Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 19 Reykjavík í sumar, eins og allir þekkja. Einhverjir hafa síðan haldið því fram að Fischler hafi ekki meint það sem hann sagði. Þetta hafi bara verið einhver samningstaktík af hans hálfu. Evrópusambandið hefur hafn- að hugmyndinni áður Í aðildarviðræðum Norðmanna í aðdraganda aðildarsamningsins frá 1994 kom skýrt fram andstaða Evr- ópusambandsins við hugmyndir eins og að framan var lýst. Lesa má um aðildarviðræður Norðmanna og nið- urstöður þeirra í rannsókn Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Ótt- ars Pálssonar lögmanns sem var gefin út á bók í vor. Fiskafurðir voru næstmesta út- flutningsvara Noregs þegar viðræð- urnar stóðu yfir. Um það bil 90% framleiðslunnar voru flutt á utan- landsmarkaði og tekjurnar af út- flutningnum námu tæplega 17 millj- örðum norskra króna árið 1993. Mikilvægi sjávarútvegs fyrir strand- héruð Noregs, aðallega norðanlands var óumdeilt. Í framangreindri rannsókn kemur fram að eitt samn- ingsmarkmiða Norðmanna hafi ver- ið að þeir færu sjálfir áfram með stjórnun hafsvæðanna fyrir norðan 62. gráðu norðlægrar breiddar. Hvað fælist í þeirri stjórnun var svo nánar útfært, en má um margt jafna við hugmyndir utanríkisráðherra. Norsk stjórnvöld vissu að þjóðar- atkvæðagreiðslan um samninginn stæði og félli með niðurstöðunni í sjávarútvegshluta hans. Samning- urinn var felldur, eins og allir vita. Framangreind krafa Norðmanna var slíkt frávik frá sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins að henni var hafnað. Þeim var vissulega falið að stjórna veiðum norðan 62. gráðu norðlægrar breiddar, en einungis tímabundið. Þetta gátu Norðmenn eðlilega ekki sætt sig við. Landbúnaður á norðlægum slóðum Á sama tíma og Norðmenn reyndu að rökstyðja mikilvægi sjáv- arútvegs á norðlægum slóðum, sömdu Finnar og Svíar um varan- legar sérlausnir í landbúnaði norðan 62. breiddargráðu norðlægrar breiddar. Aðildarsinnar vísa sífellt í sérlausnir Svía og Finna til að rök- styðja skoðun sína um að Íslend- ingar nái árangri í aðildarviðræðum. Þeir þegja þunnu hljóði um reynslu Norðmanna. Landbúnaðarvörurnar sem fram- leiddar eru norðarlega í Svíþjóð og Finnlandi fara, eftir því sem ég kemst næst, fyrst og fremst á heimamarkað. Þær skipta litlu ef nokkru máli í landbúnaði innan Evr- ópusambandsins. Það er engin sér- stök eftirspurn eftir landbún- aðarvörum þaðan eða eftir svæðunum þar sem þær eru fram- leiddar. Allt annað gildir um íslensk- an og norskan sjávarútveg, sem eru fyrst og fremst útflutnings- atvinnugreinar. Íslenskar og norsk- ar fiskafurðir eru ennfremur fyrir- ferðarmiklar á mörkuðum í Evrópu. Evrópusambandsríkin eru búin að ganga mjög nærri auðlindum sínum í hafinu og renna hýru auga til hinna gjöfulu fiskimiða við Ísland og Nor- eg. Dæmin frá Svíþjóð og Finnlandi eru ekki góð fyrirmynd um mögu- leika Íslendinga til að fá sérlausnir fyrir sjávarútveginn. Norska dæmið er mun nærtækara, eins og allir hljóta að sjá. Krafan um að Íslendingar fari í aðildarviðræður til að sjá hvort ekki sé hægt að finna lausn, verður að styðjast við einhver rök. Það er ekki nóg að þykjast viss um viðunandi niðurstöðu í mikilvægasta úrlausn- arefni slíkra viðræðna. Í GREIN sem ég birti á þessum vettvangi fyrir stuttu fullyrti ég að aðild Íslands að Evrópusambandinu strandaði á sjávarútvegsmálum. Reyndar tók ég fram að hún strand- aði víðar, en sjávarútvegsmálin væru einfaldlega of stór biti til að kyngja. Þyngst vegur auðvitað afsal yfirráða yfir auðlindinni, þar á meðal valdinu til að setja reglur um nýt- ingu hennar. Ennfremur yrði okkur þungbært að afsala yfir til sam- bandsins réttinum