, að
spurningar vakni um hvort maðkur
sé í mysunni.
Af samráði,
ósamráði og
óráðsíu
Eftir Snorra Örn Árnason
Höfundur stundar meistaranám í
félagsfræði við Háskóla Íslands.
Steypusögun
Vegg- og gólfsögun
Múrbrot
Vikursögun
Malbikssögun
Kjarnaborun
Loftræsi- og lagnagöt
Hreinlæti og snyrtimennska
í umgengni
BT-sögun
Sími 567 7544
Gsm 892 7544Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Föt fyrir
allar konur
Kokkabókastatíf
Verð 3.990 kr.
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
Litir: Svart, blátt,
grænt, grátt
Nýtt! drapplitur