til að gera samn- inga við aðrar þjóðir um veiðar úr deilistofnum og á alþjóðlegum haf- svæðum. Við fáum engar varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og undir það taka flestir. Meira að segja aðildar- sinnarnir. Hins vegar benda þeir á að við þurfum ekki slíkar undan- þágur. Við getum náð okkar fram innan ramma sjávarútvegsstefn- unnar. Eina sem við þurfum að gera að þeirra mati er að hella okkur út í samningaviðræður um aðild. Þeir segja að þar finnist lausnin. Sækjum um og sjáum svo til Lítið bólar á hugmyndum um hver þessi lausn gæti verið. Það á bara að hella sér út í viðræður og finna lausnina. Hvílíkt feigðarflan. Mér finnst algjört lágmark að þeir sem vilja aðild að Evrópusamband- inu setji fram skýrar hugmyndir. Skýr markmið í aðildarviðræðum. Hvernig getur fólk barist fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu án þess að hafa hugmynd um hvernig tryggja skuli mikilvægustu hags- muni Íslendinga? Er fólkinu kannski bara alveg sama um þessa hags- muni? Samfylkingin ákvað fyrir löngu að setja sín samningsmarkmið fram, en hefur ekki enn gert það. Fyrir kosningarnar í vor vísuðu frambjóðendur Samfylkingarinnar þessu verkefni frá sér. Sérstakt stjórnsvæði Íslendinga Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hélt ræðu í Berlín í mars 2002, sem mikið hefur verið vitnað til. Þessa ræðu má finna á ensku á vef utanríkisráðuneytisins. Í ræð- unni sagði utanríkisráðherra að Ís- lendingar gætu aðeins stjórnað eigin örlögum ef þeir stjórnuðu eigin auð- lindum. Þau tæki sem Íslendingar þyrftu til að geta lifað af væru og yrðu að vera áfram í höndum Íslend- inga. Í umfjöllun sinni um sjávar- útvegsstefnu Evrópusambandsins sagði utanríkisráðherra að Íslend- ingar myndu aldrei hugleiða að láta stjórn eigin auðlinda í annarra hend- ur. Ræða hans var mjög skýr að þessu leyti. Halldór velti upp þeim möguleika að fiskimiðin við Ísland yrðu meðhöndluð sérstaklega innan sjávarútvegsstefnunnar þannig að Íslendingar einir tækju ákvarðanir um nýtingu auðlindarinnar. Vísaði hann til þess að landbúnaður norðan 62. breiddargráðu norðlægrar breiddar hefði fengið sérstaka stöðu við inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Evrópusambandið. Einhverjir töldu að þarna væri lausnin fundin. Fischler tók illa í hugmyndina Áðurnefnd hugmynd Halldórs hefur alvarlega galla. Lausnin virð- ist í fyrsta lagi ekki gera ráð fyrir því að Íslendingar haldi sjálfstæðum samningsrétti í samningum um deili- stofna og á alþjóðlegum hafsvæðum. Enginn þarf að efast um að það yrði okkur þungbært. Í öðru lagi lokar hún ekki gatinu, sem gefur kost á svokölluðu kvótahoppi, sem Spán- verjar hafa nýtt sér til dæmis Bret- um til tjóns. En það sem raunveru- lega slekkur á hugmyndinni er andstaða Evrópusambandsins. Sjáv- arútvegsstjóri þess útilokaði þessa hugmynd á fundi í Háskólanum í Lærum af reynslu Norðmanna Höfundur er framkvæmdastjóri Heimssýnar. Eftir Birgi Tjörva Pétursson nær. Enn er það svo að atvinnuframboð á lands- byggðinni er of lítið fyrir fólk sem hefur leitað sér framhaldsmenntunar. Þar er um margslungið mál að ræða. Ríkisvaldið getur þarna vitaskuld komið að málum með almennum aðgerðum, svo sem með því að örva fólk til uppbyggingar á fjölbreyttara at- vinnulífi, líkt og verið er að reyna með sérstakri fjármögnun til nýsköpunar á vegum Byggðastofn- unar fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar. Í annan stað má nefna að hrint verði í framkvæmd tillögum sem byggðanefnd forsætisráðherra lagði fram á sínum tíma og tekið er undir í nýrri byggðaáætlun Alþing- is. Þar er kveðið á um ívilnandi aðgerðir vegna námslána þess fólks sem býr á landsbyggðinni. Og loks má nefna að ríkisvaldinu ber að auka hlutfall starfsemi sinnar á landsbyggðinni. Uppbygging á þjónustu hins opinbera hefur því miður meira og minna orðið á höfuðborgarsvæðinu, eins og sýnt var fram á í skýrslum Haraldar L. Haraldssonar hag- fræðings sem hann vann fyrir Byggðastofnun. Það er vitaskuld algjörlega ólíðandi og klárlega í full- komnu ósamræmi við ásetning ríkisstjórnarinnar og Alþingis eins og hann birtist í byggðaáætlunum. að setjast að á landsbyggðinni en ungmenni sem nema við Háskóla Íslands. Uppbygging háskóla- náms á landsbyggðinni ætti því að öðru jöfnu að stuðla að því að ungt fólk setjist að á landsbyggð- inni. Ævintýrið mikla Svo er það ævintýrið um fjarnámið. Á því sviði hefur orðið gríðarlegur vöxtur. Um 300 manns stunduðu nám á framhaldsskólastigi og 500 á há- skólastigi með fjarkennslusniði árið 1999. Á síðasta skólaári stunduðu hins vegar 2.000 nemendur há- skólanám með þessu fyrirkomulagi og annar eins fjöldi á framhaldsskólastigi. Þannig eru nýjar leiðar ruddar. Fólkið sem áður þurfti að hverfa frá heim- ilum sínum, rífa þau upp með rótum til þess að leita sér menntunar, getur nú með ódýrari og eðlilegri hætti stundað nám úr heimahögunum. Allt styrkir þetta forsendur byggðanna, auk þess sem menntunarstigið í landinu batnar. Menntun landsbyggðarfólks verður meiri en allir vita að slíkt er forsenda þess að landsbyggðin geti haldið hlut sínum nú á tímum krafna um aukna þekkingu á öll- um sviðum, sérstaklega í atvinnulífinu. Þrjár tillögur um úrbætur Vandinn er á hinn bóginn ekki úr sögunni. Öðru r. Nám á höfuð- nntunar voru að- var ekki arsvæð- etan var þessa eldr- á 20 til ar segja amálum ennta- rnir eru breyttari. að velja boðið er eiðirnar skólastigi hið nýja kólar; Í k á jafn- kur til fólk sem til þess ur unga byggðinni? Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. stuðning írösku þjóðarinnar, þó svo að Bandaríkja- mönnum tækist að finna út úr því hvernig veita eigi þessa samfélagsþjónustu. Írakar munu vegna sjálfs- virðingar sinnar krefjast þess að Írakar stjórni landinu og glæpamenn og hryðjuverkamenn munu ala á slíkum sjónarmiðum með öllum tiltækum ráðum. Innrás Bandaríkjanna var alvarleg mistök. Að senda fleiri hermenn myndi einungis auka á afleiðingar þeirra mistaka. Það sem þyrfti að gerast er að Banda- ríkjaher verði dreginn til baka með skjótum hætti og við tækju tímabundið sveitir undir forystu SÞ er myndu færa stjórn landsins aftur í hendur írösku þjóð- arinnar. forystu SÞ taki við af Bandaríkjaher. Bandaríkin halda sig við fyrri áform. Líklega gera þau ráð fyrir að þótt nokkrir tugir eða jafnvel hundruð falli í valinn sé það viðunandi ef heildarmarkmið nær fram að ganga, nefnilega áframhaldandi viðvera Bandaríkjahers í Írak er myndi vaka yfir hvernig meira en 100 milljörðum tunna af olíu verður ráðstafað og hafa gætur á ná- granna Íraks, Sádí-Arabíu. Að lokum mun þetta reynast rangt og villandi stöðu- mat. Óstöðugleiki mun einkenna írösk stjórnmál á meðan landið er hernumið af Bandaríkjunum. Það að eiga samstarf við Bandaríkin mun eitt og sér verða til að dæma íraska stjórnmálamenn úr leik ef þeir vilja njóta raunverulegs stuðnings meðal þjóðar sinnar. Það að tryggja rafmagn og rennandi vatn við upphaf 21. aldarinnar er langt í frá nægjanlegt til að tryggja áttu andsvari. em náð höfuðið. Í rf SÞ hef- aríkin til sráðherra verður til ðu gremju nn- á SÞ sem lldir í utilræð- kin gegn tir undir gdad Höfundur er prófessor í hagfræði við Kólumbíu-háskóla og forstöðumaður Earth Institute við sama skóla.   !"! #!$" %& '( "!) )*(+,    :  !   (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.